Morgunblaðið - 13.03.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020
KRINGLAN –SMÁRALIND
DUKA.IS
Veltileikföng – 5.990,- stk.
Tuskudýr
Frá 5.990,- stk.
Matarsett
3. stk. 3.190,-
Smekkur með ermum 2.990,-
Smekkur – 1.990,-
Nagdót
1.990,- stk.
Diskamotta – 1.990,- stk.
Stacking Lala
5.990,-
FYRIR SMÁFÓLKIÐ
Sængurverasett
Ungbarna 70x100 cm – 5.990,- stk.
Barna 100x140 cm – 8.990,- stk.
50 ára Bjarni er frá
Höfn í Hornafirði en
býr á Egilsstöðum.
Hann er tæknifræð-
ingur að mennt frá Ála-
borg og er tæknifræð-
ingur hjá Alcoa. Bjarni
er m.a. í stjórn Austra
brugghúss og Skotveiðifélags Austur-
lands og er formaður Tónleikafélags
Austurlands.
Maki: Elva Rún Klausen, f. 1973, kennari
í Grunnskólanum á Egilsstöðum.
Börn: Inga Lind, f. 1994, Ívar Andri, f.
1998 og Hildur Vaka, f. 2001. Barnabörn-
in eru orðin þrjú.
Foreldrar: Sveinhildur Sveinsdóttir, f.
1940, húsmóðir, og Haraldur Jóhann
Jónsson, f. 1934, húsasmíðameistari.
Þau eru búsett á Akureyri.
Bjarni Þór Haraldsson
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þótt miklar annir séu máttu ekki
gleyma því að gefa þér tíma fyrir hugð-
arefnin. Leyfðu sköpunarþrá þinni að njóta
sín og losaðu þig við innri spennu og kvíða.
20. apríl - 20. maí
Naut Veltu hlutunum fyrir þér því oft er það
farsælast sem ekki liggur í augum uppi.
Fyrirætlanir þínar eru fyrsta skrefið að
dásamlegum breytingum í lífi þínu.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Því minna sem þú reynir að ganga
í augun á öðrum því betri árangri nærðu.
Ekki ganga of langt en leyfðu öðrum heldur
ekki að vaða yfir þig.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert ekki nógu skipulögð/lagður
og það pirrar þig þegar skipulagsleysið
kemur niður á frítíma þínum. Óvæntur
gestur veitir þér nýja sýn á mál sem þú hef-
ur lengi verið að glíma við.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Forðastu deilur og frestaðu því að
ræða erfið málefni. Upp úr hádeginu eflistu
allur og verður staðráðin/n í því að ná settu
marki.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þú ert á öndverðum meiði gagnvart
ættingja og þarft að hafa hemil á skapi þínu
ef þú vilt ekki að allt fari úr böndunum.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þér hættir til óraunsæislegra draum-
óra í dag og það bætir ekki úr skák að fólkið
í kringum þig er á alveg sömu nótum. Vertu
ekki stíf/ur heldur reyndu að slá á létta
strengi.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Einhver misskilningur veldur
því að öfund samstarfsmanna beinist að
þér og þínum. Refsaðu ekki sjálfri/um þér
því þú átt allt annað skilið.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Reyndu að láta minniháttar rifr-
ildi ekki hafa áhrif á þig. Settu það því í for-
gangsröð að vinda svolítið ofan af þér.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú þarft á öllum þínum góðu
hæfileikum að halda til þess að leiða við-
kvæmt fjölskyldumál til lykta.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Nú er rétti tíminn til þess að
strengja þess heit að fara betur með pen-
inga. Láttu það gerast og árangurinn mun
koma þér skemmtilega á óvart.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Þótt þú sért ekki upp á þitt besta
þessa dagana tekst þér samt að hafa áhrif
á aðra þannig að mál þín þokast áfram.
rými í bænum svo það var nóg að
gera en þegar ég varð 65 ára gat ég
farið á eftirlaun og hef verið að leika
mér síðan.“
Hestamennskan hefur síðustu 30
ár verið aðaláhugamál Ólafs og fór
hann alltaf í langa hestaferð um há-
lendið í júlí „Það var toppurinn á til-
frystihúss Ólafsvíkur 1987-91. „Það
var þá mjög skuldsett og ekki við
bjargandi svo það fór í gjaldþrot.“
Eftir það var Ólafur með gistihús á
Skólavörðustígnum og íbúðir til leigu
fyrir ferðamenn í miðbæ Reykjavík-
ur til ársins 2005 er hann fór á eftir-
laun. „Á þessum tíma var lítið gisti-
Ó
lafur Jóhann Gunnars-
son er fæddur 13. mars
1940 á Akranesi en ólst
upp á Fáskrúðsfirði og í
Neskaupstað. Hann
stundaði fótbolta á sumrin og skíði á
veturna. „Ég var einnig í sveit í tvö
sumur, 10-11 ára á Ásbrandsstöðum í
Vopnafirði og þar lærði ég meira en
nokkurn tímann síðar á ævinni. Ég
var akkúrat í sveit árið þegar fyrsti
traktorinn kom,“ segir Ólafur.
Hann lærði vélvirkjun 1955-1959
og var við nám í Vélskóla Íslands
1959-1961. Þá stundaði hann nám í
skipavélatæknifræði í Warnemünde í
Þýskalandi 1961-1964.
Ólafur starfaði við skipasmíðastöð
í Bolzenburg í Þýskalandi 1964-1965,
var tæknifræðingur Síldarvinnsl-
unnar í Neskaupstað 1965-1968 og
framkvæmdastjóri hennar 1968-84.
Þegar ég byrjaði sem framkvæmda-
stjóri var síldin horfin og þá varð að
finna ný tækifæri fyrir Síldarvinnsl-
una. Við fórum í að vinna bolfisk og
finna loðnu og fyrsti skuttogari
landsins kom til Síldarvinnslunnar
1972 og svo keyptum við fleiri skip.“
Síðan kom snjóflóðið í Neskaupstað
1974, en 12 manns dóu í flóðinu.
„Frystihúsið skemmdist mikið og
bræðslan fór í rúst. Hófst þá mikil
barátta að byggja síldarvinnsluna
upp aftur en hún var mjög skuldug
eftir uppbyggingarárin. Það var erf-
iður rekstur í sjávarútveginum í
heild sinni á þessum tíma og verð-
bólga var 40-50%. Menn skilja ekki
núna hvernig þetta gekk allt fyrir sig
á þessum tíma.“
Ólafur sat í stjórn Sölumiðstöðvar
hraðfrystihúsanna 1972-84, í stjórn
Icelandic Freezing Plants Ltd í
Grimsby á Englandi 1980-85 og í
Síldarútvegsnefnd 1974-80. Hann
varð síðan einn af þremur fram-
kvæmdastjórum hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna 1984-1987. „Það
var í fyrsta sinn á ævinni sem ég
þurfti ekki að hafa áhyggjur af fjár-
málum, þannig að þetta var ágætur
tími. Síðan komu inn nýir menn og
skipulagsbreytingar og ég passaði
ekki inn í þær svo ég fór að reka
frystihús í Ólafsvík.“ Ólafur var eig-
andi og framkvæmdastjóri Hrað-
verunni að ríða fram og aftur um há-
lendið, stundum einn og stundum
með fleirum, en konan mín var lengi
með í þessu núna. En hestakaflanum
er lokið núna, ég er orðinn fullorðinn
og hestarnir líka. Ég fór síðustu ferð
mína á hálendið fyrir tveimur árum
og seldi hesthúsið fyrir þremur mán-
uðum.“
Það er þó nóg að gera hjá Ólafi.
„Maður kemst ekki yfir allt sem er í
boði fyrir eldri borgara í Mosfells-
bænum. Það er líkamsræktin,
Müllersæfingar og ég fer í sund
flesta daga.“
Fjölskylda
Kona Ólafs er Helga Friðriks-
dóttir, f. 16.8. 1941 í Dessau í Þýska-
landi, skipavélatæknifræðingur og
leiðsögumaður. Hún var kennari við
Iðnskólann í Neskaupstað, við Iðn-
skólann og Borgarholtsskólann í
Reykjavík. Foreldrar Helgu voru
hjónin Gertrud og Florian Radtke
skógarvörður.
Sonur Ólafs er Örn, f. 20.3. 1962,
Ólafur J. Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri - 80 ára
Hestamaðurinn Ólafur við hesthúsin í Leirvogi í Mosfellsbæ, en hann stundaði hestamennsku í 30 ár.
Flutti inn fyrsta skuttogarann
Hjónin Helga og Ólafur á ferðalagi og þarna stödd í siglingu.
40 ára Gunnar Örn er
Vesturbæingur en býr
í Hafnarfirði. Hann er
lögfræðingur frá HR
en er í fæðingarorlofi.
Gunnar er hluthafi í
Fish Partner, sem er
félag í veiðibrans-
anum. Hann er framkvæmdastjóri Ís-
lensku flugveiðisýningarinnar og var
meðstofnandi JÖR.
Maki: Ásta Guðjónsdóttir, f. 1977, lög-
maður.
Dætur: Helga, f. 2016, og Arna, f. 2019
og stjúpdætur eru Auður, f. 2003, og
Katrín, f. 2006.
Foreldrar: Helga Petersen, f. 1944, fv.
skrifstofustjóri, og Othar Örn Petersen, f.
1944, lögmaður. Þau eru búsett í Reykja-
vík.
Gunnar Örn Petersen
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is