Morgunblaðið - 22.02.2020, Page 22
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Einhugur er meðal flug-manna og helstu flugrek-enda um að uppbyggingaðstöðu á flugvöllunum á
Akureyri og Egilsstöðum eigi að ganga
fyrir uppbyggingu nýrra varaflugvalla
fyrir millilandaflug. Á þessa staði er
stundað reglubundið áætlunarflug á
stórum skrúfuþotum auk leiguflugs
með farþegaþotum. Þannig eru bún-
aður og innviðir í daglegri notkun.
Kemur þetta fram í umsögn Félags
íslenskra atvinnuflugmanna um þings-
ályktunartillögu um að gera athugun á
kostum þess að gera Alexanders-
flugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli
fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavík-
urflugvöll, Akureyrarflugvöll og
Egilsstaðaflugvöll. Sigurður Páll Jóns-
son er flutningsmaður og með honum á
tillögunni eru aðrir þingmenn Mið-
flokksins. Tillögur svipaðs efnis hafa
áður verið lagðar fram á Alþingi en
ekki náð fram að ganga. Tillögunni var
í vetur vísað til umhverfis- og sam-
göngunefndar og nú er liðinn frestur til
að skila umsögnum.
Viðbrögð bárust annars vegar frá
sveitarfélaginu Skagafirði og Sam-
tökum sveitarfélaga á Norðurlandi
vestra, sem styðja málið, og hins vegar
frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna
og Isavia sem sjá því ýmislegt til for-
áttu. Er þetta mjög í samræmi við um-
sagnir sem bárust vegna sama máls á
árinu 2018.
Aðstaðan verði bætt
Í greinargerð með tillögunni er bent
á að Alexandersflugvöllur er vel stað-
settur og aðflug gott. Telja flutnings-
menn einsýnt að verulegur ávinningur
geti verið af því að byggja flugvöllinn
upp sem varaflugvöll fyrir Reykjavík
og Keflavík og að hann muni einnig
þjóna vel sem varavöllur fyrir Akur-
eyri og Egilsstaði.
Í umsögnum flugsins er ekki efast
um góðar landfræðilegar aðstæður á
Sauðárkróki. Uppbygging vara-
flugvallar sé hins vegar kostnaðarsöm
og nær væri að nota fjármunina til að
bæta aðstöðu varaflugvalla millilanda-
flugs á Akureyri og Egilsstöðum. Þá er
bent á að milljarða vanti til að byggja
upp þá flugvelli sem þegar eru í notk-
un.
Fjórir millilandaflugvellir eru hér á
landi og er almennt litið á þrjá þeirra
sem varaflugvelli fyrir Keflavíkur-
flugvöll sem meginhluti umferðarinnar
fer um. Öryggisnefnd Félags íslenskra
atvinnuflugmanna vekur athygli á því
að varaflugvöllur er ekki sérstök teg-
und flugvallar heldur hlutverk sem all-
ir flugvellir geti sinnt, misvel þó.
Kostar 4-5 milljarða
Í umsögn Isavia er á það bent að
ráðast þurfi í umfangsmiklar og kostn-
aðarsamar framkvæmdir ef Alexand-
ersflugvöllur eigi að nýtast sem vara-
flugvöllur fyrir stærri flugvélar. Í
umsögn stofnunarinnar frá árinu 2018,
vegna fyrri þingsályktunartillögu,
kemur fram að leggja þurfi nýtt yf-
irlag á völlinn og breikka, koma upp
nýju ljósakerfi, flugleiðsögu, girð-
ingum og snjóruðningstækjum og
byggja nýja flugstöð. Þá var áætlað að
þetta myndi kosta 4-5 milljarða auk
þess sem rekstrarkostnaður yrði 400-
500 milljónir.
Icelandair Group sagði í umsögn
fyrir tveimur árum að þar sem útlit
væri fyrir að Reykjavíkurflugvöllur
yrði ekki framtíðarlausn sem vara-
flugvöllur fyrir Keflavík þyrfti að velja
á milli Akureyrar og Egilsstaða. Fram
kemur það álit að Egilsstaðir væru
betri kostur af öryggisástæðum. Fara
þyrfti í framkvæmdir á báðum þessum
flugvöllum og það væri nærtækara
verkefni en að fara í þá uppbyggingu
sem nýr varaflugvöllur kallaði á.
Flugið gegn varaflug-
velli á Sauðárkróki
Ljósmynd/www.mats.is
Sauðárkrókur Alexandersflugvöllur er upp af Borgarsandi, fyrir botni
Skagafjarðar, við Vestari-Héraðsvötn. Áætlunarflug er ekki flogið þangað.
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Lífs-kjara-samning-
arnir sem gerðir
voru í fyrra voru
atvinnulífinu
ákaflega dýrir. Það á einkum
við um þau fyrirtæki þar sem
starfsmenn eru á lægri töxt-
um enda vegur krónutölu-
hækkunin mjög þungt í
rekstri þeirra. Svipaða sögu
er að segja af þeim samn-
ingum sem gerðir voru á und-
an lífskjarasamningunum,
þeir voru líka mjög dýrir at-
vinnulífinu. En þeir komu að
sumu leyti á betri tíma og þó
að fyrirtækin ættu erfitt með
að axla þessar auknu byrðar
má ætla að flestir atvinnu-
rekendur hafi verið sáttir við
samningana, líkt og með lífs-
kjarasamningana. Auknar
byrðar fyrirtækjanna komu
fram í bættum hag starfs-
mannanna, sem allir fagna,
og þeim fylgdi friður á vinnu-
markaði og stöðugleiki í efna-
hagslífinu. Þessi stöðugleiki
með lágri verðbólgu hefur
svo orðið til þess að kaup-
máttur hefur vaxið gríð-
arlega á síðustu árum.
Jákvæðar ytri aðstæður
gerðu fyrirtækjunum kleift
að komast þokkalega í gegn-
um þessa miklu hækkun
kostnaðar og atvinnustig
hélst þess vegna hátt og hag-
ur alls almennings batnaði
hratt samhliða litlu sem engu
atvinnuleysi.
Þetta var gósentíð á marg-
an hátt. Nú er tíðin önnur.
Samdráttur hefur skollið á og
til viðbótar eru víða blikur á
lofti.
Ríkisstjórnin ræðir um að-
gerðir sem grípa megi til í því
skyni að lina höggið og er það
af hinu góða. Lægri skattar
myndu létta atvinnulífinu
róðurinn og sjálfsagt er að
nýta tækifærið nú og flýta
framkvæmdum, ekki síst í
innviðum landsins. Öllum má
þó ljóst vera að samdrátt-
arskeiðið verður ekki sárs-
aukalaust, hvernig sem rík-
isstjórninni tekst til. Og
margir finna þegar fyrir
ástandinu eins og sjá má á
tölum um mikið og hratt vax-
andi atvinnuleysi. Líkur eru á
að þær tölur muni versna
verulega enn, áður en þjóð-
arskútan hefur siglinguna
upp úr öldudalnum á nýjan
leik.
Við þessar aðstæður, þegar
þjóðin þarf að standa saman
um að verja störf og lífskjör
almennings, er vægast sagt
furðulegt að hvert
verkalýðsfélagið
af öðru tilkynni
um nýjar verk-
fallsaðgerðir,
framlengingu að-
gerða eða að umræður standi
yfir um að hefja aðgerðir.
Sérstaka furðu vekur að
Efling, félag sem stóð að lífs-
kjarasamningnum í fyrra,
skuli nú vinna að því að eyði-
leggja þann samning. Með
samningnum var teflt á tæp-
asta vað fyrir fyrirtækin við
þær aðstæður sem þá ríktu,
en voru betri en aðstæður nú.
Engum getur dottið í hug,
ekki heldur forystu Eflingar,
að nú sé lag að gera samninga
sem séu enn dýrari launa-
greiðendum. Og þó að við-
semjandinn nú sé opinber að-
ili, er ljóst að fari hann út
fyrir lífskjarasamninginn er
sá samningur brostinn og
vinnumarkaðurinn allur í
uppnámi. Hvorki verkalýðs-
félagið né viðsemjandinn
geta verið svo ábyrgðarlaus
að vilja stuðla að slíkri at-
burðarás. Innan Eflingar
hljóta að vera einhverjir sem
sjá að of langt er gengið og að
forystan er að eyðileggja þá
vinnu sem unnin hefur verið á
síðustu árum, þar með talið
með samningnum í fyrravor.
Allir eru sammála um að
bæta þarf kjör almennings og
enginn heldur því fram að
þeir sem vinna á lægstu töxt-
unum séu ofhaldnir af laun-
um sínum. Þetta breytir því
ekki að augljóst er að nú er
ekki rétti tíminn til að taka
stærri skref en þegar hafa
verið samþykkt í lífs-
kjarasamningunum til að
bæta kjörin. Um þetta hljóta
allir að geta verið sammála,
nema ef til vill þeir sem hafa
rifið sig lausa frá hinum efna-
hagslega veruleika og ganga
erinda löngu látinna kenn-
ingasmiða sem stuðlað hafa
að sárri fátækt og gríðarlegri
misskiptingu auðs og gæða í
þeim löndum þar sem látið
hefur verið reyna á kenning-
arnar.
Takist landsmönnum að
verja markmið lífskjara-
samninganna við þær að-
stæður sem nú eru uppi í
efnahagsmálum mun það telj-
ast mikið afrek þegar fram í
sækir. Haldi verkalýðshreyf-
ingin áfram á þeirri braut
sem hún hefur markað er
hins vegar fullvíst að hún
mun kalla yfir íslenska launa-
menn kjaraskerðingu en ekki
kjarabætur.
Verkalýðshreyfingin
er á villigötum um
þessar mundir}
Barist fyrir
kjaraskerðingu
Í
lok janúar 2016 birti UNICEF á Ís-
landi skýrslu um stöðu íslenskra
barna. Þar kom fram m.a. að ríflega
9,1% barnanna liðu mismikinn skort.
Þessi skýrsla varð grundvöllur þess að
ég ákvað að stofna Flokk fólksins. Flokk sem
hafnaði því með öllu að velmegun og auðlegð ís-
lensks samfélags virkaði einungis fyrir suma en
ekki alla. Hafnar því að 1/10 barnanna okkar
byggju við fátækt. Flokkur fólksins segir NEI,
hingað en ekki lengra. Þessi neikvæða þróun á
kostnað barnanna okkar er okkur til ævarandi
minnkunar.
Fátæktin vex stöðugt og hefur fjöldi þeirra
barna, sem líða mismikinn skort á Íslandi, rúm-
lega tvöfaldast á tímabilinu 2009 til 2019. Við
erum að tala um börn þar sem fátækt foreldranna getur
ekki tryggt þeim grundvallarmannréttindi og uppfyllt ör-
yggi þeirra og grunnþarfir, þ.e fæði, klæði og húsnæði.
Flokkur fólksins hefur nú á 150. löggjafarþingi mælt
fyrir velferðarpakka sínum. Velferðarpakki sem birtist í 5
þingmannamálum sem öll byggja á því að bæta hag lág-
launafólks og útrýma fátækt. Engin skattahækkun er
samfara hugmyndum Flokks fólksins. Einungis lausnir
sem auðvelt er að fylgja ef vilji stæði til þess. Við viljum
forgangsraða fjármunum þar sem fólkið er sett í fyrsta
sæti. En það er bara enginn vilji, hvorki ríkisstjórnarinnar
né ákveðinna stjórnarandstöðuflokka. Akkúrat enginn
vilji.
Það er með ólíkindum hvernig lágmarksframfærslu-
viðmið gefið út af félags- og barnamálaráð-
herra hefur nýlega lækkað um tugi þúsunda á
mánuði. Það er vert að gefa því gaum að íbúð-
arkostnaður er ekki einu sinni reiknaður inn í
þetta lágmark. Það er einfaldlega ekki gert ráð
fyrir því að við séum með þak yfir höfuðið.
Staðreyndin er þó sú, eins og allir vita, að íbúð-
arkostnaður er okkur flestum langþyngsti
pósturinn þegar kemur að mánaðarlegum út-
gjöldum heimilisins. Var þessi lækkun kannski
vegna lækkunar vöruverðs og aukins kaup-
máttar? Nei, það eru sannarlega ekki allir sem
njóta aukins kaupmáttar velferðarsamfélags-
ins. Enn og aftur eru það einungis þeir sem
eiga nóg af peningum fyrir. Hinir mega halda
áfram að hokra í fátækt með börnunum sínum
í boði svikinna loforða stjórnmálamanna. Þeirra sem lofa
að útrýma fátækt, um leið og þeir segjast hafa skömm á
stjórnvöldum sem halda þegnum sínum í slíkum helj-
argreipum, vanlíðanar, ótta og fátæktar. Þeirra sömu og
svíkja gefin loforð kinnroðalaust um leið og þeir kunna
ekki að skammast sín.
Eitt er víst að hefðu þeir staðið við gefin loforð, þá væri
engin efnahagsfátækt á Íslandi í dag. En staðreyndirnar
tala sínu máli. Það var aldrei ætlun þeirra að standa við
þau.
Flokkur fólksins meinar það sem hann segir og segir
það sem hann meinar. Við setjum fólkið í fyrsta sæti.
Inga Sæland
Pistill
Við getum útrýmt fátækt ef við viljum!
Höfundur er formaður Flokks fólksins.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
Sveitarfélagið Skagafjörður
og Samtök sveitarfélaga á
Norðurlandi vestra fagna til-
lögunni og styðja hana. Í um-
sögn beggja er lögð áhersla á
mikilvægi þess fyrir ferða-
þjónustuna á Norðurlandi að
fá millilandaflugvöll á Sauð-
árkrók.
Í umsögn samtakanna er
tekið undir rök í
þingsályktunartillögunni um
að uppbygging Alexand-
ersflugvallar sé öryggismál en
jafnframt bent á að hann gæti
stuðlað að dreifingu ferða-
manna um landið og þannig
verið stuðningur við ferða-
þjónustuna á Norður- og
Austurlandi.
Til að árangur náist í að fá
ferðamenn til að fara víðar
um landið en nú er verði að
koma til fleiri alvörufluggáttir
á landsbyggðinni.
Styrkur fyrir
ferðamálin
HEIMAFÓLK