Morgunblaðið - 17.03.2020, Síða 25

Morgunblaðið - 17.03.2020, Síða 25
stjóra. Börn þeirra eru: Erla Ýr, f. 2010, Kristinn Bjarki, f. 2012, og Kjartan Elmar, f. 2020. Bræður Guðfinns eru Guðmundur Kjartansson, f. 20.2. 1931, d. 1.7. 2004, bankaendurskoðandi í Reykja- vík; Kjartan P. Kjartansson, f. 15.12. 1933, fv. framkvæmdastjóri, búsett- ur í Reykjavík; Jón S. Kjartansson, f. 10.9. 1939, forstjóri og eigandi lakkrísverksmiðjunnar Kólus, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Guðfinns voru hjónin Jónína S. Jónsdóttir, f. 3.8. 1905, d. 7.3. 1999, húsfreyja og verkakona í rækjuvinnslu á Ísafirði, og Kjartan R. Guðmundsson, f. 9.10. 1894, d. 10.5. 1964, beykir á Ísafirði. Guðfinnur R. Kjartansson Guðlaug Pálsdóttir húsfreyja í Tröð Rósinkranz Kjartansson bóndi í Tröð í Önundarfirði Guðfinna Rósinkranzdóttir húsfreyja á Ísafirði Guðmundur Pálsson beykir á Ísafirði Kjartan R. Guðmundsson beykir á Ísafirði Sigríður Bjarnadóttir húsfreyja í Bolungarvík Páll Halldórsson hreppstjóri í Bolungarvík Kristín Pálsdóttir húsfreyja í Bolungarvík Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Knerri í Breiðuvík, Snæf. Gunnlaugur Finnsson bóndi á Hvilft, kennari, alþm. og kaupfélagsstjóri á Flateyri Jóhann Ragnarsson lögfræðingur Hannibal Valdimarsson ráðherra Ingólfur Árnason frkvstj. í Rvík Marteinn Karlsson fv. útgerðar- maður Rósinskranz Rósinkranzson bóndi í Tröð Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur Halldóra Eldjárn forsetafrú Guðlaug Sveinsdóttir húsfreyja á Hvilft Ragnar Jakobsson útgerðarmaður á Flateyri Valdimar Jónsson bóndi í Fremri-Arnardal Guðmundur Marteinsson frkvstj. Bónuss Kristján Ragnarsson fv. forstjóri LÍÚ Hafsteinn Hannesson bankamaður Halldóra Ólafsdóttir húsfr. í Bolungarvík Kristín Rósinkranzdóttir húsfreyja á Flateyri Hannes Halldórsson frkvstj. á Ísafirði Sveinn Rósinkranzson útvegsbóndi á Hvilft í Önundarfirði Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtjóri Jón Jónsson bóndi á Eyri í Árneshreppi Guðrún Árnadóttir húsfreyja á Melum Halldór Jónsson bóndi á Melum í Víkursveit á Ströndum Sigríður Halldórsdóttir vinnukona í Húnavatnssýslu Jón Ólafsson b. á Efri-Skúfi í Hún., vinnum. í Kanada og Vatnsdal Hólmfríður Jónasdóttir húsfreyja í Holtastaðareit Ólafur Björnsson bóndi í Holtastaðareit í Langadal Úr frændgarði Guðfinns R. Kjartanssonar Jónína S. Jónsdóttir húsfreyja og verkakona á Ísafirði DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020 SMÁRALIND www.skornirthinir.is Kíktu á verðið Mjúkir götuskór úr leðri að innan sem utan Tilboðsverð* 4.499 Verð áður 14.995 Stærðir 36-42 *Tilboðsverð gildir til 31.mars „VILTU AÐ ÉG KANNI ÞAÐ HVORT ÞÚ GETIR FENGIÐ EINKASTOFU?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að dreyma um daginn sem þið hittist aftur. GRETTIR, ÞÚ ÆTTIR AÐ STUNDA MEIRI HREYFINGU EINHVERJA HREYFINGU HREYFINGU YFIRLEITT TELST ÞAÐ MEÐ AÐ SEGJA ÞÉR AÐ ÞEGJA? ÉG ÆTLA AÐ SKILA ÞESSUM ASNALEGA TÖFRASPEGLI! HVERS VEGNA? ÁÐUR EN ÉG GAT SPURT HVER VÆRI FEGURST Á LANDI HÉR SÝNDI HANN MÉR AUGLÝSINGAR FYRIR TRYGGINGAR GEGN SPEGLABROTUM! „ÉG DÁIST AÐ HENNI. ÉG VÆRI EKKI NÓGU HUGRÖKK TIL AÐ SYNGJA OPINBERLEGA EF ÉG VÆRI MEÐ HENNAR RÖDD.” Eins og við er að búast end-urspegla yrkisefni hagyrð- inga mannlífið á hverjum tíma, – eða eins og Davíð Hjálmar í Davíðs- haga segir á Leirnum: „Tveggja- metra-fjarlægðar-reglan getur haft veruleg áhrif á mannleg sam- skipti“: Eftir bras og brúðkaupsdag með bríaríi og versum sefur hún við höfðalag en hann til fóta – þversum. Á föstudaginn hafði Davíð Hjálm- ar við orð, að þótt samkomubann skylli á þyrfti að sýna skynsemi og gæta hófs í innkaupum á nauðsynj- um: Ég skrapp í búð og birgðir keypti mér, bæði klósettpappírsgám og smér, hundrað pund af haframéli í graut og heilfryst þriggja vetra gamalt naut. Síðan bætti Davíð Hjálmar við, að þrátt fyrir samkomubann mætti fara í búðina þegar maður væri orðinn mjög svangur, – hélt hann! Karlinn fær að kaupa mat ef kjötleysi telst sannað en hundasýning, hanaat og hópslagsmál er bannað. Skírnir Garðarsson svaraði að bragði, sagðist hafa farið í Bónus og gengið furðu vel: Í Bónusverzlun braust í gær, brattur – drengur sóma – , þar kókflöskur ég keypti tvær, kartöflur og rjóma. Og bætti við: „Munið sprittið!“ Sigurlín Hermannsdóttir orti þegar Drífa smitaðist: Hæglát er hundslappadrífa ég horfi á snjókornin svífa. Í einangrun inni má blífa aumingja hundslappa Drífa. Allur er varinn góður eða eins og Fía á Sandi segir: „Maður birgir sig aldrei of vel upp!“ Sjálfsagt mál er að sitja heima í sóttkví. Brosandi læt ég mig bjórinn dreyma. Á bara viskí. Ég hitti karlinn á Laugaveginum inni við Vatnsþró og mér sýndist ferðahugur í honum þegar hann skaut höfðinu aftur á bak til vinstri, eilítið upp á við, og sagði: Eins og forðum fyrir norðan drekk ég hvort sem Fía á borð mér ber bjór eða viskí, – sama er mér. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Langs og þvers og í sóttkví

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.