Morgunblaðið - 22.02.2020, Page 30

Morgunblaðið - 22.02.2020, Page 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 ✝ Katrín Elías-dóttir fæddist á býli móðurfor- eldra sinna, Tungu í Gaulverjabæj- arhreppi, 25. mars 1923, en flutti það- an til Reykjavíkur með fjölskyldu sinni þriggja mán- aða gömul. Hún lést á Droplaugar- stöðum 2. febrúar 2020. Katrín ólst upp á Grettisgötu og Njálsgötu, en árið 1937 byggði Elías, faðir hennar, hús- ið á Njálsgötu 94 sem fjöl- skyldan átti allt til ársins 2005. Foreldrar Katrínar voru hjónin Ingibjörg Guðmundsdóttir (1894-1977) húsmóðir í Reykja- vík og Elías Hjörleifsson (1899- 1938) múrarameistari. Systkini Katrínar voru Hjör- leifur (1922-1988), Guðmundur (1925-1998), Elías Ingibergur (1926-1997), Margrét (1928- 2013) og Baldur (1937). Auk þess átti Katrín hálfbróður í móðurlegg, Guðmund sem fæddist 1920 en lést sama ár. Þann 5. júlí 1947 giftist Katr- ín Ólafi Björnssyni (1915-1968) er síðar varð hér- aðslæknir á Hellu á Rangárvöllum. Þeim Katrínu og Ólafi varð fjögurra barna auðið, en þau eru: Björn, f. 1951, Elísas, f. 1953, Örn, f. 1956, og Ingibjörg, f. 1958. Barnabörnin eru þrjú og barna- barnabörnin tvö talsins. Á unglingsárum sínum stundaði Katrín nám í Verzl- unarskólanum og lauk þaðan prófi árið 1941. Eftir það starf- aði hún um tíma á skrifstofu Gísla Jónssonar alþingismanns, sem auk þingmennskunnar lagði stund á viðskipti. Síðar starfaði hún við embætti toll- stjóra. Eftir lát Ólafs flutti Katrín með börnin til Reykjavíkur. Vann hún þá upphaflega hálfa vinnu hjá Tryggingastofnun og hálfa vinnu sem ritari á Land- spítalanum. Síðar starfaði hún í fullri vinnu sem ritari á Land- spítalanum til ársins 1985. Útför hennar hefur farið fram í kyrrþey. Katrín Elíasdóttir gekk ekki þær slóðir, sem aðrir höfðu troð- ið, frekar en títt er um bohema. Hún valdi sér sjálf leið að settu marki og sást lítt fyrir gagnvart sjálfri sér. Rétt tæplega hálf- fimmtug að aldri stóð hún uppi sem ekkja með fjögur börn, eftir lát manns síns, Ólafs Björnsson- ar, héraðslæknis á Hellu. Á þeim árum voru eftirlaun lækna ekki há, enda hugur stéttarinnar bundinn við heilbrigðismál en ekki „bisness“, eins og síðar varð algengt. Eftir andlát Ólafs flutti Katrín til Reykjavíkur. Þar festi hún kaup á íbúð í fjölbýlishúsi við Háaleitisbraut. Hún vann myrkr- anna á milli til að sjá sér og börn- um sínum farborða. Og ekki nóg með það, árið 1978 lauk hún stúd- entsprófi frá öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð. Aldrei var um það rætt, að börnin gengju menntaveginn, eins og það kallast; það var einfaldlega séð til þess að sú yrði raunin. Missir Ólafs var ekki fyrsti harmurinn sem að Katrínu var kveðinn. Föður sinn, Elías Hjör- leifsson, byggingarmeistara, missti hún þegar hún var á ung- lingsárunum og hann í blóma lífs- ins. En tilfinningar voru ekki bornar á torg þar á bæ, frekar en annars staðar á þeim tímum. Þær átti hver fyrir sig, ef til vill stöku manni að skaðlausu, en flestum til meins. Katrín Elíasdóttir var kona þeirrar gerðar, að hún gat farið fyrir brjóstið á þeim, sem krefj- ast skilyrðislauss tilbreytingar- leysis í mannlegri tilveru. Hún hafði sínar skoðanir á mönnum og málefnum og lá ekki á þeim. Hún var fróðleiksfús, sem meðal annars lýsti sér í lestri mannlífs- rita, svo sem endurminninga og ævisagna. Tæpast getur það tal- ist óalgengt í fámenninu á landi hér. Hins vegar þekki ég þess ekki önnur dæmi úr okkar sam- tíð, þótt þekkst hafi fyrr á öldum, að menn hafi notað saurblöð, tit- ilsíður, spássíur bóka og jafnvel kaflaskil, til að auka við efnið frá eigin brjósti og bæta jafnvel stundum óviðkomandi hugrenn- ingum við. Þetta gerði Katrín Elíasdóttir af stakri natni. Þann- ig fann ég í eintaki hennar af ævi- sögu Sigurðar Thoroddsen, verk- fræðings, handskrifaða fróðleiksmola um þann óforbetr- anlega Englending, Samuel Johnson. Þar er því skilmerki- lega haldið til haga, hvernig hann vó mann og annan í kaffihúsa- samræðum með rökin ein að vopni. Það þarf frjóan hug til að pára þetta inn í ævisögu verk- fræðings norður undir póli. Og þó er þetta auðvitað rökrétt, sé bet- ur að gætt. Í fyrrnefnda bók hefur Katrín einnig skrifað orðin „Að trufla þögnina“. Hún átti það til, bless- unin, að gera það. En veitir nokk- uð af því, á þeim tímum þegar þögnin og hugleysið leiðast hönd í hönd? Ég lét þess getið fyrr í þessu hugarflakki mínu, að Katrín hefði keypt íbúð í fjölbýlishúsi eftir að hún flutti sem ekkja til Reykja- víkur. En hún lét ekki þar staðar numið. Einn góðan veðurdag, þegar hún var 82 ára að aldri, hafði hún makaskipti á þessari íbúð og einbýlishúsi í Grafarvogi. Hún var af Kaldaðarneskyninu, gamla konan, og vildi hafa vítt um sig. Skömmu eftir að Katrín flutti í Grafarvoginn sat ég með henni í boði. Meðal gesta voru hjón á sextugsaldri. Þau höfðu frá því að segja, að þau væru í þann veginn að flytja í fjölbýlishús, sem sér- staklega var byggt fyrir fimm- tuga og þaðan af eldri og var lyfta í húsinu, fótfúnum til nokkurs lífsléttis. „Nú“, sagði nýbakaður einbýlishúseigandi í Grafarvogin- um, „hvers vegna farið þið ekki bara á elliheimili“? Katrín hafði lengi haft til- hneigingu til að einangra sig frá öðru fólki. Þetta ágerðist eftir að hún flutti í Grafarvoginn. Og eins og oft vill verða þegar ellin sækir að, tók hún að hirða lítt um heilsusamlega fæðu. Þá reyndust synir hennar, þeir Björn og Örn, móður sinni þeir haukar í horni að ekki varð betur gert. Síðustu tvö árin á fjölbreyti- legri og að ýmsu leyti storma- samri ævi, dvaldi Katrín á hjúkr- unarheimilinu Droplaugarstöð- um. Og viti menn, þar steig hún úr sinni skel og blómstraði sem aldrei fyrr. Hún leit að vísu ekki á staðinn sem sitt heimili, heldur dvalarstað, enda voru synir henn- ar, sem fyrr eru nefndir, óþreyt- andi að fara með hana á Kald- aðarnessetrið í Grafarvogi; þar var hennar heimili, Droplaugar- staðir voru þrátt fyrir allt aðeins tímabundinn dvalarstaður. Ég kveð tengdamóður mína, Katrínu Elíasdóttur, með sökn- uði, en harma ekki dauða hennar; hún var hvíldinni fegin og verð- skuldaði hana, rétt tæpra 97 ára gömul. Og jafn litla trú og ég hef á dauðanum sem endalokum til- verunnar, hlakka ég til að setjast með henni í góðu tómi og spjalla við hana um tengslin milli Sig- urðar Thoroddsen og Samuels Johnson. Pjetur Hafstein Lárusson. Katrín Elíasdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, ERLING SÖRENSEN, umdæmisstjóri Pósts og síma á Ísafirði, lést miðvikudaginn 19. febrúar á hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði. Útför fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 29. febrúar klukkan 14. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Blindravinafélag Íslands. Arnfríður V. Hermannsdóttir S. Svanhildur Sörensen Unnar Þór Jensen Sveinn H. Sörensen Guðbjörg Jónsdóttir Árni Sörensen Guðný Snorradóttir Hrafnhildur Sörensen Gestur Í. Elíasson Okkar ástkæri faðir, tengdafaðir, stjúpfaðir, afi og langafi, JAKOB BJÖRNSSON fyrrv. orkumálastjóri, lést á hjúkrunarheimilinu Eir, Reykjavík, laugardaginn 15. febrúar. Jarðarförin fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. febrúar klukkan 15. Blóm og kransar eru afþökkuð en þeim sem vilji minnast hans er bent á Alzheimer-samtökin, alzheimer.is Sigrún Birna Jakobsdóttir Magnús Óskarsson Stefán Þór Hermannsson Björn Arnar Kárason Hanna Lára Baldvinsdóttir Eva Karen Magnúsdóttir María Helen Magnúsdóttir Kamilla Nótt B. Sævarsdóttir Nadía Nótt B. Arnarsdóttir Baltasar Jakob Arnarsson Margrét Dís Arnarsdóttir Alexía Lind Arnarsdóttir Ástkær sonur minn, bróðir okkar og frændi, HAFSTEINN KJARTANSSON, lést á Tenerife fimmtudaginn 6. febrúar. Útför hans fer fram frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 14. Þakkir eru færðar þeim sem sýna hlýju og samhug. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Draumasetrið. Antonía Björg Steingrímsdóttir Hallgrímur E. Vébjörnsson Judith Haas Steingrímur E. Kjartansson Grachille A. Baligod Hilmar Kjartansson Svava Kristinsdóttir Valdimar Kjartansson Inga Tirone Ósk Kjartansdóttir Ragnar T. Atlason og systkinabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGURLAUG STEFÁNSDÓTTIR, lést á öldrunarheimilinu Lögmannshlíð 18. febrúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 26. febrúar klukkan 13.30. Sérstakar þakkir til starfsfólks í Kollugerði fyrir einstaka umönnun. Stefán Steinþórs Jakobsson Soffía Sveinsdóttir Sigurjón Jakobsson Charlotte Hannine Sigurður Ómar Jakobsson Eva Kristjánsdóttir Gunnar Jakobsson Margrét Kristjánsdóttir Sunna Ósk Jakobsdóttir ömmu- og langömmubörn Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI K. HJÁLMSSON, viðskiptafræðingur og fyrrverandi forstjóri, lést laugardaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Vídalínskirkju föstudaginn 28. febrúar klukkan 13. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á styrktarsjóð Garðasóknar. Ingibjörg Stephensen Björn Helgason Sigríður Helgadóttir Åke Jonviken Helgi Steinar Helgason afa- og langafabörn Elskuleg móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BORGHILDUR B. FENGER, Sóltúni 11, Reykjavík, lést á Borgarspítalanum 18. febrúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 5. mars klukkan 13. John Fenger Rósa Fenger Kristín Fenger Vermundsd. Helgi Benediktsson Björg Fenger Jón Sigurðsson Ari Fenger Helga Lilja Gunnarsdóttir Hilmar Bragi Fenger Kerri Gilday Ármann Örn Fenger Katie Fenger Ingi Rafn Fenger Deven Greene og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR KRISTJANA KRISTJÁNSDÓTTIR, Austurbyggð 17, Akureyri, andaðist á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, laugardaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28. febrúar klukkan 13.30. Kristín Þ. Matthíasdóttir Stefán Friðrik Ingólfsson Ragnheiður Gísladóttir Ólöf Matthíasdóttir Kristján Elís Jónasson Aðalheiður Matthíasdóttir Ingimar Ólafsson Waage barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐBJÖRG JÓHANNSDÓTTIR frá Eskifirði, lést fimmtudaginn 20. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Útförin fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 2. mars klukkan 13. Þorvarður Kári Ólafsson Anna Kristín Sigurðardóttir Sólrún Ólafsdóttir Kristján Örn Karlsson Bryndís Ólafsdóttir Björn Harðarson Svanhildur Ólafsdóttir Magnús Arnar Einarsson barnabörn og barnabarnabörn Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN S. JÓNSDÓTTIR, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 15. febrúar. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 24. febrúar klukkan 13. Sveinn H. Georgsson Jón Kr. Sveinsson Katrín Ólafsdóttir Albert Sveinsson Elísabet Guðmundsdóttir Ásmundur Sveinsson Vilborg Benediktsdóttir ömmu- og langömmubörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.