Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020
Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is
Amerísk heimilistæki
rafvorur.isRAFVÖRUR ehf
Þvottavélar
og þurrkarar
sem taka
10-17 kg
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Eins og staðan er í dag hefur þetta
gengið með samheldni starfsmanna.
En það er mikið að gera,“ segir Karl
G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla-
og veirufræðideild Landspítala Ís-
lands.
Mikið álag hefur verið á deildinni
undanfarnar vikur við greiningar á
sýnum vegna kórónuveirunnar.
Metfjöldi sýna barst á föstudaginn
síðasta, alls 569, og hefur þurft að
grípa til ýmissa ráðstafana til að
hægt sé að standast þetta aukna
álag. Sem kunnugt er hóf Íslensk
erfðagreining skimun fyrir kórónu-
veirunni fyrir helgi.
Karl segir í samtali við Morgun-
blaðið að fjölga hafi þurft starfsfólki
á sýkla- og veirufræðideild Land-
spítalans. „Mönnun á deildinni var
ágæt en við höfum bætt við einum
starfsmanni og erum að bæta við
öðrum með reynslu vegna álags,“
segir hann en auk þess hafa aðrir
starfsmenn tekið að sér ný verkefni
og eru í þjálfun í veirurannsóknum.
Þannig unnu sex manns að jafnaði
við þess háttar greiningar mánuðina
á undan. „Í dag, eins og ástandið er,
þá eru að jafnaði 12 að vinna við
þetta auk 1-3 sérfræðilækna frá því
að sýni kemur í hús til svars.“
Eins hefur þurft að bæta við
tækjabúnaði til að anna álagi betur.
„Tvö tæki sem við erum að bæta við
auðvelda greiningarferlið. En það
þarf sannarlega að huga að endur-
nýjun og viðbótum á tækjabúnaði
deildarinnar eftir þetta. Það er verið
að vinna í því enn frekar með útboði
á einangrunartæki,“ segir Karl.
Sýni berast Landspítalanum frá
heilbrigðisstofnunum alls staðar að
af landinu. „Sýnin eru að koma inn
allan daginn en þau koma ansi mörg
seinnipartinn. Það er vegna þess að
heilsugæslustöðvar skipuleggja sig
gjarnan þannig að þær taka sýni af
þeim sem mögulega eru sýktir þeg-
ar líður á daginn svo ekki þurfi að
sótthreinsa of oft. Fyrir vikið náum
við ekki alltaf að klára öll sýni sem
berast dag hvern og þau bíða því til
morguns,“ segir Karl.
Hann segir að skimunin sem
framkvæmd er kallist keðjufjölföld-
un á erfðaefni eða Real Time Po-
lymerase Chain Reaction, RT-PCR.
„Það er sú aðferð sem viðurkennd er
sem besta aðferðin til að greina
þessa veiru og sú sem WHO hefur
mælt með. Við unnum með Íslenskri
erfðagreiningu við að setja upp sam-
bærilega aðstöðu fyrir þessa rann-
sókn svo við ættum að vera með
sambærilegar niðurstöður.“
Við greiningu á sýnum er byrjað á
því að einangra erfðaefnið og tekur
það um það bil klukkustund. Þá er
annað tæki notað til að fjölfalda
erfðaefnið og tekur það um það bil
aðra klukkustund. Allt í allt tekur
greiningin um það bil 3-5 klukku-
stundir, eftir því hversu mörg sýni
eru greind hverju sinni. „Við erum
með keyrslur allan daginn og fram á
kvöld, a.m.k. fimm keyrslur á dag,“
segir Karl G. Kristinsson.
Tvöfalt fleiri greina nú sýnin
Mikið álag á sýkla- og veirufræðideild Landspítala Starfsfólki fjölgað og verkefni færð til Met-
fjöldi sýna barst á föstudaginn Sama aðferð notuð á Landspítala og hjá Íslenskri erfðagreiningu
Mikið álag við rannsóknir á Landspítala
Heimild: Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans
569 sýni komu inn til greiningar á
sýkla- og veirufræðideild
Landspítala á föstu-
daginn síðasta og var það
metfjöldi. Þar af voru 516
öndunarfærasýni.
12 manns vinna nú við greiningar á sýnum á sýkla- og veirufræðideildinni
auk 1-3 sérfræðilækna. Áður en kórónu-
veirufaraldurinn kom upp unnu að jafnaði 6
manns að öllu ferli greiningarinnar, frá því
sýni kemur í hús þar til svar fæst.
2 starfsmenn með reynslu við þessar greiningar eru að bætast við, einn
kominn og annar væntanlegur, auk
tilfærslu á verkefnum annars starfsfólks.
3-5 klukku-stundir
tekur að greina hvert
sýni að jafnaði.
Veður var orðið mjög vont á Vest-
fjörðum í gærkvöldi og leit út fyrir
að slæmar spár fyrir svæðið væru
að ganga eftir. Þar var norðaustan
stormur með talsverðri snjókomu
og búist við miklum skafrenningi
og lélegu skyggni. „Það eru 20 til
25 metrar á heiðunum og eins í
Æðey sem bendir til þess að Djúp-
ið sé mjög slæmt. Það er minni
vindur niðri í Súðavík og á Flat-
eyri, en það er talsvert mikill vind-
ur orðinn. Strandirnar eru líka
ansi ljótar,“ segir Elín Björk Jón-
asdóttir, veðurfræðingur á Veður-
stofu Íslands.
Appelsínugul viðvörun er í gildi
á Vestfjörðum þangað til klukkan
20 í kvöld kvöld. En þar er einnig
óvissustig vegna snjóflóðahættu og
voru íbúðarhús rýmd bæði á Flat-
eyri og Patreksfirði í gær. Þá er
gul viðvörun í gildi á Breiðafirði,
Ströndum og Norðurlandi vestra.
Þar er búist við snjókomu og skaf-
renningi með lélegu skyggni og
versnandi akstursskilyrðum.
Varðskipið Týr var á leið vestur
á firði og á níunda tímanum í gær-
kvöldi var skipið statt á Breiðafirði
þar sem var norðaustan stormur
og 6 til 8 metra ölduhæð. Að sögn
Thorben Lund, skipherra á Tý,
mátti búast við því að töluvert
bætti í vind og sjó eftir því sem
vestar drægi í nótt.
„Þetta er ósköp svipað og við
töldum í dag og hefur legið fyrir
alla helgina. Maður óskar þess
stundum að spárnar séu vitlausar
en þær eru það ekki núna,“ segir
Elín en spár gera ráð fyrir að
veðrið standi yfir í allan dag og
fram á kvöld.
Vont veður á Vestfjörðum
Norðaustan stormur með snjókomu Hús voru rýmd á
Flateyri og Patreksfirði í gær Týr á leið vestur á firði
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Óveður Vont var í sjó á Breiðafirði í
gærkvöldi og risu öldurnar hátt.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þetta eru fordæmalausir tímar en
við verðum bara að fikra okkur
áfram,“ segir Björg Baldursdóttir,
skólastjóri Kársnesskóla í Kópavogi.
Skólastjórnendur nýttu gærdag-
inn í að leggja lokahönd á skipulag
þess hvernig tekið verður á móti
nemendum nú þegar samkomubann
hefur tekið gildi. Aðeins mega vera
20 manns í hverri stofu að meðtöld-
um kennara og kallar það víða á
breytt skipulag. Kársnesskóli verð-
ur lokaður í dag vegna verkfalls Efl-
ingar og segir Björg að óvissan
vegna verkfallsins sé óþolandi.
Grunnskólar á Seltjarnarnesi verða
sömuleiðis lokaðir í dag vegna um-
rædds verkfalls.
Björg segir í samtali við Morg-
unblaðið að búið sé að skipuleggja
skólastarf í Kársnesskóla og taki
það skipulag gildi þegar hægt verði
að opna skólann á ný. Stefnt er að
því að kenna börnum í fyrsta og öðr-
um bekk allan daginn, börnum í
þriðja til fimmta bekk til hádegis
eða þar um bil en börn í sjötta til tí-
unda bekk verði meira og minna í
fjarkennslu. „Þau vinna heima í
gegnum spjöldin sín, skila og taka á
móti verkefnum rafrænt,“ segir
Björg.
Hún segir að þessar áætlanir geti
auðveldlega breyst enda séu margir
þættir sem þurfi að huga að. „Við
berum samfélagslega ábyrgð og tök-
um það mjög alvarlega. Við gerum
eins vel og við getum,“ segir Björg.
Á Akureyri raskast starf í skólum
og leikskólum. Um helgina greindist
foreldri barns á leikskólanum
Hólmasól með kórónuveirusmit. Á
heimasíðu bæjarfélagsins kemur
fram að til að gæta fyllsta öryggis
hafi verið ákveðið að ráði sóttvarna-
læknis og rakningateymis Almanna-
varna að hafa tvær deildir leikskól-
ans lokaðar í tvær vikur. Börn og
fjölskyldur þeirra, sem og kennarar
á deildunum tveimur, verða í sóttkví
til 27. mars.
Skólanum verður læst
Í Melaskóla í Reykjavík verður
kennt á morgnana í þessari viku.
Nemendur mæta á mismunandi
tíma. Aðeins verður kennt fjóra
daga í næstu viku. Í Vesturbæjar-
skóla er ítrekað að mikilvægt sé að
mæta á réttum tíma því skólinn
verði læstur á daginn. Í Fossvogs-
skóla er brýnt fyrir nemendum að
mikilvægt sé að sitja kyrr í sætinu
allan tímann á meðan skólastarf er.
Ekki má fara á milli borða eða út úr
kennslustofum og aðeins sé hægt að
fara á salernið í skólastofunni.
„Berum samfélagslega ábyrgð“
Skólastarf skipulagt með tilliti til samkomubanns Tveimur deildum á leik-
skóla á Akureyri lokað vegna smits Vesturbæjarskóli læstur meðan kennt er
Morgunblaðið/Hari
Skóli Mismunandi er hvernig grunnskólar haga kennslu nú þegar sam-
komubann hefur tekið gildi. Víða mæta nemendur aðeins annan hvern dag.
Sundlaugar í Reykjavík og annars
staðar á höfuðborgarsvæðinu verða
opnar þrátt fyrir samkomubannið.
Gufu- og eimböð verða lokuð og
stöku pottar í nokkrum sundlaug-
um verða lokaðir ásamt rennibraut-
um. Þetta kom fram í tilkynningu
borgaryfirvalda í gær.
Farið verður að tilmælum Al-
mannavarna um fjöldatakmarkanir
en fækka þarf skápum sem eru í
notkun vegna fjarlægðarreglna. Þá
verður takmörkuð nýting á hand-
klæðarekkum og sömuleiðis á sturt-
um. Búast má við fjölgun heim-
sókna frá börnum vegna
skerðingar á skóla- og frístunda-
starfi. Sundæfingar verða ekki
leyfðar til 23. mars. Sundleikfimi
eldri borgara verður felld niður.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Sund Áfram verður opið í sundlaugum
borgarinnar næstu dagana.
Sundlaugarnar
verða opnar um sinn
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR