Morgunblaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.03.2020, Blaðsíða 11
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170 Verið velkomin Vesti nokkrir litir Túnikur • Bolir • Peysur • Buxur Kjólar • Töskur • Slæður Póstsendum NÝ SENDING Vinsælu Velúrgallarnir Alltaf til í mörgum litum og í stærðum S-4xl FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 BAKSVIÐ Margrét Þóra Þórsdóttir Akureyri „Það er ekki hægt að segja neitt ann- að en það að staðan er grafalvarleg,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsskrif- stofu Norðurlands, en fólk í ferða- þjónustu ræddi þá erfiðu stöðu sem við blasir nú í kjölfar heimsfaraldurs vegna kórónuveirunnar. Hún segir menn gera ráð fyrir 40 til 50% samdrætti í veltu miðað við fyrri ár og dekksta sviðsmyndin sem upp er dregin geri ráð fyrir allt að 80% samdrætti. Þá er miðað við að áætlanir varðandi komandi sumar gangi ekki upp. „Ef næsta sumar verður ferða- þjónustunni á Norðurlandi óhag- stætt má búast við miklum sam- drætti, en um það vitum við auðvitað ekki strax,“ segir hún. 1.200 manna samkoma blásin af Nærtækt dæmi sem kórónuveiran og ferða- og samkomubann hafa í för með sér er að 1.200 manna ráðstefna um málefni norðurslóða sem halda átti á Akureyri um komandi mánaða- mót, mars og apríl, hefur verið blásin af. Hún verður þess í stað haldin sem fjarfundur, en ferðaþjónustufólk á svæðinu gerði ráð fyrir að hafa um- talsverðar tekjur vegna ráðstefnunn- ar og einmitt á tíma sem alla jafna er fremur rólegur. Arnheiður segir að ferðaþjónusta á Norðurlandi hafi á liðnum árum byggst vel upp en margt hafi undan- farin misseri gerst sem sett hafi strik í reikninginn. Þar megi nefna fall Wow Air og gjaldþrot breska flug- félagsins Super Break sem stóð fyrir beinu flugi með breska ferðamenn inn á svæðið, en veðurfarið í vetur hafi einnig verið afleitt og samgöngur iðulega farið úr skorðum. Þá sé krón- an frekar sterk, sem geri að verkum að ferðamenn sem þó hafi komið staldri skemur við en áður og fari síð- ur út af svæðinu syðra. „Það einhvern veginn leggst allt á eitt og hefur gert að verkum að ferða- þjónustufyrirtækin hér norðan heiða eru ekki eins vel í stakk búin að mæta þeim áföllum sem nú ríða yfir í kjöl- far heimsfaraldursins,“ segir hún. Vænta þess að fá gjaldfresti Eigendur ferðaþjónustufyrirtækja hafi nú uppi vonir um að hið opin- bera, ríki og sveitarfélög sem og stærri og stöndug fyrirtæki veiti að- stoð og svigrúm á þessum erfiðu tím- um og komi til móts við félögin. „Langflest félög í ferðaþjónustu á norðanverðu landinu eru lítil, um 80% þeirra eru með örfáa starfsmenn og mega ekki við miklu sveiflum. Eig- endur þeirra horfa nú til þess að fá t.d. gjaldfresti á ýmsum gjöldum, fasteignagjöldum, orkugjöldum og tryggingagreiðslum sem dæmi því lausafjárstaða flestra er ekki upp á marga fiska um þessar mundir,“ segir Arnheiður. Nú væru menn í óða önn að taka við afbókunum og endur- greiða, þannig að allt sem létt gæti greiðslubyrði kæmi sér vel. Ætla sér í gegnum skaflinn Hún segir óvissu ríkjandi enn þá um hver þróun hugsanlega verður en enn geti menn gælt við að sumarið verði þokkalegt. Það standi þannig til að hvetja landsmenn til að ferðast innanlands og eins vænta menn þess að útlendingar fari að sjást þegar fram kemur á sumar. „Það ætla sér allir að vera tilbúnir í slaginn þegar sá tími rennur upp, en það sem við okkur blasir nú er að komast í gegnum þennan skafl sem framundan er,“ segir Arnheiður. „Við finnum að það er hugur í fólki, það ætlar sér að komast í gegnum þessa erfiðleika og hafa bjartsýni að vopni og fullvissu um að það birti á ný.“ Samdráttur gæti orðið 80%  Grafalvarleg staða uppi í ferðaþjónustunni  Búist við 40-50% samdrætti í veltu á Norðurlandi vegna veirunnar  Dekksta sviðsmyndin gerir ráð fyrir 80% Morgunblaðið/Margrét Þóra Ferðamenn Norðlensk ferðaþjónustufyrirtæki búa sig undir að samdráttur verði á árinu, líkast til allt að 50% en verði sumarið af einhverjum ástæðum ekki gott gera svörtustu spár ráð fyrir allt að 80% samdrætti. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Norðurland Arnheiður Jóhanns- dóttir er yfir markaðsmálunum. Skipholti 29b • S. 551 4422 Fylgið okkur á facebook FISLÉTTIR DÚN OG VATTJAKKAR MARGIR LITIR FRÁ KR. 19.900 Persónuleg Símaþjónusta FRÍ HEIMSENDING hjá Laxdal /gætum við fyllsta öryggis Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is 20% AFSLÁTTUR af öllum vörum frá dönsku merkjunum í vefverslun hjahrafnhildi.is „Ég vissi nú alveg að þetta væri gott stöff en viðtökurnar hafa samt komið á óvart, þær hafa verið frábærar,“ segir Sturlaugur Jón Björnsson, bruggmeistari hjá Öglu gosgerð. Fyrsti drykkur Öglu var settur í sölu fyrir viku og hefur vakið talsverða athygli þrátt fyrir fremur takmark- aða útbreiðslu enn sem komið er. Um er að ræða gerjað engiferöl sem kallast Djöflarót og er lýst sem engi- ferdrykk frá helvíti. Djöflarót er nú til sölu í hinum rótgrónu verslunum Melabúðinni og Versluninni Rangá auk veitingastaðanna Yuzu, Kore, Dill og Hipstur í Mathöllinni á Höfða. „Við náðum smá kynningu í Mela- búðinni kortéri áður en samkomu- bannið tók gildi. Fólk tók vel í það að smakka og Pétur kaupmaður er bú- inn að panta aðra sendingu hjá okkur. Við eigum reyndar bara sex kassa eftir inni á lager en vonumst til að geta framleitt meira í næstu viku,“ segir Sturlaugur. Morgunblaðið greindi frá stofnun Öglu gosgerðar síðasta haust og þar kom fram að hugmyndin að baki henni væri að vanda til verka og nota hágæða hráefni. Jafnframt væri að- standendum hennar annt um leið- réttingu skammtastærða og því er slagorð gosgerðarinnar: Það er bannað að þamba! Fleiri gosdrykkir eru á teikniborð- inu að sögn Sturlaugs. „Við erum að fara að setja tilraunalögun af Yuzu- límonaði á flöskur.“ hdm@mbl.is Melabúðin Pétur Guðmundsson kaupmaður og Sturlaugur handsala samning um sölu á Djöflarót. Íslenskt engiferöl vekur lukku  Djöflarót seld í rótgrónum búðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.