Morgunblaðið - 22.02.2020, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
Haukur Þór Hauksson
haukur@investis.is / s. 893 9855
Thomas Möller
thomas@investis.is / s. 893 9370
Steinn Haukur Hauksson
steinn@investis.is / s. 849 8360
Tjarnargata 4, 3. hæð | Sími 546 1100 | investis@investis.is | www.investis.is
Sérfræðingar
í sölu fyrirtækja
• Sérverslun á Laugavegi með mikla sérstöðu.
• Veitingastaður í Mathöllinni á Höfða, góður vöxtur og miklir möguleikar.
• Veitingastaður í 101 Reykjavík, ebitda framlegð 25 mkr.
• Veitingastaður á Granda, tækifæri fyrir duglegt veitingafólk.
• Skemmtistaður í 101 Reykjavík. Mjög góður hagnaður.
• Iðnfyrirtæki í Kópavogi, veltir um 140 milljónum, ebitda framlegð um 23 milljónir.
• Thai veitingastaður í Árbæ. Vinsæll meðal iðnaðarmanna og íþróttafólks.
• Veitingastaður með íslenskan mat í Kópavogi, auðveld kaup, miklir möguleikar.
• Fasteignatengt verkefni til sölu. Góður hagnaður til framtíðar.
• Indverskur veitingastaður. Vinsæll staður í góðri aðstöðu í mathöll.
• Sérverslun á Laugavegi með mikla sérstöðu.
• Stimplagerð, tilvalið til sameiningar á öðrum rekstri.
• Veitingastaður í 101 Reykjavík, ebitda framlegð 25 mkr.
• Ísbúð og grill í Reykjanesbæ, velta um 120 milljónir, góður hagnaður.
• Innflutningsfyrirtæki með vörur fyrir bændur og verktaka. Mikill vöxtur.
• Nokkur öflug fyrirtæki í viðskiptum við fyrirtæki (B2B).Tækifæri til sameiningar.
• Erum að vinna að nokkrum hótel verkefnum.
Meðal fyrirtækja á söluskrá eru þessi:
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Þau Guðrún M. Njálsdóttir og Guð-
finnur Traustason búa í sumarhúsi í
Kerhrauni í Grímsnes- og Grafn-
ingshreppi. Húsið var byggt sem
heilsárshús. Þau fá ekki að eiga þar
lögheimili. Í þjóðskrá eru þau skráð
með „ótilgreint“ heimili í 101
Reykjavík. Guðrún segir að því fylgi
margs konar óhagræði eins og að fá
ekki póstinn heim og að vera álitin
heimilislaus þegar hún rekur erindi
hjá hinu opinbera. Guðrún hefur set-
ið í stjórn Kerhrauns - félags sumar-
húsaeigenda frá stofnun þess.
Byggðu sér heilsárshús
Hún sagði að þeim hjónum hefði
verið ljóst þegar þau keyptu lóðina
árið 2002 að þau gætu ekki átt þar
lögheimili. Þau byggðu svo sumar-
húsið sem heilsárshús og ræktuðu
lóðina upp. Guðrún segir að húsið
standist allar kröfur
byggingarreglugerðar. Eftir að
hjónin hættu að vinna ákváðu þau að
flytja í sumarhúsið 2017 í þeirri von
að reglur sveitarfélagsins um búsetu
yrðu rýmkaðar, líkt og gert hafði
verið víða annars staðar.
„Ég komst að því að sveitar-
stjórnin hafði breytt sumarhúsum,
sem voru í deiliskipulögðu sumar-
húsahverfi, í íbúðarhús,“ sagði Guð-
rún. Hún fór að leita í fundargerðum
sveitarstjórnarinnar og sá að maður
fékk leyfi til byggingar sumarhúss
árið 2010. Þremur árum síðar sendi
hann beiðni um að breyta sumarhúsi
sínu í íbúðarhús og fékk leyfi til
þess. Tveimur árum seinna sótti ná-
granni hans um það sama og fékk
það einnig samþykkt. „Þetta var
auðvitað fordæmisgefandi. Það er
bannað að mismuna fólki. Okkur
finnst þetta óréttlátt,“ sagði Guðrún.
Kostur að hafa lögheimili
Hún segir að með því að breyta
sumarhúsi í íbúðarhús sé hægt að
skrá þar lögheimili. Auk þess fáist
ýmis þjónusta eins og að fá póstinn.
Einnig þurfi þau ekki að borga fjár-
magnstekjuskatt af auknu verðmæti
hússins við sölu, sé það íbúðarhús,
eins og gildir um sölu á sumarhúsi.
Eftir að hjónin fluttu í sumarhúsið
reyndi Guðrún að skrá lögheimili
þeirra þar hjá Þjóðskrá en það gekk
ekki. Þau voru spurð hvort þau gætu
ekki skráð lögheimilið hjá sonum
sínum á Akureyri? Einnig var þeim
sagt að það gengi ekki að skrá lög-
heimili í sumarhúsi í Grímsnes- og
Grafningshreppi, þótt það væri
hægt víða annars staðar. Guðrún
sagði að við síðustu sveitarstjórnar-
kosningar hefðu 70-80 einstaklingar
verið „óskráðir í hús“ í sveitarfé-
laginu. Þau sóttu um slíka skráningu
en fengu ekki. „Það er fullt af fólki
sem býr hér í sumarhúsum og stund-
ar héðan vinnu,“ sagði Guðrún.
Eftir kosningarnar kærði hrepp-
urinn Þjóðskrá fyrir að leyfa fólki að
vera „óskráð í hús“. Guðrún sagði að
sveitarfélagið hefði síðar verið dæmt
til að heimila slíka skráningu. Hún
kvaðst hafa verið orðin pirruð á
framkomu sveitarfélagsins og því
ákveðið að sækja ekki um það til
sveitarstjórnar að fá að vera „óskráð
í hús“ í póstnúmeri 805.
Voru hvött til að kæra
Lögfræðingur hvatti hjónin til að
kæra málið til úrskurðarnefndar
umhverfis- og auðlindamála, því þau
hefðu orðið fyrir mismunun.
Í úrskurði nefndarinnar sem
kveðinn var upp 7. febrúar kemur
m.a. fram að sveitarfélagið hafi borið
því við að synjun erindis hjónanna
byggðist á því að lóð þeirra sé í mjög
stóru hverfi fyrir frístundabyggð.
Sveitarstjórn hafi ekki heimilað
breytta landnotkun stakrar lóðar við
slíkar aðstæður. Varðandi þær lóðir
þar sem leyft var að breyta land-
notkun séu aðstæður allt aðrar og
því hafi notkun þeirra verið breytt
úr frístundabyggð í landbúnaðar-
svæði. Auk þess sé stutt þaðan í að-
alveg og gott að þjónusta lóðirnar
með tilliti til fastrar búsetu.
Úrskurðarnefndin bendir á að
Ásahreppur, Bláskógabyggð, Flóa-
hreppur, Grímsnes- og Grafnings-
hreppur, Hrunamannahreppur og
Skeiða- og Gnúpverjahreppur hafi
skipað sameiginlega Skipulagsnefnd
uppsveita samkvæmt sérstökum
samningi. Nefndin fari með skipu-
lagsmál og byggingarmál.
Samkvæmt sveitarstjórnarlögum
skuli samvinna sveitarfélaga ávallt
grundvallast á samningi þeirra sem
öðlast ekki gildi fyrr en hann hefur
fengið staðfestingu viðkomandi
sveitarstjórna. Þá þurfi einnig að fá
staðfestingu ráðuneytis sem á að
birta í B-deild Stjórnartíðinda.
Bent er á að samþykkt fyrir
byggðasamlagið Skipulags- og
byggingarfulltrúi uppsveita bs. frá
9. júní 2016 fjalli m.a. um hlutverk
byggingarfulltrúa byggðasamlags-
ins. Hvergi í samþykktinni sé kveðið
á um að samþykki sveitarstjórna að-
ildarsveitarfélaganna þurfi fyrir
veitingu byggingarleyfis né að sveit-
arstjórnir komi að þeim málum yfir-
höfuð.
Samningurinn ekki auglýstur
Þá verði ekki séð að samningurinn
um sameiginlegu skipulagsnefndina
hafi verið birtur í Stjórnartíðindum.
Hvorki samþykktir sveitarfélaganna
sem um ræðir né byggðasamlagsins
sé að finna á lista Mannvirkjastofn-
unar yfir samþykktir sveitarfélaga
sem gerðar hafa verið á grundvelli
mannvirkjalaga. Einnig liggi það
fyrir að hvorki skipulagsnefnd né
skipulagsfulltrúi byggðasamlagsins
hafi tekið erindi hjónanna fyrir. Úr-
skurðarnefndin segir að þar eð ekki
sé til staðar samþykkt sem uppfyllir
kröfur mannvirkjalaga sé það bygg-
ingarfulltrúi sem taki ákvörðun um
byggingarleyfisumsóknir. Það hafi
hann ekki gert í þessu máli.
Úrskurðarnefndin segir að leiða
verði málið til lykta af þar til bærum
aðila. Hún vísaði málinu frá. Hjónin
hafa kært málið að nýju.
Fá ekki að eiga lögheimili heima
Hjón sóttu um að breyta sumarhúsi í íbúðarhús en var neitað Segja fordæmi fyrir slíku í sveitar-
félaginu Úrskurðarnefnd sá ýmislegt við stofnun byggðasamlags sveitarfélaga um skipulagsmál
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Grímsnes Kerhraun er sumarhúsabyggð suðaustur af Búrfelli. Það er fyrir miðri mynd og hægra megin við miðju.
Guðrún og Guðfinnur sóttu um
að fá að breyta skráningu sum-
arhúss síns í Kerhrauni í íbúðar-
hús. Þau vísuðu í að aðrir eig-
endur sumarhúsa í hreppnum
hefðu fengið að gera það. Sveit-
arstjórnin hafnaði erindi
hjónanna. Ákvörðun sveitar-
stjórnar var kærð til úrskurð-
arnefndar umhverfis- og auð-
lindamála og þess krafist að
hún yrði úrskurðuð ólögmæt og
að skráningu sumarhússins yrði
breytt.
Ákvörðunin
var kærð
KERHRAUN
Hjónin Guðfinnur Traustason og
Guðrún M. Njálsdóttir.