Morgunblaðið - 22.02.2020, Page 14
Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson
Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar
hefur samþykkt afslátt á gatna-
gerðargjöldum í því skyni að ýta
undir nýjar íbúðarbyggingar, auk
byggingar atvinnuhúsnæðis. Björg
Ágústsdóttir bæjarstjóri segir að
skortur hafi verið á íbúðarhúsnæði
í sveitarfélaginu um nokkurt skeið.
Hún segist finna fyrir áhuga yngra
fólks sem vilji setjast að í bænum
og auknum áhuga á nýbyggingum.
Íbúar í Grundarfjarðarbæ eru
nú 877 og fjölgaði um einn í fyrra.
„Okkur hafði fækkað nokkuð síð-
ustu ár, en vonum að nú séum við
að ná ákveðnu jafnvægi og von-
umst til að fara upp á við aftur
næstu misserin,“ segir Björg. „Það
hefur mjög margt jákvætt gerst í
atvinnulífi svæðisins og við viljum
greiða fyrir nýbyggingum þannig
að fólk geti fundið hentugt hús-
næði hér. Auk þess er nýtt aðal-
skipulag á lokametrunum. Þar er
lagður grunnur að því að bæta við
lóðum og að ný íbúðarsvæði verði
tilbúin þegar á þeim þarf að
halda.“
Samþykkt bæjarstjórnar um
gatnagerðargjöldin er tvíþætt.
Annars vegar er um að ræða lækk-
un gatnagerðargjalds á íbúðarhús-
næði samkvæmt gjaldskrá bæjar-
ins og hins vegar er tímabundinn
sex mánaða 50% afsláttur á til-
greindum íbúðar- og atvinnulóð-
um, sem verið hafa til úthlutunar.
Síðarnefnda aðgerðin gildir um 14
tilgreindar íbúðarlóðir og nokkrar
atvinnulóðir. aij@mbl.is
Afsláttur til að
örva framkvæmdir
Finnum fyrir áhuga, segir bæjarstjóri
Grundarfjarðarbær Margt jákvætt í atvinnulífi svæðisins, segir bæjarstjóri.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
Algeng einkenni B-12 skorts:
• Nálardofi í hand- og fótleggjum• Erfiðleikar með gang• Skapsveiflur• Minnisleysi
Munnúði tryggir hraða og góða upptöku
þar sem vítamínið frásogast auðveldlega í
gegnum slímhúðina í munninum og beint út í
blóðrásina. Upptaka á B12 gegnum slímhúð í
munni er örugg, þægileg og áhrifarík leið til a
tryggja líkamanum nægjanlegt magn af B12
vítamíni og til að verja okkur gegn skorti.
Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna.
B12 -MUNNÚÐI SEM VIRKAR
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Hlýtt var í veðri síðasta vor og
skapaði það kjöraðstæður fyrir
fuglalíf á Rauðavatni í maí og byrj-
un júní. Á undanförnum árum hefur
flórgoði byrjað að nýta sér Rauða-
vatn aftur sem varpstað. Þegar
mest lét sáust 18 flórgoðar á vatn-
inu um miðjan júní í fyrra og fimm
sem voru byrjaðir að liggja á
hreiðri. Lítill rigning fyrri hluta
sumars gerði það að verkum að
vatnshæð í vatninu lækkaði mikið
og flórgoðinn færði sig á milli staða.
Þann 2. ágúst sáust átta ungar,
flestir orðnir stálpaðir.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í skýrslu um vöktun og grein-
ingu á fuglalífi í borginni sumarið
2019. Skýrslan var lögð fram og
kynnt á fundi umhverfis- og heil-
brigðisráðs í vikunni. Höfundar eru
Ólafur Arason og Snorri Sigurðsson
á deild náttúru og garða á umhverf-
is- og skipulagssviði.
Á Elliðavatni voru skúfendur al-
gengastar andfugla en álft, grágæs,
stokkönd, urtönd, rauðhöfðaönd og
toppönd sáust einnig. Himbrimi
verpir við vatnið og sást til him-
brimapars í maí. Flórgoðapar hafði
gert hreiður í hrúgu af greinum sem
komið var fyrir í vatninu 2018. Parið
sást liggja þar á í júní, en var farið í
júlí og hefur varpið misheppnast líkt
og árið á undan. Helstu vaðfuglateg-
undir sem sáust við Elliðavatn voru
stelkur, jaðrakan og óðinshani.
Fimm andategundir með unga
Tólf talningar fóru fram á Tjörn-
inni og í Vatnsmýrinni 13 maí til 6.
ágúst. Framan af sumri var mjög
mikið af kríu í Vatnsmýrinni, en í
byrjun júlí fór henni að fækka mik-
ið, örfáir ungar sáust og engir ungar
komust á legg í Vatnsmýrinni.
Mögulegt er að afrán hafi valdið
skakkaföllum í varpinu, segir í
skýrslunni. Fjöldi kría var einnig í
Þorfinnshólma og komust nokkrir
ungar á legg.
Samanborið við árið 2018 var
varpárangur anda á Reykjavíkur-
tjörn og í Vatnsmýrinni mun betri
síðasta sumar og sáust fimm anda-
tegundir með unga. Stokkandar-
ungar sáust strax í maí, en hinar
tegundirnar komu með sína fyrstu
unga í lok júní og byrjun júlí. Nokk-
uð var um afföll hjá stokkandar-
ungum 2019. Þrátt fyrir að margar
kollur hafi orpið voru flestir unga-
hópar litlir og fjöldi unga var svip-
aður og 2018.
Mikilvæg svæði við hafið
Besti varpárangurinn var hjá
skúfönd og voru ungahóparnir bæði
stærri og fleiri en 2018. Mest sáust
28 ungar í júlí. Árið 2018 sáust ein-
ungis tveir duggandarungar en þeir
voru 14 í ár um miðjan júlí í fyrra-
sumar, einungis einn hópur garg-
andarunga sást í 2018 með þremur
ungum en síðasta vor sáust mest níu
ungar. Fjórir urtandarungar sáust
einungis í einni talningu. Alls sáust
28 fuglategundir í talningum á
Reykjavíkurtjörn og í Vatnsmýrinni
og þar á meðal voru sex tegundir
sem sáust í öllum talningum.
Fram kemur í skýrslunni að í
borginni má finna mörg svæði sem
eru mikilvæg búsvæði fyrir fugla.
Þar af eru sex svæði sem eru skil-
greind sem mikilvæg á landsvísu og
jafnvel alþjóðlega mikilvæg, sam-
kvæmt skýrslu Náttúrufræði-
stofnunar Íslands „Mikilvæg fugla-
svæði á Íslandi“ sem kom út árið
2016. Allt eru það svæði við hafið,
sjófuglabyggðir eða strandbúsvæði.
Svæðin sex eru Akurey, Andríðsey,
Skerjafjörður, Grafarvogur--
Elliðaárvogur, Blikastaðakró,
Leiruvogur og Kjalarnes (einkum
Hofsvík). Fleiri staði nálægt má
telja til mikilvægra fuglasvæða, t.d.
Engey, Viðey, Lundey og Þerney,
Geldinganes, Álfsnes og Kollafjörð,
segir í skýrslu borgarinnar.
Svo staldrað sé við Hofsvík á
Kjalarnesi, eitt af sex mikilvægum
svæðum fyrir fugla í Reykjavík, þá
kemur fram í skýrslunni að um 30
tegundir hafi sést í vettvangsferð á
Kjalarnes 14. maí. Tegundirnar
voru: Fýll, dílaskarfur, lundi, teista,
rita, sílamáfur, silfur/hvítmáfur,
hettumáfur, æðarfugl, súla (óstað-
fest), heiðlóa, tjaldur, sandlóa, rauð-
brystingur, tildra, hrossagaukur,
spói, jaðrakan, stelkur, kría, álft,
grágæs, margæs, stokkönd, þúfu-
tittlingur, steindepill, skógar-
þröstur, hrafn, starri og maríuerla.
Flórgoði hreiðrar um sig á Rauðavatni
Skúfönd stóð sig best andategunda við Tjörnina Sex mikilvæg fuglasvæði innan borgarinnar
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Flórgoði Að mestu farfugl, sem kemur á varpstöðvar í apríl og þá í sínu fínasta pússi, enda tilhugalífið fram undan.
Vöktun á fuglalífi
» Tjörnin og votlendið í Vatns-
mýri sunnan Hringbrautar,
sem er friðland fyrir fugla, eru
þau fuglasvæði í borginni sem
mest hafa verið vöktuð.
» Talningar á tegundum,
fjölda verpandi andarkolla og
fjölda unga, hafa átt sér stað
þar nær árlega frá 1973. Taln-
ingaserían hefur verið óbrotin
frá upphafi tíunda áratugarins.
» Vöktun á öðrum fuglasvæð-
um í Reykjavík hefur verið að
mestu óregluleg. Sumarið
2018 var sett af stað vöktunar-
áætlun fyrir valin svæði í
Reykjavík, til viðbótar við
Tjörnina og Heiðmörk.
Varpárangur á Reykjavíkurtjörn og í Vatnsmýri
Fjöldi andarunga sumarið 2019
Fjöldi kríuunga sumarið 2019
25
20
15
10
5
10
8
6
4
2
28.6. 8.7. 18.7. 28.7. 7.8.
20.5. 30.5. 9.6. 19.6. 29.6. 9.7. 19.7. 29.7. 8.8.
Skúfendur. Mynd/Reawpixel
Heimild: umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur
Tjörnin
Vatnsmýri
Stokkönd Gargönd Skúfönd
Duggönd Urtönd