Morgunblaðið - 17.03.2020, Blaðsíða 28
AF BÓKUM
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Þetta eru einstakir tímar. Ogmunu verða efni í sögur.Veirufaraldur berst um
heimsbyggðina og landamærum er
lokað, ferðir leggjast af og fólk læsir
að sér. Er líka hvatt til að forðast
aðra vegna smithættu. Tímar sem
þessir bjóða upp á aukna tortryggni,
ótta og andúð, en miklvægara er að
kynda undir samkennd og samstöðu.
Flestir Íslendingar eru fæddir eft-
ir heimsstyrjöldina síðari, þegar
landið var síðast einangrað hér
lengst norður í hafi og hafa því aldr-
ei upplifað slíkt. En nú er sú raunin
og þeir sem eru á flandri úti í heimi
eru hvattir til að snúa til baka og við
nánast skellum í lás. Allt samkvæmt
ráðum sérfræðinga og við fylgjumst
í fjölmiðlum með ítarlegum fréttum
um ógnina og hvernig gangi að ná á
henni tökum. Og það ískrar og brak-
ar í vél hversdagslífsins, vélinni sem
knýr endurtekna og hversdagslega
hringrás daga og árstíða; skólana,
markaðina, ferðalögin …
Um leið og fagnað er öllum góðum
árangri í baráttunni við veiruna, þá
er áberandi það mannanna eðli að
velta sér um leið upp úr frásögnum
um aðrar pestir, plágur og faraldra
sem hafa leikið heimsbyggðina
grátt, sannar og skáldaðar. Nú þeg-
ar fjöldinn hefur lokað að sér á
heimilunum má gera ráð fyrir því að
fleiri tímum sé varið í lestur bóka en
oftast nær. Lestrarhestar út um
löndin hafa síðustu daga víða bent á
bækur sem mögulega geta kitlað
óttataugar eða frætt um pestir sem
skráðar hafa verið í annála gegnum
aldirnar – frægar bækur hafa verið
skrifaðar um sumar. Hér er sjálfsagt
að minna á nokkrar athyglisverðar,
sem standa misnærri okkur í tíma.
Mánasteinn eftir Sjón (2013)
Þessi stutta en áhrifamikla skáld-
saga gerist að mestu á nokkrum afar
örlagaríkum vikum í sögu þjóðar-
innar, og söguhetjunnar, í Reykjavík
haustið 1918. Í upphafskaflanum
fylgist mannsöfnuður með Kötlugosi
en þegar dregur úr náttúruhamför-
unum tekur önnur skelfing við, og
mannskæðari,
spænska veikin.
Hún ræðst á fólk og
hlífir fáum; fjöldi
bæjarbúa liggur í
valnum og fjöldagröf
er tekin í kirkju-
garðinum við Suður-
götu.
Sögupersónan, Máni Steinn, er
sextán ára gamall. Hann aðstoðar í
sögunni lækni sem annast sjúka þar
sem afleiðingar veikinnar eru víða
skelfilegar, og myndar það áhuga-
vert baksvið í vel skrifaðri sögunni.
Plágan eftir Albert Camus (1947)
Þessi kunna og framúrskarandi
skáldsaga franska
heimspekingingsins
og nóbels-
verðlaunaskáldsins
Camus hefur tvisvar
verið þýdd á ís-
lensku; árið 1961
kom út þýðing
Bjarna Benedikts-
sonar og 2008 þýðing Ásdísar R.
Magnúsdóttur.
Sagan segir frá því þegar farsótt
geisar í alsírskri borg sem sett hefur
verið í sóttkví. Þar segir af hetju-
skap lækna sem starfa sleitulaust
við að sinna hinum sjúku og deyj-
andi, jafnframt því að reyna að þróa
mótefni við sjúkdómnum. Jafnframt
er fjallað um samkennd og vináttu
og hvernig samfélagið tekst á við ör-
væntingu borgaranna, ofsatrú, múg-
æsingu og endurlausn.
Þegar Camus hlaut Nóbels-
verðlaunin árið 1957, aðeins 44 ára
gamall, þá var það fyrir bókmennta-
verk „sem lýsa á einlægan og raun-
sæjan máta vandamálum mann-
legrar samvisku í samtímanum“.
Vetrarfrí eftir Hildi Knútsdóttur
(2015)
Saga Hildar vakti verðskuldaða
athygli jafnt ung-
linga sem fullorð-
inna lesenda. Hún
fjallar um Bergljótu,
nemanda í tíunda
bekk, sem er á leið í
vetrarfrí þegar
plága tekur að geisa
á Íslandi, og eins og
sagði í fjögurra stjörnu gagnrýni hét
í blaðinu, þá kemur fljótlega í ljós að
það er engin venjuleg plága. Jafn-
framt segir: „Þetta er einkar vel
skrifuð saga, ofbeldi í henni
skemmtilega blóðugt og hrottalegt,
persónur margræðar og trúverð-
ugar og hörmungarnar sem dynja
yfir vel útfærðar, eins og óttalegur
vökudraumur. Svo er bráðsnjall
snúningur í lokin, í síðustu setning-
unni, sem fær mann til að skella
uppúr. Mjög vel gert.“
Tídægra eftir Giovanni Boccaccio
(Frá 14. öld)
Decameron eða Tídægra er meðal
frumlegustu og
skemmtilegustu
verka sem lifað hafa
frá miðöldum og er
sögð hafa haft mikil
áhrif á þróun skáld-
skaparlistarinnar.
Sagan kom út í róm-
aðri þýðingu Erlings
E. Halldórssonar árið 1999 en hún
gerist á tíu dögum árið 1348 þegar
skelfileg plága geisar í Flórens.
Sex konur og fjórir karlmenn hitt-
ast og ákveða að fara frá borginni í
miðri plágunni og búa í tíu daga á af-
skekktum stað í sveit, til að, eins og
segir í umfjöllun hér í blaðinu um
þýðingu Erlings, „endurheimta fyrri
lífsgleði og lystisemdir í heimi, þar
sem allt er á hvolfi og lög, mannleg
eða guðleg, eru ekki lengur í gildi. Á
þessum tíu dögum segir hvert þeirra
tíu sögur, eina á dag, samtals hundr-
að sögur um skylt efni fyrir hvern
dag.“
Tilgangurinn með að segja sögur
var samt ekki einungis að flýja
hörmungar og létta sér lífið á meðan
hinir þjást, því „samkvæmt trú
manna á 14. öld var söngur og
skemmtan, dans og hlátur, einnig
læknisfræðileg aðferð til að halda
heilsunni, læknisráð til að halda frá
sér hinum illu vessum, sem gerðu
menn móttækilega fyrir plágunni.“
I promessi sposi eftir Alessandro
Manzoni (1823)
Önnur ítölsk bók um plágu, þá
sem geisaði á Ítalíu árið 1630, er í
uppáhaldi hjá einum
rýna Morgunblaðs-
ins og þá í enskri
þýðingu, The Be-
trothed. Höfund-
urinn Manzoni var
ljóðskáld, skáld-
sagnahöfundur og
heimspekingur en I
promessi sposi er í
dag hans frægasta verk og situr iðu-
lega á listum yfir merkustu bók-
menntaverk sögunnar.
Í dramatískri sögunni, sem fjallar
einkum um unga konu, klerk og
kardínála á tímum hörmunga í Míl-
anóborg, þykir birtast einstök inn-
sýn í kristilegt hugarfar sem og
mannlegt eðli. Jafnframt er per-
sónugallerí sögunnar fjölbreytilegt
og kryddað með hlýlegri íróníu.
Ástin á tímum kólerunnar eftir
Gabriel García Márquez (1985)
Sagan er ein af þeim vinsælustu
sem nóbelshöfundurinn Márques
skrifaði, kom fyrst út í vandaðri þýð-
ingu Guðbergs Bergssonar árið 1986
og aftur í kilju fyrir nokkru. Ástin á
tímum kólerunnar gerist í litskrúð-
ugri hafnarborg við Karíbahafið und-
ir lok 19. aldar og á fyrstu áratugum
síðustu aldar. Þetta
er ástarsaga um
mann sem á unga
aldri verður gagn-
tekinn af ómót-
stæðilegri konu og
bíður hennar í hálfa
öld. Eins og í helstu
meistaraverkum
höfundar gerist sagan í skrautlegum
heimi ævintýra og litskrúðugra
aukapersóna þar sem allt getur
gerst, og þar á meðal segir frá ítrek-
aðri baráttu samfélagsins við mann-
skæða kólerupestina.
Sælir eru einfaldir eftir Gunnar
Gunnarsson (1920)
Sagan gerist á sjö dögun í Reykja-
vík árið 1918, í skugga spænsku
veikinnar og Kötlu-
goss – rétt eins og
Mánasteinn Sjóns.
Sagan kom fyrst út á
dönsku aðeins
tveimur árum eftir
að farsóttin geisaði
með skelfilegum af-
leiðingum, jafnt á Ís-
landi og í Danmörku. Líf og dauði
togast á í sögunni, manngæska og
eyðingaröfl. Átökin í náttúrunni
þykja endurspeglast í sálarlífi
aðalpersóna.
Sagan náði gríðarlegum vinsæld-
um á Norðurlöndum og víðar. Til að
mynda var hún prentuð ellefu sinn-
um fyrsta árið eftir útgáfu. Hún kom
út á þýsku strax árið 1921 og á ensku
árið 1930 þar sem gagnrýnendur
sögðu hana „norrænt meistaraverk“.
Reyfari og annáll
Þá má minna á nær gleymdan
reyfara, Allt í lagi í
Reykjavík (1939), eft-
ir Ólaf við Faxafen en
það var höfundarnafn
stjórnmálamannsins
Ólafs Friðrikssonar.
Sagan hefur verið
kölluð „fyrsta ís-
lenska glæpasagan“
og var sú fyrsta slíka sem var gagn-
rýnd í blöðum hér en í henni kemur
við sögu einskonar drepsótt þegar
bankaræningjar grafa sig inn í
fjöldagröf vegna taugaveiki.
Loks skal rifjuð upp mögnuð lýs-
ing á „Manndauðavetri hinum síð-
ari“ 1404 í Árferði á Íslandi í þúsund
ár eftir Þorvald Thoroddsen sem
kom út 1916-1917. Þar er líka sagt
frá plágunni seinni og vitnað í annál
Gísla biskups Oddssonar frá því er
Nesjamenn fundu breskt skip á reki
úti fyrir höfninni í Hafnarfirði 1494
og fóru um borð en um það segir:
„Þegar þeir voru komnir upp á skip-
ið, sáu þeir þar augljós merki, er
bentu til varúðar á að öll skipshöfnin
væri dáin úr drepsótt, en þeir fluttu
(samt) allan varnað í land og tóku
umbúðir af honum, og er þeir höfðu
rakið í sundur klæði eitt gult og lítið,
sáu þeir, að upp frá því leið dustkend
gufa sem þeir drápust af þegar í
stað; pestuðust svo aðrir menn af
þeim og tók drepsóttin hvern sem
var.“
Museo del Prado
Plága Í „Sigur dauðans“ frá 1562 sýnir málarinn Peter Bruegel eldri í vinsælu myndefni hvar hersveit dauðans leggur undir sig hversdagsheim manna.
Sótt í sögur af sótt og plágum
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020
Smáratorgi 1, 201 Kóp., s. 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Vefverslunin alltaf opinwww.listverslun.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Kolibri trönur
í miklu úrvali, gæða-
vara á góðu verði
Kolibri penslar
Handgerðir þýskir penslar
í hæsta gæðaflokki
á afar hagstæðu verði
Ennþá meira úrval af
listavörum
WorkPlus
Strigar frá kr. 195