Morgunblaðið - 13.03.2020, Side 7

Morgunblaðið - 13.03.2020, Side 7
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR 7 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020 -8,4%-6,1% 14,6 13,7 15,4 14,1 Velta erlendra greiðslu- korta í janúar-febrúar* *Án fl ugsamgangna Heimild: RSV Ma.kr. 2019 2020 Janúar Febrúar Velta erlendra greiðslukorta án flugsamgangna dróst saman um 8,4% í febrúar frá fyrra ári. Veltan var 15,4 milljarðar í febrúar 2019 en var 14,1 milljarður í febrúar í ár. Þetta er meiri samdráttur en í janúar, en þá var veltan 6,1% minni en í sama mánuði í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri greiningu Rann- sóknaseturs verslunarinnar. Samdráttur hjá gististöðum Velta gistiþjónustu minnkaði um 389 milljónir, eða um 10%, og velta ýmissar ferðaþjónustu, m.a. í skipu- lögðum ferðum, dróst saman um 300 milljónir, eða um 11%. Sérfræðingar setursins benda á að Bandaríkjamenn greiddu 5,8 og 4,4 milljarða til innlendra fyrir- tækja með kortum sínum í mars og apríl í fyrra, að flugsamgöngum undanskildum. Ferðabannið vestanhafs gæti því vegið þungt í ferðaþjónustunni. baldura@mbl.is Kortavelta á hraðri niðurleið  Ferðabannið mun magna samdráttinn Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Farþegaferjan Norræna mun ekki flytja neina farþega næstu tvær vikurnar. Skipið mun sigla áfram, samkvæmt áætlun, með vörur. Eru þetta viðbrögð Smyril Line við til- mælum danskra yfirvalda frá því í fyrradag um aðgerðir fyrirtækja til að draga sem mest úr hættu á út- breiðslu kórónuveirunnar. „Í ljósi stöðunnar sem kom upp í Danmörku munum við ekki taka við ferðamönnum í Norrænu næstu tvær vikurnar. Við tökum síðan stöðuna þegar líður á þann tíma. Þetta er gert í forvarnarskyni, í samræmi við ákvarðanir stjórn- valda í Danmörku,“ segir Linda Gunnlaugsdóttir, framkvæmda- stjóri Smyril Line á Íslandi. Norræna er nú á leiðinni til Hirtshals í Danmörku með farþega frá Íslandi og Færeyjum. Linda tel- ur að um 20-30 farþegar frá Íslandi séu um borð og fleiri Færeyingar enda nota þeir ferjuna mikið. Þegar ferjan fer þaðan á laugardag verð- ur aðeins áhöfnin um borð. Ferjan mun sigla áfram sam- kvæmt áætlun milli Danmerkur, Færeyja og Íslands enda skipið mikið notað til vöruflutninga. Hún kemur næst til Seyðisfjarðar næst- komandi þriðjudag. Um borð í Norrænu er pláss fyrir 1.500 farþega og 800 bíla. Skipið flytur farþega og vörur allt árið en mestu farþegaflutningarnir eru á sumrin. Þá starfa um 120 manns um borð. Norræna siglir án farþega Morgunblaðið/Árni Sæberg Seyðisfjörður Norræna siglir til og frá Seyðisfirði allt árið.  Styðja aðgerðir danskra stjórnvalda vegna kórónuveiru Sjálfsafgreiðslu á nammibörum og salatbörum hefur verið hætt á þjón- ustustöðvum N1. Sósur fyrir pyls- ur, kaffibollar og hnífapör fyrir viðskiptavini veit- ingastaða hafa verið færð aftur fyrir afgreiðslu- borð og í hendur afgreiðslufólks og bakkelsi pakkað inn. Þetta er meðal nýrra varúðarráð- stafana sem gripið hefur verið til á þjónustustöðvum N1 vegna kór- ónuveirunnar. Er þetta gert til að auka öryggi, minnka hættu á smiti og vernda viðskiptavini og starfsfólk fyrirtækisins, segir í tilkynningu. Þrif hafa verið aukin á þjón- ustustöðvunum. Þá hefur aðgangs- stýring verið tekin upp í höfuðstöðv- unum á Dalvegi. helgi@mbl.is Tómatsósa og sinnep yfir búðarborðið Ein með öllu Pylsa afgreidd hjá N1. Sauma íHátúni 12 er alhliða vefnaðarvöruverslun og heild- sala með efni og allt til sauma á frábæru verði. Stærsti tölulager á norðurhveli jarðar, ótrúlegt úrval og fjöldi af rennilásum. Einnig mikið úrval af jerseyefni, bæði prentað og einlitað, barnajerseyefni, frotté, bómull, hörefni, ullarefni, soðin ull, prjónuð íslensk ull, vinnufataefni, strigi, fleece, softshell, satín, chiffon, twill, pallíettuefni, leggingsefni, leðurlíki, tjull, kanvas, teygjuefni, crepe og kjólaefni. Einnig 50 litir af fóðri í magni semmyndi duga fyrir öll Norðurlöndin. Einnig er hægt að velja og sérpanta efni úr þúsundum prufa á staðnum. Nýjar sendingar í hverri viku. Fylgist því vel með búðardrengnum og starfsmanni allra mánaða, móður hans, á Facebook-síðu Saumu. sauma | hátúni 12 | 105 reykjavík | 553 5444 | /saumarvk | sauma.is Opið 11–18 virka daga, 11–16 laugardaga ÚTSALA! 30-50%AFSLÁTTURAF ÖLLU NÝJUEFNI SJÓ N ER S ÖGU RÍK ARI ! Við rýmum fyrir nýjum vörum og hendum í heljarinnar útsölu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.