Morgunblaðið - 21.03.2020, Qupperneq 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020
Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
SKÚTAN
Veitingar af öllum stærðum,
hvort sem er í sal eða
heimahúsi
Nánar á veislulist.is
Erfidrykkja
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég er ekki með hesta áskaflaskeifum og hef þvíekki verið að ríða út í vet-ur, enda hefur verið mik-
ið vetrarríki hér í Mosfellsdalnum og
ekki fært á hestum um Mosfellsheið-
ina,“ segir Bjarki. „Ég er með tvo
hesta á húsi og sannarlega er kær-
komin hvíld frá veirufári að fara
daglega til þeirra og annast þá, gefa
þeim, klappa og moka undan þeim,
svo ekki sé minnst á hversu gott er
að spjalla við hestana, nálægðin við
þá er yndisleg. Ég hlakka til reið-
túra þegar snjóa leysir og vorið
kemur,“ segir Bjarki Bjarnason rit-
höfundur, sem býr á Hvirfli, skammt
frá Mosfelli í Mosfellsdal.
„Ég og kona mín, Þóra Sigur-
þórsdóttir leirlistarkona, búum tvö
hér og vinnum bæði heima, þannig
að það eru ekki mikil viðbrigði fyrir
okkur að halda okkur sem mest
heima við. Við erum í síma- og
tölvusamskiptum við okkar nánustu,
börnin okkar og barnabörnin, við
sleppum því að hitta þau á meðan
þetta gengur yfir. Við hjónin förum
líka saman í göngutúra okkur til
skemmtunar,“ segir Bjarki, sem er
forseti bæjarstjórnar í Mosfellsbæ
og fagnar því að nýlega var sam-
þykkt á Alþingi að halda mætti fjar-
fundi í sveitarstjórnum.
„Það er góður kostur á þessum
sérstöku tímum og margt hægt að
gera í gegnum tæknina,“ segir
Bjarki.
Veiddi silung í Leirvogsvatni
Bjarki er með mörg járn í eldin-
um sem rithöfundur, hann hefur
sent frá sér á þriðja tug bóka, bæði
skáldskap og sagnfræðirit. Á síðasta
ári vann hann að þremur bókum og
sú nýjasta er ljóðabókin Heiðin,
Myndarleg ljóð sem geymir ljóð og
myndir hans af Mosfellsheiði.
„Mosfellsheiðin skipar stóran
sess í mínu hjarta, enda ólst ég upp
hér í heiðarjaðrinum, á prestssetr-
inu á Mosfelli, þar sem faðir minn
var prestur. Fyrstu kynni mín og
minningar af heiðinni eru frá því ég
var ungur drengur að veiða silung í
Leirvogsvatni en faðir minn hafði
veiðirétt í vatninu. Ástæðan fyrir því
að heiðin heitir Mosfellsheiði er ein-
mitt sú að hún tilheyrði áður prests-
setrinu á Mosfelli.“
Fjárleitir upphaf að bókum
Bjarki segist hafa varið mörg-
um stundum á heiðinni við silungs-
veiðar og seinna fór hann að smala
þar og þá kynntist hann öðrum
svæðum lengra inni á heiðinni.
„Þá var féð rekið niður í Hafra-
vatnsrétt. Í seinni tíð hef ég farið
mikið einn á hestum inn á heiðina og
einnig smalað með Þingvellingum,
því fátt fé er eftir í Mosfellssveitinni.
Í smalamennskum kynntist ég Mar-
gréti Sveinbjörnsdóttur, sem er
systir Jóhannesar bónda á Heiðar-
bæ. Þessar fjárleitir voru upphafið
að því að við skrifuðum saman tvær
bækur um heiðina, ég, Margrét og
Jón Svanþórsson. Við ákváðum að
skrifa bók um leiðirnar á heiðinni og
fengum Ferðafélag Íslands í lið með
okkur. Í framhaldinu spurði félagið
hvort við værum reiðubúin að rita
hefðbundna Árbók um Mosfellsheiði
og við gerðum það. Árbókin kom út í
marsmánuði á síðasta ári en bókin
okkar Mosfellsheiðarleiðir kom
síðastliðið haust.“
Ýmislegt lifnar við
Bjarki segist hafa farið mikið á
hestum um heiðina síðasta sumar
því gönguleiðirnar séu ekki síður
góðar reiðleiðir.
„Ljóðabókin kom þá eiginlega
sjálfkrafa, því þegar maður er einn á
ferð á hestum fer maður að hugsa
margt og ýmislegt lifnar við. Þetta
voru ævintýralegar reiðferðir, oftast
á nóttunni. Þegar maður fer í fót-
spor Jónasar Hallgrímssonar og
Þorvaldar Thoroddsen kvikna alls-
konar hugsanir á slóðum sem búið er
að ríða og ganga í þúsund ár. Þarna
er mikil saga og náttúrufegurð sem
frekar fáir þekkja, en vonandi breyt-
ist það með bókunum okkar. Margir
þekkja heiðina aðeins af því að horfa
á hana út um bílglugga. Með ferða-
bókunum okkar veit fólk hvar það
getur farið af stað, gangandi eða ríð-
andi.“
Þegar Bjarki fór einn á hestum
um heiðina tók hann myndir að
gamni sínu og setti inn á fésbók
ásamt ljóðum sem hann orti.
„Á endanum ákvað ég að tengja
saman ljóð og mynd sem mér fannst
ganga mjög vel upp. Þetta eru líka
vangaveltur um hverfulleika lífsins,
hversu stutt mannsævin er og tím-
inn afstæður.“
Jörundur var illa ríðandi
Ekki er hægt að komast hjá því
að spyrja hvort Bjarki hafi séð nyk-
ur þann sem nefndur er í einu ljóð-
inu.
„Hugmyndin kviknaði vegna
þess að Eggert Ólafsson og Bjarni
Pálsson voru þarna á ferð á 18. öld
og segja frá því í ferðabók sinni að
fólk telji að nykur sé í Leirvogsvatni.
Ef maður trúir einhverju, er það þá
ekki til?“ spyr Bjarki og bætir við að
fleiri sagnfræðilegar vísanir sé að
finna í ljóðunum, til dæmis í Jörund
hundadagakonung.
„Jón Espólín segir frá því í ár-
bókum sínum að Jörundur hafi farið
ríðandi yfir heiðina árið 1809. Með-
reiðarsveinar hans voru fangar úr
Múrnum í Reykjavík og þeir voru í
hlutverki lífvarða. Jörundur og
fylgdarmenn hans voru illa ríðandi
en hittu ferðamenn og kúguðu af
þeim hestana en létu þá hafa bikkjur
sínar í staðinn,“ segir Bjarki og bæt-
ir við að Tékkinn Daníel Vetter sé
nefndur í einu ljóðinu.
„Hann kom einn til Íslands og
skrifaði ferðabók, en annars er lítið
vitað um hann. Honum fannst Al-
mannagjá ljót og ógnvekjandi, alveg
hryllilegt djöfulsverk, en ekki fögur
eins og okkur Íslendingum finnst
núna. Þetta var hans náttúrusýn,
fyrir daga rómantíkurinnar. Einu
sinni þótti fólki Mývatn ljótt, þetta
er afstætt eftir tíma. Í ljóði mínu um
Daníel Vetter velti ég því fyrir mér
að ef andskotinn smíðaði Almanna-
gjá, hver skapaði skófir og hestana
þrjá?“
Róandi að spjalla við hestana
Á tímum kórónuveiru
þegar fólk þarf að halda
sig sem mest út af fyrir sig
er gott að eiga hesta.
Bjarki Bjarnason er með
tvo hesta á húsi og segir
það dreifa huganum að
annast um þá og spjalla
við þá. Hann situr við
skriftir, sem er einnig góð
hvíld frá veirufári.
Ljósmynd/Sigurjón Pétursson
Með þrjá til reiðar Bjarki segir yndislegt að ríða um Mosfellsheiði. Hér er hann við Tröllafoss í Leirvogsá.
Í kvöld tek ég hnakk og hest,
slæ öllu öðru á frest,
geri það sem er best
eftir langan dag:
hverf inn í sólarlag.
Hugljúfan hestinn minn
í hjarta mínu ég finn.
Angar gras, allt er hljótt,
ekkert mas á mildri nótt.
Glitrar dögg,
lífsins lögg
léttir mína lund.
Sólgyllt fjöll,
ást mín öll,
ógleymanleg stund.
Nóttin líður undurspök
við taktföst hófatök.
Er dagur rennur enn á ný
til manna aftur sný. Heiðin Hryssan Gjöf á beit, Móskarðshnjúkar og Skálafell í fjarska.
Hófatök næturinnar
Allt um sjávarútveg