Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 2. F E B R Ú A R 2 0 2 0
Stofnað 1913 45. tölublað 108. árgangur
Úrval afmælistilboða
www.hekla.is/skodasalur
HEKLA · Laugavegur 170 · Sími 590 5000
600.000 til 800.000 kr. afmælisafsláttur!
EIVØR PÁLS-
DÓTTIR EIN
MEÐ GÍTARINN
FLÓRGOÐI
FJÖLGAR
SÉR
FUGLALÍF Á RAUÐAVATNI 14MINNINGARTÓNLEIKAR 45
Helgi Bjarnason
Stefán E. Stefánsson
Sérstaklega góð ávöxtun var af eign-
um lífeyrissjóða landsins á síðasta
ári. Þannig nam ávöxtun eigna Líf-
eyrissjóðs verslunarmanna 18,7%
sem svarar til 15,6% hreinnar raun-
ávöxtunar. Formaður Landssam-
taka lífeyrissjóða telur að ávöxtun
hafi verið góð hjá flestum sjóðanna
og þeir hafi almennt náð tveggja
stafa tölu í ávöxtun.
„Góður árangur á síðasta ári hefur
mikla þýðingu fyrir lífeyrissjóðina
og sjóðsfélaga. Tryggingafræðileg
staða þeirra hækkar. Lífeyrissjóða-
kerfið í heild er gott og skilar miklu
og þjóðin nýtur ávaxtanna af því,“
segir Guðrún Hafsteinsdóttir, for-
maður Landssamtaka lífeyrissjóða.
Hún tekur fram að lífeyrissjóðirnir
séu að fjárfesta til langs tíma en að
því komi að sjóðsfélagar njóti þess.
Ekki mörg svona ár
Guðrún segir um ávöxtunina á síð-
asta ári að vegna breytinga undir lok
ársins 2018 hafi lífeyrissjóðirnir
misst niður ávöxtun. Hins vegar hafi
gengið vel að ná henni til baka á
árinu 2019 og gott betur en það.
Vextir hafa verið lágir í Evrópu og
lækkað hér á landi. Guðrún segir að
Lífeyrissjóður verslunarmanna sé
með stórt erlent eignasafn sem hafi
verið að stækka og þar hafi fengist
góð ávöxtun. Hún á von á að það
verði krefjandi verkefni að ná hárri
ávöxtun í ár. „Mér er til efs að við
fáum mörg svona góð ár,“ segir hún.
Þegar tryggingafræðileg staða líf-
eyrissjóða nær 10% markinu ber
þeim að auka réttindi sjóðsfélaga.
Lífeyrissjóður verslunarmanna er
með 8,6% stöðu og telur Guðrún að
staða hans sé sterkust. Ekki eru því
líkur á aukningu réttinda í ár. »20
Ávöxtunin
í tveggja
stafa tölum
Mjög gott ár hjá lífeyrissjóðunum
LIVE með 15,6% raunávöxtun
Lífeyrissjóður
verslunarmanna
» Sjóðurinn óx um 155 milljarða
á síðasta ári, 425 milljónir á dag.
» Vægi erlendra eigna jókst og
var um áramót 40% eignasafns-
ins.
» Ávöxtun eigna nam 18,7%.
Tuttugu ára meðalávöxtun er
4,1%.
Nærri 30 manns tóku þátt í æfingu Slysavarnaskóla sjó-
manna sem haldin var á Sundunum út af Reykjavík í
gærdag. Þrettán úr þessum hópi voru frá Grænlandi,
sjómenn sem nú eru hér á landi til að nema ýmis mik-
ilvæg öryggisatriði viðvíkjandi starfi þeirra.
Sá góði árangur sem Íslendingar hafa náð við fækkun
sjóslysa hefur vakið athygli víða um lönd, m.a. meðal
Grænlendinga. Hilmar Snorrason, sem stýrir Slysa-
varnaskólanum, segir mjög ánægjulegt að geta lagt því
máli lið.
Slysavarnanámskeiðin sem sjómenn sækja standa
jafnan í eina viku og eru haldin um borð í Sæbjörgu, sem
á sitt fasta pláss við bryggju í austurhöfninni í Reykja-
vík. Lokapunktur þeirra eru svo verklegar æfingar þeg-
ar siglt er með björgunarskipinu Ásgrími S. Björnssyni
út á Kollafjörðinn.
Fastur liður í æfingunum er þegar þátttakendur eru
hífðir af dekki skipsins með línu upp í þyrlu frá Land-
helgisgæslunni. Er sú þjálfun bæði sjómönnunum og
björgunarfólki afar mikilvæg. Æfingin í gær þótti ganga
ljómandi vel, enda veðrið með ágætum. Ljósmyndari frá
Morgunblaðinu fékk að slást í för. »4
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Æfðu björgun úr skipi um
borð í þyrlu frá Gæslunni
Grænlendingar sækja öryggisfræðslu til Íslands Guðrún M. Njálsdóttir og GuðfinnurTraustason búa í sumarhúsi í Kerhrauni í
Grímsnes- og Grafningshreppi. Þau fá ekki
að eiga þar lögheimili. Í þjóðskrá eru þau
skráð með „ótilgreint“ heimili í 101 Reykja-
vík. Guðrún segir að því fylgi margs konar
óhagræði eins og að fá ekki póstinn heim og
að vera álitin heimilislaus þegar hún rekur
erindi. „Ég komst að því að sveitarstjórnin
hafði breytt sumarhúsum, sem voru í deili-
skipulögðu sumarhúsahverfi, í íbúðarhús,“
sagði Guðrún. Þeim var neitað um það. Mál-
ið var kært til úrskurðarnefndar umhverfis-
og auðlindamála. »12
Hjón Guðfinnur og Guðrún fengu
ekki húsið skráð sem íbúðarhús.
Með „ótilgreint heimili“ í Reykjavík