Morgunblaðið - 13.03.2020, Page 18

Morgunblaðið - 13.03.2020, Page 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020 ✝ GuðlaugHalsör Sigvardsdóttir, Lalla, fæddist í Hallgeirsey í Aust- ur-Landeyjum 7. janúar 1931. Hún dó í Reykjanesbæ 3. mars 2020, 89 ára að aldri. For- eldrar hennar voru Guðný Ást- ríður Bjarnadóttir, f. 1896, d. 1971, og barnsfaðir hennar, Sigvard Karolus Mart- inussen Tømmerstøl Halsør, f. 1894, d. 1971. Guðný var Aust- ur-Skaftfellingur, Sigvard úr Firðafylki í Noregi. Guðlaug var einkabarn móður sinnar en átti tvo bræður samfeðra: Martinus Halsør, f. 1928, d. 2014, kona hans Elsa Halsør, f. 1930, og Jakob Kaare Hals- ør, f. 1931, d. 2001, kona hans Anbjørg Halsør, f. 1932. fyrstu tvö árin. Eftir það voru þær í nokkur ár á Blikastöð- um í Mosfellssveit, þar sem þeim líkaði vel að vera, og þar fékk Guðlaug gælunafnið Lalla, en hún var vel þekkt undir því nafni. Þegar hún var sex ára fluttu þær mæðg- ur svo til Keflavíkur þar sem hún bjó til æviloka, fyrst á Aðalgötu 6, seinna á Vest- urgötu 38. Guðlaug starfaði lengst af hjá Varnarliðinu á Keflavík- urflugvelli í Navy Exchange- verslun þeirra. Hún stundaði hefðbundið barnaskólanám og fór síðan í unglingaskóla sem séra Eiríkur Brynjólfsson hélt í Keflavík. Seinna gekk Guð- laug svo í Húsmæðraskólann á Varmalandi í Borgarfirði. Guðlaug hafði gaman af hannyrðum, saumaði mikið út og prjónaði vel. Hún var trú- uð kona og hafði einnig mik- inn áhuga á pólitík og þjóð- félagsmálum, ekki síst náttúruvernd og velferð- armálum. Guðlaug verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag, 13. mars 2020, klukkan 13. Eiginmaður Guð- laugar var Ragnar Sigurðsson, f. 1929, d. 2019, þau skildu. Börn Guðlaugar og Ragnars eru: 1) Sigurður, f. 1951. 2) Kristín Linda, f. 1962, maki Svein- björn Gizurarson, f. 1962. Börn þeirra: Davíð Örn, f. 1984, maki Fjóla Dögg Halldórsdóttir, f. 1984, börn þeirra: Salómon Blær, f. 2012, Elísa Björt, f. 2017, og Annika Bára, f. 2019, Benjamín Ragnar, f. 1987, og Guðlaug María, f. 1994, unnusti Birkir Ásgeirsson, f. 1989. 3) Guðný Ásta, f. 1967, maki Guðjón Bragason, f. 1966. Dóttir þeirra: Sunneva Kristín, f. 2009. Guðlaug var með móður sinni í Austur-Landeyjum Í dag verður mamma mín lögð til hinstu hvílu. Verandi einstæð móðir ól hún mig upp upp á eigin spýtur og stóð sig vel, en erfitt þótti þenni þó að geta ekki verið hjá mér á daginn vegna vinnu. Það gladdi hana því mikið þegar ég hafði tök á því að vera heimavinn- andi með dóttur mína þegar hún var lítil. En án mömmu minnar væri ég ekki sú sem ég er. Hún kenndi mér ást, umhyggju og góð- mennsku, að standa með sjálfri mér, og svo ótal margt annað. Mamma var mjög umhyggjusöm, mátti ekkert aumt sjá, og einnig mjög samviskusöm, og góð fyrir- mynd að svo mörgu leyti. Takk fyrir allt sem þú varst og kenndir mér. Hvíldu í Guðs friði, elsku mamma mín. Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir, en enginn kenndi mér eins og þú hið eilífa og stóra, kraft og trú, né gaf mér svo guðlegar myndir. (Matthías Jochumsson) Guðný Ásta Ragnarsdóttir. Hún Lalla kunni að búa til asp- assúpu sem fékk bragðlaukana til að upplifa matinn á nýjan hátt, síð- an eldaði hún nautakjöt og aðra kjötrétti svo vel að þegar hún gleymdi sér og lét mig fá köku- spaða í stað hnífs (til að skera kjöt- ið) þá smaug spaðinn í gegn. Ekki má svo gleyma kökunum en tengdamóðir mín var snillingur þegar kom að matseld og bakstri. Ég kom fyrst á heimili hennar til að vinna verkefni í félagsfræði með eldri dóttur hennar þegar ég var nemi við Fjölbrautaskóla Suð- urnesja, um 18 ára gamall. Fljót- lega eftir það fór ég að búa til ýms- ar ástæður til þess að banka upp á. Oftar en ekki var mér boðið kaffi þegar dóttirin fékk bara kalt vatn úr krananum. Þessi kona, sem síðar varð tengdamóðir mín, var með stórt hjarta, opinn faðm og alltaf tilbúin til að aðstoða ef hún gat. Hún var reyndar ekki fullkomlega sátt þegar við fluttum til Danmerkur, dóttir hennar og ég, og fengum við að vita að þangað myndi hún aldr- ei heimsækja okkur. Sú afstaða breyttist á einni nóttu þegar fyrsta barnabarnið kom í heiminn. Hann var varla fæddur þegar tengdamamma var komin á danska jörð til að bjóða fram að- stoð. Í einni af mörgum heimsóknum hennar til Kaupmannahafnar beið ég eftir henni á Kastrup-flugvelli þegar út kom lítil kona með app- elsínugult hár. Í minningunni leit þetta út fyrir að vera skær-neon- gult hár. Hún hafði þá farið að láta laga á sér hárið og lét lita það, en eitthvað fór úrskeiðis svo liturinn Guðlaug Halsör Sigvardsdóttir ✝ Guðrún Sig-urmundsdóttir fæddist á Eyr- arbakka 19. ágúst 1928. Hún and- aðist á Skjóli 26. febrúar 2020. Foreldrar henn- ar voru Ágústa Guðrún Magn- úsdóttir frá Mið- húsum í Gnúp- verjahreppi, f. 1905, d. 1996, og Sigurmundur Guðjónsson frá Skúmstöðum, Eyrarbakka, f. 1903, d. 1985. Bróðir Guðrúnar er Jón Ingi Sigurmundsson, f. 1934. Guðrún giftist 6. júní 1954 Ólafi Erni Árnasyni, f. 11. jan- úar 1921, d. 24. apríl 2012, frá Ölvesholtshjáleigu í Holtum, Rangárvallasýslu. Guðrún eignaðist fjögur börn. Þau eru 1) Sigurmundur Ágústu var Kjell Lundberg, f. 10. október 1954, d. 2018. Þeirra börn eru Ívan, f. 1977, Daníel, f. 1978, Ómar, f. 1979, og Mia Guðrún María, f. 1983. 4) Ómar Örn, f. 10. apríl 1959, d. 2. september 1988. Langömmubörn Guðrúnar eru orðin 18 og langalang- ömmubörnin fjögur. Guðrún ólst upp á Eyrar- bakka og lauk skólagöngu þar. Þau Ólafur hófu búskap á Njálsgötunni í Reykjavík en bjuggu lengst af í Álfheimum 64 og síðar 13 og síðast í Sól- heimum 25. Árið 2011 flutti Guðrún á hjúkrunarheimilið Skjól þar sem maður hennar hafði verið í nokkur ár og bjó með honum þar í nokkra mán- uði, þar til hann lést. Guðrún bjó á Skjóli þar til hún andað- ist. Guðrún starfaði sem ung stúlka og kona við verslunar- störf en lengst af starfaði hún á prjónastofunni Peysunni auk þess að vera húsmóðir. Útförin fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 13. mars 2020, klukkan 13. Arinbjörnsson, f. 2. júní 1949. Kona hans er Hugborg Sigurðardóttir, f. 4. júlí 1949. Börn þeirra eru Arn- rún, f. 1969, Sig- urður, f. 1971, d. 1997, Ágúst, f. 1973, og Lena, f. 1976. 2) Árdís, f. 14. desember 1954. Maki hennar er Robert Nooitgedacht, f. 7. nóvember 1954. Fyrrverandi eiginmaður Árdísar er Bragi Guðbrandsson, f. 23. sept- ember 1953. Börn þeirra eru Ólafur Örn, f. 1978, Guðbrandur Þór, f. 1982, og Guðrún Elsa, f. 1986. 3) Ágústa Ólafsdóttir, f. 25. júlí 1956. Hennar maki er Roger Skagerwall, f. 3. apríl 1953. Fyrrverandi eiginmaður Elsku mamma og amma er bú- in að kveðja þetta jarðríki. Þótt hvíldin hafi sennilega verið henni kærkomin er engu að síður sorg okkar og söknuður stór. Minningarnar eru margar og góðar og þær lifa áfram í hjarta okkar. Fyrir okkur hafa heim- sóknirnar til Íslands frá Svíþjóð verið ómetanlegur Þáttur í lífi okkar. Í næstum tvo áratugi kom- um við reglulega á hverju sumri og um jól og áramót og bjuggum hjá ömmu og afa, fyrst í Álfheim- um 13 og svo í Sólheimum 25. Við stoppuðum alltaf í 2-4 vikur og þetta var auðvitað enginn smá- pakki að fá 5 manns inn á heimilið í þennan tíma. En alltaf var okkur fagnað innilega og vel og aldrei fundum við annað en að koma okkar væri eins sjálfsögð og vel- komin fyrir þau eins og fyrir okk- ur. Fyrir mig, einstæða móður með fjögur börn, var það kær- komin hjálp og léttir að koma heim í þessar vikur tvisvar á ári og safna kröftum fyrir næstu önn. Fyrir börnin eru minningarnar frá þessum heimsóknum verð- mætur hluti æskuáranna. Þau gátu ekki hugsað sér að halda jól- in annars staðar og í mörg sumur voru drengirnir hjá þeim lengur þegar þeir unnu í bæjarvinnunni. Hjá ömmu og afa fengu þau ekki bara kærleik, umönnun og góðan mat heldur lærðu einnig góð gildi og lífsviðhorf sem hafa verið þeim veganesti í lífinu. Amma og afi voru einstaklega hlý, örlát og góð heim að sækja og þau voru alltaf til staðar þegar á þurfti að halda. Margar og góðar eru einnig minningarnar um heimsóknir þeirra til okkar í Stokkhólmi en þau komu nánast á hverju sumri í mörg ár og var Ómar bróðir einn- ig með í för á meðan hann lifði. Við ferðuðumst heilmikið um Sví- þjóð og sérstaka ánægju höfðu Guðrún Sigurmundsdóttir ✝ Kristín BjörkFriðbertsdóttir fæddist 22. maí 1963. Hún lést á Hrafnistu, Skóg- arbæ, 5. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Pálína Guð- mundsdóttir, f. 2. mars 1944, d. 6. apríl 2008, og Frið- bert Páll Njálsson, f. 10. desember 1940, d. 26. janúar 2007. Systkini Kristínar Bjarkar eru Friðbert Friðbertsson, f. 11. apríl 1965, Njáll Trausti Frið- bertsson, f. 31. desember 1969, og Jóhann Grímur Friðbertsson, f. 10. apríl 1971. Samfeðra systkini hennar eru Guðrún Anna Hoolboom, f. 20. október 1974, og Davíð Charles Friðbertsson, f. 11 apríl 1975. Kristín Björk ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur og var í Melaskóla og Hagskóla og síðar í Fjölbrautaskólanum í Ármúla. Kristin var einhleyp og barn- laus. Útför Kristínar Bjarkar fer fram frá Neskirkju í dag, 13. mars 2020, klukkan 13. Elsku systir, í dag kveð ég þig með innilegum söknuði. Þú greindist ung með sjúkdóminn sem tók þig allt of snemma frá okkur. Lífið var þér oft erfitt síð- ustu ár og þyngra en tárum taki að hugsa um það. Við áttum þó mörg góð ár saman og minningin um þig fríska og fjöruga lifir. Hafðu þökk fyrir allt og allt, mín kæra systir. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Njáll Trausti. Í dag verður systir mín Krist- ín Björk borin til grafar. Hugurinn hvarflar aftur til æsku okkar systkinanna. Á þess- um tíma var fjöldi barnmargra heimila í vesturbæ Reykjavíkur og í minningunni var annaðhvort sól og sumar, eða snjóþungir vet- ur og lítið þar á milli. Þá var sam- gangur milli fólks meiri en nú, þar sem áhrif sjónvarps og ann- arra fjölmiðla voru lítil og ytra áreitið mun minna. Á bernsku- heimilinu okkar að Faxaskjóli 20 bjuggu þrjár kynslóðir, við í kjallaranum, amma og afi á mið- hæðinni og langamma og langafi í risinu. Nálægðin við fjöruna, móann og gæsluvöllinn gaf börn- um ótæmandi tækifæri til at- hafna, svo sem leikja, rann- sókna, kofasmíði og fjölda annarra aðgerða sem orkumikil börn þarfnast. Við áttum frændfólk í Eyja- firði, sem á þeim tíma var óra- langt í burtu. Þangað fór Kristín Björk í sveitardvöl og varði þar nokkrum sumrum við leik og störf. Á þessum árum kynntust ungmenni fljótt heimi fullorð- inna og vann Kristín Björk í fiski bæði í Reykjavík og úti á landi. Kristín Björk átti góðar vin- konur sem bjuggu í næstu göt- um. Voru þær uppátækjasamar og þegar þær voru komnar með bílpróf voru þær duglegar við að fara á rúntinn og aðrar bílferðir, þar sem Kristín Björk var ávallt bílstjórinn. Hafði hún mjög gam- an af akstri og voru þessar ferðir henni til mikils yndis, enda eign- aðist hún snemma bíl. Rifjuðum við stundum upp saman hinar ýmsu uppákomur og brosleg at- vik sem gerðust á þessum árum í vinkvennahópi hennar. Kristín Björk glímdi lengi við illvígan sjúkdóm sem að lokum bar hana ofurliði. Eftir að móðir okkar lést árið 2008 var Kristín Björk ein á Birkimelnum þar sem þær mæðgur höfðu búið saman um árabil. Fljótlega varð ljóst að sú búseta yrði ekki lang- vinn þar sem þarfir hennar breyttust eftir því sem sjúkdóm- ur hennar þróaðist til hins verra og þurfti því að leita nýra bú- setuúrræða í umhverfi sem veitti henni eins mikið öryggi og sjálf- stæði og unnt var. Þá flutti hún á Sléttuveg, þar sem hún kynntist góðu fólki og naut góðs aðbún- aðar, hlýju og velvilja ásamt möguleikum á dægrastyttingu í félagsheimili MS-félagsins. Gerði það líf hennar auðveldara og gaf möguleika á mikilvægri samveru og nálægð við aðra sem þarna bjuggu. Enginn fær flúið örlög sín. Heilsan versnaði til muna og meiri aðstoðar og aðhlynningar varð þörf. Kristín Björk fluttist því á Hjúkrunarheimilið Skóg- arbæ haustið 2015 og bjó þar við hið besta atlæti og fékk þar þá umönnun og aðhlynningu sem unnt var að veita. Við flytjum umönnunaraðilum Kristínar Bjarkar bestu þakkir fyrir þeirra þátt í því að gera henni líf- ið léttara síðustu árin. Mér er efst í huga þakklæti til þess fólks sem sinnir af alúð og ábyrgð okk- ar veikasta fólki, öldruðum og þeim sem glíma við langvarandi sjúkdóma. Ég er þakklátur fyrir það að hafa átt samskipti við þetta góða fólk, sem sumt er langt að komið og vinnur þessi mjög mikilvægu störf. Við Soffía og dætur okkar og tengdaforeldrar mínir, Friðbjörn og Sólveig, búum að mörgum góðum minningum sem eru nú ómetanlegar um heimsóknir til Kristínar Bjarkar, fjöldann allan af ísbíltúrum og öðrum skemmti- legum helgarferðum. Ég finn á þessum tímamótum hve mikil- vægt það var fyrir dætur okkar að kynnast því í heimsóknum til Kristínar Bjarkar og þeim sem með henni bjuggu, að margir búa við mótlæti, erfiðleika og illvíga sjúkdóma sem allir geta orðið fyrir, en enginn velur sér. Friðbert, Soffía Huld og dætur. Við systkinin minnumst Krist- ínar Bjarkar frænku okkar með hjartans þakklæti. Kristín Björk var elst fjögurra barna Pálínu móðursystur okkar, augasteinn hennar og einkadóttir. Fjörmikil, falleg og eldklár. Glaðvær og glettin. Minningin um hlátur hennar og leiftrandi ljósbláu augun vekur hlýjar tilfinningar væntumþykju og gleði í hjarta. Kristín Björk kom til okkar á Svalbarðsströndina á sumrin með uppbrettar ermar og óbil- andi bjartsýni. Hamhleypa til verka. Þá þýddi nú ekki fyrir okkur að ætla að gera eitthvað með hangandi hendi. Kátína hennar og kraftur til fyrirmynd- ar og blés okkur byr í brjóst. Geislandi skemmtilegur húmor og hnyttin tilsvör, í fjósinu, við heyskapinn, í útilegum, hjóla- ferðum og síðar á rúntinum. Hún átti seinna eftir að reynast börn- um okkar hin skemmtilegasta frænka. Áhugasöm um velferð þeirra og með einstakt lag á að ná til þeirra og hressa þau við ef einhver var ekki upp á sitt besta þann daginn. Það voru ávallt miklir fagnaðarfundir að hitta Kristínu Björk þegar við komum til Reykjavíkur og hún boðin og búin að skutla og uppfræða um eitt og annað. Kristín Björk hafði brennandi áhuga á þjóðfélags- málum og hafði gaman af að heyra okkar viðhorf á því sem var efst á baugi þá stundina. Það voru oft fjörugar umræður við eldhúsborið hjá ömmu Sellu í Faxaskjólinu og Kristín Björk þá hrókur alls fagnaðar. Hún auðg- aði líf ömmu okkar svo um mun- aði og hugsaði um hana af mikilli natni árum saman. Hún gerði henni þannig kleyft að búa heima svo miklu lengur en ella hefði orðið og fyrir það erum við inni- lega þakklát. Það var þungt högg þegar hún Kristín Björk greind- ist með Parkinsonsjúkdóminn fyrir mörgum árum, svo alltof ung. Og framgangur sjúkdóms- ins svo alltof harður og óvæginn, með öll sín hamlandi einkenni. Það er ekki heiglum hent að lifa með slíkan sjúkdóm en hún Kristín Björk gafst aldrei upp og það var hún sem stóð fyrir síð- ustu endurfundum stórfjölskyld- unnar, þegar 100 ár voru liðin frá fæðingu ömmu okkar og afa. Hafi hún kæra þökk fyrir það og fyrir allt annað sem hún gaf af sér af lífi og sál. Nú er hún farin héðan en lifir áfram frísk í hjört- um og dýrmætum minningum okkar sem hana þekktum. Eftir standa bræður hennar Friðbert, Njáll Trausti og Jóhann Grímur, ásamt fjölskyldum sínum. Hjá ykkur er hugur okkar núna. Þið voruð líf hennar og yndi, megi góðu minningarnar næra og lýsa, gefa ykkur styrkinn sem þið þarfnist. Margrét, Sesselja, Guðmundur, Kristín og Hólmgrímur frá Svalbarði. Kristín Björk Friðbertsdóttir Elsku mamma mín, tengdamamma, amma, langamma og sálufélagi, LÁRA RAGNHILDUR BJARNADÓTTIR, Lóló, Fellsási 1, Mosfellsbæ, lést á Insular háskólasjúkrahúsinu í Las Palmas, Gran Canaria, að morgni 1. mars. Bálför fór fram 3. mars frá Mémora kapellunni í Las Palmas. Jarðarför verður auglýst síðar. Sigurður Jón Grímsson Rósa Sveinsdóttir Sólveig Lára Sigurðardóttir Friðrik Arnar Helgason Grímur Snæland og Elínborg Rós Sigurðarbörn Benjamín Thor og Karlotta Rós Friðriksbörn Sigurður Hreiðar Hreiðarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.