Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.02.2020, Blaðsíða 48
SÆKTU APPIÐ á heimasíðu Hreyfils: hreyfill.is eða í App Store og Google Play Sæktu appið frítt á AppStore eða Google Play Hreyfils appið Pantaðu leigubíl á einfaldan og þægilegan hátt Með Hreyfils appinu er fljótlegt og einfalt að panta leigubíl. Þú pantar bíl, færð SMS skilaboð þegar bíllinn er mættur á staðinn. Þú getur fylgst með hvar bíllinn er staddur hverju sinni. Ef þú ferðast á vegum fyrirtækis getur þú valið viðskiptareikning og opnað aðgang. Hreyfils-appið er ókeypis. Tríó Sírajón kemur fram í tónleika- röðinni Sígildum sunnudögum í Norðurljósasal Hörpu á morgun, sunnudag 23. febrúar, kl. 16. Tríóið skipa Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari, Einar Jóhannesson klarín- ettuleikari og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari. Að þessu sinni mun tríóið leika verk eftir Shostakovitsj, Kachaturian, Poulenc, Arutiunian, Pál Pamp- ichler Pálsson og Atla Heimi Sveinsson. Sírajón á sunnudegi LAUGARDAGUR 22. FEBRÚAR 53. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.196 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Friðrik Ingi Rúnarsson körfubolta- þjálfari segir að það hafi verið ánægjulegt að sjá leikmenn með litla landsliðsreynslu standa sig vel gegn Kósóvó á fimmtudags- kvöldið, enda þótt leikurinn hafi tapast. Friðrik er bjartsýnn á að íslenska liðið nái að leggja Sló- vakíu að velli í Laugardalshöllinni annað kvöld. »41 Bjartsýnn á sigur gegn Slóvakíu í Höllinni Daníel Magnússon myndlistar- maður opnar sýninguna Transit í Hverfisgalleríi í dag kl. 16. Þar sýnir hann verk frá árunum 2010 til 2019. Í þeim einbeitir hann sér að því sem hann telur nægjanlega merkingarbært. „Það mætti líkja þessum myndum við slagverksdyn sem hefur stöðvast. Ekki það að ég hafi einhverja sérstaka þekkingu á þeim hljóð- færum aðra en þá sem hlustandi á tónlist,“ skrifar Daníel m.a. um verkin og að hann vilji að þau orki eins og trommutaktur á kviðinn frekar en höfuðið. Trommutaktur á kvið- inn frekar en höfuðið ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Fjórða sýning gamanleiksins Allir á svið í uppsetningu leikdeildar Ung- mennafélags Biskupstungna hefst klukkan átta í Aratungu í kvöld, en næstu sýningar verða síðan á sama tíma á morgun og miðvikudag og svo um næstu helgi. „Við höfum fengið frábærar viðtökur enda er þetta þrælfyndið og skemmtilegt stykki,“ segir Aðalheiður Helgadóttir, for- maður leikdeildarinnar og einn níu leikenda. Löng hefð er fyrir leiksýningum hjá leikdeildinni og hefur hún sett upp verk á um tveggja ára fresti frá því félagsheimilið Aratunga var tekið í notkun 1961. Æfingar vegna núver- andi uppsetningar hófust undir stjórn Ólafs Jens Sigurðssonar leikstjóra í ársbyrjun og frumsýning var föstu- daginn 14. febrúar. „Við vorum með góðan leikstjóra í níu leikritum, en fengum núna Selfyssinginn Ólaf til liðs við okkur og það leikur allt í höndunum á honum, hann er svo lausnamiðaður og flottur,“ segir Að- alheiður. Hokin af reynslu Allir á svið er eftir Michael Frayn. Gísli Rúnar Jónsson þýddi og stað- færði. Níu leikarar skipta hlutverk- unum á milli sín og önnur verkefni eru líka í höndum heimamanna. „Þetta er að sjálfsögðu áhugamanna- leikfélag, þar sem allir gefa allt,“ seg- ir Aðalheiður og bendir á að í hópnum séu meðal annars leikskólakennari, garðyrkjufræðingur, tónskáld, smið- ur, vélstjóri, bílstjóri, ferðafrömuður og vélamaður. „Sum okkar hafa mjög mikla reynslu í leiklistinni og allir hafa leikið áður,“ segir Aðalheiður. „Við æfðum með fullri vinnu fjóra til fimm tíma alla virka daga og laugar- dag eða sunnudag að auki svo það er mikill léttir eftir að sýningar hófust, þá sýnum við bara þrisvar í viku.“ Við val á leikriti var stuðst við ým- islegt, meðal annars kynjahlutfall og fjölda leikara. Aðalheiður segir að stöðugt erfiðara verði að fá fólk til svona starfa, en sem betur fer séu alltaf margir til í tuskið. Samt hafi þurft að sækja einn leikara til Stokks- eyrar. „Við fundum hann í gegnum tenglsanetið. Einn leikarinn á vin og amma hans á barnabarn sem er leik- arinn sem okkur vantaði. Hann þarf að keyra um klukkutíma hvora leið á æfingar og sýningar en lætur það ekki á sig fá.“ Aðalheiður segir að tvennt hafi einkum ráðið úrslitum um valið. „Allir á svið er drepfyndið og svo er það líka ofboðslega ögrandi, í raun er verið að leika leikrit í leikritinu,“ seg- ir hún og bendir á að hver leikari leiki leikarann sem síðan leiki hlutverk sitt. Leikarar eru eins misjafnir og þeir eru margir, en Aðalheiður segir að mikið jafnræði sé í hópnum. „Þetta er langjafnasti leikhópurinn sem við höfum sett saman.“ Allir á svið í Tungunum Í Aratungu Gamanleikurinn hefur fengið góðar viðtökur enda þykir hann drepfyndinn og ögrandi.  Gamanleik leikdeildar ungmennafélagsins vel tekið í Aratungu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.