Morgunblaðið - 22.02.2020, Side 38
38 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
40 ára Lára er Reyk-
víkingur, ólst upp í
Seljahverfinu en býr í
Laugardalnum. Hún
er með BS-gráðu í
viðskiptafræði frá Há-
skóla Íslands, MSc.-
gráðu í fjárfestinga-
stjórnun frá Háskólanum í Reykjavík
og er löggiltur verðbréfamiðlari frá
Háskólanum í Reykjavík. Lára er verð-
bréfaráðgjafi í Íslandsbanka.
Maki: Lárus Bollason, f. 1974, verð-
bréfamiðlari í Íslandsbanka.
Dóttir: Halla María Lárusdóttir, f.
2011.
Foreldrar: Sigþrúður Zóphóníasdóttir,
f. 1944, kennari og kenndi í Öldusels-
skóla, hún er búsett í Kópavogi, og
Björn Björnsson, f. 1933, d. 2008,
flugvirki hjá Flugmálastjórn.
Lára Björg Björnsdóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Ef þú veist ekki hvað þú vilt gera
ættirðu að bíða átekta. Þér verður boðið í
brúðkaup í sumar. Ekki tefla í tvísýnu með
ástarsamband þitt.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú sérð nú möguleika á því að geta
gengið að samningaborði. Líttu á daginn í
dag þann besta í þínu lífi hingað til. Sumir
skilja ekki fyrr en skellur í tönnum.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ýmsar breytingar sem nú eru að
ganga yfir fara í taugarnar á þér. Mundu
að aðgát skal höfð í nærveru sálar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Ekki hanga heima í dag. Hluti af
því að vera mennskur er að viðurkenna að
stundum þarf að þiggja hjálp. Eitthvað fer
úrskeiðis í skipulagningu veislu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Nú er nauðsynlegt að þú takir af
skarið og sýnir forystuhæfileika þína.
Mundu að ekki er allt gull sem glóir.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú gætir fundið til efasemda um
eigið ágæti í dag og löngunar til að fela þig
fyrir umheiminum. Kannski færðu gull-
hamra úr óvæntri átt.
23. sept. - 22. okt.
Vog Ef þér finnst brotið á þér áttu ekki að
hika við að láta til þín heyra. Þú átt eftir að
kikna í hnjáliðunum í kvöld.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sambönd við ólíklegasta fólk
munu færa þér mikla gleði. Það eru mörg
ljón á veginum en þú ert seigari en allt
sem seigt er.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Hættu að vantreysta sjálfri/
sjálfum þér því þú ert fullfær um að takast
á við hlutina og hefur nægilega þekkingu.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Það eru ekki gallar sem þú sérð
í speglinum, heldur einstakir eiginleikar
sem gera þig að því sem þú ert. Ef þú vilt
hraða á hlutunum þá þarft þú að vinna
hraðar.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Sköpunarkraftur þinn er mikill
um þessar mundir jafnvel svo að þú átt
erfitt með að velja og hafna. Einhver er
þurr á manninn en ekki hafa áhyggjur af
því, þú hefur ekkert gert af þér.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Nú er ekki rétti tíminn til þess að
vera óframfærinn. Hunsaðu efasemd-
araddirnar innra með þér og kýldu á hlut-
ina.
Sem leikari hefur Erlendur unnið
að fjölda verkefna í sjónvarpi, kvik-
myndum og leikhúsum hér á landi
sem og erlendis til dæmis í leikverk-
unum Rómeó og Júlía, Woyzeck,
Titus og Lykill um hálsinn með leik-
félaginu Vesturporti. „Við fórum víða
meðfram því er hann að þróa vegan
ostagerð hér á landi. „Ég fékk styrk
frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands
og er að reyna að heimfæra vegan
ostagerð yfir á íslenskt hráefni og
stefnan er að setja framleiðslu í gang
á þessu ári.“
E
rlendur Eiríksson er
fæddur 22. febrúar
1970 í Reykjavík og
ólst upp í Sundunum
og Breiðholti.
Hann gekk í Langholtsskóla,
Breiðagerðisskóla, Breiðholtsskóla
og Hólabrekkuskóla. „Svo var sofið
mikið í Fjölbrautaskólanum í Breið-
holti í félagsmiðstöðinni Undir-
heimum. Ég byrjaði þar í grunndeild
rafiðnaðar og fór svo á matvælasvið
og hætti eftir að grunnnámi lauk. Þá
fór ég að vinna sem uppvaskari og
pitsugerðarmaður, keyra hjá Kóka
kóla, vinna í fiski, byggingarvinnu og
afgreiða í sjoppum.“
Erlendur útskrifaðist sem einka-
flugmaður frá Quonset State Airport
í Rhode Island í Bandaríkjunum
1991, matreiðslumaður frá Hótel- og
veitingaskóla Íslands 1995, leikari frá
Arts Educational Schools í London
2001, meistaranám í sönglist á vegum
Complete Vocal Institute, mat-
reiðslumeistari frá Meistaraskóla
Menntaskólans í Kópavogi 2007, lauk
B.Sc.-gráðu í viðskiptalögfræði frá
Háskólanum á Bifröst 2010 og M.L.-
gráðu lögfræði frá Háskólanum á Bif-
röst 2012.
Erlendur hefur unnið sem mat-
reiðslumaður og yfirmaður á fjöl-
mörgum veitingastöðum frá árinu
1989 ásamt því að hafa verið til sjós
sem kokkur í nokkur skipti. Helstu
staðir sem hann hefur unnið á eru
Veiðikofinn, Pisa, þar sem hann var
meðeigandi, Hótel Natura, Tapas
barinn, Café Opera, Lækjarbrekka,
Sólon, Hótel Edda, Restaurant Her-
cegovina í Kaupmannahöfn og Orku-
veita Reykjavíkur. Hann kenndi í Salt
eldhúsi 2015–2016. „Þar var ég að
kenna útlendingum að búa til íslensk-
an mat og Íslendingum að búa til út-
lendan mat.“ Hann var síðan yfirmat-
reiðslumeistari, rekstrarstjóri og
umsjónarmaður skyrframleiðslu í
Skyrgerðinni í Hveragerði 2016–
2018.
„Um áramótin 2018–2019 fór ég að
vinna sjálfstætt sem leikari og við að
talsetja, vann sem kokkur hér og þar
og fór til Þýskalands að læra vegan
ostagerð.“ Hann er núna matreiðslu-
meistari á Sólheimum í Grímsnesi en
um heim með sýningarnar og það var
mjög skemmtilegur tími.“ Hann hef-
ur einnig leikið í kvikmyndunum
Sveitabrúðkaup, Börn, Mýrin, Svart-
ur á leik og Duggholufólkið, heimild-
arháðmyndinni Mjóddinni og nokkr-
um áramótaskaupum svo fátt eitt sé
nefnt. „Ég hef meðvitað menntað mig
og starfað við áhugamál mín svo ég
þurfi aldrei að vinna.“
Fjölskylda
Eiginkona Erlends er Fjóla Ein-
arsdóttir, f. 25.1. 1978, svæðisfulltrúi
Rauða krossins á Suðurlandi og Suð-
urnesjum. Þau eru búsett í Hvera-
gerði. Foreldrar Fjólu eru Einar Sæ-
berg Helgason, f. 12.10. 1951,
búfræðingur, og Þórfríður Kristín
Grímsdóttir, f. 22.2. 1957, starfs-
maður Bæjaráss í Hveragerði. Þau
hafa verið gift frá 26.12. 1976 og eru
búsett í Hveragerði.
Stjúpsonur Erlends og sonur Fjólu
er Óðinn Páll Tjörvason, f. 7.2. 1994,
nemi í rafvirkjun. Maki er Lelíta Rós
Ycot, nemi í hátækniverkfræði. Óðinn
Erlendur Eiríksson, leikari, matreiðslumeistari, einkaflugmaður og lögfræðingur – 50 ára
Fjölskyldan Andrea, Erlendur, Óðinn, Natan Elí, Fjóla og Eiríkur Sæberg.
Fjölhæfur og glaðlyndur
Leikarinn Erlendur, Björn Hlynur Haraldsson og Ólafur Darri Ólafsson í
kvikmyndinni Sveitabrúðkaup frá 2008 sem Valdís Óskarsdóttir leikstýrði.
Kokkurinn Froðunni fleytt.
30 ára Borgar ólst
upp í Innri-Hjarðardal í
Önundarfirði en býr í
Reykjavík. Hann lauk
skipstjórnarnámi frá
Stýrimannaskólanum
og húsasmíðanámi frá
Menntaskólanum á
Ísafirði. Hann er háseti á Helgu Maríu hjá
Brim.
Maki: Thelma Björk Guðmundsdóttir, f.
1987, félagsráðgjafi á Landspítalanum og
í Kvennaathvarfinu.
Sonur: Sölvi Hrafn, f. 2019 og stjúpson-
ur er Birkir Leó Hlynsson, f. 2012.
Foreldrar: Sólveig Bessa Magnúsdóttir,
f. 1962, vinnur í Fræðslumiðstöðinni á
Ísafirði, og Björgvin Sveinsson, f. 1958,
troðaramaður á skíðasvæðinu á Ísafirði.
Þau eru með æðarvarp í Innri-Hjarðardal
og reka rútubíl og leigubíl.
Borgar Björgvinsson
Til hamingju með daginn
Reykjavík Sölvi Hrafn Borgarsson
fæddist 11. janúar 2019 kl. 1.04 á
Akranesi. Hann vó 3.678 g og var 52,5
cm langur. Foreldrar hans eru Borgar
Björgvinsson og Thelma Björk
Björgvinsdóttir.
Nýr borgari