Morgunblaðið - 13.03.2020, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Húsið hér nötraði hressilega. Fyrst
var eins og leifursnöggt högg kæmi
á bygginguna og svo fjaraði skjálft-
inn út á nokkrum sekúndum og þá
var eins og allt væri í lausu lofti. Ég
hef aldrei áður upplifað jafn öflugar
jarðhræringar hér,“ segir Jón Stein-
ar Sæmundsson, verkstjóri í fisk-
vinnslu Vísis hf. í
Grindavík, í sam-
tali við Morgun-
blaðið.
Snarpur jarð-
skjálfti sem
mældist 5,2 að
styrk og átti upp-
tök sín við Fagra-
dalsfjall skammt
norðan við
Grindavík reið yf-
ir kl. 10:26 í gærmorgun. Skjálftans
varð vart um allt Reykjanesið, á höf-
uðborgarsvæðinu og víðar.
„Hér sveiflaðist allt“
Samkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofunni er skjálftinn að öllum lík-
um afleiðing spennubreytinga sem
hafa orðið á þessum slóðum frá í
janúar síðastliðnum. Landris er af-
staðið, en enn þá spenna í jörðu og
hún framkallaði skjálfta dagsins,
sem er sá stærsti sem mælst hefur á
Reykjanesskaga síðan í október
2013. Þá varð skjálfti sem mældist
5,2 að stærð og voru upptök hans við
Reykjanestá.
„Ég var inni í verkstjórakomp-
unni hér í saltfiskvinnslu Vísis þegar
skjálftinn kom í morgun. Hér sveifl-
aðist allt sem og vélarnar og færi-
böndin hér fram í sal þar sem starfs-
fólkið stendur á grindum áföstum
tækjunum. Margir kipptust við en
ég varð þó ekki var við verulega
hræðslu. Hræringarnar í vetur
kenndu okkur margt, til dæmis fólki
af erlendum uppruna sem hér starf-
ar og er ekki vant svona náttúru-
hamförum,“ sagði Jón Steinar í
samtali við Morgunblaðið í gær.
„Ég skal alveg viðurkenna það að
mér var brugðið,“ sagði Alda Agnes
Gylfadóttir, framkvæmdastjóri sjáv-
arútvegsfyrirtæksins Einhamars
Seafood í Grindavík, við mbl.is. Hún
segir að fólk sem var í húsi hafi ekki
verið beint hrætt við skjálftann sem
þó hafi komið öllum á óvart.
Viðbragðsáætlanir tilbúnar
Fannar Jónasson bæjarstjóri seg-
ir jarðskjálftann í gærmorgun hafa
verið snarpan og greinilegan. Ekki
hafi þó verið talin þörf á inngripi, en
fólk í almannavarnanefnd hafi rætt
saman og farið yfir stöðuna. Fannar
segir að eftir landris og óróa við
Grindavík í lok janúar hafi verið
gerðar viðbragðs- og rýmingaráætl-
anir vegna jarðskjálfta í öllum stofn-
unum Grindavíkurbæjar og mörg-
um fyrirtækjum. Áætlanir þessar
séu uppfærðar í samræmi við að-
stæður og Grindvíkingar því við öllu
búnir.
Leiftursnöggt högg á húsið
Jarðskjálftinn við Grindavík 5,2 að styrk Fiskvinnsluhús nötraði hressilega
Fyrri hræringar lærdómsríkar Rýmingaráætlanir eru víða tiltækar
HAFNARFJÖRÐUR
REYKJAVÍK
GRINDAVÍK
HAFNIR
SANDGERÐI
GARÐUR
VOGAR
KEFLAVÍK
NJARÐVÍK
Fagradals-
fjall
Kleifarvatn
5 km
Jarðskjálfti 5,2 að stærð
5,4 km vestur af Fagradalsfjalli
Grunnkort: map.is
Fannar
Jónasson
Í dag gildir að segja jarðskjálfta
vera af tiltekinni stærð, til
dæmis 3,0. Lengi var stuðst við
svonefndan Richter-kvarða, en
mælitækin sem notuð voru hon-
um samkvæmt eru ekki lengur í
gildi. Kvarðinn var og er kennd-
ur við þýska jarðskjálftafræð-
inginn Charles F. Richter sem
kynnti mælitækni þessa árið
1935 þegar hann starfaði í
Bandaríkjunum.
Stærð jarðskjálfta er gjarnan
lýst með tölu sem fundin er út
frá útslagi á mælum. Stærðinni
er ætlað það hlutverk að gefa
hugmynd um jarðfræðilegt mik-
ilvægi atburðarins. Í notkun eru
nokkrir stærðarkvarðar og er
mismunur þeirra fólginn í mis-
munandi aðferðum sem beitt er.
Til samanburðar við hrær-
ingar í Grindavík í gær má nefna
að skjálftarnir tveir á Suður-
landi árið 2000, 17. og 21, júní,
voru báðir um 6,5 að stærð.
Stóri skjálftinn 29. maí 2008
reyndist 6,2 að styrk, en sé far-
ið lengra aftur má finna dæmi
um enn öflugri umbrot í jörðu á
Íslandi.
Richter-kvarði
gildir ekki nú
KENNISTÆRÐIR UMBROTA
Laugavegi 29 | sími 552 4320 | www.brynja.is | verslun@brynja.is
Vandaðir þýskir
póstkassar, hengi-
lásar, hjólalásar
og lyklabox.
MIKIÐ ÚRVAL
Vefverslun brynja.is
Opið
virka
daga
frá 9
-18
lau f
rá 10
-16
Áslaug Arna Sig-
urbjörnsdóttir
dómsmálaráð-
herra skipaði í
gær Sigríði Björk
Guðjónsdóttur,
lögreglustjóra á
höfuðborg-
arsvæðinu, í emb-
ætti ríkislög-
reglustjóra frá og
með 16. mars
næstkomandi. Frá þessu er greint á
vef Stjórnarráðsins.
Hæfnisnefnd sem skipuð var til að
fara yfir og meta hæfni umsókna um
embætti ríkislögreglustjóra mat
Sigríði hæfasta af þeim sjö sem
sóttu um embættið.
Sigríður Björk sagði í samtali við
mbl.is í gær að hún væri þakklát fyr-
ir traustið, en hún tekur við embætt-
inu á mánudaginn. Hún sagði ekki
tímabært að ræða helstu áherslur
sínar í starfi. „En stóra málið er að
þjappa lögreglunni betur saman og
vinna eins og ein heild.“
Sigríður hefur frá árinu 2014
gegnt embætti lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu. Áður gegndi
hún embætti lögreglustjóra á Suð-
urnesjum, þar áður var hún aðstoð-
arríkislögreglustjóri frá 2007 til
2008, sýslumaður á Ísafirði frá 2002
til 2006 og skattstjóri Vestfjarða frá
1996 til 2002. erla@mbl.is
Sigríður
Björk
skipuð
Tekur við embætti
RLS 16. mars nk.
Sigríður Björk
Guðjónsdóttir