Morgunblaðið - 21.03.2020, Page 2

Morgunblaðið - 21.03.2020, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Á vel heppnuðum fjarfundi Við- skiptaráðs Íslands vegna kórónu- veirunnar, sem haldinn var í gær, kom fram langur listi af hugmynd- um um aðgerðir sem æskilegt væri að grípa til til að bregðast við ástandinu í samfélaginu. Fundinn sóttu 150 stjórnendur aðildarfélaga VÍ. Ásta S. Fjeldsted, framkvæmda- stjóri VÍ, segir í samtali við Morgun- blaðið að margir félagsmenn nefni t.d. að launahækkanir sem eiga að koma til framkvæmda nú í vor séu ekki raunsæjar við þessar aðstæður. „Við verðum að gera okkur ljóst hvar við stöndum. Í alþjóðlegu sam- hengi greiðum við hér nú þegar næsthæstu laun í heimi,“ segir Ásta. Hún segir að mörgum hafi hugn- ast sú lausn vel að geta í stað upp- sagna boðið starfsfólki upp á skert starfshlutfall. Því fagni án efa marg- ir samþykkt frumvarps í gær um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda. Ásta segir að það sé risastór aðgerð fyrir hið opinbera að fara í, en ef aðgerðin heppnist muni hún fleyta fleiri fyrir- tækjum og fjölskyldum yfir skaflinn og tryggja að færri fari í þrot. „Þetta gæti skipt sköpum fyrir fyrirtækin í landinu. Þá eru einhverjir sem vilja skoða að láta breyta uppsagnar- fresti.“ Vilja lenda hlaupandi Hún segir að atvinnulífið vilji lenda hlaupandi að lokinni niður- sveiflunni, eins og Ásta orðar það. Mikilvægt sé að halda haus. Margir félagsmanna séu samt óþolinmóðir og vilji aðgerðir strax. „Við höfum átt í góðu samtali við stjórnvöld sem endranær og bindum vonir við að að- gerðir þeirra muni ríma við áherslur ráðsins á þessum ólgutímum.“ Hún segir að fyrirtækin sem eru aðilar að VÍ séu margs konar. Sum séu svart- sýnni en önnur, og vilji fá greiðslu- fresti hvar sem hægt er að koma því við, hvort sem það er trygginga- gjaldið, frysting opinberra gjalda eins og virðisaukaskatts, eða annað. Einnig þurfi að ýta á sveitarstjórnir að fresta og jafnvel afnema fast- eignagjöld í einhvern tíma. Endurgreiðslu verði flýtt Ásta segir að tækni- og nýsköp- unarfyrirtækin, sem reiði sig á endurgreiðslu rannsóknar- og þró- unarstyrkja fyrir sína starfsemi, hafi nefnt að flýta þyrfti þeirri end- urgreiðslu, en hún er jafnan 1. októ- ber hvert ár. Ásta bendir einnig á hve mikilvægt sé að horfa til ná- grannalandanna. Meðal annars væri norska leiðin áhugaverð, en þar hafa fyrirtæki fengið heimild til að telja tap þessa árs fram á móti hagnaði fyrri ára, og fá þannig „endur- greiddan“ tekjuskatt fyrri ára. Að endingu segir Ásta að við- skiptalífið allt bíði spennt eftir frek- ari aðgerðum Seðlabanka Íslands eftir yfirlýsingar seðlabankastjóra um að þeir ættu ótal tæki uppi í erminni, þeir væru bara rétt að byrja. Þá sé mikilvægt að læra af fyrri áföllum. „Í núverandi ástandi er mikilvægt að halda dómgreind sinni og fyllast hvorki bölsýni né flýja veruleikann. Það er ómögulegt að vita hvaða ákvarðanir munu reynast best, en við þurfum að hugsa hratt, þar sem hik er sama og tap.“ Launahækkanirnar óraunsæjar  Langur listi hugmynda kom fram á fjarfundi VÍ í gær vegna veirunnar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Lausn Í norsku leiðinni má telja tap þessa árs fram á móti hagnaði fyrri ára. Á erfiðum tímum skiptir samstaðan máli. Kórónuveiru- faraldurinn hefur nú þegar haft mikil áhrif á okkar litla sam- félag, og er brýnt að allir leggist á eitt til að tryggja það að baráttan við skaðvaldinn vinnist. Um leið er gott að vakin sé athygli á öllum þeim sem leggjast á árarnar í þeirri baráttu og taka þátt í að gleðja aðra og létta fólki lífið á þessum erf- iðu tímum. Það munar öllu að jákvæðar fréttir berist í óhjá- kvæmilegri holskeflu neikvæðninnar. Árvakur hefur því ákveðið að setja á laggirnar kynningar- átakið Stöndum saman, þar sem vakin verður sérstök athygli á því sem vel er gert nú þegar heimsfaraldurinn ríður yfir. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum eða einstakling- um sem eru að láta gott af sér leiða á einhvern hátt er um að gera að senda ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is, og þá verður fjallað um málið á miðlum Árvakurs, Morgun- blaðinu, K100 og mbl.is. Stöndum saman – hrósum þeim sem gera vel. Nú standa allir saman  Nýtt kynningarátak Árvakurs á góðum verkum vegna kórónuveirufaraldursins Breiðþota af gerðinni Boeing 767- 300 ER úr flota Icelandair Group flaug í gær með 262 farþega frá Mexíkó til Frankfurt í Þýskalandi. Millilenti vélin hér á landi þar sem áhafnaskipti áttu sér stað. Vélin var í verkefni á vegum Loftleiða, dóttur- félags Icelandair Group, en fyrir- tækið var fengið til þess að ferja far- þegana sem voru viðskiptavinir þýskrar ferðaskrifstofu frá Mið-Am- eríkuríkinu til síns heima eftir að farþegarnir urðu strandaglópar á skemmtiferðaskipi úti fyrir strönd- um Mexíkó. Brá ferðaskrifstofan á það ráð að fá leiguvél til landsins til þess að koma fólkinu til síns heima í kjölfar þess að öll ferðalög, m.a. með skemmtiferðaskipum, lögðust af vegna útbreiðslu hinnar skæðu kór- ónuveiru. Vélin lagði af stað frá Ís- landi á fimmtudag en tók á loft frá Mexíkó kl. 14 að íslenskum tíma í gær. Leiðin lá í kjölfarið til Kefla- víkur þar sem fyrrnefnd áhafna- skipti áttu sér stað. Samkvæmt upp- lýsingum frá Icelandair hafði læknir skoðað farþegana fyrir brottför frá Mexíkó og vottað að enginn þeirra væri með flensulík einkenni. Um helgina er gert ráð fyrir að flugáætlun Icelandair verði um 20- 25% af þeirri flugáætlun sem lagt var upp með í upphafi árs. Morgunblaðið/Árni Sæberg 767 Breiðþotan sem notuð var til flugsins er ein fjögurra slíkra í flota Ice- landair. Þær eru engin smásmíði og taka ríflega 260 farþega auk áhafnar. Vél Icelandair flaug með 262 Þjóðverja heim  Farþegar af skemmtiferðaskipi Andlitsgrímur eru að verða sífellt algengari sjón hér á landi eftir að kórónuveirufaraldurinn nam hér land, en þær eru alsiða í Austurlöndum fjær. Þessi afgreiðslukona fór sér að engu óðslega og af- greiddi kaffi, te og alls kyns bakkelsi til viðskiptavina Tes og kaffis í Eymundsson með andlitsgrímuna uppi. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bakkelsið afgreitt með andlitsgrímu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.