Morgunblaðið - 17.03.2020, Qupperneq 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020
Farþegi sem hættir við flug á eigin
forsendum vegna kórónuveirunnar á
ekki rétt á endurgreiðslu farmiða
þrátt fyrir tilmæli stjórnvalda um að
Íslendingar fari ekki í ferðalög er-
lendis. Þetta kemur fram á heima-
síðu Samgöngustofu. Þá eiga farþeg-
ar sem geta ekki farið í flug vegna
ákvörðunar stjórnvalda um landa-
mæralokun aðeins rétt á endur-
greiðslu sé flug þeirra fellt niður.
Það er ekki alltaf raunin. Þannig hef-
ur Icelandair haldið úti einhverju
flugi til Bandaríkjanna og Danmerk-
ur með þá farþega sem landamæra-
lokunin tekur ekki til, svo sem fólk
sem búsett er í ríkinu. Í þeim til-
vikum eiga aðrir farþegar ekki rétt á
endurgreiðslu þrátt fyrir að vera
óheimilt að nýta sér flugið.
Óvissa með tryggingar
Þórhildur Elín Elínardóttir, sam-
skiptastjóri Samgöngustofu, segir
reglur um réttindi flugfarþega
byggjast á Evrópureglugerð. Það
eru mörg úrlausnarefni sem koma
upp í þessum aðstæðum enda for-
dæmalausar,“ segir hún.
Flugfarþegar eru oftar en ekki
tryggðir, ýmist í gegnum heimils-
tryggingu eða tryggingu á greiðslu-
korti. Ná slíkar ferðatryggingar
annars vegar til forfalla en hins veg-
ar svokallaðs ferðarofs, þ.e. þegar
fólk verður að kaupa flug fyrr heim
vegna óviðráðanlegra aðstæðna svo
sem andláts ástvinar eða meiri hátt-
ar tjóns á heimili.
Samkvæmt upplýsingum frá
tryggingafélaginu VÍS dekkar for-
fallatrygging félagsins farþega sem
geta ekki flogið út vegna landa-
mæralokana. Hins vegar geti far-
þegar ekki nýtt ferðarofstryggingu
til að koma fyrr heim úr fríi þrátt
fyrir tilmæli stjórnvalda. Hjá öðrum
stórum tryggingafélögum, TM og
Sjóvá, fengust ekki jafnskýr svör.
Réttindi flugfar-
þega eru óljós
Fá ekki endilega endurgreitt þrátt
fyrir að geta ekki ferðast vegna banns
Morgunblaðið/Hari
Tjón Flugsamgöngur hafa lamast.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrun@mbl.is
„Þessar upplýsingar eru svolítið
misvísandi og það er óljóst hvað
þetta þýðir í raun og veru, en al-
mennt veit maður það að einkenna-
laust fólk smitar minna og síður en
það sem er með einkenni,“ segir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir
spurður um ummæli Kára Stefáns-
sonar, forstjóra Íslenskrar erfða-
greiningar, um að 40 prósent þeirra
sem smiti aðra af kórónuveirunni
séu einkennalaus.
„Ástæðan er sú að það er meira
smitefni sem berst frá fólki með
einkenni. Það er grunnurinn að
þessum leiðbeiningum. Þýðir það að
einkennalaust fólk geti ekki smitað?
Nei, það þýðir ekki það. En við lít-
um svo á í okkar viðbrögðum að
fólk með einkenni sé líklegra til að
smita en einkennalaust fólk.“
Kári vísaði til breskra rannsókna
sem hefðu sýnt fram á að um 40
prósent smitbera væru einkenna-
laus. Þórólfur segir rannsóknum þó
ekki endilega bera saman hvað
þetta varðar.
„Það eru til rannsóknir sem
segja þetta og svo eru til rann-
sóknir sem segja annað. Þannig að
þetta er breytilegt. Þetta breytir
engu í nálguninni, nema jú að við
vitum að dreifingin er meiri en við
vitum um og við verðum að sætta
okkur við það. En við erum fyrst og
fremst að reyna að minnka dreif-
inguna með því að taka þetta fólk
sem er með einkenni og þá sem eru
í snertingu við það. Það þýðir ekki
að það séu ekki aðrir sem geti smit-
að, en ennþá teljum við það ólík-
legra að einkennalaust fólk smiti en
hinir.“
Þórólfur segir í raun ekkert
meira hægt að gera hvað þetta
varðar. „Hinn kosturinn væri að
gera ekki neitt. Segja bara að við
vitum ekkert um þetta og allir geti
verið að smita. En þá höfum við
ekki stjórn á neinu og fáum þennan
faraldur alveg óheftan yfir okkur.
Við minnkum líkurnar verulega
með þessu en komum ekki í veg í
fyrir það.“
Myndi engu skila
að loka landinu
Spurður hvort það væri ekki
betra að loka landinu, líkt og nokkr-
ar þjóðir hafa gert, til að mynda ná-
grannaþjóðir okkar, Danmörk og
Noregur, segir Þórólfur það ekki
rétta skrefið. „Við erum komin með
veiruna inn í landið og hún kom með
Íslendingum. Það hefur enginn er-
lendur ferðamaður greinst hér með
veiruna. Að loka núna myndi ekki
breyta neinu, ekki nema við ætlum
að loka Íslendingana úti sem eru að
koma að utan. Veiran er komin
hingað inn og við vitum að þótt við
reyndum að loka alla úti myndi hún
koma hérna inn fyrr en síðar þegar
það yrði opnað aftur. Þannig að ég
held að það sé ekki sniðug taktík.“
Markmiðið með aðgerðunum
núna er, að sögn Þórólfs, að halda
þeim faraldri sem er í gangi í góð-
um skefjum. „Þannig að við fáum
ekki óheftan faraldur og mikið af
veiku fólki inn á gjörgæslu spít-
alanna, það yrði mjög slæmt. Það
er aðaltilgangurinn með þessu.“
Hverjar líkurnar eru á hugsan-
legum faraldri síðar segir Þórólfur:
„Það fer eftir því hvað það eru
margir sem sýkjast og það ber að
hafa í huga að langflestir sem sýkj-
ast fá lítil einkenni og gera sér oft
ekki grein fyrir því. Það er því
þannig að það verða fleiri sem sýkj-
ast en maður heldur. Ég held að við
munum ná ágætis ónæmi í sam-
félaginu. Það getur tekið smá tíma
og þess vegna erum við að grípa til
þessara aðgerða.“
Þórólfur segir töluverðan lærdóm
hafa verið dreginn nú þegar af
þeim aðgerðum sem gripið hefur
verið til. „Lærdómurinn er sá að
við höfum verið að gera rétt. Ég
held að aðgerðirnar okkar hafi ver-
ið réttar og komið inn á réttum
tíma. Við höfum ekki verið að grípa
til einhverra örþrifaráða þegar allt
hefur verið farið af stað eins og
sumar þjóðir hafa gert. Ég held að
við getum verið ánægð eins og stað-
an er núna. Auðvitað veit maður
aldrei hvernig staðan verður, en við
höfum þá önnur ráð uppi í erminni
ef ástandið versnar eitthvað. Maður
vill heldur ekki grípa til of mikilla
aðgerða sem valda meiri skaða á
samfélaginu. Það verður að fara
þarna bil beggja. Að beita mjög
áhrifaríkum aðgerðum á sem mild-
astan hátt þannig að aukaverkan-
irnar verði ekki of miklar,“ segir
Þórólfur en faraldurinn hefur
þróast á svipaðan hátt og hann
bjóst við.
Rannsóknum ber ekki saman
Teljum enn líklegra að einkennalausir smiti aðra síður af kórónuveiru, segir sóttvarnalæknir
Ljósmynd/lögreglan
Á upplýsingafundi Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller land-
læknir og Jóhannes Rúnarsson, forstjóri Strætó, og táknmálstúlkur á upplýsingafundi um kórónuveirufaraldurinn.
Uppruni smitsFjöldi daglegra smita frá 28. febrúar Fjöldi eftir landshlutum
Innanlands Erlendis
Óþekktur28.2. 29.2. 1.3. 2.3. 3.3. 4.3. 5.3. 6.3. 7.3. 8.3. 9.3. 10.3. 11.3. 12.3 13.3. 14.3. 15.3. 16.3
1 1 2
8
5
13
9 8
6 6
9
13
24
15
19
22
19 18
Óstaðsett 1 23
Útlönd 0 4
Austurland 0 4
Höfuðborgarsvæði 179 1,533
Suðurnes 4 94
Norðurland vestra 0 2
Norðurland eystra 1 94
Suðurland 13 346
Vestfirðir 0 13
Vesturland 0 22
Smit
Sóttkví
28%15%
57%
198 staðfest smit
2.135 í sóttkví
1.987 sýni
198 í einangrun
3 á sjúkra-húsi
kl. 21.30 í gær
Upplýsingar eru fengrar af