Morgunblaðið - 22.02.2020, Síða 40

Morgunblaðið - 22.02.2020, Síða 40
40 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020 Lengjubikar karla A-deild, 1. riðill: Afturelding – Breiðablik ........................ 1:3 Georg Bjarnason 82. – Höskuldur Gunn- laugsson 4., 18., Viktor Karl Einarsson 7. Þýskaland Bayern München – Paderborn .............. 3:2  Samúel Kári Friðjónsson kom inn á hjá Paderborn á 81. mínútu. Ítalía Brescia – Napoli....................................... 1:2  Birkir Bjarnason lék fyrstu 65 mínút- urnar með Brescia. Danmörk Hobro – Midtjylland ................................ 0:2  Mikael Anderson lék seinni hálfleikinn með Midtjylland. Frakkland B-deild: Grenoble – Chateauroux ........................ 0:1  Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á hjá Grenoble á 82. mínútu. Holland B-deild: Excelsior – Den Bosch ............................ 6:4  Elías Már Ómarsson lék allan leikinn með Excelsior, skoraði eitt mark og krækti í vítaspyrnu. Belgía B-deild: OH Leuven – Union St. Gilloise ............. 3:5  Aron Sigurðarson lék fyrstu 86 mínút- urnar með St. Gilloise, skoraði eitt mark og lagði annað upp. England B-deild: Derby – Fulham ....................................... 1:1  Wayne Rooney skoraði mark Derby í sín- um 500. deildaleik á Englandi. Meistaradeild N/M-Ameríku 16-liða úrslit, fyrri leikur: San Carlos – New York City .................. 3:5  Guðmundur Þórarinsson sat á vara- mannabekk New York allan tímann.  Grill 66-deild karla Valur U – Grótta................................... 27:27 Víkingur – Þróttur ............................... 26:25 Stjarnan U – FH U .............................. 26:39 Fjölnir U – Þór ..................................... 23:35 Staða efstu liða: Þór Ak. 14 12 2 0 432:359 26 Valur U 14 8 2 4 408:398 18 Haukar U 13 8 1 4 380:341 17 Grótta 14 8 1 5 408:387 17 FH U 14 7 1 6 424:404 15 Þróttur 14 6 2 6 413:392 14 Grill 66-deild kvenna Víkingur – Valur U............................... 23:28 Fylkir – Fram U................................... 20:40 ÍR – Stjarnan U.................................... 32:25 Staða efstu liða: Fram U 18 18 0 0 607:402 36 FH 17 14 1 2 480:369 29 Selfoss 17 12 2 3 407:359 26 Grótta 17 11 1 5 439:405 23 ÍR 18 10 1 7 470:442 21 ÍBV U 17 8 1 8 417:415 17 Danmörk Ribe-Esbjerg – Kolding ...................... 26:26  Rúnar Kárason skoraði 10 mörk fyrir Ribe-Esbjerg, Gunnar Steinn Jónsson 2 en Daníel Þór Ingason komst ekki á blað.  Ólafur Gústafsson og Árni Bragi Eyj- ólfsson skoruðu ekki hjá Kolding. Frakkland Bikarkeppnin, 16-liða úrslit: Bourg-de-Péage – Chambray............ 23:26  Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor- aði 1 mark fyrir Bourg-de-Péage.   1. deild karla Höttur – Breiðablik.............................. 93:81 Hamar – Snæfell................................. 108:79 Sindri – Álftanes................................... 82:91 Staðan: Höttur 19 17 2 1664:1408 34 Hamar 19 17 2 1872:1648 34 Breiðablik 19 15 4 1882:1600 30 Vestri 17 10 7 1498:1372 20 Álftanes 20 10 10 1702:1744 20 Selfoss 17 6 11 1309:1375 12 Skallagrimur 18 3 15 1458:1706 6 Sindri 16 2 14 1292:1482 4 Snæfell 19 2 17 1514:1856 4 NBA-deildin Detroit – Milwaukee ........................ 106:126 Atlanta – Miami ................................ 129:124 Chicago – Charlotte ........................... 93:103 Philadelphia – Brooklyn.......... (frl.) 112:104 Sacramento – Memphis ................... 129:125 Golden State – Houston................... 105:135   UNGSTIRNI Kristófer Kristjánsson kristoferk@mbl.is Westfalenstadion hefur eignast nýja hetju, svo mikið varð endanlega ljóst á þriðjudaginn þegar Guli vegg- urinn, suðurstúka Signal Iduna Park sem gnæfir yfir þá leikmenn sem spila á hinum magnaða leikvangi Dortmund, sýndi Norðmanninum þá lotningu sem frammistaða hans fyrr um kvöldið verðskuldaði. Það var bara nú um síðustu ára- mót að Haaland valdi þýska félagið framyfir stórveldi á borð við Man- chester United, eflaust að hluta til að spila fyrir framan einhverja mögnuðustu stuðningsmenn Evrópu en sennilega fyrst og fremst vegna þess að hvergi annars staðar getur jafn ungur leikmaður leikið stórt hlutverk í þetta mikilvægum leikj- um. Ekkert félag er jafn fúst til að gefa ungum leikmönnum tækifæri á sama tíma og það keppir um stærstu titlana heima fyrir sem og í Meistaradeildinni sjálfri. Og einmitt á þriðjudaginn hélt ævintýrabyrjun norska táningsins áfram. Hann er búinn að vera leik- maður Dortmund í 51 dag og þarna var hann nýbúinn að skora bæði mörkin í 2:1-sigri á risaliði PSG í Meistaradeild Evrópu. Hann er bú- inn að skora átta mörk í fimm leikj- um í þýsku deildinni. Hann er 19 ára. Lærði af Solskjær Norðmaðurinn ungi er sonur Alf- Inge Håland, sem spilaði með Nott- ingham Forest, Leeds og Manchest- er City á Englandi. Erling fæddist einmitt í Leeds á Englandi árið 2000 þegar faðir hans spilaði þar en fjöl- skyldan fluttist svo til bæjarins Bryne í Noregi þegar hann var þriggja ára. Hann var byrjaður að spila með liði Bryne í norsku fyrstu deildinni aðeins fimmtán ára gamall en í febrúar 2017 tók hann fyrsta stóra skrefið á atvinnumannaferl- inum. Hann gekk til liðs við úrvals- deildarlið Molde og var þar undir handleiðslu norskrar knattspyrnu- goðsagnar, Ole Gunnar Solskjær. Eftir erfitt fyrsta tímabil tók hann að blómstra á seinna árinu í efstu deild. Hann var markahæsti leik- maður Molde árið 2018 með 16 mörk í 30 leikjum, valinn efnilegasti leik- maður deildarinnar og iðulega bár- ust fregnir þess efnis að njósnarar á vegum Manchester United kæmu til Noregs til að fylgjast með honum. Enda hefur það eflaust verið ágætur skóli að spila fyrir Solskjær, sigur- sælasta knattspyrnumann sem Nor- egur hefur alið af sér. Sá var með markanef og skoraði upp undir hundrað mörk, mörg þeirra mikil- væg, á tíu ára ferli hjá Manchester United þar sem hann varð bæði Englands- og Evrópumeistari. Allt kom þó fyrir ekki og Haaland gekk til liðs við RB Salzburg í Aust- urríki í janúar 2019. Eftir aðeins eitt mark í tveimur leikjum á fyrstu mánuðunum átti hann heldur betur eftir að blómstra á næsta tímabili. Hann skoraði 17 mörk í fyrstu 16 deildarleikjum sínum og ef það var ekki nóg til að vekja athygli stærstu klúbba í Evrópu, þá dugði frammi- staða hans í Meistaradeildinni til. Hann skoraði átta mörk í sex leikj- um í riðlakeppninni og varð fyrstur leikmanna undir tvítugt til að skora í fyrstu fimm leikjum sínum í keppn- inni. Það var ekki fyrr en hann mætti Liverpool í annað sinn, að honum mistókst að skora! Það var því ekki við öðru að búast en að öll stærstu félög Evrópu yrðu á hött- unum eftir undrabarninu þegar fé- lagsskiptaglugginn var opnaður fyrsta janúar síðastliðinn. Og auðvit- að horfðu allir í sömu átt, til Sol- skjær og Manchester United. Allt stefndi í eina átt Fréttaflutningur af yfirvofandi fé- lagsskiptum Haaland var lengi allur á einn veg, að hann myndi endurnýja kynnin við samlanda sinn og gamla læriföðurinn og það hjá stórveldi á borð við Manchester United. Sol- skjær sjálfur gerði lítið til að slökkva í orðrómnum. Hann staðfesti að þeir hefðu hist og rætt málin, snemma í desember. „Hann veit hvað hann vill og veit hvað hann ætlar að gera. Ég þarf ekki að gefa leikmönnum annarra liða ráð,“ sagði hann útsmoginn á einum blaðamannafundinum um jól- in. Ekki lækkaði rostinn í íþrótta- miðlum þegar norsku feðgarnir stigu um borð í flugvél í Stavanger sem var sögð á leiðinni til Manchest- er. Í raun reyndist ferðin mun styttri, þeir feðgar kíktu til Kaup- mannahafnar og ekkert varð úr hin- um óumflýjanlegu félagsskiptum til United. Áramótin gengu í garð og Dortmund í Þýskalandi hreppti efni- legasta framherja fótboltans fyrir um 20 milljónir evra. Borgar sig að veðja á Dortmund Á meðan United, bæði á vellinum sem og utan hans, virðist í óreiðu og með allt á öðrum endanum hefur Dortmund sannað sig sem félag sem ungir leikmenn eiga að veðja á. Ef- laust höfðu stuðningsmenn Dort- mund grun um að þeir væru að kló- festa sérstakan leikmenn, rétt eins og stuðningsmenn Manchester Unit- ed höfðu sennilega áhyggjur af því að þarna hefði þeim runnið úr greip- um einhver náttúrulegasti marka- skorari sem Old Trafford hefur séð síðan Ruud van Nistelrooy lék listir sínar á leikvangi draumanna. Öll þessi tortryggni hefur nú breyst í örvæntingu eða kæti, eftir því hvar maður er. Í Manchester virðist mar- tröðin ætla að verða að veruleika en á Westfalenstadion hafa menn fund- ið nýja hetju og ef einhverjir efa- semdamenn voru enn í Gula veggn- um, eftir átta mörk í fimm leikjum, snerist þeim hugur á þriðjudaginn. Mörkin gegn PSG Fyrra mark Haalands gegn stjörnum prýddu stórliði PSG var senteramark eins og þau gerast best. Eðlishvötin sem aðeins þeir bestu eru gæddir, að vera á hár- réttum stað á hárréttum tíma til að gera það sem erfiðast er að gera í fótboltaleik, skora mörk. En seinna markið, eftir að stórstjarnan Neym- ar hafði jafnað metin, var mjög sér- stakt. Haaland, sem er tæpir tveir metrar á hæð, þaut framhjá snögg- um varnarmönnum PSG til að ná til sendingar frá 17 ára Giovanni Reyna, tók eina snertingu til að leggja boltann fyrir sig áður en hann skoraði með þvílíku bylmingsskoti, með vinstri, upp í bláhornið. Guli veggurinn nötraði og þessi 19 ára Norðmaður á heldur betur eftir að hrista upp í knattspyrnunni um ókomin ár. Dortmund frekar en United og Guli veggurinn gleðst  Norski strákurinn Erling Braut Haaland skorar og skorar en Manchester United missti af honum  Hefur skorað í sex leikjum af sjö í Meistaradeildinni AFP Nítján Erling Braut Haaland hefur slegið rækilega í gegn eftir að Dortmund keypti hann af Salzburg í Austurríki um áramótin. Erling Braut Haaland » Hann breytti nafni sínu úr Håland í Haaland fyrir tveimur árum til að það væri auðveld- ara fyrir erlenda stuðnings- menn og fjölmiðla. » Hann hefur skorað 11 mörk fyrir Dortmund þrátt fyrir að spila aðeins 440 mínútur, eða mark á 40 mínútna fresti. Þessi 11 mörk hafa komið úr aðeins 13 markskotum. » Hann var valinn leikmaður mánaðarins í janúar í þýsku efstu deildinni þótt hann spil- aði aðeins í 59 mínútur. » Hann hefur skorað fleiri mörk í Meistaradeildinni á þessu tímabili (10) heldur en allt lið Barcelona (9). » Enginn hefur verið fljótari að skora tíu Meistaradeildarmörk, en Håland gerði það í sjö leikj- um. Jordan Henderson, fyrirliði Liver- pool, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar eftir að hafa tognað aftan í læri í leik liðsins gegn Atlético Ma- drid í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöldið. Einnig er ljóst að N’Golo Kanté verður ekki með Chelsea í næstu leikjum en knattspyrnustjórinn Frank Lampard staðfesti þetta á fréttamannafundi í gær. Kanté fór af velli snemma leiks gegn Man- chester United á mánudagskvöldið vegna tognunar og verður frá í um þrjár vikur. Lykilmenn frá næstu vikurnar AFP Tognun Jordan Henderson verður frá næstu þrjár vikurnar. Handknattleikskappinn Ólafur Gúst- afsson er á förum frá Kolding í sum- ar en það er Handbollskanalen sem greinir frá þessu. Ólafur er þrítugur en hann hefur leikið með Kolding frá árinu 2017 og meðal annars verið fyrirliði liðsins. Þá greinir JV.dk frá því að framtíð Árna Braga Eyjólfs- sonar sé einnig í óvissu hjá félaginu. Landsliðsmarkvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson mun ganga til liðs við Kolding næsta sumar en liðið er í þriðja neðsta sæti dönsku úrvals- deildarinnar með 10 stig eftir tutt- ugu umferðir. Ólafur á förum frá Kolding AFP Á förum Ólafur Gústafsson yfirgef- ur Kolding eftir leiktíðina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.