Morgunblaðið - 17.03.2020, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.03.2020, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020 Greiðsluáskorun Innheimtumenn ríkissjóðs skora hér með á gjaldendur eftirtalinna gjalda að gera skil nú þegar eða í síðasta lagi innan 15 daga frá dagsetningu áskorunar þessarar: Gjöldin eru: Staðgreiðsla tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds sem fallið hefur í eindaga til og með 16. mars 2020, virðisaukaskattur sem fallið hefur í eindaga til og með 5. mars 2020 og önnur gjaldfallin álögð gjöld og ógreiddar hækkanir er fallið hafa í eindaga til og með 16. mars 2020, á staðgreiðslu tekjuskatts, útsvars og tryggingagjalds, virðisaukaskatti, virðisaukaskatti í tolli, vanskilum launagreiðenda á gjöldum í og utan staðgreiðslu, fjármagnstekjuskatti á skilaskylda aðila, áfengisgjaldi, bifreiðagjaldi, úrvinnslugjaldi, olíugjaldi, kílómetragjaldi, gistináttaskatti, fjársýsluskatti, vinnueftirlitsgjaldi, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi af ökutækjum, eftirlitsgjöldum, árgjöldum, aðflutningsgjöldum, skilagjaldi á umbúðir, fasteignagjöldum, skipulagsgjaldi, skipagjöldum, jarðarafgjaldi, sektum skattrannsóknarstjóra, ofgreiddri uppbót á eftirlaun, eftirlitsgjaldi Fjármálaeftirlitsins, árgjaldi handhafa markaðsleyfis, veiðigjaldi og álögðum þing- og sveitarsjóðsgjöldum, sem eru: Tekjuskattur og útsvar ásamt álagi á ógreiddan tekjuskatt og útsvar, útvarpsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra, slysatryggingagjald vegna heimilisstarfa, auðlegðarskattur og viðbótar auðlegðarskattur, fjármagnstekjuskattur ásamt álagi á ógreiddan fjármagnstekjuskatt, ógreiddur tekjuskattur af reiknuðu endurgjaldi ásamt álagi, búnaðargjald, sérstakur fjársýsluskattur, sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki, jöfnunargjald alþjónustu, ofgreiddar barnabætur og ofgreiddar vaxtabætur. Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara að þeim tíma liðnum fyrir vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum og öllum kostnaði, sem af innheimtu skuldarinnar kann að leiða, á kostnað gjaldenda. Athygli skal vakin á því að auk óþæginda hefur fjárnám í för með sér verulegan kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkissjóð er allt að 25.000 kr. fyrir hvert fjárnám. Þinglýsingargjald er 2.500 kr. auk útlagðs kostnaðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til að gera full skil sem fyrst til að forðast óþægindi og kostnað. Þá mega þeir gjaldendur, sem skulda staðgreiðslu, staðgreiðslu tryggingagjalds, vörugjald, afdreginn fjármagnstekjuskatt, áfengisgjald, fjársýsluskatt, gistináttaskatt og virðisaukaskatt, búast við því að starfsemi þeirra verði stöðvuð án frekari fyrirvara, þeir gjaldendur er skulda bifreiðagjöld og kílómetragjald mega eiga von á að skráningarnúmer verði tekin af ökutækjum þeirra án frekari fyrirvara og þeir gjaldendur sem skulda gjöld þar sem lögveð fylgir mega búast við að send verði út sérstök greiðsluáskorun fyrir gjaldföllnum kröfum. Greiðsluáskorunin hefur ekki áhrif á þessi innheimtuúrræði þannig að fyrrgreindur 15 daga frestur frá dagsetningu áskorunar þessarar gildir ekki í þessum tilvikum. Reykjavík, 17. mars 2020 Ríkisskattstjóri Sýslumaðurinn á Vesturlandi Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Sýslumaðurinn á Norðurlandi vestra Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra Sýslumaðurinn á Austurlandi Sýslumaðurinn á Suðurlandi Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum Sýslumaðurinn á Suðurnesjum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Hafið er mat á umhverfisáhrifum vindorkugarðs á Mosfellsheiði innan sveitarfélaganna Grímsnes- og Grafningshrepps og Ölfuss. Garður- inn yrði reistur í áföngum og gæti orðið allt að 200 megavött. Zephyr Iceland ehf. er fram- kvæmdaraðili verksins en mat á um- hverfisáhrifum er unnið af Mannviti hf. Zephyr Iceland hefur skoðað að- stæður víða um land með tilliti til uppsetningar á vindmyllum. Niður- staða þeirrar athugunar var sú að Mosfellsheiði hentaði ákaflega vel og er ekkert svæði í næsta nágrenni talið henta jafn vel, segir í drögum að matsáætlun, þar sem ferli við mat á umhverfisáhrifum er lýst. Í 300 metra hæð Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir uppsetningu um tíu vindmylla í landi Grímsnes- og Grafnings- hrepps og er fyrirhugað fram- kvæmdasvæði í um 300 metra hæð yfir sjávarmáli. Gert er ráð fyrir að afl hverrar vindmyllu verði 5-6 MW og heildarafl fyrsta áfangans um það bil 50-60 MW. Með áframhald- andi vexti í raforkueftirspurn er stefnt að því að reisa alls um tuttugu vindmyllur til viðbótar þannig að heildarafl verði um 150-200 MW, segir í drögunum. Gera má ráð fyrir að vindmyllurnar verði um 150-200 metrar á hæð miðað við spaða í hæstu stöðu. Zephyr Iceland ehf. var stofnað 2018 í þeim tilgangi að þróa vind- orkuverkefni hér á landi og bjóða umhverfisvæna raforku á hag- kvæmu og samkeppnishæfu verði. Fyrirtækið er dótturfyrirtæki norska fyrirtækisins Zephyr AS, auk þess sem Hreyfiafl ehf. er hlut- hafi. Zephyr er annað stærsta vind- orkufyrirtækið í Noregi. Orkumannvirki í nágrenninu Á Mosfellsheiði eru vindskilyrði talin hagstæð, tiltölulega einfalt að tengjast raforkuflutningskerfinu og aðgengi að svæðinu með besta móti. Svæðið er í drögunum sagt einkenn- ast nú þegar af orkumannvirkjum í formi hitaveitulagnar og háspennu- lína auk þess sem nokkrar stærstu jarðhitavirkjanir landsins séu í næsta nágrenni. Engin byggð er á svæðinu né í næsta nágrenni þess. Fyrirliggjandi gögn gefa skýrar vísbendingar um vindinn á svæðinu, en til að staðfesta áætlaðan vind verða vindaðstæður mældar í um 80 metra hæð í minnst tólf mánuði. Leyfi hefur fengist fyrir uppsetn- ingu vindmastra með mælitækjum á svæðinu og er unnið að uppsetningu masturs innan Grímsnes- og Grafn- ingshrepps. Síðar er fyrirhugað að færa það til á heiðinni eða setja upp annað mastur innan Ölfuss, en leyfi fyrir slíku mastri liggur einnig fyrir þar. Fyrsti áfangi fyrirhugaðs vind- orkugarðs verður mögulega tengd- ur beint við Nesjavallalínu 1. Önnur möguleg tenging er um spennistöð- ina á Geithálsi eða hugsanlega í nýja stöð við Lyklafell. Í frummatsskýrslu verður sér- staklega fjallað um sjónræn áhrif vindorkugarðsins. Í drögunum segir að nokkur fjöll fjöll takmarki sýn frá byggð inn á svæðið. Engu að síður muni hluti af vindmyllunum sjást úr fjarlægð, þó ógreinilega sé vegna fjarlægðar, bæði frá höfuðborgar- svæðinu og frá þjóðgarðinum á Þingvöllum. Umsóknir vegna tíu svæða Fram kom í Morgunblaðinu í byrjun janúar að umsóknir um rannsóknaleyfi og vindmælingar á vegum Zephyr hefðu þá verið á borðum sveitarstjórna vegna um tíu svæða. Þar kom fram að fjárfesting vegna 50 MW vindorkugarðs með um tólf vindmyllum gæti verið hátt í tíu milljarðar króna. Kortagrunnur: Mannvit Vindorkugarður Vindmyllur Sýnileiki vindmylla Hveragerði Þingvellir Reykjavík Mosfellsbær Mosfellsheiði Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Þingvalla- vatn Fyrirhugaður vindorkugarður á Mosfellsheiði 5 km 10 km 15 km Vilja virkja vind á Mosfellsheiði  Garðurinn gæti orðið allt að 200 MW  Tíu vindmyllur og 50-60 MW í fyrstu Sandlóur með dægurrita sem þær fengu á Vestfjörðum síðasta sumar hafa undanfarið sést á Spáni, Portúgal og Frakklandi á ferðalagi sínu um vesturströnd Evrópu. Greint er frá þessu á heimasíðu Náttúrustofu Vest- fjarða undir fyrirsögninni „sandlóur á bakpokaferðalagi um Evrópu“, en dægurritarnir (e. geolocator) eru fest- ir á bakið á sandlóunum með „axla- böndum“. Rannsóknasetur Háskólans á Suðurlandi einstaklingsmerkti 22 sandlóur í Bolungarvík, á Ísafirði og í Önundarfirði síðasta sumar í sam- vinnu við Náttúrustofu Vestfjarða. Ritarnir mæla birtutíma eða daglengd og út frá því má sjá hvar fuglarnir hafa verið. Það verður verkefni næsta sum- ars að ná fuglunum aftur til að hlaða gögnunum niður. Fyrstu sandlóurnar koma til landsins um miðjan apríl en toppur er í komu þeirra í lok apríl eða byrjun maí. aij@mbl.is Ljósmynd/NAVE Ferðalangur Rækilega merkt sand- lóa með dægurrita á baki. Þessi fugl fannst við Lissabon 7. mars. Sandlóur á bakpoka- ferðalagi Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri Í fyrsta sinn í ríflega hálfrar aldar sögu orlofsbyggðarinnar á Ill- ugastöðum í Fnjóskadal þurfti að loka svæðinu um liðna helgi vegna gríðarlegra snjóa. Það sem varð einkum og sér í lagi til þess að grípa þurfti til lokunar var að öflugasti snjóblásarinn bilaði, en mikið álag hefur verið á snjómoksturstækjum orlofsbyggðarinnar nú í vetur. Jón Óskarsson, umsjónarmaður með orlofsbyggðinni, sagði mikinn snjó á svæðinu og svo hefði verið frá því óveðrið mikla gekk yfir landið í desember. „Svo hefur þetta smám saman verið að versna,“ segir hann. Afskaplega mikill snjór væri við Ill- ugastaði en það væri í raun ekki ný- lunda. Mikið reynt á tækin „Það hefur sífellt bæst við snjóinn síðan í desember. Þetta hefur farið stigversnandi. Tækin sem við höfum til umráða eru í stöðugri notkun og það reynir mikið á þau. Það var verulega slæmt veður hjá okkur á sunndaginn og því kom sér mjög illa að öflugasta tækið okkar bilaði. Það var því ekki hægt að moka neitt heim að húsum og ekki um annað að ræða en loka,“ sagði Jón. Gestir voru í einu húsi þegar lokað var og biðu þau veðurhrinuna af sér. Alls eru ríflega 30 hús í byggðinni og er fólk að jafnaði í 15 til 20 húsum um helgar. Svæðið hefur alla tíð átt vinsældum að fagna. Leiðindaspá framundan Jón sagðist ekki vita hvert fram- haldið yrði en ljóst að gera þyrfti við snjóblásarann og nokkurra daga bið væri hið minnsta eftir varahlutum í hann. „Það er framundan úrkomu- spá og alls ekki neitt skemmtilegt veður þannig að útlitið er ekki glæsi- legt, en maður veit aldrei hvernig þetta endar,“ segir hann. Þannig væri löngu fullbókað í öll hús á svæð- inu um komandi páska, „en alltof snemmt að segja fyrir um hvernig hlutirnir þróast og hvaða staða verð- ur uppi þá,“ segir Jón. Hann segir að vegurinn inn að Ill- ugastöðum sé mokaður þrisvar í viku og bara einu sinni á dag. Það þyki mörgum sem vanir eru stöð- ugum snjómokstri til að halda veg- um opnum einkennilegt og átti sig kannski ekki alveg á þjónustustig- inu. Hann hælir sveitarstjórn Þing- eyjarsveitar hins vegar fyrir að ann- ast alfarið snjómokstur heimreiða, en slíkt tíðkist yfirleitt ekki til sveita þar sem hver og einn þarf að hugsa um sig. Ljósmynd/Björn Snæbjörnsson Illugastaðir Loka þurfti orlofsbyggðinni um helgina sökum mikilla snjóa. Loka þurfti Illuga- stöðum vegna snjóa  Mikið álag á moksturstækjum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.