Morgunblaðið - 22.02.2020, Page 21
FRÉTTIR 21Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum
nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
2019 Ford F-150 Lariat Sport
Litur: Svartur, svartur að innan. FX4 off-
road-pakki, Sport-pakki, bakkmyndavél,
Bang & Olufsen hátalarakerfi, hiti í öllum
sætum, hiti í stýri, fjarstart o.fl.
3,5 L Ecoboost (V6), 10-gíra, 375 hestöfl,
470 lb-ft of torque.
VERÐ
12.770.000 m.vsk
2019 RAM Limited 3500 35”
Litur: Pearl red/ Svartur að innan. 6,7L Cum-
mins Turbo Diesel, 400 hö, togar 1000 pund.
Einn með öllu: RAM box, Aisin sjálfskipting,
dual alternators 440 amps, loftpúðafjöðrun,
upphitanleg og loftkæld sæti, hiti í stýri,
sóllúga, nýr towing technology pakki.
VERÐ
11.980.000 m.vsk
2020 Ford F-350 Lariat Sport
Kominn með 10 gíra Allison sjálfskipt-
ingu! Litur: Star white, svartur að innan,
6,7L Diesel ,475 Hö, 1050 ft of torque. Með
Sport-pakka, Ultimate-pakka, FX4 offroad
pakka, upphituð/loftkæld sæti, heithúðaðan
pall, fjarstart, lyklalaust aðgengi, Bang
Olufssen hljómkerfi, trappa í hlera.
VERÐ
12.280.000 m.vsk
2020 GMC Denali
Væntanlegur
Magnaðar breytingar t.d. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro opnun á
afturhlera, flottasta myndavélakerfið á
markaðnum ásamt mörgu fleira.
Ingimar veitir uppl um GMC 2020
í síma 480 80 81 eða 6648080.
ATH. ekki “verð frá”
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Nýjum tilfellum lungnabólgufarald-
ursins í Kína fjölgaði á ný í gær, eftir
að þeim hafði farið fækkandi dag frá
degi í vikunni. Meira en 75.500 manns
hafa nú smitast af veirunni í Kína, og
tala látinna er komin upp fyrir 2.200
manns.
Samkvæmt nýjum tölum kín-
verskra stjórnvalda hefur aukningin
meðal annars orðið í nokkrum fang-
elsum í landinu, og er áætlað að um
það bil 500 fangar hafi smitast af kór-
ónuveirunni.
Fjölgun hefur einnig orðið í fjölda
tilfella utan Kína, einkum og sér í lagi
í Suður-Kóreu, en þar hafa nú fleiri
en 200 manns sýkst af völdum veir-
unnar.
Þá tilkynntu suðurkóresk stjórn-
völd í gær um fyrsta dauðsfallið í
landinu af völdum faraldursins, en
það var karlmaður á sjötugsaldri sem
glímdi við aðra sjúkdóma. Hann var
einn af 15 sem smituðust af veirunni á
sjúkrahúsi í Cheongdo-héraði, um
300 kílómetra sunnan höfuðborgar-
innar Seoul. Maðurinn var fyrst tal-
inn glíma við venjulega lungnabólgu
og var kórónuveirusmitið ekki greint
fyrr en eftir andlát hans.
Um 120 af tilfellunum í Suður-Kór-
eu tengjast kristna sértrúarsöfnuðin-
um Shincheonji, en eitt sóknarbarna
hans, 61 árs gömul kona, fékk hita 10.
febrúar síðastliðinn, en sótti samt
messu í fjórgang áður en hún var
greind með kórónuveiruna.
Fjórir látnir í Íran
Átta manns hafa nú látist af völd-
um veirunnar utan Kína, flestir í Ír-
an, en stjórnvöld þar tilkynntu í gær
um tvö dauðsföll til viðbótar við þau
tvö sem áður var vitað um. Átján
manns hafa nú sýkst í Íran en flest til-
fellin tengjast með einum eða öðrum
hætti borginni Qom. Ekki er vitað
hvernig kórónuveiran barst til Írans,
en sjúklingarnir tveir sem fyrst létust
í landinu höfðu ekki ferðast erlendis.
Stjórnvöld í Írak tilkynntu á
fimmtudag að þau hefðu ákveðið að
stöðva ferðir til og frá Íran vegna far-
aldursins, og ríkisflugfélag Kúveit
hætti við allar flugferðir sínar til
landsins. Veirunnar hefur einnig orð-
ið vart í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum og Egyptalandi.
Stjórnvöld í Ísrael tilkynntu einnig
í gær að veirunnar hefði orðið vart
þar, en um var að ræða ísraelska
konu sem var farþegi um borð í
skemmtiferðaskipinu Princess Dia-
mond en það hefur verið í sóttkví í
Japan mestallan febrúarmánuð. Kon-
an sýnir ekki nein einkenni, en var
engu að síður smitberi að sögn ísr-
aelskra stjórnvalda.
Japönsk stjórnvöld hófu í vikunni
að hleypa þeim farþegum skemmti-
ferðaskipsins, sem ekki höfðu greinst
með veiruna, úr sóttkvínni en ástr-
ölsk heilbrigðisyfirvöld sögðu í gær-
morgun að þau hefðu uppgötvað veir-
una í tveimur áströlskum farþegum
sem hafði verið hleypt heim.
Kallar eftir frekari aðstoð
Tedros Adhanom Ghebreyesus,
framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigð-
isstofnunarinnar, WHO, sagði í gær
að mögulega væri tækifærið til þess
að stemma stigu við kórónuveiru-
faraldrinum að renna mönnum úr
greipum. Sagði hann stofnunina
þurfa frekari aðstoð og fjármuni frá
ríkjum heims til þess að takast á við
faraldurinn.
Lýsti hann jafnframt yfir áhyggj-
um sínum af því að svo virtist sem
sumir þeirra sem smitast hefðu af
veirunni hefðu engin sjáanleg tengsl
við Wuhan eða Hubei-hérað í Kína,
þar sem faraldurinn blossaði fyrst
upp.
Tilfellum fjölgar á ný
Ný dauðsföll af völdum kórónuveirunnar í Suður-Kóreu og Íran Faraldurinn
blossar upp í kínverskum fangelsum Tækifærið mögulega að renna úr greipum
AFP
Faraldur Verkamaður sótthreinsar búð á götumarkaði í Shanghæ.
Thomas Thab-
ane, forsætisráð-
herra Lesótó,
mætti ekki fyrir
dóm í gær, en lög-
regluyfirvöld í
landinu hafa til-
kynnt að þau
hyggist ákæra
hann fyrir morðið
á fyrrverandi
eiginkonu hans.
Aðstoðarmaður Thabane sagði í
fyrstu að hann hefði þurft að fara til
Suður-Afríku í læknisskoðun, en
sagði svo að forsætisráðherrann
glímdi við alvarlegan heilsubrest og
myndi mæta fyrir dóm þegar hann
sneri aftur.
Thabane, sem er áttræður, er sak-
aður um að hafa lagt á ráðin um að
myrða eiginkonu sína, Lilopelo
Thabane, sem var 58 ára, árið 2017
en þau stóðu þá í harðri skilnaðar-
deilu. Lilopelo var skotin til bana
einungis tveimur dögum áður en
Thabane sór embættiseið sinn.
Núverandi eiginkona Thomasar,
Maesaiah Thabane, hefur þegar ver-
ið ákærð fyrir aðild sína að morðinu.
Palesa Mokete, aðstoðarríkislög-
reglustjóri, sagði að lögreglan hygð-
ist kanna hvort Thabane væri í raun
veikur, ellegar yrði gefin út hand-
tökuskipun á hendur honum fyrir að
reyna að forðast réttvísina.
Mætti ekki
fyrir dóm
Thomas
Thabane
Forsætisráðherra
ákærður fyrir morð
Yfirmenn í leyniþjónustum Banda-
ríkjanna vöruðu þingmenn í fulltrúa-
deild Bandaríkjaþings við því í síð-
ustu viku að rússnesk stjórnvöld
væru að reyna að hafa áhrif á banda-
rísku forsetakosningarnar, sem eiga
að fara fram 3. nóvember nk.
Sagði Sheldon Pierson, aðstoðar-
maður Josephs Maguire, starfandi
yfirmanns leyniþjónustumála, við
njósnadeild fulltrúadeildarinnar að
Rússar ætluðu sér að tryggja
Donald Trump Bandaríkjaforseta
endurkjör, meðal annars með her-
ferð á samfélagsmiðlum til þess að
auka stuðning við hann.
Trump tilkynnti á miðvikudag að
hann hygðist útnefna Richard Gre-
nell, sendiherra Bandaríkjanna í
Þýskalandi, í stöðu Maguires, sem
gegndi henni tímabundið.
Bæði New York Times og Wash-
ington Post greindu frá því í fyrra-
kvöld að til hefði staðið að útnefna
Maguire varanlega í stöðuna, en
fundurinn með þingnefndinni hefði
gert endanlega út um vonir hans, þar
sem Trump hefði talið að upplýsing-
unum yrði beitt gegn sér í pólitískum
tilgangi.
Hafna öllum ásökunum
Stjórnvöld í Rússlandi höfnuðu í
gær öllum ásökunum um að þau
hygðust beita sér fyrir endurkjöri
Trumps. Dímítrí Peskov, talsmaður
Pútíns Rússlandsforseta, sagði ásak-
anirnar einkennast af vænisýki, og
að líklega myndu þær heyrast æ oft-
ar eftir því sem drægi nær forseta-
kosningunum. „Þær eru að sjálf-
sögðu ekki sannleikanum
samkvæmar,“ sagði Peskov.
Þá mótmælti Trump sjálfur ásök-
ununum á samfélagsmiðlinum
Twitter, og sagði þær vera runnar
undan rifjum demókrata.
Saka Rússa um íhlutun
Trump vísar
ásökunum til föð-
urhúsanna
AFP
Ræða Trump á framboðsfundi.
Mikið var um dýrðir í indversku borginni Allahabad í
gær, þar sem þessir götulistamenn tóku þátt í hátíða-
höldum á hinni árlegu hátíð Maha Shivaratri.
Hátíðin markar það sem hindúar telja fæðingardag
Shiva, eins helsta guðs trúarbragðanna, og er haldin
skrúðganga af því tilefni í mörgum borgum Indlands.
AFP
Léku listir sínar Shiva til heiðurs