Morgunblaðið - 21.03.2020, Page 18

Morgunblaðið - 21.03.2020, Page 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 AKRÝLSTEINN •Viðhaldsfrítt efni með mikla endingu og endalausa möguleika í hönnun •Sérsmíðum eftir máli •Margir litir í boði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum 21. mars 2020 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 140.53 141.21 140.87 Sterlingspund 161.95 162.73 162.34 Kanadadalur 96.75 97.31 97.03 Dönsk króna 20.306 20.424 20.365 Norsk króna 11.976 12.046 12.011 Sænsk króna 13.466 13.544 13.505 Svissn. franki 143.94 144.74 144.34 Japanskt jen 1.2853 1.2929 1.2891 SDR 189.81 190.95 190.38 Evra 151.78 152.62 152.2 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 180.2541 Hrávöruverð Gull 1480.7 ($/únsa) Ál 1602.0 ($/tonn) LME Hráolía 27.19 ($/fatið) Brent muni líða langur tími áður en jafn margir ferðamenn koma aftur til landsins. Íslendingarnir haldi sig heima Leiðin liggur svo til Gilberts Ó. Guðjónsson- ar úrsmiðs á Laugavegi. Hann segir rólegt í versluninni þessa dagana. Það sé yfir 90% sam- dráttur í sölu vegna faraldursins. „Það er mjög lítið um útlendinga. Það er líka lítið um Íslendinga. Fólk er farið að vera meira heima og draga sig í hlé. Skiljanlega. Það eru svo margar smitleiðir,“ segir Gilbert. Hann hefur verið úrsmiður í 52 ár og segir kreppuna án fordæma. „Ég held að þetta verði það versta sem hefur komið yfir okkur, þessi veira. Það eru gífurlega margir hræddir. Til dæmis er dóttir mín dauð- hrædd um mig af því að ég er hérna í vinnunni. Ég hef hins vegar ekkert betra að gera en að gera við úr. Það er áhugamál mitt hvort sem er. Bara lífið,“ segir Gilbert. Sjálfur þurfi hann ekki að hafa áhyggjur. Eiga varasjóði. Almennt muni verslunar- rekendur þó ekki lifa lengi án tekna. „Ég er í góðum málum en það er hætt við að margir muni þurfa að loka,“ segir Gilbert. Hinir skuldsettu munu rúlla Við hliðina bíður Jökull Jörgensen eftir gest- um á rakarastofu sinni „Hárskeri almúgans“. „Það er engin traffík. Það er bara dauði. Bærinn er dauður. Ég er hér til málamynda. Það er eins og að gera upp bát fyrir næstu ver- tíð. Hinir litlu munu lifa. Þeir sem hafa offjár- fest munu hins vegar rúlla. Staðan verður orð- in enn erfiðari 1. júní en 1. maí. Allt lausafé fer að klárast. Þeir sem eru háðir daglegri inn- komu munu þurfa að fara í mjög djúpa vasa eftir tvo mánuði,“ segir Jökull. „Það verður að bregðast skjótt við. Ég tel að Íslendingar séu í sömu sporum og Bretar voru 1937 og 1938 þegar Þjóðverjar voru með til- burði um heimsyfirráð. Churchill var nákvæm- lega rétti maðurinn sem Bretar þurftu á þess- um tíma. Hann var reiðubúinn að gera hluti sem voru óvinsælir af því að hann var alltaf að hugsa um hag þjóðarinnar. Við Íslendingar þurfum nú mann eins og Churchill, forystu- mann. Við Íslendingar höfum enga leiðtoga,“ segir Jökull, sem kallar eftir meiri aðgerðum. Mikilvægt að sumarið bjargist Frá rakarastofunni liggur leiðin að veitinga- húsinu Ítalía. Þar er veitingamaðurinn Tino Nardini að afgreiða pantanir. Hann hefur lokað efri hæðum en á jarðhæð eru nokkrir gestir. Á staðnum eru nokkrir sprittbrúsar. Nardini er frá Norður-Ítalíu, nánar tiltekið frá svæði við Feneyjar. Fá lönd hafa verið jafn grátt leikin af veirunni og Ítalía. Nardini segir mikilvægt fyrir veitingageir- ann í miðborginni að kórónuveiran verði af- staðin í sumarbyrjun. Hann hafi starfað í veit- ingageiranum í 30 ár en ekki upplifað tíma sem þessa. Staðan sé að líkindum mjög alvarleg hjá þeim sem hafa nýhafið rekstur í miðborginni. Nýliðum fyrst sagt upp störfum „Þetta verður katastrófa. Því miður. Það er hætt við að nýráðnu fólki verði sagt upp. Það er mikil óvissa hjá fólki sem hefur verið að byggja upp nýtt hótel eða nýjan veitingarekstur. Maður verður að spara,“ segir Nardini. Apríl og maí verði líka mjög erfiðir í rekstrinum. Nardini telur aðspurður að veiking krónu muni styðja við viðskiptin við ferðamenn þegar faraldrinum lýkur. Eftir hrunið hafi veiking krónunnar stutt við batann. Um þetta hafi ítalskir fjölmiðlar fjallað. Staðan sé önnur með evruna. Þó telur hann að Ítalir muni ekki taka upp nýjan gjaldmiðil. Ítalskt samfélag sé lam- að og t.d. búið að fella niður 85% lestarferða. Nardini reynir svo að létta andrúmsloftið. Það megi alltaf sjá spaugilegar hliðar á málum. „Ítalir eru ekki lengur hræddir við innbrots- þjófa. Það eru allir heima hjá sér,“ segir hann og hlær innilega. Samdrátturinn er ekki bundinn við mið- borgarhagkerfið. Afgreiðslukona í bakaríi í austurbæ Reykjavíkur sagði samdráttinn ekki undir 80%. Fyrstu viðbrögð við minni sölu væru að skerða opnunartímann. Mörg bakarí eru skuldsett en samkeppnin hefur harðnað. Dæmi um yfir 90% samdrátt í sölu Morgunblaðið/Baldur Arnarson Woolcano Býður kostakjör. Allt á að seljast.  Gilbert úrsmiður segir söluna hafa hrunið vegna veirunnar  Þetta sé versta kreppan á 52 árum  Eigandi Hlemmur Square segir það munu taka langan tíma að ná upp sama fjölda ferðamanna Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Klaus Ortlieb Eigandi Hlemmur Square. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Það er eins og að fara í tímavél að koma inn á Hlemmtorg. Það eru sárafáir á ferli. Vanalega tekur tíma að fá viðtöl við athafna- fólk við Laugaveginn. En ekki þennan daginn. Það eru sárafáir á ferli og viðtölin gætu allt eins verið í heimahúsi. Við innganginn eru sprittbrúsar vegna veirunnar. Vestan við Hlemm gengur Klaus Ortlieb, eigandi Hlemmur Square, inn á hostel sitt. Þar má sjá tvo ferðamenn. Barinn er mannlaus. „Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Ég hef upplifað þrjár djúpar kreppur en alltaf komist í gegnum þær,“ segir Ortlieb, sem hef- ur verið í hótelrekstri í áratugi. „Sú síðasta var [eftir hryðjuverkaárásirnar] 11. september 2001. Sá atburður hafði gífurleg áhrif í fjórar vikur en áhrifin voru eins og af þessari veiru. New York-borg var tóm. Þá var ég með sjö hótel í rekstri. Við höfðum þau öll opin, lokuðum ekki, og lögðum samfélaginu lið eftir bestu getu. Meðal annars þeim sem voru strandaðir og brunaliði og lögreglu. Flugvöll- urinn var lokaður í fjórar vikur,“ segir Ortlieb. Segir ekki upp fólki Ortlieb talar frá hjartanu og kveðst líta á hostel sitt sem stofnun í samfélaginu. Það sé hluti af lífi margra borgarbúa að koma þangað og hitta fólk. Hann vilji gefa þeim tækifæri til að halda lífinu áfram. Uppfylla félagsþörf. Hann muni ekki segja upp fólki. Ortlieb lofar viðbrögð íslenskra stjórnvalda. Ísland sé eitt fárra landa í heiminum þar sem landamærum sé ekki lokað. Það birtist í því að hostelið sé enn að taka við bókunum. Hingað komi Bretar og Bandaríkjamenn sem vilji jafn- vel ekki fara til síns heima við þessar aðstæður. „Það góða við að reka hostel er að unga fólkið er tilbúið að taka meiri áhættu við ferðalög. Eldra fólkið er í meiri hættu,“ segir Ortlieb. Eitthvað gott komi úr öllum kreppum. Far- aldurinn muni jafna út offramboðið á ferða- þjónustu í miðborginni. Það hefði að hans mati aldrei átt að leyfa þvílíka uppbyggingu. Það ● Vegna kórónuveirunnar hefur flug nær stöðvast. Með því hefur hefð- bundið framboð flugmiða farið úr skorðum og verðlagningin um leið. Flugfargjöld eru meðal undirliða vísi- tölunnar við verðbólgumælingar. Þær upplýsingar fengust frá Hagstof- unni að það væri í skoðun hvernig mæl- ingin yrði framkvæmd að þessu sinni. Það liggi almennt ekki fyrir hvernig verðbólgumælingin verði útfærð. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Samgöngur Flugið er inni í vísitölunni. Leiðir til að mæla verðbólguna í skoðun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.