Morgunblaðið - 13.03.2020, Page 28

Morgunblaðið - 13.03.2020, Page 28
Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Sýningin heitir Níu líf og við erum með átta leikara sem túlka líf Bubba á sviðinu, en sá níundi er svo Bubbi sjálfur, uppi í Kjós með súrdeigs- brauð og bros á vör,“ segir Ólafur Egill Egilsson höfundur og leikstjóri sýningarinnar Níu líf sem Borgar- leikhúsið frumsýnir á Stóra sviðinu í kvöld kl. 20. Sýn- ingin er byggð á ótrúlega fjöl- breyttu lífshlaupi tónlistarmannsins Bubba Morthens og leikur tónlist hans eðlilega stórt hlutverk í uppfærslunni. Leikararnir átta eru Rakel Björk Björnsdóttir sem er Ungi-Bubbi, Aron Már Ólafsson Gúanó-Bubbi, Björn Stefánsson Utangarðs-Bubbi, Hjörtur Jóhann Jónsson Edrú-Bubbi, Esther Talia Casey Ástfangni-Bubbi, Jóhann Sig- urðarson Góðæris-Bubbi, Valur Freyr Einarsson Sátti-Bubbi og Halldóra Geirharðsdóttir Egó- Bubbi. Blaðamaður settist niður með Halldóru og leikstjóranum fyrr í vik- unni til að heyra um tilurð sýningar- innar. Skjálfti innst í sálinni „Ég hef oft heyrt að Óli sé mikill listamaður en hef aldrei unnið með honum áður. Ég get staðfest það að hann er alveg einstakur,“ segir Hall- dóra og bendir sem dæmi á hversu vel Ólafi Agli takist að halda í öll „kreatívu elementin“ sem notuð eru á litlum leiksviðum nú þegar hann er að vinna sína fyrstu sýningu fyrir Stóra sviðið. „Á litlu sviði er oft auð- veldara að hafa sýninguna opna fyrir hugmyndum allra í leikhópnum og svigrúm til að prófa ólíkar hug- myndir. Við tókum það vinnulögmál með okkur inn í þessa sýningu sem ég held að sé stundum erfitt að fram- kvæma í svona stórum sýningum þar sem allt er þyngra í vöfum og flókn- ara tæknilega. Í mínum huga var það hins vegar algjört möst af því að að þau eru öll Bubbi. Þau eru sýningin og þá verður sýningin líka að spegla þau og þeirra tengingu við Bubba til þess að þetta verði alvöru, hafi eitt- hvert vægi fyrir okkur og þar með áhorfendur,“ segir Ólafur Egill. Aðspurður segir hann að hug- myndin að því að sviðsetja ævi Bubba hafi verið á sveimi í nokkurn tíma. „Ég vissi að Bubbi væri opinn fyrir þessu. Þar gengur hann gjör- samlega á hólm við sig, klýfur sjálfan sig í herðar niður, eiginlega í frum- eindir, verður drengurinn sem var brotið á, poppstjarnan sem er blind, egóið óheft, auðmýktin, smæðin, sársaukinn,“ segir Ólafur Egill og bendir á að í nálgun sinni á efniviðinn hafi hann haft partaþerapíu til hlið- sjónar. „Þar sem þú gefur tilfinn- ingum þínum eða ákveðnum tímabil- um í lífi þínu form eða karakter sem hægt er að ávarpa og nálgast með einhverjum hætti. Við erum öll sam- sett og margbrotin. Það eru margar útgáfur af okkur inni í hverju okkur,“ segir Ólafur Egill. „Sem er spennandi nálgun. Þegar ég sá í hvað mér var kastað fannst mér gott að láta konu taka þann hluta í lífshlaupi Bubba. Af því að þetta er mest grótesk tímabilið í hans ævisögu. Nú um stundir er minna umburðarlyndi gagnvart ákveðnum elementum í karlmönnum, s.s. markaleysi, yfirgangi og miklum egósentrisma. Ég held að áhorfendur séu mildari gagnvart því að láta segja sér þá sögu ef kona gerir það,“ segir Halldóra. Spurður hvort það flæki málin að viðfang sýningarinar sé sprelllifandi viðurkennir Ólafur Egill að hann hafi verið mjög stressaður þegar Bubbi mætti á rennsli síðasta mánudag. „Það var eiginlega frum- sýningin fyrir mig. Ég fann fyrir skjálfta innst í sálinni því við erum auðvitað að vaða um líf hans á skít- ugum skónum,“ segir Ólafur Egill. „Í túlkun minni á Egó-Bubba tek ég mér líka alveg skáldaleyfi. Ég er Egó-Bubbi eins og ég sé hann. En Bubbi hefur verið alveg æðrulaus gagnvart því, hann er algjörlega bú- inn að sleppa hendinni af því hvaða leið við förum. Það eina sem ég held að hann hafi áhyggjur af er sam- ferðafólk hans, hann vill að við förum vel með það,“ segir Halldóra. „Það hafði heilmikil áhrif á mig í upphafi sköpunarferlisins þegar ég var að spyrja Bubba hvort það væri eitt- hvað sem væri viðkvæmt fyrir hon- um og hann svaraði því til að ég mætti undir engum kringumstæðum hlífa honum. Hann lagði mikla áherslu á að frásögnin væri alvöru, annars yrði þetta ekki neitt. Hann hefur því frekar hvatt okkur áfram en hitt. En hann vill engan meiða eða særa, frekar en við. Við erum óvægin gagnvart Bubba, en aðrir held ég að megi vel við una. Þetta er uppgjör Bubbanna við sjálfa sig, ekki aðra. Þrátt fyrir allt sem lífið hefur haft upp á bjóða stendur Bubbi uppréttur í dag og er að miðla hlýju og ljósi. Sem slíkur er hann gríðarlega mikil- vægur. Alveg eins og það er mikil- vægt að við, hvert og eitt, förum í þau uppgjör sem við þurfum að eiga við okkur sjálf og líf okkar til þess að við getum orðið jákvætt afl í heiminum. Ef það er einhver tilgangur með þessari sýningu þá vil ég þegar ljósin slokkna í salnum að sýningu lokinni að fólk hugsi með sér að fyrst Bubbi gat þetta þá get ég það líka,“ segir Ólafur Egill. Leikhús er samsköpun „Það sem inspírerar mig við Bubba, sem hefur verið hluti af lífi mínu síðan ég var 12 ára þegar ég heyrði Ísbjarnarblús í fyrsta sinn, er að hann fer upp fyrir öll kerfi. Hann hefur aldrei þjónað neinum kerfum í samfélaginu. Hann kemur alltaf með sína skoðun. Hann getur beintengt sig sköpunarkraftinum og það flæðir bara í gegnum hann. Það gerir hann að ólíkindatóli. Það gerir það að verk- um að manni fannst eins og hann væri alltaf að breyta um karakter og því erum við með alla þessa leikara til að túlka hann. Bubbi lýtur bara öðr- um lögmálum en við hin,“ segir Hall- dóra og tekur fram að hún upplifi Bubba sem óhræddan. „Hann hefur aldrei ritskoðað sjálfan sig. Og hann er líka óhræddur við að skipta um skoðun. Þetta finnst mér mjög inspí- rerandi við hann og til eftirbreytni fyrir mig sem listamann,“ segir Hall- dóra. Spurð hvað hafi gert vinnuferl- ið skemmtilegast svarar Halldóra umsvifalaust að það felist í því að fá að vinna með nýtt íslenskt verk. „Höfundur verksins, sem er Óli, lítur ekki svo á að verkið sé tilbúið þegar við byrjum að vinna það heldur að þetta sé grunnur að handriti sem verður að sýningu. Þannig að hann afhendir okkur ábyrgðina á því að leita meðan á æfingaferlinu stendur og það finnst mér brjálæðislega skemmtilegt,“ segir Halldóra. „Ég er alveg sammála Dóru með það. Leikhús er hóplist og sam- sköpun,“ segir Ólafur Egill. Lengri gerð viðtalsins má lesa á mbl.is og þar má einnig sjá fjölda mynda frá litríkum ferli Bubba. Ljósmynd/Grímur Bjarnason Ólíkindatólið Bubbi  Bubbasöngleikurinn Níu líf frumsýndur í Borgarleikhúsinu í kvöld  „Vil að fólk hugsi með sér að fyrst Bubbi gat þetta þá get ég það líka,“ segir leikstjórinn Ólafur Egill Egilsson Kraftur Halldóra Geirharðs- dóttir er Egó-Bubbi og Hjörtur Jóhann Jónsson Edrú-Bubbi. 28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. MARS 2020 ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell ADifferent Kind of Disaster Movie. m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN ÓSKARSTILNEFNINGAR2 BESTA ERLENDA MYNDINBESTA LE IKARI : ANTONIO BANDERAS SÝND MEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI FRUMSÝND Á FÖSTUDAGINN San Francisco Chronicle Indiewire Hollywood reporter

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.