Morgunblaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 6
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020 „Er það líkleg atburðarás að sá sem hefur engin einkenni, sem hóstar lítið, sem er með lítið nefrennsli, að hann mengi meira en sá sem er með engin einkenni?“ Þessari spurningu veltir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspít- alans, upp í samtali við Morg- unblaðið um frétt sem birtist á vef The Guardian í gær, þar sem sagt var frá rannsókn sem benti til að kórónuvírusinn smitaðist fremur með þeim sem sýndu engin ein- kenni. Sagði Már, sem hafði þó ekki séð umrædda frétt eða rannsókn: „Á mínum faglegu forsendum myndi ég hafa miklar efasemdir um að þessi fullyrðing sé rétt.“ Hann bætti hins vegar við: „Sá sem er veikur hefur tilhneigingu til að halda sig heima, en sá sem er sýktur án einkenna breytir ekki hegðunarmynstri sínu. Hann fer víðar. Hann getur farið á bar eða í selskap og er líklegri til að vera í meiri nánd við samborgara sína. Í því samhengi getur sá sem er sýkt- ur án einkenna smitað „meira“.“ Telur að einkenna- lausir smiti minna Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga www.alno.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Óvissa var það fyrsta sem Pétur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis hf. í Grindavík, sagði er hann var spurður um stöðuna í ljósi tak- markana á flugi til Bandaríkjanna. Stöðugir viðbragðs- og neyðar- fundir hefðu verið haldnir í at- vinnulífinu síðustu daga og staðan í gærmorgun hefði verið dökk eftir fyrstu fréttir frá Bandaríkjunum. Nú væri hins vegar útlit fyrir að áfram yrði flogið með fisk til Bandaríkjanna, en stór spurning væri hvernig þau mál þróuðust. Einnig væri mikil óvissa á mörk- uðum með ferskan fisk í Evrópu þar sem neyslumynstur fólks hefði gjörbreyst samfara mikilli út- breiðslu kórónuveirunnar. Aukist um tvo milljarða Á síðasta ári voru sjávarafurðir fluttar út til Bandaríkjanna fyrir 23,3 milljarða, án lax og silungs, og hafði verðmæti útflutnings auk- ist um rúma tvo milljarða á milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fyrirtækja í sjávarút- vegi. Verðmæti ferskra afurða var 14,2 milljarðar, frystra afurða 7,3 milljarðar og annars sjávarfangs 1.850 milljónir. Lax og silungur var fluttur til Bandaríkjanna fyrir tæplega 3,5 milljarða í fyrra. Um 76% af heildarverðmæti út- fluttra sjávarafurða 2019 fór til landa í Evrópu. Erfitt á flestum mörkuðum Pétur áætlar að í fyrra hafi Vísir í Grindavík unnið úr um 18 þúsund tonnum af fiski og eru meginstoðir í framleiðslunni saltaðar afurðir, ferskar og frystar. Til Bandaríkj- anna hafi í fyrra farið um 800 tonn af afurðum, ýmist ferskum eða frosnum. Langmest af afurðunum var flutt með flugi vestur um haf. Í Evrópu hafi neytendur í kjöl- far þess uppnáms sem kórónaveir- an hefur valdið snúið sér í auknum mæli að vörum sem hafa mikið geymsluþol; frystum, söltuðum og reyktum. Fólk fari frekar í stór- markaði heldur en á hefðbundna matarmarkaði, að sögn Péturs. Áhrif þessa eigi eftir að koma í ljós, en staðan sé erfið á flestum mörkuðum. Alda Agnes Gylfadóttir, fram- kvæmdastjóri Einhamars Seafood í Grindavík, sagðist um hádegi í gær vera bjartsýn á að áfram verði vöruflutningar til Bandaríkj- anna. Hún segir að farmur frá Einhamri fari að óbreyttu í flug til Bandaríkjanna í dag, 4-5 tonn, en fiskur frá fyrirtækinu fari daglega vestur um haf. Sviptingar og óvissa sé mikil í rekstrinum og ástandið breytist frá degi til dags. Klukkan fimm í gærmorgun hafi til dæmis ekki verið útlit fyrir neina vöruflutninga til Bandaríkj- anna um sinn. Gert út á bjartsýnina Einhamar flytur út ferskan fisk til Bandaríkjanna, Bretlands og Kanada og áætlar Alda að hátt í helmingur afurðanna fari til Bandaríkjanna. Hún segir ekkert annað vera í stöðunni en að gera út á bjartsýnina. Óvissa í útflutningi á fiskafurðum  Bandaríkin mikilvægur markaður  Langmest flutt með flugi  Gjörbreytt neyslumynstur í Evrópu  Sjávarafurðir fluttar frá Íslandi til Bandaríkjanna fyrir 23,3 milljarða á síðasta ári, án lax og silungs Alls eru 26 lönd aðilar að Schengen-samstarfi nu. Ferðabannið nær því til Aust ur rík is, Belg íu, Tékk lands, Dan merk ur, Eist lands, Finn lands, Frakk lands, Þýska lands, Grikk lands, Ung verja lands, Íslands, Ítal íu, Lett lands, Liechten stein, Lit há en, Lux emburg, Möltu, Hol lands, Nor egs, Pól lands, Portú gals, Slóvakíu, Slóven íu, Spán ar, Svíþjóðar og Sviss. Bandaríkin, íbúafjöldi: 328 milljónir Schengen-löndin 26, íbúafjöldi: 418 milljónir ■ Allt fl ug Icelandair til Bandaríkjanna er á áætlun í dag, föstudag. ■ Á laugardag verður fl ug á áætlun til þessara staða: New York (JFK og EWR), Chicago, Seattle og Washington DC. Ferðabann gildir þá fyrir alla sem dvalið hafa á Schengen- svæðinu, nema bandaríska ríkisborgara. ■ Þann 14.-16. mars verður öllu fl ugi til Boston, Minneapolis, Denver og Orlando afl ýst. ■ Flug frá Orlando og Denver laugardaginn 14. mars verður á áætlun. ■ Ferðabannið gildir ekki um fraktfl utninga. Ferðabann til Bandaríkjanna Ferðabannið sem banda rísk yfi r völd hafa sett frá Evr ópu nær til allra þeirra sem verið hafa á Schengen-svæðinu und an farna 14 daga Að jafnaði eru um 560 fl ug á dag milli Evrópu og Bandaríkjanna Daglegt sætaframboð er um 160.000 sæti Ferðabannið mun hafa áhrif á um 17.000 fl ugferðir á tímabilinu, eða um 4.800.000 sæti milli Evrópu og Bandaríkjanna Bannið tekur gildi kl. 4 í nótt (á miðnætti að staðartíma á austur- strönd Bandaríkjanna) og mun standa í 30 daga Ferðabannið gildir ekki um Bretland og Írland sem eru ekki aðilar að Schengen-samstarfi nu Ferða banni ð sner tir 40 fl ugfélög í Evr ópu og Bandaríkjunum Icelandair fl utti 130.000 farþega frá Íslandi til Bandaríkjanna í mars 2019 Lufthansa er með um 60 fl ug á dag milli Evrópu og Bandaríkjanna og Air France um 37 Ferðabannið hefur áhrif á 490 fl ugferðir hjá Icelandair Mestu hagsmunir í fraktflugi til Bandaríkjanna felast í flutningi á ferskum fiski og mun Icelandair Cargo leggja mikla áherslu á að tryggja að útflutningur verði ekki fyrir áhrifum ferðabanns yfir- valda í Bandaríkjunum. „Það er ekki bann á fraktflug þannig að við getum flogið á fraktvélum til Ameríku ef þörfin er til staðar,“ segir Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri Icelandair Cargo. „Við áttum okkur alveg á því að það eru miklir hagsmunir í húfi og markaðirnir þola ekki að það falli niður framboð af vör- unni,“ segir Gunnar Már. Allt verði gert til þess að halda flugi með fisk gangandi. Talsvert af sjávarafurðum er flutt með farþegaflugi og bendir framkvæmdastjórinn á að ekki sé búið að loka fyrir allt farþegaflug til Bandaríkjanna. Ef farþegaflug, sem þó verður flogið, mætir ekki spurn eftir vöruflutningum muni félagið leitast við að koma á fraktflugi eftir þörfum við- skiptavina. gso@mbl.is Áhersla á flug með fisk MIKLIR HAGSMUNIR Í ÚTFLUTNINGI TIL BANDARÍKJANNA Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hlaðið Miklir hagsmunir eru í húfi, segir Gunnar Már hjá Icelandair Cargo.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.