Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 24
24 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
Óskar
Bergsson
fasteignasali
s. 893 2499
Hildur
Harðardóttir
lögfr. og lgfs.
s. 897 1339
Elín G.
Alfreðsdóttir
nemi til lögg.
s. 899 3090
Sveinbjörn
Sveinbjörnsson
lögmaður
s. 892 2804
Vilhjálmur
Einarsson
fasteignasali
s. 864 1190
H a m r a b o r g 1 2 • 2 0 0 K ó p a v o g u r • 4 1 6 0 5 0 0
ÁRANGUR Í SÖLU
FASTEIGNA
www.eignaborg.is
Óskar Guðmundsson í fiskbúðinni Hafberg ræðir sundummálfræðileg atriði um leið og hann leggur fiskflakið ávogina. Hann hélt því t.d. fram nýverið að þáskildaga-tíðin væri gagnslaus og úrelt og sagði síðan eitthvað á
þessa leið: „Sko, það er alltaf hægt að nota þáliðna tíð í viðteng-
ingarhætti í stað þáskildagatíðar. Í stað ’mundi hafa farið’ segjum
við bara ’hefði farið’; einfaldleikinn blífur.“ Viðskiptavinirnir höfðu
allir þagnað og lagt
spenntir við hlustir. – At-
vikið í fiskbúðinni Haf-
berg vekur vonir um
blómstrandi framtíð móð-
urmálsins.
Og fleira vekur vonir.
Ég hef á undanförnum ár-
um lesið fornsögurnar
okkar á tíu vikna nám-
skeiðum á vegum Félags
eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni. Ég finn þar
fyrir brennandi áhuga á
okkar gömlu skræðum.
Kona kom til mín í kaffihléi í Laxdælunámskeiði og sagði að
ömmustrákurinn hennar væri nú að lesa Laxdælu í grunnskól-
anum, og að þau tvö, amman og drengurinn, ræddu þessa sögu
fram og aftur og tækjust jafnvel á um spurninguna stóru: Hvern
elskaði Guðrún Ósvífursdóttir mest?
Með öllum tiltækum ráðum göngum við til verks. Ég held t.d. að
það sé nauðsynlegt að
lesa textana upphátt fyrir
nemendur í skólastofunni
eða láta þá hlusta á upp-
lestur sem t.d. má nálgast
á Skólavefnum (skolavef-
urinn.is). Þá er það lyk-
ilatriði að sjá kennurum
fyrir aðgengilegum leiðbeiningum og lausnum til að létta þeim
störfin. Slíkt efni er tiltækt á Skólavefnum. Og verkefni nemend-
anna þurfa að vera við hæfi, m.a. gagnvirkar æfingar, sem þeir
geta glímt við í símanum sínum ef svo ber undir.
Skólavefurinn bryddaði upp á nýjung síðastliðið haust sem kall-
ast Blikkljós. Þar eru tvær Íslendingasögur teknar fyrir og end-
ursagðar í stuttu máli en valdir kaflar, blikkljós, birtir í heild, ör-
lítið einfaldaðir, þar sem áhrifamestu augnablikunum er lýst,
augnablikum sem gætu fylgt nemendum ævilangt. Að auki eru
tekin nokkur sýnishorn úr Landnámu þar sem m.a. er greint frá
þeim Ingólfi og Hjörleifi og hinni raunverulegu ástæðu þess að
þeir héldu til Íslands. „Hver var ástæðan?“ spyrjið þið. Svarið er
stutt: „Systir Ingólfs, Helga, sem var elskuð af fleirum en Hjör-
leifi.“ Já, óviljandi setti hún allt á annan endann í Noregi – og Ís-
land byggðist.
Skólavefurinn hefur sett fram nokkurs konar námsskrá í ís-
lensku fyrir hvern árgang grunnskólans. Efninu fylgja æfingar og
textar af ýmsu tagi sem ungmennin geta glímt við, rafrænt eða á
blaði.
Blöndum saman gömlu og nýju – og okkur mun farnast vel.
Bendum t.d. á leiftrandi spretti nútímahöfunda, sbr. þessi orð
Borghildar í nýjustu bók Guðrúnar Evu, Aðferðir til að lifa af (bls.
50): „En hlutskipti mitt er ekkert verra en annarra. Lífið rífur
mann á hol og horfir samúðarfullt í augu manns á meðan. Þannig
er það.“
Fjör í fiskbúð
Tungutak
Baldur Hafstað
hafstad.baldur@gmail.com
Ljósmynd/Colourbox
Fyrir skömmu varð töluvert uppnám í þýzkumstjórnmálum, þegar formaður Kristilegrademókrata, Annegret Kramp-Karrenbauer(kölluð AKK), sagði af sér í kjölfar þess að
ein af svæðisbundnum deildum flokksins hafði gengið
til eins konar samstarfs við AfD, Valkost fyrir Þýzka-
land, sem telst vera til hægri við Kristilega demókrata í
hinu pólitíska litrófi. Í framhaldinu er ljóst að deilur
verða innan flokks Angelu Merkel, sem sjálf ætlar að
víkja sem kanslari á næsta ári, um hvort halda eigi
áfram þeirri pólitík hennar að horfa til kjósenda á miðj-
unni eða taka upp harðari hægri stefnu til að stöðva
straum hægri sinnaðra kjósenda til AfD.
Segja má að þarna standi Kristilegir demókratar
frammi fyrir hefðbundnum vanda hægri sinnaðra
flokka, sem hafa sótt inn á miðjuna. Og ljóst að mörgum
hefðbundnum hægri flokkum í Evrópu hefur reynzt
erfitt að fást við áþekka stöðu, þegar upp hafa risið til
hægri við þá flokkar sem sumir kalla „pópúlíska“ og
leggja þá merkingu í það orð að þar séu öfgakenndar
skoðanir á ferð.
Í nýafstöðnum kosningum í
Bretlandi er ljóst að Íhaldsflokkur
Boris Johnson tók þá afgerandi af-
stöðu að stefna inn á miðjuna og náði með því umtals-
verðu fylgi frá Verkamannaflokkunum í sterkustu vígj-
um hans.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Íhaldsflokkurinn
brezki nær slíkum árangri. Eftir óvæntan ósigur í
fyrstu þingkosningum í Bretlandi eftir heimsstyrjöld-
ina síðari undir forystu Churchills sjálfs var hafizt
handa um víðtæka endurnýjun á stefnu flokksins, sem
leiddi til þess að hann komst til valda á ný og þar með
Churchill sjálfur. Á margan hátt má segja að sú end-
urnýjun á stefnu flokksins, sem leiddi til þess að hann
náði sér á strik á ný, sé skólabókardæmi um það, hvern-
ig ganga eigi til slíkra verka, þótt sú saga verði ekki
rakin hér.
En nú hefur miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákveðið
að næsti landsfundur flokksins verði í nóvember nk. og í
ljósi fylgis flokksins í skoðanakönnunum um langt skeið
er ekki ólíklegt – og raunar æskilegt – að í aðdraganda
landsfundar fari fram opnar umræður innan flokksins
um hvernig bregðast eigi við þeim niðurstöðum og að
landsfundur marki í kjölfar slíkra umræðna ákveðna
stefnu um hvernig það skuli gera.
Sá er munur á stöðu Kristilegra demókrata í Þýzka-
landi og Sjálfstæðisflokksins hér, að þótt Viðreisn sé
klofningsbrot úr Sjálfstæðisflokknum, ógnar hún hin-
um síðarnefnda ekki frá hægri eins og AfD gerir í
Þýzkalandi gagnvart Kristilegum demókrötum.
Það er tæpast hægt að tala um klofning í Sjálfstæðis-
flokknum til hægri frá árinu 1953, þegar Lýðveldis-
flokkurinn bauð fram en hafði ekki erindi sem erfiði.
Kannski mundu einhverjir vilja skilgreina Miðflokkinn
á þann veg en hann verður auðvitað fyrst og fremst til
vegna klofnings í Framsóknarflokknum, þótt ekki fari á
milli mála að eitthvað af fylgistapi Sjálfstæðisflokksins
hefur farið til þess flokks.
Yfirleitt hafa forystumenn Sjálfstæðisflokksins gert lít-
ið úr því að flokkur sem áratugum saman hafði fylgi sem
sveiflaðist á milli 37% og 42% í kosningum lafi nú rétt ofan
við 20% í könnunum. Þess vegna vakti það athygli að Þór-
dís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður flokks-
ins, talaði á annan veg á fundi Samtaka eldri sjálfstæð-
ismanna í Valhöll hinn 22. janúar sl.
Þar sagði hún að Sjálfstæðisflokkurinn yrði að vera
tilbúinn til að breyta til og bætti við: „Við þurfum að vera
manneskjulegri þegar við tölum“ og sagði að þannig
mundi Sjálfstæðisflokkurinn ná til fleiri kjósenda. Og
herti enn á þessum orðum með því
að segja:
„Við getum ekki keyrt áfram“
með sama hætti og verið hefur.
Þetta er rétt mat hjá varaformanni Sjálfstæðisflokks-
ins og kannski má segja að með ræðu sinni í Valhöll þann
dag hafi hún hafið þær umræður um endurnýjun flokks
og stefnu, sem þurfa að fara fram í aðdraganda lands-
fundar og móta landsfundinn sjálfan.
Gera verður ráð fyrir að Sjálfstæðisflokkurinn hafi látið
gera dýpri kannanir en fram hefur komið um ástæður fyr-
ir fylgistapi flokksins. En áhorfanda, sem fylgist með úr
fjarlægð, kemur þessi staða þannig fyrir sjónir, að flokk-
urinn eigi við ákveðinn ímyndarvanda að etja sem kannski
endurspeglast í málflutningi einstakra þingmanna Við-
reisnar, fyrrverandi félaga í Sjálfstæðisflokknum, sem
leggja ítrekað áherzlu á að Viðreisn sé flokkur sem berjist
fyrir almannahag en ekki sérhagsmunum.
Jón Gunnarsson, alþingismaður og ritari Sjálfstæðis-
flokksins, segir í grein hér í Morgunblaðinu fyrir viku um
hringferð þingflokksins um landið:
„Það sem mér finnst standa upp úr eftir þennan fyrsta
áfanga ferðarinnar er að fólki finnst að of mikið sé talað
og of lítið áþreifanlega gert.“
Þarna víkur Jón að öðru vandamáli, sem hrjáir pólitík
okkar um þessar mundir, að stjórnmálamenn virðast
margir hverjir halda að það sé nóg að tala – og helzt á
þann veg sem almannatenglar ráðleggja.
Þau ummæli varaformanns og ritara Sjálfstæðisflokks-
ins, sem hér hefur verið vitnað til, vekja vonir um að þetta
geti orðið árið sem marki endurnýjun Sjálfstæðisflokks-
ins og stefnu hans en hvoru tveggja er nauðsynlegt, ekki
bara vegna kosninga á næsta ári, heldur líka til þess að
flokkurinn geti áfram verið sú kjölfesta í samfélagi okkar
sem hann óumdeilanlega hefur verið mestan hluta lýð-
veldistímans.
Þetta litla samfélag þarf á slíkri kjölfestu að halda.
...með opnum umræðum
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Endurnýjun
Sjálfstæðisflokksins …
Fyrir viku rakti ég hér hinasnjöllu dæmisögu franska rit-
höfundarins Frédérics Bastiats um
brotnu rúðuna, en hana notaði hann
til skýra, hvers vegna eyðilegging
verðmæta gæti ekki örvað atvinnu-
lífið, eins og sumir héldu fram.
Fyrsta íslenska hagfræðiritið, Auð-
fræði Arnljóts Ólafssonar, sem kom
út árið 1880, var að miklu leyti sam-
ið upp úr ritum Bastiats, og í Ísafold
25. september 1880 birtist þessi
dæmisaga Bastiats staðfærð.
Það fauk í Jón gamla Jónsson,
þegar óþekktaranginn sonur hans
braut askinn sinn. En nærstaddir
hlógu að Jóni og hugguðu hann með
því, að peningarnir gengju ekki úr
landinu. „Nú fær askasmiðurinn
eitthvað að gera. Allir þurfa ein-
hverja atvinnu, og hvað á að verða af
askatrénu, sem rekur á Skaganum,
ef hann má ekki smíða neitt úr því?“
Þessir viðmælendur Jóns höfðu
hins vegar rangt fyrir sér, að sögn
Ísafoldar. Ef tvær krónur kostar að
smíða nýjan ask, þá segja þeir, að
innanlandsiðnaðurinn hafi grætt þá
upphæð. Þetta er rétt. Smiðurinn
kemur, fær þessar tvær krónur og
blessar í huganum drenginn. Þetta
sjáum við.
En það, sem við sjáum ekki, er, að
Jón gamli hefði getað notað þessar
tvær krónur í eitthvað annað, til
dæmis folaldaskinn. Hefði sonur
hans ekki brotið askinn, þá hefði Jón
gamli notið hvors tveggja, asksins
og folaldaskinnsins. Hann sjálfur og
um leið heildin hefur tapað því sem
nemur andvirði asksins, tveimur
krónum. Innanlandsiðnaðurinn hef-
ur ekki „neinn hag á því, að askar
séu brotnir eða keröldin í búrinu séu
mölvuð“. Jón hefði keypt folalda-
skinnið fyrir krónurnar tvær.
Í Ísafold er dregin af þessu al-
menn ályktun: „Mannfélagið bíður
skaða af öllum þeim hlutum, sem
eru ónýttir til einskis. Þessi sann-
leikur, sem mun skelfa vernd-
unartollamennina, hljóðar svo: að
brjóta, bramla og eyða er ekki það
sama og að hvetja alþýðu til nýrra
starfa, í stuttu máli: eyðing er ekki
ábati.“
Boðskapur Bastiats og lærisveins
hans á Ísafold var einfaldur og á enn
við: Þegar til langs tíma er litið,
verður atvinnulífið ekki örvað með
verndartollum eða opinberum
styrkjum, heldur með því að leysa
úr læðingi krafta einstaklinganna og
kosti alþjóðlegrar verkaskiptingar.
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Bastiat og
brotni askurinn