Morgunblaðið - 03.02.2020, Síða 32

Morgunblaðið - 03.02.2020, Síða 32
MÁNUDAGUR 3. FEBRÚAR 34. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Toppbaráttan í Olísdeild karla í handknattleik harðnaði enn um helgina þegar þremur efstu lið- unum tókst ekki að vinna sína leiki. Aðeins sjö stig skilja að efstu sjö liðin þegar sex umferðum er ólokið og mikill slagur er framundan um efstu sætin og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni. »26 Tvísýnn slagur fram- undan í handboltanum ÍÞRÓTTIR MENNING Eftir ósigur Manchester City gegn Tottenham í London í gær, 2:0, ligg- ur fyrir að Liverpool þarf „aðeins“ að ná 91 stigi til að verða enskur meistari í knattspyrnu í fyrsta skipti í þrjátíu ár. Liverpool vann Southampton 4:0 á laugardaginn og er komið með 73 stig, 22 meira en ríkjandi meistarar City sem fyrir vikið geta nú aðeins náð 90 stigum. Tæknilega séð get- ur Liverpool orðið meistari 29. febr- úar og með sex sigrum í röð yrði titillinn í höfn í síðasta lagi 21. mars. »26 Liverpool nægir að vinna sex leiki í viðbót Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Eigendur og starfsmenn Þvotta- hússins Fannar ehf. hafa gengið í gegnum ýmislegt á 60 árum. Eftir altjón í bruna í Skeifunni fyrir um sex árum var fyrirtækið endurreist á Kletthálsi og þar er framtíðin björt, að sögn Ara Guðmundssonar, fram- kvæmdastjóra frá 1991 og eiganda frá 2004. Guðmundur Arason, faðir Ara, stofnaði Fönn í kjallaranum hjá móður sinni á Fjólugötunni 29. jan- úar 1960. Þvotturinn, sem einkum var skyrtur og lín, var þá hengdur til þerris á þvottasnúrum auk þess sem litlar borðviftur voru notaðar. Tæki voru af skornum skammti og við- skiptavinir fáir en nú er öldin önnur, afkastamikill nýr tækjabúnaður af bestu mögulegu gerð og 48 starfs- menn fyrir utan bílstjóra í verktaka- vinnu fullnægja þörfum ein- staklinga, fyrirtækja og stofnana. „Þetta iðnaðarhúsnæði hentar okkur mjög vel, við erum sérlega vel tækj- um búin og viðskiptavinirnir hafa fylgt okkur í Árbæinn,“ segir Ari. Starfsfólki var boðið var upp á snittur og kökur með kaffinu á af- mælisdaginn og Ari segir að til standi að minnast tímamótanna með einhverjum hætti á árinu. „Við vinnum alla daga vikunnar en gerum eitthvað fyrir starfsfólkið á hverju ári og förum saman í dagsferð sem verður vegleg í ár,“ segir hann. Starfsfólkið færði fyrirtækinu myndir úr sögu þess og söng af- mælissöng á pólsku, Sto lat, sto lat … Ólst upp í fyrirtækinu Mikil breyting varð á venjum fólks eftir bankahrunið. „Fyrir þann tíma notaði fólk stundum efnalaugar eins og fataskáp, fór jafnvel einu sinni í föt og svo með þau í hreinsun,“ segir Ari. „Eftir hrun fór fólk að ganga betur um fötin sín og kaupa föt sem þvo má í þvottavélum heima.“ Vöxtur fyrirtækisins hefur haldist í hendur við aukna ferðaþjónustu á undanförnum árum. Ari segir að fyrirtækið hafi verið byggt upp í rólegheitum á sínum tíma og hann sníði sér stakk eftir vexti. „Þjónusta við hótel og fyrirtæki í matvælageir- anum er viðamest og einstakling- arnir skipta okkur líka miklu máli en fjölbreytnin er mikil og til dæmis er mottuleiga til fyrirtækja og stofnana stór hluti af rekstrinum,“ segir Ari. „Þegar ferðaþjónustan nær sér aftur á strik erum við vel í stakk búin til að taka við aukningu, því við eigum hérna stórt húsnæði, sem við leigj- um út, og getum allt að þrefaldað af- köstin á næstu tíu árum.“ Fönn var fjölskyldufyrirtæki og Ari ólst upp í því, eins og hann segir. Systkinin eru fimm og Ari segir að þau hafi hjálpað sér mikið í upp- byggingunni eftir brunann, en ann- ars sé hann sá eini úr fjölskyldunni sem hafi unnið í fyrirtækinu frá því að hann tók við stjórninni. Engu að síður hafi tilviljun ráðið því að hann varð framkvæmdastjóri. „Ég var tilbúinn að reyna eitthvað annað, en þegar ég lauk námi í viðskiptafræði 1991 urðu breytingar í fyrirtækinu. Þá spurði pabbi hvort ég væri ekki til í að taka við og ég tók hann á orð- inu.“ Morgunblaðið/RAX Fönn 60 ára Ari Guðmundsson skar fyrstu sneiðina eftir að starfsfólk söng afmælissöng á pólsku. Þvottur hjá Fönn í 60 ár  Vöxturinn hefur haldist í hendur við aukna ferðaþjónustu Corpo Surreal nefnist ópera sem Alþýðuóperan, í samstarfi við Kon- unglega danska leikhúsið og Teater Katapult, frumsýnir í Árósum á morgun. Sýnt verður í Konunglegu dönsku óperunni áður en óperan fer í ferðalag til Japans, Egypta- lands og loks Íslands í október. Leikstjóri er Jesper Pedersen og Murcof semur tónlistina. Ísabella Leifsdóttir syngur burðarhlutverk. Alþýðuóperan frum- sýnir í Danmörku TRATTO model 2811 L 207 cm Áklæði ct. 70 Verð 335.000,- L 207 cm Leður ct. 10 Verð 439.000,- Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is DUCA model 2959 L 215 cm Áklæði ct. 83 Verð 395.000,- L 215 cm Leður ct. 25 Verð 585.000,- ESTRO model 3042 L 198 cm Áklæði ct. 70 Verð 269.000,- L 198 cm Leður ct. 15 Verð 385.000,- KIPLING model 3088 L 214 cm Áklæði ct. 70 Verð 345.000,- L 180cm Áklæði ct. 70 Verð 325.000,- ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla JEREMY model 2987 L 202 cm Áklæði ct. 86 Verð 495.000,- L 202 cm Leður ct. 30 Verð 669.000,-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.