Morgunblaðið - 17.03.2020, Síða 29

Morgunblaðið - 17.03.2020, Síða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARS 2020 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Julia Louis-Dreyfus Will Ferrell ADifferent Kind of Disaster Movie. m.a. ÓSKARSVERÐLAUN3 BESTA KVIKMYNDATAKAN ÓSKARSTILNEFNINGAR2 BESTA ERLENDA MYNDINBESTA LE IKARI : ANTONIO BANDERAS SÝND MEÐ ÍSLENSKU, ENSKU OG PÓLSKU TALI ★★★★ San Francisco Chronicle ★★★★ Indiewire ★★★★ Hollywood reporter ICQC 2020-2022 The Invisible Man byggist ásamnefndri skáldsögu eftirH.G. Wells sem kom út ár-ið 1897. Bók Wells segir frá hinum dularfulla Griffin, sem tékkar sig inn á gistiheimili í litlum bæ. Hann vekur mikla athygli fyrir undarlegt útlit, en hann er vafinn sárabindum um allan líkamann, er með gervinef og dökk sólgleraugu. Þetta er ímynd sem við þekkjum vel, sérstaklega úr fyrstu myndinni sem byggði á sögunni og kom út árið 1933, en líka úr fjöldanum öllum af kvikmyndum og myndasögum sem sótt hafa innblástur í verkið. Ekki líður á löngu þar til grunur lesanda er staðfestur. Griffin er ósýnilegur maður, eins og titill verksins gefur vissulega sterklega til kynna. Við komumst að því að hann er vísindamaður sem gekk of langt þegar hann var að gera til- raunir, gerði sjálfan sig ósýnilegan og gat ekki ekki gert sig sýnilegan á ný. Í skugga ósýnileikans fremur Griffin ýmis myrkraverk, eins og að stela peningum og drepa mann. Það liggur ekki endilega ljóst fyrir hvort Griffin hafi alltaf verið óþokki eða sé bara orðinn svona mikið gerpi eftir að hann varð ósýnilegur, eins og er algengt í sögum um brjálaða vís- indamenn; þeir eru gjarnan ágætir menn sem ofmetnast og hefnist fyrir það. Það verður að viðurkennast að sagan er barn síns tíma, hún er endurtekningasöm, undarlega byggð og kjánalega fyrirsjáanleg. Þá verður auðvitað að taka tillit til þess að þegar verkið er skrifað, fyrir 123 árum, var þetta afskaplega ferskt en fyrir nútímalesanda sem er vanur mun mótaðri vísindaskáldsög- um er þetta ögn hlægilegt. Sagan er engu að síður brautryðjandaverk og hefur haft mikil áhrif á vísindahryll- ingsgreinina. Það fer að vísu ekki mikið fyrir upprunalegu sögunni í nýju útgáf- unni sem hér er til umfjöllunar. Hér birtist algjörlega nýtt plott og það eina sem hún fær lánað er hug- myndin; vísindamaður veldur mikl- um usla í skjóli ósýnileika. Í upphafi myndarinnar fylgjumst við með aðalhetjunni okkar, Ceciliu, flýja af heimili sínu um miðja nótt. Það er ljóst að hún er að flýja frá eigin- manni sínum, ljóseðlisfræðingnum vellauðuga Aiden Griffin. Hún nær að sleppa út en eiginmaðurinn veitir henni eftirför og hún sleppur með naumindum, kemst inn í bíl systur sinnar og ekur á brott. Cecilia fær að dvelja, eða fela sig, heima hjá vini sínum og dóttur hans. Hún lifir í stöðugum ótta um að eiginmaðurinn komi og hefni sín. Dag einn færir systir hennar þær fregnir að Aiden sé látinn og Cecilia sé þar af leiðandi frjáls, hann geti ekki meitt hana lengur. Hún fer á fund lögfræðings, sem vill svo til að er bróðir hins látna, og hann til- kynnir henni að hún erfi gríðarleg auðæfi frá Aiden, svo framarlega sem hún sé heil geðheilsu og fremji enga glæpi. Allt virðist því á réttri leið en ekki líður á löngu þar til Ceciliu fer að gruna að eiginmaður hennar sé ekki látinn eftir allt sam- an, heldur sé hann ósýnilegur og staðráðinn í að gera henni lífið leitt. Kvikmyndatakan í myndinni er snjöll og oft afar hrollvekjandi. Gjarnan er stuðst við fyrstu persónu skot, þar sem myndavélin er líkt og augu Ceciliu sem skima yfir tóm rými. Áhorfendur sjá hlutina með augum hennar og eru þar með settir í spor hennar, þeir fara að leita að vísbendingum um að einhver sé í rýminu þótt þar sé ekkert að sjá. Þetta er gríðarlega vel gert og er jafnframt sniðug leið til að magna upp spennu og auka á samsömun við aðalpersónuna. Þá eiga leikmynd og leikmunir einnig þátt í því að skelfa áhorfendur, þarna bregður ýmsu fyrir sem virðist í augnablik vera draugur eða manneskja en reynist vera yfirbreiddur sófi eða jakki á herðatré. Tónlistin er líka virkilega fín og styður vel við þá spennu- þrungnu stemningu sem ríkir í myndinni. Myndin hefur verið talin femin- ískt verk þar sem hún fjallar um þann raunveruleika sem margar konur í ofbeldissamböndum lifa við. Þetta er gert á sannfærandi hátt, Cecilia hefur búið við stöðugan ótta í mörg ár og er bersýnilega þungt haldin af áfallastreituröskun. Mynd- in deilir einnig á hið algenga fyrir- bæri að „gaslight-a“ konur, þ.e. að láta sem frásagnir og upplifanir kvenna séu uppspuni og geðveiki. Þá má jafnvel túlka titil myndarinnar sem skírskotun til þess að konur búi við viðstöðulausa hættu frá hinum „ósýnilega manni“, karllæga kerfinu sem ríkir í þessum heimi. Þrátt fyrir sterka feminíska slag- síðu missir myndin e.t.v. sjónar á þessum boðskap undir lokin. Best er að gefa ekki of mikið upp en segja má að Cecilia beiti ákveðnum aðferð- um í tilraun til að ná yfirhöndinni, aðferðum sem sóttar eru í vopnabúr kúgarans. Mörgum þykir klén og jafnvel skaðleg skilaboð að konur og aðrir okaðir hópar taki upp sömu vopn og feðraveldið í tilraun til að kollvarpa því, það sé hvorki heilbrigt né árangursríkt. Fáir hafa orðað þetta eins vel og skáldið og baráttu- konan Audre Lorde sagði í sínu þekktasta verki: „Verkfæri hús- bóndans munu aldrei taka bústað húsbóndans í sundur. Þau gætu gert okkur kleift að fella hann á eigin bragði um stundarsakir, en með þeim munum við aldrei geta knúið fram raunverulega breytingu.“ The Invisible Man vinnur prýði- lega úr sígildum efnivið. Kvik- myndatakan og tæknibrellurnar eru mjög góðar þannig að niðurstaðan er taugatrekkjandi og skemmtilegur spennutryllir. Verkfæri húsbóndans Skelfing Prýðilega er unnið úr sígildum efnivið í The Invisible Man, að mati gagnrýnanda. Elisabeth Moss sést hér í hlutverki Ceciliu, sem er ofsótt af ósýnilegum eiginmanni sínum og er eðlilega viti sínu fjær af ótta. Sambíóin Álfabakka og Laugarásbíói The Invisible Man mn Leikstjórn og handrit: Leigh Whannell. Kvikmyndataka: Stefan Duscio. Klipp- ing: Andy Canny. Aðalhlutverk: Elisa- beth Moss, Aldis Hodge, Storm Reid, Harriet Dyer, Michael Dorman, Oliver Jackson-Cohen. 124 mín. Bandaríkin, 2020. BRYNJA HJÁLMSDÓTTIR KVIKMYNDIR Fjallað er um kvikmyndina í kvik- myndahlaðvarpi mbl.is, BÍÓ, sem finna má undir dálkinum „Fólk“. Breski gjörninga- og tónlistamað- urinn sem tók upp listamanns- nafnið Genesis P-Orridge er látinn, sjötugur að aldri. Dánarmeinið var hvítblæði. P-Orridge kom víða við í listinni en er einkum minnst sem stofnanda tveggja framúrstefnuhljómsveita, Throbbing Gristle, árið 1975, og Psychic TV árið 1982. Ári síðar kom sú sveit fram á umtöluðum gjörningatónleikum í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. P-Orridge var í ævilangri upp- reisn gegn hefðbundnum sam- félagsgildum og skoðunum. „Ég er í stríði gegn kyrrstöðunni í sam- félaginu og gegn þeim sem fara með völdin,“ sagði hann í viðtali ár- ið 1989. Hann kvaðst fyrirlíta rokk- og dægurtónlist en að sögn tónlist- arfræðings The Guardian hafði hann engu að síður varanleg áhrif á þróun rokktónlistar með tónlistinni sem Throbbing Gristle flutti og byggði á vélrænni framleiðslu og iðnaðarhávaða, með textum sem fjölluðu til að mynda um fjölda- morð, afmyndun og fasisma. P-Orridge ögraði líka hug- myndum um líkamsímynd og ein- staklinginn. Þau bandarísk eigin- kona hans hófu árið 2003 að láta breyta sér á margskonar hátt með lýtalækningum til að þau myndu líta eins út. Þau byrjuðu á að fá sér samskonar sílikonbrjóst og létu síð- an móta andlitin á sér með sama hætti. Því verkefni lauk við skyndi- legt lát hennar árið 2007. Óhefðbundinn Genesis P-Orridge á sviði með Throbbing Gristle árið 2009. Hinn ögrandi P-Orridge allur

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.