Morgunblaðið - 17.03.2020, Side 26
17. mars 1965
Frétt í Morgunblaðinu: Íslenzk
knattspyrnuyfirvöld fengu
beiðni um það að
tilnefna dómara á
leik Svíþjóðar og
Kýpur, en leikur
þessi er liður í
undankeppni
heimsmeistara-
keppninnar sem
lýkur 1966. Leikur þessi verður í
Svíþjóð 5. maí. Dómaranefnd
KSÍ var falið að velja dómara og
fyrir valinu varð Magnús V. Pét-
ursson sem allir knattleiksunn-
endur þekkja eftir margra ára
dómarastörf. Magnús er þriðji
Íslendingurinn sem dæmir
knattspyrnulandsleik milli er-
lendra liða erlendis; hinir eru
Haukur Óskarsson og Hannes Þ.
Sigurðsson.
17. mars 1970
Frétt í Morgunblaðinu: Úrval
knattspyrnumanna úr Kópavogi
og Hafnarfirði lék gegn landslið-
inu sl. laugardag á Háskólavell-
inum og lauk leiknum með sigri
úrvalsins, 5:2. Mikil rigning var
meðan leikurinn fór fram og því
völlurinn mjög blautur og þung-
ur. Fram kemur að Helgi Ragn-
arsson hafi skorað þrennu, „Hat-
trick“, fyrir úrvalsliðið en Matt-
hías Hallgrímsson gert bæði
mörk landsliðsins.
17. mars 1972
Viðburður á þessum degi: Ís-
lenska karlalandsliðið í hand-
knattleik vinnur auðveldan sigur
á Belgum, 31:10, í
undankeppni Ól-
ympíuleikanna í
Bilbao á Spáni.
Geir Hallsteinsson
skorar 12 mörk í
leiknum og Axel
Axelsson 9. Upp-
reisn æru eftir jafntefli, 10:10,
gegn Finnum í fyrsta leiknum.
17. mars 1991
Viðburður á þessum degi: Ís-
lenska kvennalandsliðið í hand-
bolta sigrar Portúgala
örugglega, 29:14, í fyrsta leikn-
um í C-heimsmeistarakeppninni
á Ítalíu. Guðríður Guðjónsdóttir
skorar 5 mörk, Rut Bald-
ursdóttir, Erla Rafnsdóttir og
Björg Gilsdóttir 4 hver.
17. mars 1995
Frétt í Morgunblaðinu: Skalla-
grímsmenn komust ekki til
Njarðvíkur í gær þar sem veður
var farið að færast í aukana.
Þeir lögðu upp frá Borgarnesi
með langferðabifreið klukkan
hálf fjögur en þegar þeir voru
komnir í Melasveitina var færð-
in orðin það slæm að ljóst var að
þeir myndu aldrei ná til Njarð-
víkur fyrir klukkan átta.
17. mars 1999
Viðburður á þessum degi: Ís-
lenska karlalandsliðið í hand-
knattleik sigrar
Ungverja, 29:22,
á heimsbik-
armótinu í Sví-
þjóð. Valdimar
Grímsson skorar
10 mörk og
Róbert Julián
Duranona gerir 7. Ísland endar
þar með í þriðja
sæti í sínum riðli.
17. mars 2010
Frétt í Morgunblaðinu: Gylfi
Þór Sigurðsson, knattspyrnu-
maðurinn ungi hjá Reading,
heldur áfram að gera það gott. Í
gærkvöld tryggði hann liðinu
sigur á QPR, 1:0, í ensku 1.
deildinni, með miklu ein-
staklingsframtaki, fimm mín-
útum fyrir leikslok.
Á ÞESSUM DEGI
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020
BRETLAND
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
„Ég er fyrst og fremst ótrúlega
ánægð með þennan sigur enda mikil
óvissa búin að vera í gangi í kringum
körfuboltann á Englandi undan-
farna daga,“ sagði Sara Rún Hin-
riksdóttir, leikmaður Leicester
Riders og nýkrýndur breskur bikar-
meistari í körfuknattleik, í samtali
við Morgunblaðið.
Sara fór á kostum í úrslitaleiknum
gegn Durham Palatinates og skoraði
23 stig og tók sjö fráköst. Frammi-
staða Söru í leiknum skilaði henni
nafnbótinni besti leikmaður úrslita-
leiksins en Leicester Riders vann
fjögurra stiga sigur í spennandi leik,
70:66, í úrslitaleik í Emirates Arena í
Glasgow á sunnudaginn. Þetta er
þriðja árið í röð sem Leicester Rid-
ers verður breskur bikarmeistari en
fyrsta tímabilið sem Sara leikur með
liðinu.
Leikplanið gekk fullkomlega
„Við byrjum leikinn betur en svo
komu þær með áhlaup og náðu að
minnka muninn, Við vorum svo aftur
sterkari í upphafi síðari hálfleiks en
þegar fjórar mínútur voru til leiks-
loka fékk ég tilfinninguna að þær
væru að fara klára þetta. Sem betur
fer náðum við að halda þetta út og
það er vert að taka það fram að leik-
plan þjálfarans gekk fullkomlega
upp og það small í raun allt hjá okk-
ur í þessum leik. Ég var meðvituð
um að Leicester hafði unnið þetta
tvö ár í röð. Ég vil samt ekki skrifa
þennan sigur á einhverja reynslu
innan hópsins því við erum með nýtt
lið frá því í fyrra þannig séð. Það eru
þrír leikmenn í hópnum sem hafa
spilað síðustu tvo úrslitaleiki og þeg-
ar allt kemur til alls var það varnar-
leikurinn og hvernig við stjórnuðum
klukkunni allan leikinn sem skilaði
þessum sigri í hús.“
Eins og áður sagði átti Sara frá-
bæran leik og var stigahæst í liði
Leicester Riders með 23 stig.
„Það eru margir mjög góðir leik-
menn í þessu liði og það hefur í raun
verið þannig í allan vetur að það er
aldrei sama manneskjan sem er
stigahæst í leikjum okkar. Það fer í
raun bara eftir mótherjanum hver
það er sem spilar best og það hent-
aði mér vel að spila á móti Durham
Palatinates þar sem að uppleggið
var að keyra á þær, meðal annars úr
hraðaupphlaupum. Við lögðum
höfuðáherslu á varnarleikinn í leikn-
um og það hentar mér vel því mér
finnst gaman að verjast og sóknin
kom í raun bara með varnar-
leiknum.“
Óvissuástand á Bretlandi
Forráðamenn BBL, bresku körfu-
knattleiksdeildarinnar, hafa ekki
enn gefið það út hvort leikjum í
deildinni verður frestað á næstunni
vegna kórónuveirunnar og því hefur
ákveðin óvissa ríkt í kringum deild-
ina undanfarna daga.
„Það hefur verið mikil umræða
um það hvort það eigi að fresta leikj-
um og öðru vegna kórónuveirunnar
hér á Bretlandi. Það voru settir
deildarleikir á helgina en þeim var
frestað á síðustu stundu en samt
sem áður var ákveðið að spila þenn-
an bikarúrslitaleik. Ástæðan sem
var gefin upp fyrir því að fresta ekki
úrslitaleiknum var peningalegs eðlis
og það fór í taugarnar á mörgum.
Það voru hins vegar allir meðvitaðir
um ástandið vegna veirunnar og
leikmenn heilsuðust til að mynda
ekki, hvorki fyrir né eftir leik. Við
gáfum hins vegar allt í úrslitaleikinn
og spiluðum hann í raun bara eins og
um síðasta leik tímabilsins væri að
ræða. Ef þetta var síðan síðasti leik-
ur tímabilsins er ég í raun bara fegin
að það var ákveðið að spila hann því
það er í umræðunni núna að fresta
allri keppni frá og með mánudeg-
inum.“
Spilar samhliða náminu
Sara er 23 ára gamall Keflvík-
ingur, lék með uppeldisfélaginu til
2015 og var tvisvar valin besti ungi
leikmaðurinn á Íslandsmótinu, en þá
fór hún í Cansius-háskóla í Banda-
ríkjunum þar sem hún var í febrúar
2019. Hún lék síðan með Keflavík á
lokaspretti síðasta tímabils.
Sara reiknar með því að spila með
Leicester Riders á næstu leiktíð en
hún er stigahæsti leikmaður liðsins á
tímabilinu með 17 stig að meðaltali.
Liðið er á toppi deildarinnar með 24
stig, eins og Sevenoaks Suns.
„Ég er í meistaranámi í alþjóða-
viðskiptum í Loughborough-
háskólanum og ég ákvað í raun bara
að fara þá leið að spila og læra á
sama tíma, frekar en að fara beint í
atvinnumennsku. Ég á eitt ár eftir af
samningi mínum við Leicester og
markmiðið er að klára þann samn-
ing. Ég mun að sjálfsögðu skoða mín
mál þegar samningur minn rennur
út og markmiðið hefur alltaf verið að
fara í atvinnumennsku en eins og
staðan er núna er planið að spila
með Leicester Riders á næstu leik-
tíð,“ bætti Sara við í samtali við
Morgunblaðið.
Eins og um
síðasta leik
væri að ræða
Sara breskur bikarmeistari með
Leicester Stefnir á að halda áfram
Morgunblaðið/Hari
Landsliðskona Sara Rún Hinriksdóttir hefur leikið 19 landsleiki fyrir Ís-
lands hönd og ætlar að leika áfram í breska körfuboltanum næsta vetur.
Liverpool er dýrmætasta knatt-
spyrnulið Evrópu í dag samkvæmt
útreikningum greiningarstofunnar
CIES Football Observatory. Þar eru
teknir 20 helstu leikmenn hvers liðs í
fimm sterkustu deildum Evrópu, á
Englandi, Ítalíu, Spáni, Þýskalandi
og Frakklandi, og verðmæti þeirra
reiknað út frá aldri, samningslengd
og fleiru. Verðmæti Liverpool er
reiknað út sem rúmir 213 milljarðar
íslenskra króna. Manchester City er
skammt undan með 205 milljarða og
Barcelona í þriðja sætinu með 177
milljarða króna.
Liverpool með
dýrmætasta liðið
AFP
Dýrmætur Mo Salah er einn mik-
ilvægasti leikmaður Liverpool.
Viðar Örn Kjartansson, landsliðs-
maður í knattspyrnu, segir að
óvissa sé með framhaldið á deilda-
keppninni í Tyrklandi, en hann
skoraði fyrir Yeni Malatyaspor í
leik á sunnudaginn eins og áður
hefur komið fram. Sá leikur fór
fram án áhorfenda, en Tyrkir
stefna á að ljúka tímabilinu þannig.
Viðar sagði í viðtali sem birtist á
mbl.is í gær að liðið byggi sig undir
það að spila um næstu helgi. „Það
myndi ekki koma neitt sérstaklega
á óvart ef einhverjum leikjum yrði
frestað,“ sagði Viðar Örn.
Búa sig undir að
spila áfram
Ljósmynd/Yeni Malatyaspor
Tyrkland Viðar Örn Kjartansson
gæti spilað fleiri leiki.
NBA-körfuboltadeildin í Bandaríkjunum byrjar í fyrsta
lagi aftur í júní, en henni var frestað um óákveðinn tíma
í síðustu viku. ESPN í Bandaríkjunum greindi frá. Sam-
kvæmt miðlinum óttast forráðamenn félaga deild-
arinnar að hætt verði alfarið við yfirstandandi tímabil
og það dæmt ógilt. Þykir þeim bandarísk stjórnvöld
bregðast hægt og illa við útbreiðslu veirunnar og vegna
þessa verði ekki hægt að spila hópíþróttir með áhorf-
endum næstu mánuðina. Upprunalega átti að spila leiki í
deildinni án áhorfenda vegna útbreiðslu veirunnar en
um leið og Rudy Gobert, leikmaður Utah Jazz, greindist
með hana, var hætt við alla leiki ótímabundið. Að sögn
ESPN kemur þrennt til greina; leikir haldi áfram án aðdáenda, að hætta al-
farið við tímabilið og svo að fara beint í úrslitakeppnina og spila hana án
áhorfenda. Ásamt Gobert er liðsfélagi hans Donovan Mitchell með veiruna,
sem og Christian Wood hjá Detroit Pistons.
Þrjár lausnir koma til greina
Rudy
Gobert
Andy Jones, blaðamaður hjá The Athletic, telur að frest-
un ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu til 4. apríl hið
minnsta muni gera Jóhanni Berg Guðmundssyni, lands-
liðsmanni og leikmanni Burnley, afar gott. Jóhann hefur
verið óheppinn varðandi meiðsli á tímabilinu og hefur
aðeins byrjað fjóra leiki í úrvalsdeildinni á yfirstandandi
leiktíð.
Jóhann hefur tvívegis tognað aftan í læri í vetur og
var hann fyrst frá í rúma tvo mánuði og síðan sex vikur.
Jones telur að Jóhann geti nýtt fríið vel og mætt aftur
á völlinn í betra standi. „Hver meiðslin á fætur öðrum
hafa haldið honum frá byrjunarliði Burnley á tímabilinu.
Þessi þriggja vikna pása mun bara gera honum gott og hjálpa honum enn
þá frekar að ná sér góðum af þeim meiðslum sem hafa verið að plaga
hann,“ skrifaði Jones. Jóhann hefur skorað eitt mark í úrvalsdeildinni í
vetur og kom það strax í 1. umferð gegn Southampton.
Frestunin góð fyrir Jóhann?
Jóhann Berg
Guðmundsson