Morgunblaðið - 22.02.2020, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
Stærðir eru breytilegar og hægt að innrétta að vild. Umhverfið er í miðju fjölbreyttu miðborgarlífinu með mikla nálægð við
ferðamenn. Möguleikarnir eru endalausir en rýmin henta vel ýmiskonar rekstri s.s. gullsmiði, snyrtistofu, hárgreiðslustofu,
kaffihús, heilsubúð, mörkuðum af ýmsu tagi, listamönnum, einnig sem skrifstofur s.s lögfræðistofur, auglýsingastofur og
arkitektar svo fátt eitt sé nefnt. Einnig gefst kostur á að tengja saman rekstur og búsetu í sama húsnæðinu. Brynjureitur
afmarkast af Laugavegi 27 a og b og Hverfisgötu 40-44 og á milli þeirra liggur ný og skemmtileg göngugata sem getur
skapað sér sérstöðu í hringiðu miðbæjarins og hefur fengið nafnið Kasthúsastígur.
Við Laugaveg 27 a og b eru stærði í boði á bilinu 31 m² til 239 m² en við Hverfisgötu frá 60 m² til 255 m².
Nánari upplýsingar veitir Helgi Már Karlsson löggiltur fasteigna-
sali í s. 897 7086 hmk@jofur.is eða Ólafur Jóhannsson löggiltur
fasteignasali í s. 824 6703 olafur@jofur.is.
Nýtt og spennandi verslunar- og
þjónustuhúsnæði á Brynjureit
TIL LEIGU
Eltak sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
Bjóðum MESTA úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Í skýrslu starfshóps
forsætisráðherra frá
2018 um eflingu trausts
á stjórnmálum og
stjórnsýslu er vísað til
OECD þar sem stjórn-
völd eru hvött til að
veita hagsmunaaðilum
jafnan og sanngjarnan
aðgang að opinberri
stefnumótun til að
tryggja heilindi í
ákvörðunartöku og að
almannahagsmunir séu hafðir að leið-
arljósi. Skýrsla starfshóps sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra um
stefnumótun í fiskeldi sem gefin var
út þann 23. ágúst 2017 setti leikregl-
urnar sem voru skjalfestar í lögum
um fiskeldi árið 2019 og lagði grunn að
fjárhagslegum ávinningi stjórnarfor-
manna stærstu laxeldisfyrirtækjanna
sem voru fulltrúar Landssambands
fiskeldisstöðva í hópnum.
Að koma sér í lykilstöðu
Á árinu 2014 voru gerðar breyt-
ingar á lögum um fiskeldi, en með
stórtækum hugmyndum um upp-
byggingu eldis laxfiska í sjókvíum, var
umhverfið strax á árinu 2016 orðið allt
annað en þá var. Leyfisveitingarkerfið
var komið í uppnám fyrst og fremst
vegna vinnubragða fyrirtækja stjórn-
arformanna Arnarlax og Fiskeldis
Austfjarða, með um 70% eldissvæða.
Stjórnarformennirnir komu sér inn í
stefnumótunarhópinn sem fulltrúar
Landssambands fiskeldisstöðva og
urðu helstu ráðgjafar stjórnvalda.
Stefnumótunarskýrslan
Í stefnumótunarskýrslunni var ekki
nægilega vel tekið á þeim áskorunum
sem voru fram undan á næstu árum
og áratugum. Drifkrafturinn var að
tryggja fjárhagslega hagsmuni laxeld-
isfyrirtækja í meirihlutaeigu erlendra
aðila á kostnað annarra. Það sorglega
er að tillögurnar í stefnumót-
unarskýrslunni fela í sér að Íslend-
ingar standa að baki ná-
grannalöndum í
umhverfismálum lax-
eldis í sjókvíum. Til-
lögur í stefnumót-
unarskýrslunni hafa
verið mjög umdeildar og
skapa enga sátt eins og
stefnt var að.
Fiskeldisfrumvarpið
Fiskeldisfrumvarpið
sem fyrst var lagt fram
á vorþingi 2018 byggðist
á skýrslu starfshóps um
stefnumótun í fiskeldi.
Fjölmargir aðilar, undirritaður, minni
fiskeldisfyrirtæki, veiðiréttareig-
endur, sveitarfélög, samtök o.fl. komu
með alvarlegar athugasemdir en lítið
sem ekkert var tekið tillit til þeirra í
þeim fjórum umsagnarferlum sem
hafa verið í þessu máli. Sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra kom með lít-
ið breytt fiskeldisfrumvarp í byrjun
ársins 2019. Það vakti athygli að ráð-
herra tók ekki á leikreglum hönn-
uðum af stjórnarformönnum Arnarlax
og Fiskeldis Austfjarða til að tryggja
þeim og þeirra fyrirtækjum fjárhags-
legan ávinning. Þannig var látið hjá
líða að taka á málunum við gerð fisk-
eldisfrumvarpsins í ráðuneytinu sem
vekur mann til umhugsunar.
Afgreiðsla Alþingis
Við afgreiðslu fiskeldisfrumvarps-
ins á Alþingi vakti einnig athygli hags-
munapot fulltrúa stærstu laxeldisfyr-
irtækjanna sem höfðu verið í
starfshópi um stefnumótun í fiskeldi.
Því er e.t.v. best lýst með því að þeir
fylgdu atvinnuveganefnd í skoð-
unarferð alla leið í sjókvíaeldisstöðvar
í Noregi enda miklir hagsmunir í húfi.
Hér má velta því fyrir sér hvort skort-
ur sé á leikreglum um aðgengi hags-
munaaðila að alþingismönnum. Þegar
fiskeldisfrumvarpið kom til Alþingis
Íslendinga var það í raun ótækt til af-
greiðslu og þurfti því fjölmargar
breytingar að gera á því. Það má
segja Alþingi Íslendinga til hróss að
tekið var á ýmsum málum í fiskeld-
isfrumvarpinu. Eftir standa þó fjöl-
mörg viðfangsefni sem fjallað verður
um í seinni greinum.
Engin sátt
Við útgáfu stefnumótunarskýrsl-
unnar var sáttin eingöngu á meðal
þeirra sem sátu við borðið, Lands-
samband fiskeldisstöðva og Land-
samband veiðifélaga. Ósáttir voru
þeir sem sátu ekki við borðið s.s.
minni fiskeldisfyrirtæki í eigu ís-
lenskra aðila, veiðiréttareigendur ut-
an Landssambands veiðifélaga, sveit-
arfélög og umhverfissamtök. Við
þennan hóp bætist síðan Lands-
samband veiðifélaga í umsögn sinni
við fiskeldisfrumvarpið árið 2019 en
þar kemur m.a. fram: „Efni frum-
varpsins gengur þvert á undirritað
samkomulag hagsmunaaðila og full-
rúa sjávarútvegs og landbúnaðar-
ráðherra og umhverfis- og auðlinda-
málaráðherra sem sæti áttu í
starfshópi ráðherra um stefnumótun í
fiskeldi“. Eftir standa hagsmuna-
samtök fiskeldismanna sem af skilj-
anlegum ástæðum stíga varlega til
jarðar þar sem ráðandi félög innan
samtakanna hafa náð verulegum fjár-
hagslegum ávinningi. Það er engin
sátt um þau vinnubrögð sem hafa ver-
ið viðhöfð við undirbúning og gerð
breytinga á lögum um fiskeldi, ósætti
sem mun endurspegla vinnuna fram-
undan á næstu árum og jafnvel ára-
tugum.
Eftir Valdimar
Inga Gunnarsson » Stefnumótunar-
skýrslan setti leik-
reglurnar sem voru
skjalfestar í lögum um
fiskeldi og lagði grunn
að fjárhagslegum ávinn-
ingi stjórnarformanna
Valdimar Ingi
Gunnarsson
Höfundur er sjávarútvegsfræðingur
og hefur m.a. unnið við ýmis mál
tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár.
valdimar@sjavarutvegur.is
Sjókvíaeldi laxfiska – Stefnu-
mótunarskýrslan, fiskeldis-
frumvarpið og vinnubrögðin Nýfædda barnið erósköp ósjálfbjarga þeg-
ar það liggur á teppinu.
En ekki líður á löngu
þar til það getur velt
sér um hrygg. Svo fer
það að skríða. Þegar
maður horfir á ung-
barn á hröðu skriði
læðist sú hugsun að
hvort ekki hefði verið
betra fyrir mann-
skepnuna að nota alla fjóra útlimina
til gangs, frekar en að staulast upp á
afturlappirnar. En því verður víst
ekki breytt héðan af og alla vega
tekst flestum að notast við tvo jafn
fljóta til að baslast uppréttir í gegn-
um lífið.
Vissulega getur fólk á bezta aldri
misst jafnvægið og dottið, sér í lagi ef
það hefir fengið sér of mikið neðan í
því. Í því tilfelli verð ég að segja ykk-
ur frá Gumma frænda. Hann bjó úti á
landi, en hafði komið í bæinn, í op-
inberum erindagjörðum, sagði hann,
og gist á Hótel Borg. Eitt kvöldið
hafði hann farið á veglegt átt-
hagamót. Daginn eftir spurði ég
hann, hvernig allt hefði gengið. Sagði
hann að allt hefði verið í fínum gír þar
til hann var á leiðinni upp á hótel.
Þegar hann var að koma inn í Póst-
hússtræti hefði einhver auli stigið á
höndina á honum!
En eftir starfsævina kemur ellin
hjá þeim sem lifa nógu lengi. Út af
fyrir sig er hún ekki slæm og talað er
fjálglega um gullnu árin. Einhver
gárunginn sagði þó að enginn þyrfti
að óttast ellina því hún entist ekki. Í
alls kyns auglýsingum eru sýndar
myndir af voða sætum, gráhærðum
hjónum í flottu formi sem brosa hvort
fram í annað. Nú geta þau farið til
Kanarí og dvalið eins lengi og þeim
sýnist. Svo koma þau heim með gjafir
fyrir barnabörnin.
Hjá sumum má líkja ellinni við að
komast í var eftir stormasama ævi.
Nú þarf ekki lengur að brjótast
áfram í atvinnulífinu eða troðast upp
metorðastigann. Ekki lengur að berj-
ast fyrir flottara húsnæði og nýrri bíl.
Nú róast mestallt niður, hárið gránar
eða hverfur, meltingin hægir á sér en
blóðþrýstingurinn tekur upp á því að
hækka.
Ég reikna með að það
sé líkamlega svipað að
eldast á Íslandi og hérna
í henni Ameríku. Þegar
maður fylgist með Ís-
lands fréttum á netinu
er eftirtektarvert að
lesa um óánægju eldri
borgara í landinu. Þeir
virðast sífellt vera að
berjast fyrir bættum
kjörum. Eitt sem ég hefi
þar séð er að ellilífeyrir
skerðist hjá þeim sem
vilja halda áfram að
vinna og þiggja laun. Hér í auðvalds-
ríkinu geta menn unnið eins og þeim
sýnist þótt þeir séu á fullum ellilíf-
eyri.
Fyrir okkur, gamlingjana í útlönd-
um, sem viljum fylgjast með því, sem
gerist á gamla ættlandinu, er á einn
hængur. Kynslóðin sem nú rekur
landið er númer tvö frá okkar kyn-
slóð. Þegar einn eða annar leiðtoginn
er í sviðsljósinu, vil ég eins og góður
Íslendingur vita „hverra manna er
hann eða hún?“ Hér get ég engan
spurt. En oft á árum fyrr þegar mig
vantaði slíkar upplýsingar, hringdi ég
í vin minn og skólabróður, Kela
Valda. Hann þekkti allt og alla.
Dæmigert svar hans var: Þú varst nú
ekki svo lítið hrifinn af ömmu hennar,
henni Siggu Jóns!“ En nú er Keli
horfinn af sjónarsviðinu og ég veit
ekkert hver er hvað lengur.
Nú á dögum er sífellt verið að vara
gamalt fólk við því að detta. Orðtakið
„fall er fararheill“ virðist ekki gilda
um gamlingja. Sagt er að ein algeng-
asta dánarorsökin hjá öldungum sé
fall og beinbrot. Ég man ekki eftir í
æsku að hafa heyrt mikið um að fólk
dytti nema kannske í hálku. Svo
duttu náttúrulega kallar í það en það
er nú önnur saga. Aldrei heyrði ég
um það að amma hefði dottið.
En nú er tíðin önnur. Læknavís-
indunum hefir fleygt fram og mann-
fólkið lifir lengur. Gamlingjarnir taka
helling af lyfjum og framleiðendur
þeirra græða á tá og fingri. Og allt er
fullt af sögum af fólki sem er alltaf að
detta. Hjá sumum gefa lappirnar sig
og hjá öðrum er það bölvaður svim-
inn. Margir kenna lyfjunum um og
séð hefi ég glas af blóðþrýstingslyfi
þar sem stendur stórum stöfum: Get-
ur orsakað svima. Öldruð nágranna-
kona mín datt um daginn og lá á bak-
inu í fjóra tíma áður en henni var
hjálpað. Hún gat ekki einu sinni velt
sér um hrygg.
Ég bý hér í mjög fallegu hverfi og
eru langflestir íbúarnir komnir af
léttasta skeiði. Um daginn fór ég að
gamni mínu yfir íbúalistann. Alls búa
hér 220 manns og þar af eru einungis
55 karlar. Hér er því allt fullt af ekkj-
um og öðrum einhleypum konum.
Mjög margar þeirra eiga litla hunda
eða kjölturakka sem þær þurfa að
fara með út að labba reglulega. Þegar
ég fer í mínar daglegu göngur hitti ég
þessar konur og er orðinn þeim mál-
kunnugur.
Í síðustu viku rakst ég á nágranna-
konu mína, Mörtu, sem var úti að
labba með sinn rakka, Max, til gefa
honum tækifæri til að ganga örna
sinna. Sagði hún mér þá í óspurðum
fréttum að hún hefði dottið daginn
áður á veitingahúsi. Hún var þar með
dóttur sinni og hafði staðið eitthvað of
fljótt upp, sortnað fyrir augum og
dottið á gólfið. Sem betur fer er
Marta í góðum holdum svo engin bein
brotnuðu. Varð mér þá á orði og hér
verð ég að nota enskuna: „When you
are young you fall in love. But when
you are old, you just fall.“
Eftir Þóri S.
Gröndal
Þórir S. Gröndal
»Nú á dögum er sífellt
verið að vara aldrað
fólk við því að detta.
Orðtakið „fall er far-
arheill“ virðist ekki
gilda um gamlingja.
Höfundur er fyrrverandi fisksali og
ræðismaður í Suður-Flórída.
floice9@aol.com
Ekki detta