Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020 ✝ Sigríður Júlíus-dóttir fæddist 16. ágúst 1930 á Siglufirði. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Hlévangi Reykjanesbæ 7. febrúar 2020. For- eldrar hennar voru Júlíana Ingibjörg Guðmundsdóttir, f. 25.6. 1912, d. 6.4. 1999, og Jóhann Júlíus Einarsson, f. 15.5. 1901, d. 29.9. 1941. Hinn 13. júní 1960 giftist Sigríður Halldóri Péturs- syni, fyrrverandi sjómanni, f. 21.1. 1926, d. 22.3. 1991. Síðar var Sigríður í sambúð með Gísla Emilssyni, f. 16.9. 1924, d. 28.4. 2010. Börn Sigríðar og Halldórs eru 1) Jóhann Pétur Hall- dórsson, f. 14.3. 1946, d. 14.1. 2010. Hann var giftur Ingileifi H. Björnsdóttur, f. 17.12. 1951, og eiga þau 4 drengi og 13 barna- börn. 2) Júlíus Einar Hall- dórsson, f. 12.10. 1950 og á hann 6 börn og 11 barnabörn og 1 barnabarn. 3) Ingibjörg Hall- dórsdóttir, f. 29.8. 1952, gift Ólafi Guðmundssyni, f. 20.12. 1948, og eiga þau 3 börn, 7 barnabörn og 1 barnabarnabarn. 4) Rafn Halldórsson, f. 11.8. 1954, var giftur Huldu Haralds- dóttur, f. 19.12. 1952, d. 5.7. 2017, og eiga þau 3 börn, 7 barnabörn og 5 barnabarnabörn. 5) Björg Halldórsdóttir, f. 27.3. 1960, í sambúð með Nigel Kerr, f. 3.8. 1956, og eiga þau 1 barn og með Davíð Peers 2 börn og 6 barnabörn. 6) Sig- urður Halldórsson, f. 21.6. 1965, giftur Jónu Báru Jóns- dóttur, f. 10.10. 1971, og eiga þau 3 börn. Sigríður átti 6 systkini. Sigríður Sólborg, f. 28.3. 1932, Kristján, f. 30.7. 1933, d. 6.8. 2013, Steinþór, f. 6.4. 1938, d. 24.1. 2001, Berg- mann, f. 5.9. 1939, Jóhanna, f. 13.6. 1941, og Erlingur Björns- son, f. 23.11. 1946. Sigríður var mikill náms- maður og stóð hugur hennar til frekara náms en við fráfall föður hennar þegar hún var 11 ára var hún send til vinnu til móðurætt- ingja sinna á Seyðisfirði til að að- stoða móður sína sem stóð uppi með 5 börn án fyrirvinnu. Sigríð- ur flutti síðar til Hafnarfjarðar frá Siglufirði með eiginmanni og börnum og síðar til Keflavíkur 1976. Sigríður vann ýmis störf um ævina, þar á meðal við af- greiðslustörf í blómabúð í Hafn- arfirði, rak söluturn bæði í Hafn- arfirði og Reykjavík. Eftir að hún flutti til Keflavíkur vann hún hjá Flughóteli Keflavíkur og síðast hjá Varnarliðinu á Kefla- víkurflugvelli þar til hún hætti að vinna. Sigríður var félagi í Lionessuklúbbi Keflavíkur í nokkur ár. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 17. mars 2020, klukkan 13. Elsku mamma, þá er komið að því að við göngum saman síðustu sporin og svo skilur leiðir. Það er svo sárt og skrítið að koma til landsins og þú ert ekki lengur hér. Þú sem alltaf tókst mér opnum örmum í hvert skipti sem ég kom og varst svo blíð og góð og vildir allt fyrir mig gera. Minningarnar eru margar. Vaka langt fram á nótt með þér, spjalla um allt og ekkert, leggja kapal, hlæja út í eitt og stundum tókum við lagið. Þú kunnir sko alla þessa úti- legusöngva orð fyrir orð. Þér fannst svo gaman að fara í útilegur og svo auðvitað bíltúra. Mér eru minnisstæðar ferðirnar norður á Sauðárkrók að heimsækja Sollu frænku. Þar keyrðum við út um all- ar sveitir og skoðuðum allt það sem okkur fannst merkilegt. Stoppuð- um oft til að fá okkur kaffi og kökur og hlógum svo mikið að það stóð í okkur. Mömmu þótti gaman að ferðast og kom til Nýja-Sjálands og heim- sótti okkur í þrjá mánuði. Það voru yndislegir tímar og hún kynntist ömmubörnunum Agli, Önnu og Henri betur. Ein af mörgum minn- ingum frá þeim tíma er þegar við ákváðum að fara í ferðalag. Öllu var pakkað í bílinn; töskum, hjólum og mat. Okkur datt í hug að keyra að nóttu til, minni umferð. Svo er lagt af stað. Þegar komin er mið nótt lít ég í afturspegilinn til að vita hvort mamma sé ekki sofnuð. Nei, þá situr hún með galopin stjörf augun. Mér bregður náttúrlega við og spyr hvort hún geti ekki sofnað. „Nei,“ segir hún. „Ég hef nú aldrei getað sofið í bíl!“ Eftir þetta ævin- týri fórum við bara í dagsferðir. Löngu seinna heimsótti Anna ömmu sína og var hjá henni í heilt ár. Mamma var henni afskaplega góð, þær kynntust vel og gerðu mikið saman. Svo komu Henri og Jessica konan hans 2017 og voru hjá henni í tvo mánuði. Þá voru ís- lenskukennslustundir á morgnana sem voru hver annarri fyndnari en samt lærðist margt og mömmu fannst þetta voða gaman. Það var því viðeigandi þegar Henri minnt- ist ömmu sinnar í brúðkaupinu sínu og sagði að þegar hann var að byrja sitt líf hefði amma Sissa verið hjá honum og passað hann og þeg- ar hún var komin á efri ár hefði hann verið hjá henni og passað upp á hana. Mamma gat verið svolítið fyndin á köflum. Hún átti það til að kvarta yfir að enginn kæmi í heimsókn og enginn hefði hringt. Nema náttúr- lega kom Hanna við og Ingibjörg kom í kaffi. Nú svo hringdi Solla og Siggi líka. Jú svo komu Fríða og Sigga seinnipartinn. En fyrir utan það, þá kom enginn! Hún mamma mín var yndisleg kona. Hún vildi öllum vel, gerði aldrei mannamun og fann alltaf til með þeim sem minna máttu sín. Hún var alltaf til staðar að taka til hendinni. Hún var með svo mjúkar hendur sem héldu um höfuð manns og kyssti svo á báða vanga, bara eins og mamma ein getur. Já svona getur maður verið heppin að hafa átt svona góða mömmu. Það er eitthvað svo voðalega tómlegt núna og ég sakna hennar óendanlega. Elsku mamma mín nú kveð ég þig í hinsta sinn og hvíldu vel. Þú átt stóran stað í hjarta mínu og ég mun ávallt minnast þín sem elsku- legu góðu mömmunnar minnar. Björg og fjölskyldan þín á Nýja-Sjálandi. Mig langar að kveðja hana Sissu með örfáum línum því öll mín æsku- og unglingsár var ég nánast daglegur gestur inni á hennar heimili á Vesturbraut í Hafnarfirði. Ástæðan var sú að ég og Björg dóttir hennar vorum óskiljanlegar vinkonur öll okkar æskuár. Það sem einkenndi Sissu fyrst og fremst var einskær góð- vild og hjartahlýja í minn garð. Sissa elskaði að rifja upp fyrir okkur Björgu uppákomurnar sem við lentum í þegar við vorum litlar og var mikið hlegið að þeim. Elsku Sissa mín, vil ég þakka þér fyrir allt, þú varst mér ávallt svo góð og umhugað um mig og mína fjölskyldu alla tíð og vil ég þakka þér samfylgdina í gegnum árin. Vil ég votta öllum hennar afkom- endum og nánustu aðstandendum samúð mína. Minning um góða manneskju lifir áfram í hjörtum okkar. Steinþóra Þorsteinsdóttir. Sigríður Júlíusdóttir ✝ SvanfríðurGuðrún Gísla- dóttir þroskaþjálfi, síðast til heimilis að Smyrlaheiði 42 í Hveragerði, fæddist á Grund í Súðavík 4. ágúst 1945. Hún lést á Landspítalanum 4. mars 2020. For- eldrar hennar voru Guðríður Halldórs- dóttir, f. 1920, d. 1983 og Gari- bald Gísli Anton Sigurbjörns- son, f. 1919, d. 1989. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Helgi Gretar Krist- insson, f. 17.6. 1945, málara- meistari og fv. deildarstjóri við Iðnskólann í Reykjavík. Svanfríður giftist Ísleifi Péturssyni, þv. lögregluþjóni, árið 1969. Þau skildu. Börn Svanfríðar og Ís- leifs eru: 1) Gísli Kristinn, f. 1.9. 1970, eiginkona hans er Björk ína Gísladóttir, og börn þeirra Hrann- ar Logi, Elma Dröfn, Maren Rún og Ölver Ben. 2) Kristín, f. 19.10. 1971, dóttir hennar er Ríkey Svan- fríður. Fósturdóttir Helga Gretars og Svanfríðar er: Þórhildur Sif Jónsdóttir, f. 27.8. 1976, eigin- maður hennar er Bergur Arnarson og börn þeirra Ævar Örn, Óliver, Dalía Sif og Salka Rós. Útför Svanfríðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 17. mars 2020, klukkan 13. Svanna systir kvaddi þennan heim 4. mars síðastliðinn eftir margra ára erfið veikindi. Það er erfitt að kveðja, en nú er hún laus við þjáningar og komin í blóma- brekkuna í Sumarlandinu, þar sem tekið hefur verið á móti henni af þeim sem farnir eru. Margar minningar fara gegn- um hugann. Svanna var mjög frændrækin, hafði mikinn áhuga á ættfræði og á fólki yfirleitt, svo sumum fannst nóg um, en öðrum fannst það forvitni. Líf Svönnu var ekki alltaf auðvelt, frá því á unglingsárum hefur hún meira og minna átt við vanheilsu að stríða. Það var ótrúlegt nú á seinni árum hvað hún komst í gegnum erfiðleikana, hún var ekki tilbúin að gefast upp. Svanna fór nokkrar heilsu- ferðir til Póllands, hún fór í heim- sókn til Bergen í Noregi til Siggu frænku og stóð fyrir því að Sigga kæmi í heimsókn til Íslands með fjölskyldu sína 2003. Farið var í ógleymanlega fjölskylduferð til Súðavíkur og meðal annars hald- in minningarstund í tilefni 90 ára afmælis föður Siggu. Við Didda systir fórum síðan með Svönnu til Bergen að heimsækja Siggu árið 2008 og 2010, það eru ógleyman- legar ferðir. Svanna var mjög gjafmild og vildi alltaf vera að gefa okkur eitthvað, þeir eru nokkrir kjól- arnir sem hún keypti í Póllandi og gaf mér. Þegar við Didda fór- um í heimsókn til hennar í Hveragerði í haust fór hún í fata- skápinn til að athuga hvort ekki væri eitthvað sem við gætum not- að því þá losnaði pláss til að fá sér eitthvað nýtt í staðinn! Við systkinin hittumst öll hjá henni á hjúkrunarheimilinu á Selfossi 29. desember síðast- liðinn. Við áttum góða samveru- stund og ýmislegt gamalt var rifjað upp frá uppvaxtarárum okkar í Súðavík, þá var ákveðið að þetta myndum við endurtaka nú í vor. Við Grundarsystkinin eigum góðar minningar frá sam- verustundum okkar og er það mjög dýrmætt. Elsku Helgi Grétar, Gísli Kristinn, Kristín og fjölskyldur, megi góður Guð vera með ykkur á erfiðum stundum. Það er bót í böli nauða að bænin okkur huggun lér og á bak við dimman dauða Drottins miskunn augað sér. Þó að flest á feigðarströndum fjötri oss við sorgirnar, bjart er yfir lífsins löndum ljúft að mega finnast þar. (GJ) Takk fyrir allt og hvíldu í friði. Þín systir, Sigurbjörg Fr. Gísladóttir (Sirrý). Fallin er nú frá, eftir erfið veikindi, mín elskulega Svanna frænka. Hún var umhyggjusöm, jákvæð, þrjósk og harðdugleg. Tæpri viku fyrir andlátið hringdi hún í mig og sagði mér frá þeim læknisaðgerðum á henni, sem væru fram undan, sem ég lofaði að biðja fyrir. Alla vegana var andlátið víst ekki kvalafullt. Því næst gafst mér tækifæri til að upplýsa hana um nokkuð nýtt sem ég hafði fundið í sögu- og fræðagrúski mínu. Það var rúmlega 70 ára gamalt viðtal við vestfirska ömmusystur okkar sem kölluð var Setta í Skógum (við Þorskafjörð). Greinargott viðtal í gamalli bók eftir Árna Óla, með góðum fróðleik um Settu, foreldra hennar og sveitalífið þar og þá. Margt af þessu vissi Svanna um og gat frætt mig betur. Hún var oft sjálf til frásagnar um þessa frænku okkar í bókinni Vest- firskar konur í blíðu og stríðu (2. bók 2011). Við ræddum líka um vel vand- aða útför Sverris bróður míns nýlega. Þau áttu það m.a. sam- eiginlegt þessi frændsystkin að vera fædd á Grund í Súðavík, af systrum sem ólust þar upp. Það gerði Svanna líka. En bróðir þeirra systra drukknaði ungur í skipskaða. Hafði áður eignast tvær efnilegar dætur. Grund er nú um aldargamalt hús, vel við- haldið, sem hefur varðveist í náttúruhamförum og er heim- sótt af nýjum kynslóðum ætt- ingja. Stormar komu í lífsins ólgu- sjó hjá Svönnu, en hún vann sig út úr þeim með atorku og þraut- seigju. Hún var til fyrirmyndar sem fjölfötluð kona. Öflug lífs- barátta hennar er dýrmætt framlag í krefjandi réttindabar- áttu fólks með fötlun í dag. Við áttum það sameiginlegt að búa lengi í Kópavogi en þegar ég flutti til Hveragerðis fyrir um sjö árum átti Svanna heima þar. Þá og síðar leiðbeindi hún mér og fræddi mig, eins og um- hyggjusöm eldri systir. Hún skilur þar eftir sig af- spyrnu smekklegt heimili, hlað- ið handavinnu, og ágætan eig- inmann, Helga Grétar. Líka verða að kveðja hana fjöldi atorkusamra afkomenda, sem ég held mörg hver mikið upp á, vegna þess að þau eru örvhent eins og ég! En það er nú líka lít- ill hluti af manneskju-kostum þeirra ef út í það er farið. Innilegar samúðarkveðjur öllsömul. Vona að góður Guð gæti ykkar og styrki á þessum sorgartímum. Blessum sé minn- ing Svönnu. Að lokum vil ég kveðja hana með stuttum en innihaldsríkum kveðskap (4:24) eftir Hallgrím Pétursson. Hann er að finna í býsna gamalli út- gáfu af Passíusálmunum, sem amma okkar Svönnu og lang- ömmur varðveittu og væntan- lega vegsömuðu með öðrum heimilismönnum, á þessum árs- tíma, en er nú í mínum fórum. Gæti nú verið mörgum líknar- lind á erfiðum tímum, líkt og fyrr á öldum í þrengingum þjóð- arinnar. Vaktu, minn Jesús, vaktu í mér, vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (Hallgrímur Pétursson) Ævar Halldór Kolbeinsson. Svanna mín, hvað sérðu þegar þú situr við hlið Jesú á himnum? Horfir þú á ættingja og vini lausa úr kvölum og sársauka lífsins, fulla hamingju og gleði? Ég bið að þú gefir þér samt tíma í leik ljóssins í skýjabólstrum á þínu nýja heimili. Sleppir tök- unum á okkur sem minnumst þín og kveðjum hinstu kveðju. Líf þitt snerist um fólk, áhugi þinn var fólk, fólkið sem þú elsk- aðir eða kunnir bara alls ekki við og þeir fengu að heyra það. Ég valdi að vera í þínu liði, þorði ekki annað eins og við hlógum oft saman að ótta mínum við þig. Ég grét þig áðan í göngu í snjónum en svo fór ég að hlæja fljótt, þú varst meira fyndin og alltaf var kaldhæðinn húmor þinn allsráðandi. Að þú skyldir eignast Helga Grétar sem mann, makalausan persónuleika, einstakan og fróð- an, var blessun fyrir ykkur bæði. Hann var þér svo mikils virði og þú honum, ótrúlegt sam- band tveggja ólíkra einstak- linga. Ég er svo þakklát fyrir að hafa haft ykkur í lífi mínu um hríð. Að þið tókuð ykkur tíma til þess að blessa mig sextuga í Pól- landi með fjölskyldu og vinum gleymist ekki, falleg gjöf og ljóð skiptu minna máli en nærvera ykkar. Með ykkur í Póllandi var æv- intýri þar sem þú auðvitað réðst og stjórnaðir öllu, það varst þú vinkona. Vildir stjórna þínu lífi sjálf og fékkst það, enda átti eng- inn séns í þig, ekki einu sinni læknar, hjúkrunarfólk, þing- menn, flugstjórar. Enginn, þú réðst. Þú ætlaðir að ráða en ég held að nýja vistar- veran sé ekki eins leiðitöm og við hin. En ég sé það seinna. Samt; Svanna hlustaði en gerði lítið með það sem maður ráðlagði henni nema að hún bætti árum við líf í þjáningu og fötlun með hollu mataræði í Póllandi. Hún eignaðist vin þar, leigu- bílstjóra sem ók henni um svæð- ið, og þau versluðu saman, hún lét hann hjálpa sér og með þeim tókst vinátta sem allir nutu góðs af. Það er ekki hægt annað en að þakka Svönnu kærleikann en síð- ustu orð hennar til mín í síman- um voru þessi: „Hvar ertu, ég heyri lítið í þér þessa dagana? Er Gunnar hjá þér? Ertu á leið til Póllands? Jónína, ég elska þig.“ Allt í einni runu og erfitt um svör því Svanna átti það til að tala áð- ur en hún hugsaði, það gera reyndar flestar konur. Elsku Helgi Grétar og börn og barnabörn Svönnu. Minning hennar lifir enda litríkur per- sónuleiki sem við nutum öll góðs af en þurftum líka öll að setja mörk gagnvart. Hún elskaði okk- ur öll og bar hag okkar fyrir brjósti, það dugar langt. Að elska Guð er að elska hvert annað, á ljósum dögum þegar allt gengur vel og líka á myrkum dögum veikinda og sorgar. Við erum kölluð til að elska – jafnvel það sem okkur hugnast ekki. Svanna elskaði Guð, börnin sín og barnabörn sem og Helga Grétar. Það votta ég. Jónína Ben. Svanfríður/Svanna var ógleymanlegur persónuleiki. Ég kynntist henni á heilsustofnun Náttúrulækninga í Hveragerði. Hún var eftirtektarverð þegar hún sveif inn í matsalinn með fjólubláan hatt, í litskrúðugum kjól. Hún bar sig vel og heilsaði öllum brosandi. Fáir veittu göngugrindinni eftirtekt, tóku meira eftir kon- unni sjálfri. Svanna var sjúklingur en ein af þeim sem báru veikindi sín með reisn. Hún sá oft um kvöldvökurnar, kynnti þátttakendur og skemmti stundum sjálf. Svanna var afar hjartahlý kona, þekkti marga, gleymdi fáum og hjálpaði þeim sem þurftu á hjálp að halda. Hún var lærður þroskaþjálfi en þegar veikindin gerðu hana óstarfhæfa leitaði hún á vit Rauða krossins, sótti þangað fatnað og annað sem hún kom síðan til þurfandi fólks. Þú átt gefandi lífsferil að baki, kæra Svanna. Blessun fylgi þér. Þín vinkona Oddný Sv. Björgvinsdóttir. Svanfríður Guðrún Gísladóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Elskulegur faðir minn, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR GUÐNASON síðast búsettur á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum laugardaginn 14. mars. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Ljósheima. Ína Björg Guðmundsdóttir Sigurður F. Guðfinnsson Rakel Ómarsdóttir Ómar Þór Ómarsson Aurora Hernandes Viktor Ómarsson Arnór Darri Eggertsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.