Morgunblaðið - 22.02.2020, Page 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 2020
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
„Það er spenna, drama og mjög
gaman – blanda sem mér finnst allt-
af svo skemmtileg,“ segir Ágústa
Skúladóttir, leikstjóri og höfundur
leikgerðar Gosa, leiksýningar sem
verður frumsýnd á Litla sviði
Borgar-
leikhússins á
morgun, sunnu-
dag, klukkan 13.
Gosi er svo
sannarlega eitt
ástsælasta æv-
intýri síðustu ald-
ar en sögurnar
um spýtustrákinn
knáa tóku að
renna úr penna
ítalska höfund-
arins Carlo Collodi upp úr 1880.
Ágústa er margreyndur leikstjóri og
höfundur leikgerða barna- og ævin-
týrasýninga af ýmsu tagi, og ákvað
við gerð sinnar leikgerðar að horfa
fram hjá teiknimynd Disney frá 1940
og leita beint í frumgerð Collodis.
Ásamt Ágústu eru Karl Ágúst
Úlfsson og leikhópurinn höfundar
leikgerðarinnar og semur Karl
Ágúst jafnframt söngtexta. Tónlist
semja þeir Eiríkur Stephensen og
Eyvindur Karlsson, og flytja hana á
sviðinu ásamt leikurunum, þeim
Haraldi Ara Stefánssyni, sem leikur
Gosa, og Halldóri Gylfasyni og Kötlu
Margréti Þorgeirsdóttur sem fara
með mörg hlutverk.
Þegar Ágústu var falið í vor sem
leið að búa til sýningu um Gosa, þá
velti hún fyrir sér hvaða leið væri
best að fara. Ramminn var gefinn:
70 mínútna sýning fyrir börn frá
fjögurra aldri og upp úr, sem ætti að
vera aðgengileg fyrir alla aldurs-
hópa, með þremur leikurum og
tveimur hljóðfæraleikurum.
„Mig langaði að vinna með fína
ómengaða þýðingu af upphaflegu
sögunni um Gosa, og færa hana úr
bókmenntum í leikmenntir. Þannig
hef ég unnið áður og notið þess,
meðal annars við að skapa sýningar
úr ævintýrum H.C. Andersens- og
Grimmsævintýrum,“ segir hún.
„Hreint ótrúleg ævintýri“
„Ég var svo heppin að rata á þýð-
ingu meistarans Þorsteins Thor-
arensen á upprunalegu sögunni,
Spýtustrákurinn Gosi, sem Fjölvi
gaf út árið 1987, en tekið er fram að
sagan sé birt þar óstytt, allir 36 kafl-
arnir, og þýdd af frummálinu. Þar
var komin frábær uppspretta fyrir
sýningu,“ segir Ágústa.
Auðheyrilega er Ágústa mjög
hrifin af sögunni og lifir sig inn í
hana. „Í þessum 36 köflum eru
hreint ótrúleg ævintýri sem henda
Gosa og þau verða sífellt kostulegri,
en líka hryllilegri þegar líður á. Það
var auðvitað ekki hægt að fella allar
sögurnar inn í 70 mínútna sýningu,
sem í þeim sem við tökum fyrir er ég
trú upprunaverki Collodis, þar sem
trédrumburinn lendir með yfir-
náttúrulegum hætti inni á gólf hjá
meistara Kirsi sem ætlar að búa til
úr honum borðfót. En þegar hann
ætlar að höggva í drumbinn þá berst
frá honum rödd sem biður sér vægð-
ar. Kirsi verður skelfingu lostinn og
feginn að losna við drumbinn þegar
Jafet smiður kemur inn og vill fá
kubb að smíða sér úr spýtustrák
sem á að skylmast og fara flikk-flakk
og vinna fyrir honum í ellinni. Jafet
sker því úr drumbnum þennan stór-
kostlega dreng, Gosa.“
Hvað skemmtigildi sagnanna um
Gosa varðar segir Ágústa það ekkert
gefa Grimmsævintýrum eftir. „Það
er mikið sprell og læti á sviðinu og
svo er þetta söngleikur,“ segir hún.
„Fljótlega eftir að ég byrjaði að
móta verkið fékk ég til liðs við okkur
tónlistarmennina Eyvind og Eirík
sem eru líka á sviðinu og spila á
svona fjörutíu hljóðfæri, sem, leik-
ararnir grípa líka stundum í, auk
þess sem tónlistarmennirnir stökkva
líka inn í nokkrar persónur. Sýn-
ingin er mjög sjónræn, konfekt fyrir
augu og eyru,“ lofar Ágústa.
Þegar ég hafði ákveðið hvaða sög-
ur færu inn í leikgerðina ákvað ég
líka hvaða senur yrðu söngatriði og
Karl Ágúst fór að semja söngtext-
ana og tónlistarmennirnir lögin. Tal-
senurnar eru alls ekki langar og við
brestum nokkuð oft í söng!“
Í lokinn segir Ágústa það algjöran
draum að fá að skapa leikgerð eftir
ævintýri eins og Gosa. „Í þeirri
vinnu vel ég sögurnar og steypi í
verk, með þeim viðbótum sem þarf.
Það er mjög skemmtileg leikhús-
aðferð. Líka að setja inn lög og stilla
allt saman út frá tilfinningum. Það
er alltaf jafn gaman að þessu.“
Og þrátt fyrir að Gosi lendi í ýms-
um ævintýrum og sumum ógnvekj-
andi þá lofar Ágústa því að sagan
endi „svakalega vel“.
„Konfekt fyrir augu og eyru“
Gosi frumsýndur í Borgarleikhúsinu Ný leikgerð eftir Ágústu Skúladóttur
leikstjóra, Karl Ágúst Úlfsson og leikhópinn „Spenna, drama og mjög gaman“
Ljósmyndun/Grímur Bjarnason og Bjarni Grímsson
Ævintýri Gosi með hinum brögðóttu ref og ketti. „Það er mikið sprell og læti á sviðinu,“ segir leikstjórinn.
Ágústa
Skúladóttir
S IGN | FORNUBÚÐIR 1 2 , HAFNARF IRÐ I | S : 5 5 5 0800 | S IGN@S IGN . I S | S IGN . I S
Rínargullið í
dagbókum Cos-
imu nefnist fyrir-
lestur sem Árni
Blandon heldur
hjá Richard
Wagner-félaginu
í dag kl. 13 í
Hannesarholti.
Eiginkona Wagn-
ers, Cosima, sem
var dóttir Franz Liszt, hélt dag-
bækur um líf þeirra hjóna og sam-
töl og hafa dagbækurnar því mikið
heimildargildi, segir í tilkynningu
og að í tengslum við myndbands-
sýningu á Rínargullinu, fjalli Árni
um það sem fram kemur um óper-
una í dagbókunum og hefst sýn-
ingin að loknum fyrirlestri.
Sýnt verður úr hundrað ára
Hringnum, uppfærslu Frakkanna
Patrice Chereau og Pierre Boulez I
í Bayreuth 1976. Wagner-félagið á
Íslandi fagnar 25 ára afmæli í ár en
það var stofnað í kjölfarið á styttri
útgáfu á Niflungahringnum, eins
kvölds sýningu, sem sýnd var í
Þjóðleikhúsinu á Listahátíð 1994.
Rínargullið í dag-
bókum Cosimu
Richard Wagner
Barnaóperan
Konan og sels-
hamurinn, eftir
Hróðmar Inga
Sigurbjörnsson,
verður flutt í
Salnum í Kópa-
vogi í dag kl. 13
en í vikunni hafa
1.800 börn í 1.- 3.
bekk notið sýn-
ingarinnar. Texti hennar er eftir
Ragnheiði Erlu Björnsdóttur og
byggir verkið á þekktri íslenskri
þjóðsögu um togstreitu móður sem
þarf að velja á milli „sjö barna á
landi og sjö í sjó“. Flytjendur eru
Björk Níelsdóttir sópran, Pétur
Oddbergur Heimisson baritón,
Skólakór Kársness undir stjórn
Sunnu Karenar Einarsdóttir, Matt-
hildur Anna Gísladóttir píanóleik-
ari, Guðni Franzson klarinettuleik-
ari, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleik-
ari og Sigurður Halldórsson selló-
leikari. Um leikstjórn sjá Helgi
Grímur Hermannsson og Tómas
Helgi Baldursson.
Konan og selsham-
urinn í Salnum
Björk Níelsdóttir
Stórsveit Reykjavíkur heldur tón-
leika í Silfurbergi í Hörpu á morg-
un, sunnudag, kl. 20. Stjórnandi og
höfundur tónlistar á tónleikunum
er þýska tónlistarkonan Maria
Baptist, sem leiðir tvær stórsveitir í
Berlín og er mjög virkur þátttak-
andi í tónlistarlífi Þýskalands, að
því er fram kemur í tilkynningu, en
hún er einnig prófessor í tón-
smíðum við Hanns Eisler-tónlist-
arháskólann í Berlín. Baptist sækir
stórsveitina nú heim í þriðja sinn og
flutt verður úrval glænýrrar og
spennandi tónlistar eftir hana. Mið-
ar eru seldir í miðasölu Hörpu og á
harpa.is
Baptist leiðir Stórsveit Reykjavíkur
Stórsveitarstjóri Baptist stýrir Stórsveit
Reykjavíkur í flutningi á verkum hennar.
Vinnustofan Plöntugarðurinn verð-
ur opnuð í Ásmundarsal við Freyju-
götu klukkan 15 í dag, laugardag,
en að henni stendur listamaðurinn
Halldór Eldjárn. Gestir munu upp-
lifa stefnumót listar, tækni og
hönnunar.
Halldór mun á vinnustofunni
kynna „glænýja uppfinningu. Vél,
sem hegðar sér og vex eins og
hengiplanta,“ skrifar hann. „Hún
er útbúin örtölvu, strimlaprentara
og ljósnema, en í stað þess að þarfn-
ast aðhalds, vökvunar og moldar
gengur hún fyrir rafmagni og er
stjórnað af ljósi.“ Á hverjum degi
prentast nokkrir sentimetrar af
plöntunni á strimilinn, löturhægt.
Fjöldi laufblaða hverju sinni er háð-
ur ljósmagni því sem skín á vélina.
Vinnustofan Plöntugarðurinn
verður opin til 29. mars og er hluti
af HönnunarMars 2020.
Listamaðurinn Halldór Eldjárn.
Plöntugarður Hall-
dórs í Ásmundarsal