Morgunblaðið - 22.02.2020, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
Ég hef verið íbúi við Laugaveginn
í tuttugu ár. Nú er svo komið að ég
get vart orða bundist mikið lengur.
Þess vegna rita ég þetta opna bréf til
þín Dagur B. Eggertsson, borgar-
stjóri í Reykjavík. Það er nefnilega
svo Dagur, að ég hef fengið nóg og er
virkilega óttasleginn fyrir hönd míns
nærumhverfis.
Til að útskýra aðeins aðstæður
mínar, þá er ég einhleypur karl-
maður, og kominn til ára minna. Ég
bý á yndislegum stað fyrir miðju
Laugavegar. Ég er enn sem komið er
á vinnumarkaði og sé ekki fyrir mér
að hætta svo fremi sem guð gefur
mér það að vakna á morgnana. Ég
kem heim úr vinnu flesta daga milli
fimm og sex en ég er farinn af stað
klukkan fimm á morgnana.
Klukkustund að finna stæði
Þegar ég legg af stað úr vinnu ek
ég rakleiðis heim, sem tekur mig
langan tíma enda berð þú ábyrgð á,
herra borgarstjóri, einni verstu um-
ferðarstjórnun sögunnar í borginni
minni, Reykjavík. Það tekur u.þ.b.
klukkustund að komast
heim frá vinnu. Og ekki
er hægt að skrifa neinn
annan en þig fyrir
þeirri staðreynd.
Eftir að heim er
komið á ég eftir að
finna stæði en ég er
einn af þeim heppnu
sem eru með svokallað
íbúakort, sem veitir
réttindi til að leggja án
þess að borga í stöðu-
mæli. Hins vegar tekur
það mig mjög langan
tíma að finna stæði en það hefur
lengst tekið mig tvær klukkustundir.
Þetta er ekki boðlegt, herra borg-
arstjóri og nágranni.
Óðinstorg
Ég veit svo sem til þess að við
heimili þitt að Óðinsgötu, þar sem nú
víkja bílastæði fyrir fallegu torgi,
svokölluðu Óðinstorgi, ert þú með
einkastæði enda legg ég mína leið
stundum að veitingastaðnum Snaps
við Óðinsgötu. Kannski þykir þér
ekkert tiltökumál, hr. borgarstjóri,
að eyða þrjú hundruð milljónum af
skattfé borgaranna til
að ryðja burtu stæðum
fyrir aðra íbúa en sjálf-
an þig og hrekja um
leið rekstraraðila frá
svæðinu til þess eins að
fegra umhverfið í
kringum híbýli þitt.
Fasteignaverð fast-
eignar þinnar hlýtur að
hækka mikið við þessa
framkvæmd, enda ert
þú sjálfur með einka-
bílastæði, sem verður
enn verðmætara við
fækkun bílastæða í kringum húsið
þitt.
Lokun Laugavegar
Nú er svo komið að þú ætlar að
loka Laugaveginum og hrekja í burtu
síðustu kaupmennina frá svæðinu.
Þvílík ósvífni, herra borgarstjóri.
Borg án atvinnulífs mun deyja út.
Það er alveg ljóst og ekki þarf frekari
vitnanna við en t.d. Detroit í Banda-
ríkjunum. Það er einkennilegt með
þig að þú virðist ákveða hvað er
rekstraraðilum á Laugaveginum fyr-
ir bestu. Og gerir það án nokkurs
samráðs við þá. Ég sjálfur sæki alla
mína þjónustu til þessara aðila og
býður við því, miðað við vandamál
mín við að finna bílastæði, að þurfa
að leita annað eftir þjónustu.
Verslun minnkar
Þessir aðilar sjá það mælanlega að
verslun minnkar þegar Laugaveg-
inum er lokað. Þetta sést á bókhaldi
þessara verslana. Við verðum líka að
taka með í reikninginn að við búum á
Íslandi, ekki á Kanaríeyjum. Best
færi á því að ef hið svokallaða Ak-
ureyrarmódel yrði tekið upp en sú
ráðstöfun, að mér skilst, felst í því að
leyfa rekstraraðilum sjálfum að loka,
t.d. á góðviðrisdögum. Þá er auðvitað
sjálfsagt að loka Laugaveginum á
Þorláksmessu og öðrum hátíð-
ardögum, t.d. 17. júní ef því er að
skipta.
Fyrirhuguð
undirskriftasöfnun íbúa
Ég hef rætt við íbúa á svæðinu
sem eru alveg kolbrjálaðir yfir fram-
göngu þinni. Þessir íbúar eru að
íhuga að setja af stað undirskrifta-
söfnun til stuðnings kaupmönnunum
á Laugavegi, enda eru þeir í sömu
sporum og ég.
Að lokum vil ég benda þér á að
þetta mun á endanum lækka fast-
eignaverð okkar íbúana við Lauga-
veg og því skora ég á þig að endur-
skoða þessa ákvörðun þína. Það er
skylda þín að hugsa um velferð allra
borgarbúa sem borgarstjóri í
Reykjavík.
Opið bréf til borgarstjóra
Eftir Þórarin Stefánsson
Þórarinn Stefánsson
»Kannski þykir þér
ekkert tiltökumál,
hr. borgarstjóri, að eyða
þrjú hundruð milljónum
af skattfé borgaranna til
að ryðja burtu stæðum
fyrir aðra íbúa en sjálf-
an þig og hrekja um leið
rekstraraðila frá svæð-
inu til þess eins að fegra
umhverfið í kringum
híbýli þitt.
Höfundur er íbúi við Laugaveg.
TILBOÐ Á OPEL ATVINNUBÍLUM FRAMLENGT TIL 29. FEBRÚAR
Frábær vinnukraftur!
Birtm
eð
fyrirvara
um
verð-og
textabrengl.
benni.is Opel á Íslandi
Reykjavík
Krókhálsi 9
590 2000
Reykjanesbæ
Njarðarbraut 9
420 3330
Opið virka daga frá 9 til 18
Laugardaga frá 12 til 16
Verið velkomin í reynsluakstur
2.870.000kr.
VIVARO VAN
Listaverð 3.890.000 kr.
Tilboðsverð
án vsk. 3.742.000kr.
VIVARO COMBI - 9 manna
Listaverð 4.990.000 kr.
Tilboðsverð
án vsk.2.145.000kr.
COMBO CARGO
Listaverð 2.990.000 kr.
Tilboðsverð
án vsk.
Halldór Jónsson fjár-
málastjóri ritar grein í
Morgunblaðið 18. febr-
úar sl. undir fyrirsögn-
inni „Kært til fortíðar,
kulda og myrkurs“. Þar
sem greininni er vísað í
starf Landverndar er
mér bæði ljúft og skylt
að leiðrétta nokkrar af
þeim alvarlegu villum
sem má finna í grein-
inni.
Í greininni fjallar Halldór meðal
annars um samgöngubætur á lands-
byggðinni og þar á meðal um umdeild-
ar áætlanir um vegagerð um Teigs-
skóg. Landvernd telur að farsælasta
leiðin til samgöngubóta á svæðinu sé
svokölluð jarðgangaleið. En ólíkt
Halldóri viljum við hjá Landvernd
hlusta á sjónarmið heimafólks í Reyk-
hólahreppi sem lét gera sjálfstæða út-
tekt á mögulegri veglagningu í sveit-
arfélaginu þar sem farsælasta leiðin
var talin liggja um þéttbýlið Reyk-
hóla. Sú leið hefur marga kosti um-
fram Teigsskógarleið-
ina og er aðeins örlítið
dýrari en hún. Hún fel-
ur í sér sambærilegar
samgöngubætur en því
til viðbótar yrði byggð í
Reykhólasveit styrkt
umtalsvert og Teigs-
skógi yrði hlíft. Þrátt
fyrir þetta vill Halldór
Jónsson að áfram verið
haldið með Teigsskóg-
arleiðina. Þar með glat-
ast tækifæri til að
styrkja byggð í Reyk-
hólasveit sem og vernd-
un Teigsskógar og fjörunnar við
hann. Landvernd hefur einnig bent á
að helsti farartálminn á leiðinni á
þessu landsvæði er Klettsháls en
vegagerð um Teigsskóg tekur alls
ekki á þessum vanda. Forgangröðun
framkvæmda virðist því vera á villi-
götum.
Frá þessu sjónarhorni er það grát-
broslegt að Halldór grípur í grein
sinni til þeirrar klassísku og mjög
þreyttu ræðumennskuaðferðar að
setja málin upp sem landsbyggð gegn
höfuðborgarsvæðinu.
Halldór fullyrðir að ríkið fjármagni
Landvernd og að á bak við Land-
vernd standi 10-15 einstaklingar.
Halldór hefur greinilega ekki kynnt
sér hvernig starf Landverndar er
fjármagnað eða hvernig því er háttað.
Um það má lesa í árlegri ársskýrslu
samtakanna sem er birt á netinu.
Staðreyndin er sú að sex þúsund
manns greiða félagsgjöld til Land-
verndar, þar sem þeim finnst rödd
Landverndar nauðsynleg viðbót í um-
ræðunni um þjóðþrifamál. Þessi
framlög félaga standa undir meiri-
hluta rekstrarkostnaðar. Landvernd
hefur fengið styrk til rekstrar frá um-
hverfis- og auðlindaráðuneytinu sem
sótt er um árlega. Hann nam 4,7% af
heildartekjum Landverndar árið
2018. Ekki er um önnur fjárframlög
frá ríki til Landverndar að ræða nema
þau sem ætluð eru til sérstakra verk-
efna eins og verkefnisins Skólar á
grænni grein. Það er því alrangt sem
Halldór heldur fram að ríkið fjár-
magni Landvernd eða að á bak við
Landvernd standi 10-15 ein-
staklingar; samtökin hafa 6.000 fé-
laga.
Grein Halldórs er reyndar öll full af
slíkum rangfærslum og mótsögnum
og væri of langt mál að rekja þær hér
allar.
Skilaboð okkar hjá Landvernd til
Halldórs eru að við viljum að á Íslandi
búi ein þjóð við góð kjör og til langs
tíma litið verður það ekki gert nema
með því að koma fram af virðingu við
einstæða náttúru landsins, sem er
mikilvæg auðlind fyrir komandi kyn-
slóðir Íslendinga, ekki síst þá sem
velja að búa á landsbyggðinni um
skemmri eða lengri tíma. Og í nátt-
úrunni erum við öll heimamenn.
Í náttúrunni eru allir
Íslendingar heimamenn
Eftir Auði Önnu
Magnúsdóttur » Staðreyndin er að sex
þúsund manns greiða
félagsgjöld til Land-
verndar, þar sem þeim
finnst rödd Landverndar
nauðsynleg viðbót í um-
ræðu um þjóðþrifamál.
Auður Önnu
Magnúsdóttir
Höfundur er framkvæmdastjóri
Landverndar.
audur@landvernd.is
Móttaka aðsendra
greina
Morgunblaðið er vettvangur lif-
andi umræðu í landinu og birtir
aðsendar greinar alla útgáfudaga.
Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Kerfið er auðvelt í notk-
un og tryggir öryggi í sam-
skiptum milli starfsfólks Morg-
unblaðsins og höfunda.
Morgunblaðið birtir ekki greinar
sem einnig eru sendar á aðra
miðla.
Kerfið er aðgengilegt undir
Morgunblaðslógóinu efst í hægra
horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt
er á lógóið birtist felligluggi þar
sem liðurinn „Senda inn grein“ er
valinn.
Í fyrsta skipti sem inn-
sendikerfið er notað þarf notand-
inn að nýskrá sig inn í kerfið. Ít-
arlegar leiðbeiningar fylgja hverju
þrepi í skráningarferlinu. Eftir að
viðkomandi hefur skráð sig sem
notanda í kerfið er nóg að slá inn
kennitölu notanda og lykilorð til
að opna svæðið. Hægt er að
senda greinar allan sólarhringinn.
Nánari upplýsingar veitir
starfsfólk Morgunblaðsins alla
virka daga í síma 569-1100 frá kl.
8-18.