Morgunblaðið - 13.03.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 13.03.2020, Síða 1
F Ö S T U D A G U R 1 3. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  62. tölublað  108. árgangur  REYNA AÐ FINNA NÝTT BÓLUEFNI FEGURÐ Í ÞVÍ SEM ER OFT ALVEG GLATAÐ LÝTUR ÖÐRUM LÖGMÁLUM EN VIÐ HIN JFDR 28 NÍU LÍF BUBBA 29VÍSINDAMENN 14 Alls var tilkynnt um 27 ný smit kórónuveirunnar í gær, sem greind voru á sýkla- og veirufræðideild Land- spítala. Þar af greindust átta ný smit í gærkvöldi. Vinna við rakningu smitanna er hafin. Að sögn Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislög- reglustjóra, voru þau átta smit niðurstaða 119 greindra sýna. Til þessa hafa fleiri en 1.100 sýni verið tekin og er heildarfjöldi smitaðra nú kominn í 117 hér á landi. Langflestir þeirra einstaklinga sem greinst hafa með kórónuveiruna á Íslandi hafa komið frá skíðasvæðum í Ölpunum. Við þá hafa nú bæst þrír Íslendingar sem komu frá Denver í Colorado-ríki í Bandaríkjunum. Vinna við að rekja leiðir einstaklinganna er hafin. Þetta staðfesti Víðir í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi. Tveir hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna veirusýkingar. Smituðum heldur áfram að fjölga Morgunblaðið/Eggert KÓRÓNUVEIRU- FARALDUR 117 staðfest smit á Íslandi 1.000+ einstaklingar í sóttkví 1.100+ sýni tekin 2 lagðir inn á sjúkrahús Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi sínum seint í gærkvöldi að flýta fyrirhuguðum aðgerðum sínum vegna kórónuveirufaraldursins. Hyggst hún leggja fram frumvarp í dag um að fyrirtæki fái mánaðar- frest til bráðabirgða til að standa skil á opinberum gjöldum til ríkis- sjóðs. Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra sagði við mbl.is í gærkvöldi að einnig væri til skoðunar að fella nið- ur tryggingagjald og gistináttaskatt tímabundið til þess að styðja við fyrirtæki í ferðaþjónustu. Bjarni taldi þó ótímabært að ræða það á þessari stundu. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar koma í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í fyrri- nótt að hann hygðist setja ferðabann á Evrópuríki frá og með miðnætti í kvöld að bandarískum tíma. Aðgerðir sem nýtast Icelandair Ákvörðunin mun hafa áhrif á 490 flugferðir Icelandair, sem félagið hafði ráðgert í mars og byrjun apríl. Hlutabréf Icelandair í kauphöllinni féllu um 22,8% í viðskiptum gær- dagsins eftir tilkynningu Trumps. Hyggst félagið fljúga áfram til fjög- urra áfangastaða í Bandaríkjunum með bandaríska farþega og aðra sem ferðabannið nær ekki til. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra sagði við mbl.is í gærkvöldi að frumvarpið sem lagt verður fyrir Al- þingi í dag muni örugglega geta komið Icelandair til aðstoðar. Ís- lensk stjórnvöld hafa óskað eftir því að ræða sérstaklega við Trump Bandaríkjaforseta og Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna vegna ferðabannsins, en engin svör hafa borist við þeim óskum. Engar ákvarðanir voru teknar á fundi ríkisstjórnarinnar um niður- fellingu skólahalds eða lokana stofn- anna líkt og stjórnvöld í Danmörku og Noregi hafa tekið. Hins vegar sagði Katrín að ríkisstjórnin ætti al- veg von á því að heilbrigðisyfirvöld myndu setja frekari takmarkanir. „Dýrasta ræða sögunnar“ Markaðir um allan heim hríðféllu í gær í kjölfar fregnanna af fyrirhug- uðu ferðabanni Bandaríkjastjórnar. CAC 40 vísitalan franska og DAX- vísitalan þýska lækkuðu báðar um rúmlega 12% og FTSE 100 vísitalan í Lundúnum féll um 10,87%. Sama sagan var uppi á teningnum á Wall Street, þar sem loka þurfti mörkuðum tímabundið í tvígang. Endaði Dow Jones vísitalan 9,99% neðar við lokun markaða og S&P 500 vísitalan féll um 9,5%. Er þetta versta tapið á mörkuðum vestanhafs frá mánudeginum svarta í október 1987. Óróinn á mörkuðum varð til þess að seðlabankar vestanhafs og austan tilkynntu um stórar aðgerðir til þess að auka fjármagn í umferð, en þær aðgerðir dugðu skammt til þess að róa fjárfesta. „Þetta var dýrasta ræða sögunn- ar,“ sagði Luca Paolini hjá eigna- stýringasjóðnum Pictet Asset Management við Financial Times í gær um ræðu Trumps. „Fjárfestar eru að kjósa með fótunum og ég lái þeim það ekki.“ Ríkisstjórnin flýtir aðgerðum  Lagt fyrir þing að fyrirtæki geti frestað að standa skil á gjöldum MKórónuveira »2-8, 12-14 og 26  Hlutabréf í Icelandair féllu um 22,8% eftir tilkynningu Trumps  Mesta fall á mörkuðum frá mánudeginum svarta 1987 Morgunblaðið/Árni Sæberg Fundað um kvöld Ríkisstjórnin fundaði í Stjórnarráðinu í gærkvöldi í vel á annan tíma til þess að ræða stöðuna eftir að Trump samþykkti ferðabann á þau ríki Evrópu sem eru innan Schengen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.