Morgunblaðið - 22.02.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
Aðalfundur
Sláturfélags Suðurlands svf.
Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands svf. verður haldinn á Goðalandi,
Fljótshlíð, föstudaginn 20. mars 2020 og hefst kl. 15:00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf samkvæmt 24. gr. samþykkta félagsins.
2. Tillaga stjórnar um breytingar á 27. gr. samþykkta félagsins.
3. Önnur mál.
Tillögur frá félagsaðilum sem bera á fram á aðalfundi þurfa að vera
komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en 14 dögum fyrir
aðalfund. Framboð til stjórnar og varastjórnar skulu hafa borist
skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir
aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins.
Reykjavík, 20. febrúar 2020.
Stjórn Sláturfélags Suðurlands svf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Alls bárust 3.619 tilkynningar um
atvik og slys til flugsviðs
rannsóknarnefndar samgönguslysa
á síðasta ári. Er þar um að ræða
svokölluð flugatvik, alvarleg flugat-
vik og flugslys. Tilkynningum sem
þessum hefur fjölgað mjög hin síð-
ari ár og eru sex sinnum fleiri en ár-
ið 2007 sem var fyrsta árið eftir að
ný reglugerð um aukna tilkynning-
arskyldu tók gildi.
Þetta kemur fram í yfirliti yfir
starfsemi flugsviðs rannsóknar-
nefndar samgönguslysa á síðasta ári
sem gefið var út nýverið. Í yfirlitinu
er rakið að stundum berist fleiri en
ein tilkynning um atvik. Þá er þess
getið að aukinn fjöldi tilkynninga
þýði ekki endilega að minna öryggi
sé í flugi heldur frekar að fólk sé
duglegra að senda inn tilkynningar
ásamt því að flugumferð hafi aukist.
Í yfirlitinu kemur fram að RNSA
hafi skoðað 48 mál af þeim sem til-
kynnt voru og skráð 23 þeirra sem
alvarleg flugatvik eða flugslys og
tekið til formlegrar rannsóknar. „Á
árinu 2019 voru 8 mál skráð sem
flugslys en ekkert á árinu 2018 sem
verður að teljast nokkuð sérstakt
þar sem það hafði ekki gerst síðan
1969. 25 mál reyndust þess eðlis að
ákveðið var að rannsaka þau ekki
frekar eða færð undir aðra rann-
sókn,“ segir í yfirlitinu.
Langan tíma getur tekið að rann-
saka flugslys og því var einnig unnið
að rannsókn eldri mála í fyrra. Alls
var 42 málum lokað. Þar af var
fimm málum lokið með útgáfu á
lokaskýrslu, átta með bókun, þrjú
mál voru sameinuð öðrum málum og
26 mál reyndust við nánari skoðun
vera flugatvik og voru ekki rann-
sökuð frekar. Í lok ársins 2019 voru
26 mál sem ekki var búið að ljúka og
er það fjölgun um fimm mál frá
fyrra ári.
Tvö banaslys urðu í flugi á árinu
2019 en það gerðist einnig árið 2015.
Þrjú ár þar á milli voru engin bana-
slys á íslensku skráðu loftfari. Alls
hafa því 11 einstaklingar farist í sex
flugslysum sl. 10 ár á Íslandi.
Átta atvik rannsökuð
sem flugslys í fyrra
Morgunblaðið/Hari
Flugslys Frá rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa á vettvangi flugslyss á Skálafelli í september í fyrra.
Mikil fjölgun á tilkynningum til rannsóknarnefndar
Yfir 300 manns tóku þátt í jafnrétt-
isþingi sem stjórnvöld stóðu fyrir í
Hörpu sl. fimmtudag. Katrín Jak-
obsdóttir forsætisráðherra setti
þingið sem var haldið undir yf-
irskriftinni „Kyn, loftslag og fram-
tíðin“. Grunnstef þess var að fjalla
um samspil jafnréttismála og um-
hverfismála í samhengi við heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna um
sjálfbæra þróun.
Aðalfyrirlesari var Hildur Knúts-
dóttir rithöfundur og fjallaði hún um
hvernig kynjamisrétti í samfélögum
hefur aukið á loftslagsvandann og
varpaði upp þeirri spurningu hvort
vandinn verði yfirhöfuð leystur án
jöfnuðar.
Í ávarpi sínu rifjaði forsætisráð-
herra upp mikilvæga áfanga í þróun
jafnréttismála, segir í tilkynningu
frá forsætisráðuneytinu.
„Árið í ár er sannkallað tímamóta-
ár. Hundrað ár eru liðin frá því að
konur fengu kosningarétt og kjör-
gengi til Alþingis að fullu til jafns við
karla. Kvenfélagasamband Íslands
fagnar 90 ára afmæli sínu og það
gerir líka frú Vigdís Finnbogadóttir,
auk þess sem fjörutíu ár eru liðin frá
kjöri hennar til forseta Íslands.
Fæðingarorlofslögin eru 20 ára,
Stígamót eru 30 ára, 50 ár frá því
Rauðsokkahreyfingin var stofnuð og
á alþjóðavettvangi er þess minnst að
25 ár eru liðin frá samþykkt Peking-
yfirlýsingarinnar um réttindi
kvenna. Svona mætti áfram telja.
Tímamót eru kjörið tækifæri til að
líta um öxl,“ sagði Katrín m.a.
Yfir 300 gestir
á jafnréttisþingi
Samspil jafnréttis og umhverfismála
Ljósmynd/Forsætisráðuneytið
Jafnréttisþing Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra í ræðustól.
Gefin var í gær út viðvörun vegna
gasmengunar í helli við Eldvörp á
Reykjanesi, sem ferðamenn hafa
gjarnan gert sér far um að skoða.
Eldvörp eru skammt norðan og
vestan við fjallið Þorbjörn, en á
þeim slóðum hefur land risið að
undanförnu svo viðbúnaður er
hafður í Grindavík og víðar.
Hluti af því eru vikulegar gas-
mælingar sem eftir athuganir á
fimmtudaginn sýndu lífshættuleg
gildi á koltvísýringi og súrefnis-
leysi í helli sem er við bílastæði þar
sem vinsælt er að leggja upp í skoð-
unarferðir um Eldvörpin.
Almannavarnadeild ríkislög-
reglustjóra hefur verið gert viðvart
vegna þessa sem aftur gerði lög-
reglunni á Suðurnesjum viðvart.
Áfram mælast jarðskjálftar við
Grindavík en landris er í rénun.
Engin merki um gosóróa hafa kom-
ið fram.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Eldvörp Vinsæll staður sem nú þykir viðsjárverður vegna mengunarhættu.
Vara við gasmengun
í helli við Eldvörpin