Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Síðustu þrjá mánuði hafa selst um 60 nýjar íbúðir í miðborg Reykjavíkur. Miðað við að meðalverðið sé um 50 milljónir króna má ætla að söluverðið sé um þrír milljarðar króna. Morgunblaðið hefur frá síðasta sumri reglulega fjallað um sölu íbúða í miðborginni. Lesa má út hversu mikil salan var milli tímabila á grafi hér fyrir ofan. Salan hefur verið athuguð á um þriggja mánaða fresti. Þau tíðindi hafa orðið að mikill meirihluti íbúða hefur selst á mörgum þessara þéttingarreita. Mikil sala á Hverfisgötu Til dæmis er búið að selja þorra íbúðanna á þremur þéttingarreitum á Hverfisgötu. Það er að segja á Frakkastígsreit, Hverfisgötu 96-98 og á Brynjureit. Samanlagt hafa um 620 íbúðir kom- ið í sölu síðan haustið 2017 er fyrsti áfangi Frakkastígsreit kom í sölu. Við þá tölu má bæta 70 íbúðum í Austur- höfn en sala þeirra hefst formlega með vorinu. Með þeim reit hafa um 690 íbúðir komið í sölu á um tveimur og hálfu ári. Slíkt framboð af nýjum, og gjarnan dýrari íbúðum, á svo skömm- um tíma í miðborginni er án fordæma. Hafa nú selst um 370 íbúðir en að auki eru útistandandi tilboð í nokkurn fjölda íbúða. Til samanburðar má nefna að 14 íbúðir eru á Lækjargötu 4 í Reykjavík. Skráð byggingarár hússins, sem er með bílakjallara, er 1992 en það var meðal fárra nýbygginga á svæðinu á þeim árum. Framboðið síðustu miss- eri, að meðtalinni Austurhöfn, er á við 50 slík íbúðarhús. Meiri sala eftir áramót Stefán Hrafn Stefánsson, lögmaður og löggiltur fasteignasali hjá Stakfelli, segir að upp úr áramótum hafi lifnað yfir markaði með nýjar íbúðir í mið- borginni. Salan í haust hafi verið frem- ur hæg. Nú komi hins vegar margir í opin hús til að kynna sér eignir. Hann reiknar með að búið verði að selja nær allar íbúðirnar á mörg- um reitanna í sum- arbyrjun. Stefán Hrafn hefur langa reynslu af sölu fasteigna í miðborginni. Meðal annars seldi hann íbúðir í áð- urnefndu fjölbýlishúsi í Lækjargötu 4. Hann minnist þess að tekið hafi tíma að selja íbúðirnar. Þegar húsið kom á markað hafi verðið þótt í hærra lagi. Samkvæmt kaupsamningi frá 1994 kostaði 75 fermetra íbúð í húsinu 7,3 milljónir, að meðtöldu stæði í bílakjall- ara. Markaðsverðið er nú að minnsta kosti sexfalt hærra. Til samanburðar hefur vísitala neysluverðs hækkað úr 169,3 stigum í 469,8 stig síðan kaupsamningurinn var gerður, eða um 180%. Skv. því hefur fjárfestingin borgað sig. Stefán Hrafn segir að þegar ný fjölbýlishús koma í sölu seljist íbúðir á efri hæðum gjarn- an fyrst. Jafnframt sé algengt að það taki 3-12 mánuði að selja allar íbúð- irnar. Vaxtalækkanir hafa áhrif Vaxtalækkanir Seðlabankans hafi áhrif á eftirspurnina með því að draga úr greiðslubyrði. Með því hafi fleiri staðist greiðslumat. Gunnar Sverrir Harðarson, fast- eignasali hjá Remax, segir markaðinn með íbúðir í miðborginni standa á tímamótum. Búið sé að selja meiri- hluta íbúðanna og horfur á að flestar þeirra verði seldar í sumarbyrjun. Þá hafi bankarnir dregið úr lánveit- ingum til nýrra verkefna. Það muni aftur hafa í för með sér minna framboð nýrra íbúða. „Það kæmi mér ekki á óvart að árið 2023 yrðum við komin á sama stað og árið 2016 með því að skortur yrði á húsnæði fyrir almenning,“ segir Gunn- ar Sverrir um stöðuna. Milljarða sala í miðbænum  Um 60 nýjar íbúðir hafa selst í miðborg Reykjavíkur síðan í lok nóvember 2019 4 5 6 8 10 12 13 15 16 14 11 1 9 2 3 Nýjar íbúðir til sölu í miðborg Reykjavíkur Salan frá júní 2019 og hlutfall seldra íbúða* 17 Væntanlegt U.þ.b. fjöldi 14 Austurhöfn við Hörpu 70 15 Borgartún 41 30 16 Hverfi sgata 88-92 30 17 Ingólfstorg 16 Samtals 146 Miðborgarreitirnir sem hér eru til skoðunar ná frá Tryggvagötu 13 í vestri og að Kirkju- sandi í austri. Fjölbýlishúsin tvö á Kirkjusandi, Stuðla- borg og Sólborg eru enn í smíðum. Íbúðir í söluferli Fjöldi Seldar 26.6. 2019 Seldar 4.9. 2019 Seldar 28.11. 2019 Seldar 20.2. 2020 Seldar síðan 28.11. Óseldar íbúðir Hlutfall seldra íb. 1 Höfðatorg 94 64 67 77 79 2 15 84% 2 Stuðlaborg, Kirkjusandi 77 6 11 12 16 4 61 21% 3 Sólborg, Kirkjusandi 52 7 18 11 34 35% 4 Frakkastígsreitur 68 37 52 59 59 0 9 87% 5 Hverfi sgata 85-93 70 10 17 24 27 3 43 39% 6 Hverfi sgata 84 og 86 6 6 6 0 100% 7 Hverfi sgata 94-96 38 16 19 24 33 9 5 87% 8 Hafnartorg 70 22 31 35 37 2 33 53% 9 Brynjureitur 70 0 0 37 50 13 20 71% 10 Klapparstígur 30 11 8 11 10 11 1 0 100% 11 Borgartún 28A 21 3 3 18 14% 12 Klapparstígur 28 4 0 1 1 3 2 1 75% 13 Tryggvagata 13 38 25 27 27 30 3 8 79% Samtals 619 188 236 313 372 59 247 60% 7 *Samkvæmt söluvefjum 20.2. 2019 Kortagrunnur: Stamen Stefán Hrafn Stefánsson 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá. sentur frá fyrra ári. 16% eignanna eru í innlendum hlutabréfum og 19% í skuldabréfum. Athygli vekur að sjóðfélagalán jukust um 28,4 milljarða á árinu og stóðu í 120,7 milljörðum króna eða 14% af heild- areignum sjóðsins. 19 þúsund lífeyrisþegar Á árinu 2019 greiddi sjóðurinn ríflega 16 milljarða króna út úr samtryggingardeild. Lífeyris- greiðslur úr séreignardeild námu 684 milljónum króna. 19 þúsund manns fengu að meðaltali greiðslur úr samtryggingardeildinni, saman- borið við 18 þúsund manns árið áð- ur. Tryggingafræðileg staða sjóðsins er sterk og er jákvæð sem nemur 8,6%. Var hún 5,4% í lok árs 2018. Sé litið til langtímaávöxtunar er hún að raungildi 6,1% síðustu fimm árin, 6,0% til síðustu tíu ára og 4,1% síðastliðin 20 ár. Eignir Lífeyrissjóðs verslunar- manna jukust um 155 milljarða króna á síðasta ári og stóðu þær í 868 milljörðum króna um áramót. Eignaaukningin, sem komin er til vegna ávöxtunar og iðgjalda- greiðslna, jafngildir því að sjóður- inn hafi stækkað um 425 milljónir hvern einasta dag ársins. Ávöxtun eigna nam 18,7% og jafnast það á við 15,6% raunávöxt- un. Aðeins einu sinni áður í 63 ára rekstrarsögu sjóðsins hefur raun- ávöxtun verið meiri. Það var árið 2005. Fjárfestingartekjur á árinu voru 136 milljarðar króna. Erlend verðbréf stóðu undir 40% af eignasafni sjóðsins í árslok og hafði hlutfallið hækkað um 5 pró- Raunávöxtunin 15,6%  Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna jukust um 425 milljónir á dag Morgunblaðið/Eggert Umfang Lífeyrissjóður verslunar- manna er næststærsti sjóður landsins. ● Stjórn Origo leggur til við aðalfund félagsins að stjórnarlaun hækki um 5.000 krónur. Þannig verði laun með- stjórnenda 275 þúsund krónur á mán- uði og stjórnarformanns 595 þúsund krónur. Jafngildir hækkun til stjórn- arformanns því 0,9% en meðstjórn- enda 1,9%. Tillaga stjórnar Skeljungs gerir ráð fyrir óbreyttum stjórnarlaunum frá fyrra ári. Þannig fái formaður 650 þús- und í sinn hlut, varaformaður 450 þús- und og meðstjórnendur 320 þúsund krónur. Stjórnarlaun hjá Símanum hækka öllu meira. Þannig leggur stjórn félags- ins til að stjórnarformaður hækki um 40 þúsund og hljóti 720 þúsund fyrir sín störf, varaformaður hækki um 30 þúsund og fái 540 þúsund og stjórn- armenn hækki um 20 þúsund og fái 360 þúsund í þóknun á mánuði. Laun stjórnarmanna hækki um 5 þúsund kr. 22. febrúar 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.62 128.22 127.92 Sterlingspund 164.35 165.15 164.75 Kanadadalur 96.2 96.76 96.48 Dönsk króna 18.436 18.544 18.49 Norsk króna 13.709 13.789 13.749 Sænsk króna 13.003 13.079 13.041 Svissn. franki 129.78 130.5 130.14 Japanskt jen 1.138 1.1446 1.1413 SDR 173.67 174.71 174.19 Evra 137.71 138.49 138.1 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.0138 Hrávöruverð Gull 1610.35 ($/únsa) Ál 1684.0 ($/tonn) LME Hráolía 59.31 ($/fatið) Brent ● Iceland Seafood International hefur gengið endanlega frá kaupum sínum á spænska fyrir- tækinu Elba Sea- food, sem fram- leiðir og selur léttsaltaðar þorsk- afurðir. Í framhaldi af kaupunum mun Iceland Seafood taka við stjórn félags- ins. Kaupverðið er 4,4 milljónir evra, jafnvirði um 620 milljóna króna. Helm- ingur er greiddur með reiðufé en af- gangurinn með nýjum hlutum í Iceland Seafood. Elfa rekur starfsstöð í Barce- lona og selur um 2.200 tonn af afurð- um á ári fyrir Spánarmarkað. Haft er eftir Bjarna Ármannssyni, forstjóra Iceland Seafood, í tilkynningu að kaupin styrki félagið enn frekar á mörkuðum í sunnanverðri Evrópu. Kaup Iceland Seafood á Elba á Spáni frágengin Bjarni Ármannsson STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.