Morgunblaðið - 13.03.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020
Fundir/Mannfagnaðir
Aðalfundur
Aðalfundur Hraðfrystihússins – Gunnvarar
hf. vegna ársins 2019 verður haldinn
mánudaginn 30. mars nk. kl. 10:30 á skrif-
stofu félagsins í Hnífsdal.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 17.
grein samþykkta félagsins.
2. Tillaga um heimild til stjórnar um kaup
á eigin hlutum, sbr. 55. gr. laga um
hlutafélög.
3. Önnur mál.
Dagskrá, endanlegar tillögur og reikningar
félagsins munu liggja frammi á skrifstofu
félagsins, hluthöfum til sýnis, viku fyrir
aðalfund.
Stjórn Hraðfrystihússins – Gunnvarar hf.
Matvæla- og
veitingafélag Íslands
Aðalfundur MATVÍS (Matvæla-og veitinga-
félags Íslands), verður haldinn í 2F Húsi
fagfélaganna, Stórhöfða 31, miðvikudaginn
15. apríl nk kl. 16.00.
Gengið inn Grafarvogsmegin.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál.
Félagsstarf eldri borgara
Aflagrandi 40 Félagsstarf fellur niður næstu daga. Nánari upplýs-
ingar í síma 411 2701 og 411 2702.
Bústaðakirkja Í ljósi aðstæðna vegna covid -19 þá fellur karlakaffið í
dag niður. Vonandi hittumst við í apríl. Hólmfríður djákni.
Dómkirkjan Sálmastund, fjölskyldustund og kvöldkirkja föstudaginn
13. mars. Dagskrá Kl. 17 sálmastund með Guðbjörgu og Kára. Kl. 18
fjölskyldustund og kvöldverður. Kl. 20 kyrrðin hefst með hugvekju. Kl.
20-21 Bryndís Jakobdsdóttir ásamt fiðluleikaranum og raftónlistar-
manninum Karli Pestka. Hugleiðslu-og bænatónlist á gong. Kl.21 hug-
vekja. Kl. 21.45-22 kvöldsöngur.
Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Lýst hefur verið yfir neyðarstigi
almannavarna vegna COVID-19 smits innanlands. Félagsmiðstöðin í
Hæðargarði er því lokuð um óákveðinn tíma.
Garðabær Skipulagt tómstunda- og íþróttastarf fyrir eldri borgara á
vegum Garðabæjar, s.s. í Jónshúsi, Smiðjunni, Litlakoti,
íþróttahúsinu í Sjálandsskóla og Ásgarði, fellur niður tímabundið.
Starfsemi hjá FEBG og FEBÁ fellur einnig niður tímabundið.
Korpúfar Allt félagsstarf Korpúlfa fellur niður í ókákveðin tíma vegna
Kórónaveirufaraldurs
Norðurbrún 1 Félagsstarfið liggur niðri vegna COVID - 19 smits.
Seltjarnarnes Því miður liggur allt auglýst félags og tómstundastarf
eldri bæjarbúa á Seltjarnarnesi niðri vegna COVID 19, en þetta er
ákvörðun fjölskyldusviðs í samráði við Landlækni og
Ríkislögreglustjóra. Allar fyrirhugaðar og áður auglýstar ferðir og
samkomur frestast um óákveðinn tíma.
Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er lokað um óákveðinn tíma
vegna smits innanlands.
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Þjónusta
Málningarþjónusta
Upplýsingar í síma 782 6034.
Bílar
Nissan Micra árg. 2016
til sölu
Ekinn 71 þús. km.
Bíll í mjög góðu standi.
Verð kr. 890.000.
Upplýsingar í síma 822 6554.
Húsviðhald
Tek að mér
ýmiskonar
húsaviðhald og fl.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smá- og raðauglýsingar
mbl.is
alltaf - allstaðar
✝ Valgerður Sig-urðardóttir
fæddist í Reykjavík
hinn 12. janúar
1928. Hún lést á Sól-
vangi 2. mars 2020.
Hún var dóttir
hjónanna Ólafíu
Sigurþórsdóttur og
Sigurðar Kristins
Gíslasonar sem
eignuðust tíu börn
sem öll eru nú látin.
Valgerður eða Vala eins og
hún var alltaf kölluð ólst upp í
bakhúsi á Laugavegi 24b. Gekk í
Miðbæjarskólann og Húsmæðra-
skólann á Laugarvatni, en hún
var alla tíð mikið borgarbarn.
Árið 1946 gekk hún í hjóna-
band með Pétri Þorbjörnssyni
sem lést 30. júní 2009. Þau hjónin
hófu búskap í Hafnarfirði og
byggðu sér hús í Lindarhvammi
6, en síðustu árin bjuggu þau á
Hjallabraut 33.
Þau hjónin eignuðust 5 börn,
sem eru: Svanhildur gift Gissuri
Guðmundssyni börn þeirra eru
Pétur og Valgerður Ása. Birgir
giftur Hrefnu Geirsdóttur, börn
þeirra eru Óskar og Geir.
Sverrir giftur Söndru L. Péturs-
son. Börn Sverris
eru Guðmundur
Örn sem er látinn
og Marrisa Vala.
Hrönn gift Jafeti
Agli Ingvasyni,
börn þeirra eru
Hrund og Egill.
Björk gift Sveini
Sigurbergssyni og
eru börn þeirra
Ingibjörg, Sigur-
bergur, Benedikt og
Thelma. Barnabörnin eru orðin
16.
Á yngri árum vann Vala á ljós-
myndastofu Vignis og síðan sem
húsmóðir. Þegar hún fór aftur út
á vinnumarkaðinn vann hún með
eiginmanni sínum í versluninni
Málm í Hafnarfirði sem þau hjón-
in ráku saman og síðan í fjár-
málaráðuneytinu.
Vala var mikil hannyrðakona
og einnig var hún í glerlist.
Vala var mikil stuðningskona
Hauka í handbolta og var dugleg
að sækja leiki þrátt fyrir að sjá
ekki leikinn hin síðari ár vegna
blindu.
Útförin fer fram frá Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði í dag, 13. mars
2020, klukkan 13.
Elsku mamma, heppin ég að
hafa átt þig fyrir mömmu og
ömmu barnanna minna. Alltaf já-
kvæð og þakklátt fyrir allt. Þú
áttir fallegt líf eins og þú sagðir
alltaf. Við áttum margar yndis-
legar og ómetanlegar stundir
saman sem ég geymi í hjarta
mínu.
Þegar einhver sem þú elskar
verður að minningu verður
minningin að dýrmætum fjár-
sjóði.
Takk fyrir allt, elsku hjartans
mamma mín, hvíldu í friði,
Björk.
Ég vil minnast tengdamóður
minnar Valgerðar eða Völu eins
og hún var kölluð, en hún lést á
Sólvangi hinn 2. mars sl. Ég var
ung þegar ég kom inn á heimili
hennar og þegar ég horfi til baka
þá finnst mér ótrúlegt hvað hún
var umburðarlynd og tók mér vel
með alla þessa unglinga á heim-
ilinu. Það var oft glatt á hjalla
hjá þeim Völu og Pétri og kom
þar dugnaður Völu fram. Stór-
fjölskyldan átti alltaf vísan stað á
hátíðum sem og sunnudögum
þar sem tekið var á móti okkur
með kræsingum og þar lögðu leið
sína ekki bara fjölskyldan heldur
einnig stór vinahópur. Á sinn
hátt hélt hún alltaf utan um sinn
hóp og fylgdist vel með öllum
fram á síðasta dag.
Ferðalög voru okkar sameig-
inlega áhugamál og fórum við
margar ferðir um landið okkar
og nutum þess að þvælast um og
skoða. Í mínum huga var alltaf
gott veður í þessum ferðum og
voru þær okkur öllum mikil
skemmtun.
Vala var mikil listakona og féll
aldrei verk úr hendi. Bæði börn
og barnabörn nutu þess að fá
prjónaðar peysur frá henni og
aðra handavinnu auk þess að fá
glerlistaverkin sem hún bjó til.
Það var henni því mikið áfall
þegar sjónin gaf sig. Það skipt-
ust á skin og skúrir í hennar lífi
eins og flestra annarra en hún
tókst á við það með glaðværð og
dugnaði. Dagleg hreyfing og
sundferðir voru henni nauðsyn-
legar og eftir að sjónin fór að
gefa sig stundaði hún leikfimi og
göngur sér til heilsubótar. Vala
kenndi mér margt, og það fyrst
og fremst að líta björtum augum
á hlutina og ef eitthvað þurfti að
gera þá var orðatiltæki hennar
„Drífum það af“ sem lýsir dugn-
aði hennar best.
Kæra tengdamamma, þín
verður sárt saknað af stórfjöl-
skyldunni en við erum þakklát
fyrir þann tíma sem við fengum
með þér.
Hrefna Geirsdóttir.
Síðustu daga hafa margar
yndislegar minningar flogið um
hugskot mitt. Frá því ég var
barn var Vala fastur punktur í
lífi okkar mömmu. Eftirminni-
legar eru margar ferðir í Fjörð-
inn með rútu frá Reykjavík þar
sem Vala sótti okkur niður á
BSH á bíl. Þá voru ekki margir í
vinahópnum hennar mömmu
komnir á bíl og var þetta mikið
sport.
Mamma og Vala voru vinkon-
ur frá því á unglingsárum og
hélst þeirra góða og sterka vin-
átta öll árin sem mamma lifði.
Vala og mamma voru saman í
saumó ásamt fimm öðrum og var
það samheldur hópur sem fór
með börnin í útilegur, sofið í
tjöldum og þar gerðust mörg
óskráð ævintýri en þar var gleðin
alltaf við völd. Þessi sterka taug
sem var á milli þeirra færðist til
mín. Vala varð amma barna
minna.
Ung giftist Vala honum Pétri.
Hún var fædd og uppalin í
Reykjavík, hann kom frá Stöðv-
arfirði en var fluttur til Hafnar-
fjarðar og þar hófu þau sinn bú-
skap og bjuggu þar allt tíð. Mér
er svo minnistæð sagan um þeg-
ar þau hittust fyrst í Þórsmörk
að það er eins og ég hafi verið á
staðnum, svo mikill ævintýra
ljómi var yfir þeirri ferð. Börn
þeirra urðu fimm og oftast var líf
og fjör á heimilinu sérstaklega
þar sem bræðurnir tveir voru
einstaklega stríðnir. Vala og Pét-
ur voru samrýmd hjón áttu far-
sælt og ástríkt hjónaband. Þau
mættu sínum erfiðleikum eins og
allir í þessu lífi. En úr þeim unnu
þau saman með hjálp barna
sinna sem er samheldin hópur.
Jóladagur var sannur hátíðar-
dagur með ömmu Völu og afa
Pétri hjá okkur fjölskyldunni.
Rjúpu eldaðar á gamla góða mát-
ann og triffli í desert. Hjördís,
dóttir mín og Vala amma áttu
sameiginlegt áhugamál það var
sundið. Það voru ófáar ferðir í
laugina og gæðastund á eftir. Þá
var gjarnan rædd pólitík sem þar
sem þær báðar höfðu mjög
sterkar skoðanir og sem betur
fer voru þær á sömu vegferð þar.
Vala var glaðleg kona bar sig vel
alla tíð bein í baki og fór yfirleitt
hratt yfir því hún þurfti að
„drífa“ sig. Kona með stór hjarta
sem hún hleypti okkur fjölskyld-
unni að. Með þakklæti og virð-
ingu í huga kveð ég þig elsku
Vala mín og ég vil trú því að allir
okkar ættingjar sem farnir eru
hafi tekið vel á móti þér.
Magnea Erludóttir.
Hörpu þinnar ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag
Þökk fyrir kynninguna.
(ÁK)
Kær félagskona okkar í Inner
Wheel-klúbbi Hafnarfjarðar,
Valgerður Sigurðardóttir, er lát-
in. Valgerður gekk í klúbbinn
okkar 4. nóvember 1976 og
gegndi embætti gjaldkera 1978-
1979 og stallara 1998-1999.
Hún starfaði þar alla tíð eða
meðan henni entist heilsa. Segja
má að hún hafi verið ein af dygg-
ustu félagskonum klúbbsins og
mat þennan félagsskap mikils og
mætti vel á fundi með gleði og já-
kvæðni.
Langri og farsælli lífsgöngu
hennar er nú lokið og við þökk-
um henni góð kynni í gegnum
árin.
Við flytjum börnum hennar og
fjölskyldum þeirra okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og biðj-
um Guð að blessa þau á erfiðum
tímum.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Fyrir hönd stjórnar Inner
Wheel Hafnarfjörður,
Elín, Brynja og Gerður.
Valgerður
Sigurðardóttir
✝ Geir Þórðar-son mat-
reiðslumeistari
fæddist 24. sept-
ember 1931. Hann
lést 30. janúar
2020. Foreldrar
Geirs voru hjónin
Þórður Ívarsson
sjómaður og Ingi-
björg Kristjáns-
dóttir frá Arn-
arbæli í Ölfusi.
Eiginkona Geirs var Sigrún
Þórarinsdóttir, d.
12. des. 2013.
Synir Geirs og Sig-
rúnar eru Þór-
arinn Örn, f. 1952,
og Geir Ingi, f.
1966. Sonur Þór-
arins er Guð-
mundur Geir og
sonur hans er Ósk-
ar Elí.
Útförin fór fram
í kyrrþey að ósk
hins látna.
Nú er komið að kveðjustund en
í dag kveðjum við vin minn Geir
Þórðarson með söknuði. Geir var
heilsuhraustur fram á síðasta dag
en daginn áður en hann kvaddi fór
hann í hesthúsið að moka eins og
aðra daga og að því loknu fór hann
og mokaði stéttina heima hjá sér.
Það kom því talsvert á óvart að
kveðjustundin væri runnin upp.
Þegar ég lít yfir farinn veg og
kynni okkar Geirs leitar hugurinn
í ótal minningar sem ég á um Geir
eftir áralanga vináttu.
Við Geir kynntumst árið 1966
þegar hann flutti ásamt fjölskyldu
sinni í Sæviðarsund 50 og vorum
við nágrannar allt til ársins 2009.
Það má því segja að börn okkar
beggja hafi að stórum hluta alist
upp saman, þar sem samgangur-
inn var mikill á milli heimilanna.
Alltaf opið hús á milli og afmælis-
veislurnar lifa í minnum þeirra og
okkar. Við ferðuðumst líka í Þórs-
mörkina saman þar sem við dvöld-
um í tjöldum ásamt fjölskyldum
okkar og áttum þar góðar stundir.
Mér er einnig minnisstæð ferð
okkar á safnið á Garðskaga þar
sem við biðum lengi yfir kaffisopa
eftir komu hvalanna vegna þess að
frændi minn hafði sagt mér að
hægt væri að sjá þá frá kaffistof-
unni. Við vorum orðnir frekar
óþreyjufullir eftir langa bið og
ákváðum að spyrja þjóninn hve-
nær von væri á hvölunum. Svarið
kom eldsnöggt þar sem hann
sagði okkur að þeir kæmu um sex-
leytið.
Svo var það dagurinn sem Geir
fékk sér þessa líka fínu mótor-
sláttuvél og ég sá alveg kjörið
tækifæri í að ég myndi kaupa
helminginn í vélinni og við mynd-
um samnýta hana, þar sem litlar
líkur voru á að við þyrftum að nota
hana á sama tíma. Tilboð Geirs
sem var alveg óborganlegt var á
þá leið að ég gæti fest kaup á 40%
hlut en þyrfti þá að sjá um við-
haldið líka. Þetta var Geir í hnot-
skurn og stundum erfitt að átta
sig á hvort grín eða alvara var í
svörum hans.
Margir myndu eflaust segja að
Geir Þórðarson hafi verið þekktur
í hverfinu fyrir það að eiga alltaf
flottasta bílinn í götunni og voru
margir sem litu hann öfundaraug-
um fyrir það. Bíllinn alltaf nýbón-
aður og fínn og þannig var það
fram á síðasta dag.
Ég gæti haldið lengi áfram og
rifjað upp margt sem tengist Geir
en þótt ég hafi flutt úr Sæviðar-
sundinu héldum við Geir áfram
sambandi. Við hittumst alltaf
vikulega þegar ég heimsótti hann í
Sæviðarsundið þar sem við skál-
uðum í fallegum glösum og trönu-
berjasafa. Vinskapur okkar þótti
sérstakur og í hvert sinn sem við
hittumst byrjuðum við á háum
hvelli þar sem við rifumst í stutta
stund áður en allt féll í dúnalogn
og við ræddum málin í mesta
bróðerni.
Ég á eftir að sakna þessara
vikulegu heimsókna í Sæviðar-
sundið, hugsa til Geirs og Þakka
ég honum innilega fyrir samfylgd-
ina. Sonum hans Þórarni og Geir
Inga ásamt barnabarni og barna-
barnabarni votta ég samúð mína.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Kristján G. Jóhannsson.
Geir Þórðarson
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi
liður, „Senda inn minningar-
grein,“ valinn úr felliglugg-
anum. Einnig er hægt að slá
inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef út-
för er á mánudegi eða þriðju-
degi).
Þar sem pláss er takmarkað
getur birting dregist, enda þótt
grein berist áður en skila-
frestur rennur út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar
koma fram upplýsingar um
hvar og hvenær sá sem fjallað
er um fæddist, hvar og hvenær
hann lést og loks hvaðan og
klukkan hvað útförin fer fram.
Þar mega einnig koma fram
upplýsingar um foreldra, systk-
ini, maka og börn. Ætlast er til
að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður,
en ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar