Morgunblaðið - 17.03.2020, Side 24

Morgunblaðið - 17.03.2020, Side 24
Í fyrsta sæti Á skákmóti Æsis, fé- lags eldri borgara, fyrir tæpu ári. G uðfinnur Rósinkranz Kjartansson er fæddur 17. mars 1945 á Ísafirði og ólst þar upp. Hann gekk í barna- og gagn- fræðaskóla Ísafjarðar og seinna í Iðnskóla Ísafjarðar þar sem hann nam ljósmyndun. Guðfinnur flutti suður til Reykja- víkur 19 ára gamall og starfaði sem sölumaður þar til hann tók við fram- kvæmdastjórastarfi Nestis hf. 1971- 1997. Hann hefur unnið við bókhald og rekstur ýmissa húsfélaga frá 1997, auk þess að sinna ýmsum félagsmálum og áhugamálum. Guðfinnur var formaður Taflfélags Reykjavíkur 1974-1976 og 1980-1981 og·sat í stjórn Skáksambands Ís- lands 1975-1976. Hann hefur verið varaformaður Skákdeildar KR frá 2000 og varaformaður og skákstjóri Riddarans, skákklúbbs eldri borgara í Hafnarfjarðarkirkju frá 2005. Guð- finnur var varaformaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri Ísfirðinga- félagið í Reykjavík 1988-2006 og fyrrverandi rit- og útgáfustjóri Vest- anpóstsins, blaði félagsins. Eitt áhugamála Guðfinns er skák, en hann hefur unnið til fjölda verð- launa á skákmótum eldri borgara. Hann hefur einnig áhuga á trjárækt, en þau hjónin eiga land við Selvatn þar sem þau eiga bústað og vinnu- stofuna Listasel en Erla, kona Guð- finns er myndlistarmaður. Í Listaseli eru haldnar sýningar, skákmót og mannamót ýmiss konar. Guðfinnur fæst við sköpun í landi þeirra hjóna en hann hefur búið til verk í skóg- inum sem byggjast á orðagríni eins og Sleggjudómur, Að hugsa út fyrir rammann og Sest í helgan stein. Guðfinnur hefur einnig áhuga á þjóð- félagsmálum, tæknimálum og mynd- bandavinnslu, en hann hefur gert myndbandið Í skjóli trjánna yfir verk sín við Selvatn, og það má finna á Youtube. Fjölskylda Kona Guðfinns er Erla B. Axels- dóttir, f. 12.4. 1948, myndlistar- maður. Þau eru búsett í Reykjavík. Foreldrar Erlu voru hjónin Axel Helgason, f. 12.4. 1913, d. 17.7. 1959, lögreglumaður, listamaður, stofn- andi og forstjóri Nestis hf., og Sonja B. Helgason, f. 16.11. 1918, d. 13.7. 2010, íþróttakennari og forstjóri Nestis hf. Þau voru búsett í Kópa- vogi, en eftir lát Axels bjó Sonja í Reykjavík. Dætur Erlu og Guðfinns eru: 1) Sonja Björg, f. 1.2. 1971, lyfjafræð- ingur í Kópavogi, gift Erlendi S. Þor- steinssyni reiknifræðingi. Börn þeirra eru: Birkir Örn, f. 2000, Þor- steinn Hilmir, f. 2004, og Þórunn Erla, f. 2006; 2) Anna Lára, f. 30.10. 1975, mannauðsstjóri í Reykjavík, í sambúð með Steinari Karli Hlíf- arssyni, deildarstjóra og viðskipta- lögfræðingi. Dætur Önnu Láru eru Erla Guðfinna, f. 2000, Emilía Stef- anía, f. 2006, og Elíana Júlía, f. 2009; 3) Jónína Rós, f. 23.7. 1985, fjármála- hagfræðingur í Reykjavík, gift Trausta Birni Ríkharðssyni, íþrótta- fræðingi, bifvélavirkja og þjónustu- Guðfinnur R. Kjartansson, fyrrverandi framkvæmdastjóri – 75 ára Á æskuslóðum Guðfinnur með eiginkonu, dætrum og hluta af barnabörnum á Ísafirði sl. sumar. Skákað í skjóli trjánna Sest í helgan stein Guðfinnur situr á einu verka sinna við Selvatn. 24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020 60 ára Þorsteinn er fæddur og uppalinn í Reykjavík en býr á Ísa- firði. Hann er mat- reiðslumaður að mennt en vinnur hjá Hampiðj- unni við skoðun á björg- unarbátum. Maki: Sigurrós Eva Friðþjófsdóttir, f. 1958, danskennari við Grunnskólann á Ísafirði. Synir: Friðþjófur, f. 1984, og Sigurður Gunnar, f. 1988. Barnabarn er Úlfur Ás Sigurðsson. Foreldrar: Þráinn Sigurjónsson, f. 1940, endurskoðandi, og Ruth Fjeldsted, f. 1939, vann síðast í Seljahlíð. Þau eru búsett í Kópavogi. Þorsteinn Fjalar Þráinsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú hefur mjög ákveðnar skoðanir á viðkvæmu vandamáli. Leyfðu öðrum að fylgjast með hvað þú ert að bardúsa – fólki finnst það skemmtilegt. 20. apríl - 20. maí  Naut Notaðu daginn til þess að styðja samtök sem hjálpa þeim sem minna mega sín. Samband syngur sitt síðasta. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þér er heitt í hamsi og þarft að gæta þess að það bitni ekki á þeim sem síst skyldi. Skemmtileg samvera er allt sem þú þarft núna. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þótt þér sé ekki mikið gefið um mannamót, kemstu ekki hjá því að sækja sum þeirra. Reyndu að hafa ekki áhyggj- ur, þær bæta ekkert. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Öllu gríni fylgir einhver alvara svo þú skalt gæta orða þinna og hafa aðgát í nærveru sálar. Erfiðleikar sem hafa fyllt tilveru þína undanfarið hverfa fljótlega. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Hlustaðu á þá sem vilja leiðbeina þér og gefa þér góð ráð, því þeir tala af reynslu. Forðastu að umgangast nei- kvætt fólk. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú mátt eiga von á því að vinur þinn leiti til þín í vandræðum sínum. Leiddu deilur hjá þér. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Passaðu að samningar séu skriflegir. Vertu til staðar fyrir þá sem skipta þig máli og hlúðu að eigin ham- ingju og heill. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu þínar þarfir ganga fyrir núna til tilbreytingar. Stundum finnst þér best að fljóta með straumnum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þú lærir aftur að meta það að njóta hins smáa. Kannski þú ættir að skrá þig á námskeið til að sinna áhuga- máli þínu betur. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Forðastu allar skyndiákvarð- anir í fjármálum og gættu þess að hafa þá með í ráðum sem máli skipta. Haltu þínu striki, þú ert alveg að ná markmiði þínu. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú virðist hafa talað einhvers staðar af þér og verður því að taka af- leiðingum orða þinna. Ekki kaupa köttinn í sekknum. 40 ára Heiðdís fædd- ist á Akureyri, ólst upp í Gerðunum í Reykja- vík en býr í Kópavogi. Hún er viðskiptafræð- ingur að mennt frá Háskóla Íslands og er sérfræðingur í mann- auðsmálum hjá Ölgerðinni. Maki: Þorvaldur Gísli Kristinsson, f. 1973, sölumaður hjá Öskju. Synir: Dagur Jarl, f. 2003, og Heiðar Logi, f. 2005. Foreldrar: Steinunn Guðjónsdóttir, f. 1947, vann síðast hjá Sýslumanni, hún er búsett í Garðabæ, og Björn Eiríksson, f. 1948, d. 2018, bókaútgefandi. Heiðdís Björnsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is ÞJÓNUSTA FYRIR ÁSKRIFENDUR HLJÓÐMOGGI FYRIR FÓLK Á FERÐ

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.