Morgunblaðið - 22.02.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 22.02.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is Gæða sófar á góðu verði Model 9805 L162 cm leður verð frá 369.000,- L185 cm leður verð frá 389.000,- Mads Bryde Andersen,lagaprófessor við Kaup- mannahafnarháskóla, var gestur á hundrað ára afmæli Hæsta- réttar og flutti þar erindi. Hann ræddi meðal annars Mannrétt- indadómstól Evr- ópu og sagðist í viðtali við Morg- unblaðið telja að aðferð þess dóm- stóls við að semja dóma sé gagn- rýniverð. Þar var haft eftir honum að „dómstóllinn fái árlega um 50 þúsund umsóknir um málsmeðferð og vísi flestum frá með stuttri skriflegri umsögn lögfræðings hjá dómstólnum sem einhver dómaranna skrifi undir.    Sé hins vegar samþykkt að takamál fyrir fari það í hendur dómara sem hafi forræði á mál- inu. Sá semji síðan drög að dóms- niðurstöðu með aðstoð lögfræð- inga dómstólsins. Hún sé síðan borin upp í viðkomandi und- irdeild. Málflutningur sé skrif- legur. Við það tilefni geti aðrir dómarar lýst gagnstæðum sjón- armiðum. Þá geti þurft sterk bein til að ganga gegn niðurstöðu lög- fræðinga dómstólsins og sjón- armiðum dómara aðildarríkis sem málið varðar.    Dómararnir hafi tilhneigingutil að fylgja dómara frá að- ildarríkinu.“    Þetta er lýsing á afskaplegaundarlegum dómstóli, sem stendur ekki undir nafni í hefð- bundnum skilningi þess orðs.    Þess vegna er ekki síður und-arlegt að látið sé eins og um hefðbundinn dómstól sé að ræða og jafnvel að þessi skrýtna stofn- un sé æðsti dómur um íslensk málefni. Mads Bryde Andersen Dómstóll? STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Nýr glergangur sem byggður hefur verið á milli gistiálma Stracta-hótelsins á Hellu verður jafn- framt notaður til norðurljósaskoðunar. Gangurinn var opnaður í gær og hlaut nafnið Vetrarbrautin. Gangurinn tengir tvo syðstu herbergisgangana við aðalbyggingu hótelsins. Mun gangurinn auka þjónustu við gesti hótelsins, segir í tilkynningu. Hugmyndin með vetrarbrautinni er að gestir hótelsins geti setið undir stjörnubjörtum himni og notið norðurljósanna innandyra. Einnig verður hægt að njóta kvöldhressingar, setjast til borðs með snarl eða tylla sér á gluggasyllur í ganginum en þær eru hannaðar sem setbekkir. Við gerð gangsins myndast rými sem talið var tilvalið sýningarrými fyrir myndlistarmenn. Heimamaðurinn Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir ríður á vaðið með sýningunni Veðramót. Hún opn- aði sýninguna í gær, við opnunarathöfnina. Hreiðar Hermannsson, eigandi Stracta-hótels, er að undirbúa enn frekari stækkun hótelsins. Næstu áfangar eru bygging stórs fundar- og ráð- stefnusalar og síðan gistingar í sérhæfðum smá- hýsum. helgi@mbl.is Vetrarbrautin opnar á Hellu  Gestir geta setið inni og skoðað norðurljósin Ljósmynd/Aðsend Vetrarbrautin Norðurljósagangurinn í Stracta- hótelinu hefur verið opnaður. Bæjarstjórn Kópavogs hefur sam- þykkt að auglýsa tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir lóð Smáralindar, Hagasmára 1. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þriggja hæða bílastæða- hús verði reist norðan Smáralindar. Í tillögunni felst jafnframt að lóða- mörk Hagasmára 1 breytist við að- komugötu frá Fífuhvammsvegi að Smáralind og aðkomugatan hliðrast að hluta til vesturs næst Smáralind. Fyrirkomulag bílastæða og gatna- tengingar næst norðurhlið Smára- lindar breytist. Lóð Smáralindar mun stækka um tæplega 1.600 fer- metra. Fram kemur í greinargerð með tillögunni að mikil uppbygging hafi átt sér stað í Kópavogsdal, nú síðast sunnan Smáralindar. Aukin umferð og aðsókn í verslanir Smáralindar kalli á fleiri bílastæði. Nýja bíla- stæðahúsið komi við hlið núverandi bílastæðapalls, sem gengur m.a. yfir Fífuhvammsveg. Núverandi bíla- stæði eru 170 en verða eftir breyt- ingar 374. Bílastæðum mun því fjölga um 204. Tillaga er aðgengileg á heimasíðu bæjarins, www.kopavogur.is og í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1. Athugasemdir og ábendingar skulu hafa borist eigi síðar en 3. apríl nk. sisi@mbl.is Nýtt bílastæðahús reist við Smáralind Morgunblaðið/Ernir Smáralind Breytingar eru fyrirhugaðar á deiliskipulagi við Smáralind.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.