Morgunblaðið - 22.02.2020, Síða 25

Morgunblaðið - 22.02.2020, Síða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 Kirkjuvegur 10, 230 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Mikið endurnýjuð falleg, 3 herbergja jarðhæð í miðbæ Keflavíkur. Myndir og lýsing á eignasala.is Verð kr. 30.900.000.- 82,8 m2 Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Hilmir Freyr Heimisson,18 ára, og VignirVatnar Stefánsson, 17ára, unnu til gull- verðlauna í sínum flokkum á Norðurlandamóti ungmenna sem fram fór í Fredericia í Danmörku um síðustu helgi. Hilmir, sem tefldi í aldursflokki A fyrir kepp- endur fædda á árabilinu 2000- 2002, hlaut 5 vinninga af 6 mögu- legum og varð einn efstur. Sigur hans hékk þó á bláþræði því helsti keppinautur hans, Svíinn Isak Storme, hefði með sigri yfir Bárði Erni Birkissyni í lokaumferðinni getað náð Hilmi að vinningum og unnið á betri mótsstigum. En til þess kom ekki því að Bárður tefldi af óbifanlegu öryggi í þessari mik- ilvægu skák, gerði jafntefli og það tryggði Hilmi sigur. Vignir var með kvefpest allt mótið en lét það ekki hafa áhrif á sig. Hann varð í 1.-2. sæti i B- flokknum, sem skipaður var kepp- endum fæddum 2002 og 2003. Jafn honum að vinningum varð Norð- maðurinn Noam Vitenberg en Vignir var hærri á stigum. Það skipti sköpum að Stephan Briem vann mikilvæga skák í loka- umferðinni og bætti með því við stigatölu Vignis svo um munaði. Þetta er þriðja árið í röð sem Íslendingar vinna til tvennra gull- verðlauna í fimm flokkum en flokkarnir eru vel skipaðir. Þannig státa Norðmenn, sem fengu flesta vinninga samanlagt, af mikilli breidd sem rekja má til hinnar miklu uppsveiflu skákarinnar í í Noregi. Hilmir Freyr hefur tvisv- ar unnið sinn flokk á Norðurlandamótunum en hóf keppni á þessum vettvangi í Bif- röst árið 2013. Vignir Vatnar hef- ur einnig unnið tvisvar og byrjaði einnig í Bifröst. Bárður og Stephan Briem deildu 3. sæti með öðrum í sínum aldursflokkum. Íslenski hópurinn taldi tíu keppendur þar af fjór- anýliðar. Allir sýndu góða takta, t.d. Ingvar Wu Skarphéðinsson sem tefldi á efsta borði í næstsíð- ustu umferð. Benedikt Briem átti eina skemmtilegustu fléttu móts- ins sem spratt upp úr þessari stöðu í hinum sterka c-riðli: NM ungmenna 2020; 2. umferð: Oscar Veiergang ( Danmörk ) – Benedikt Briem Benedikt lék nú ... 35. ... Rge3! Vinnur ekki með bestu tafl- mennsku en er áhættunnar virði því að svartur getur ekki tapað. 36. fxe3 Rxe3 37. Dc7?? Liggur beint við en best var 37. De4! með hugmyndinni 37. ... Rxc2+ 38. Kh1 og hvítur nær þráskák því að riddarinn á c2 er í uppnámi og einnig g6-peðið. 37. ... Dd4! 38. Hf2? Tapar strax. Fyrstu athuganir virtust benda til þess að hvítur gæti varist með árangri með 38. Hd2, t.d. 38. ... Da1 39. He2! og vinnur. En svartur lumar á kynngimögnuðum leik, 38. ... De4! Nú dugar auðvitað ekki 39. Bxe4 vegna 39. ... Hf1 mát en hót- un svarts er jafnframt 39. ... Dxg2+ 40. Hxg2 Hf1 mát. Hvítur getur reynt 39. Bh3 en þá kemur 39. ... Rc4! 40. Hd1 De3+ 41. Kh1 Df3+ og hrókurinn á d1 fellur. 38. ... Hxf2! 39. Kxf3 Rxd5+ - og hvítur gafst upp því að drottningin fellur. Hannes efstur fyrir lokaumferðina í Prag Hannes Hlífar Stefánsson hefur staðið sig með mikilli prýði í áskorendaflokki skákhátíðarinnar í Prag. Hann náði strax í upphafi forystu í mótinu en fyrir síðustu umferð sem fram fór í gær höfðu þrír komist upp við hlið hans og voru allir með 5 vinninga af átta mögulegum. Í síðustu umferð átti Hannes að tefla með svörtu við Hollendinginn Jorden Van Foreest. Tvenn gullverðlaun á NM ungmenna í Fredericia Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Kjartan Briem Norðurlandameistarar Vignir Vatnar Stefánsson t.v. og Hilmir Freyr Heimisson t.h. með gullverðlaun sín á Norðurlandamóti ungmenna. Guðmundur gríss Ámundason var íslenskur höfðingi á 12. öld en ekki er vitað hvenær hann var fæddur. For- eldrar hans voru Ámundi Þorgeirsson og Þóra Bjarnadóttir. Guðmundur var allsherjargoði og prestur á Þingvöllum. Hann var virtur og vinsæll höfðingi og var sagt um hann að hann hefði fleira veitt fyrir guðs sakir en flestir menn aðrir. Hann lét síðar frá sér allar eigur sínar og gerðist munkur. Kona Guðmundar var Solveig, f. um 1151, d. 1193, dóttir Jóns Loftssonar. Dætur hans hétu báðar Þóra, sú eldri giftist Jóni Sigmundssyni og var sonur þeirra Ormur Svínfellingur. Þóra yngri giftist Þorvaldi Gissurarsyni; og var sonur þeirra Gissur Þorvaldsson. Synir Guðmundar voru Magnús góði, sem kjörinn var Skálholtsbiskup 1236 en fékk ekki vígslu, og Þorlákur, faðir Staða-Árna Þorlákssonar biskups. Guðmundur lést 22. febrúar 1210. Merkir Íslendingar Guðmundur gríss Ámundason Þingvellir Guðmundur var allsherjargoði og prestur þar. Morgunblaðið/Júlíus Hugtakið og hug- myndin um þjóðar- öryggi hefur jafnan verið sveipað nei- kvæðri merkingu vegna hugrenninga- tengsla við hernaðar- uppbyggingu, varnir gegn hryðjuverkum og hvers kyns vernd gegn hernaðarárásum á ríki. Hugtakið er um leið nátengt hugtakinu um fullveldi ríkja, þ.e. rétt þeirra til að halda uppi stjórn á tilteknu landsvæði og viðurkenn- ingu annarra ríkja á þessu valdi. Ís- land hefur sem þátttakandi í alþjóða- samfélagi rétt til þess að tryggja öryggi og efla varnir sínar gagnvart ógnunum sem hugsanlega gætu steðjað að borgurunum, efnahagslífi og lykilstofnunum. Á síðustu árum hefur orðið viss stefnubreyting í skýringu á hugtakinu „þjóðaröryggi“. Í stað hugleiðinga um hernaðarbrölt snýr hugtakið nú fremur að rétti ríkja til þess að tryggja borgurunum öryggi, sjálfbærni og hagsæld til upp- byggingar og framfara í landinu. Hvernig verður það gert? Veturinn hefur verið erfiður fyrir marga íbúa landsbyggðarinnar. Langvarandi rafmagnsleysi sem skall á í fárviðrinu 10. og 11. desember var fordæmalaust. Í langvarandi raf- magnsleysi reynir á varaafl og eftir að varaafl þrýtur stöðvast almenn fjarskiptaþjónusta. Við- brögð íbúa á þeim svæð- um sem urðu hvað verst úti, forsvarsmanna lyk- ilstofnana og stjórnmála- manna staðfesta að fjöl- margir þættir í öryggiskerfi okkar brugðust. Veikleikar raf- orkuflutningskerfisins okkar hafa verið afhjúp- aðir, veikleikar sem Landsnet hefur reyndar bent á árum saman. Hlutverk Landsnets er að tryggja hagkvæma uppbyggingu og rekstur raforkukerfisins. Landsnet hefur hins vegar ekki getað fylgt eftir áætl- unum sínum um uppbyggingu flutn- ingskerfisins í mörg ár, m.a. vegna þess að regluverkið er flókið og óskil- virkt og vegna margslunginna deilna sem einungis lögmenn virðast hagn- ast á. Ekki er þó lausnin á þeim vanda að líta einungis til lagningar jarðstrengja, þar sem einungis má koma um 10% af rúmlega 1.000 km af 132 kV núverandi loftlínu í jörðu. Þá er einungis sá möguleiki að koma 5% af heildarlengd nýrrar 220 kV byggðalínu í jörðu. Skyldur ríkja að tryggja þjóðaröryggi Í kjölfar óveðursins 10. og 11. desember 2019 skipaði ríkisstjórnin sérstakan átakshóp um úrbætur á innviðum. Hópnum er ætlað að meta hvaða aðgerðir séu færar til að efla innviði í flutnings- og dreifikerfi raf- orku og fjarskiptum svo hægt sé að takast á við öfgafullar aðstæður, s.s. ofsaveður eða aðrar náttúruhamfarir. Það verður því áhugavert að sjá hvers konar tillögum átakshópurinn skilar. Brýnt er þó að hafa í huga að það er skylda ríkisins að tryggja þjóðar- öryggi. Þingsályktun um þjóðar- öryggisstefnu fyrir Ísland sem sam- þykkt var á Alþingi 13. apríl 2016 er að mínu mati ekki nógu ítarleg hvað varðar grunninnviði okkar, þ.e. sam- göngur, raforku- og fjarskiptakerfi. Ég hef því óskað eftir skýrslu stjórn- valda um stöðu þessara mála en ná- grannar okkar, t.d. Norðmenn, Svíar og Finnar, hafa mótað yfir- gripsmiklar stefnur um alla þætti þjóðfélaga sinna með tilliti til öryggis, viðbúnaðar og viðbragðsgetu. Forgangsraða þarf í kerfinu þann- ig að þjóðaröryggi og öryggi fjöldans vegi þyngra en hagsmunir fárra. Það gerum við með styrkingu flutnings- og dreifkerfis raforku á landinu öllu, öryggi fjarskipta og greiningu sam- félagslegra innviða út frá þjóðarör- yggi landsins og samfélagsins alls með það að markmiði að tryggja ör- yggi, sjálfbærni og hagsæld Íslands. Þjóðaröryggi höfuð- skylda stjórnvalda Eftir Njál Trausta Friðbertsson Njáll Trausti Friðbertsson » Forgangsraða þarf í kerfinu þannig að þjóðaröryggi og öryggi fjöldans vegi þyngra en hagsmunir fárra. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins og formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.