Morgunblaðið - 21.03.2020, Síða 19
FRÉTTIR 19Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020
Tryggðu þér borð á
www.matarkjallarinn.is
Aðalstræti 2 | s. 558 0000
LEYNDARMÁL
Matarkjallarans
HA
PPATALA
•
D
AG SIN S
ER
•
TIL HAMINGJU – ÞÚ HEFUR FUNDIÐ HAPPATÖLUNA!
Farðu inn á mbl.is/happatala og gefðu upp töluna til að komast í pottinn.
Vinningshafar verða dregnir út í þættinum Ísland vaknar á K100 í fyrramálið.
Að sjálfsögðu hvetjum við þig til að taka þátt alla fimmtudaga og laugardaga
næstu vikurnar, því þú gætir unnið glænýjan Samsung Galaxy S20+.
19
Atli Steinn Guðmundsson
atlisteinn@mbl.is
Kaffihús, barir, skemmti- og veit-
ingastaðir, líkamsræktarstöðvar,
leik- og kvikmyndahús í Bretlandi
lokuðu dyrum sínum í gærkvöldi.
Boris Johnson forsætisráðherra til-
kynnti um þessa ráðstöfun bresku
ríkisstjórnarinnar í gær. „Við þurf-
um að draga enn meira úr öllum
samskiptum okkar á milli,“ sagði
Johnson í sjónvarpsávarpi í gær.
177 látnir í Bretlandi
Hann sagði ríkisstjórnir allra
ríkja Bretlands einhuga um þessar
ýtrustu ráðstafanir í baráttunni
gegn kórónuveirunni. „Þetta eru
staðir sem sameina fólk, en nú
stöndum við frammi fyrir þeirri dap-
urlegu staðreynd að við neyðumst til
þess að aðskilja fólk,“ sagði Johnson.
Dauðsföllum af völdum veirunnar
fjölgaði umtalsvert síðasta sólar-
hringinn áður en Morgunblaðið fór í
prentun í gær og voru 40 á einum
sólarhring, sem færði heildarfjölda
látinna upp í 177 í Bretlandi.
„Mín trú er að með þeim ráðstöf-
unum sem við nú grípum til getum
við valdið vatnaskilum í vörnum okk-
ar gegn veirunni á tólf vikum. Ég
ætla mér þó ekki að standa hér og
fullyrða að í lok júní verði sóttin á
undanhaldi. Vel er mögulegt að svo
verði, en um það get ég ekkert full-
yrt,“ sagði forsætisráðherrann.
„Látum ekki deigan síga“
„Ég geri mér vel ljóst hve óyf-
irstíganlegur vandinn virðist okkur
nú,“ sagði hann á blaðamannafundi á
fimmtudagskvöld, en stæði þjóðin
sameinuð mætti bjarga þúsundum.
Matt Hancock heilbrigðisráð-
herra sagði í fréttaskýringaþætti
breska ríkisútvarpsins BBC,
Question Time, í gær, að 2,6 millj-
ónir andlitsgríma og 10.000 flöskur
af sótthreinsi væru nýfarnar í dreif-
ingu.
Elísabet Bretadrottning, sem nú
dvelur í Windsor-kastala, ávarpaði
einnig bresku þjóðina í gær og sagði
heimsbyggðina standa á mörkum
„mikils óvissutímabils“ þar sem hver
einasti þegn léki lykilhlutverk í bar-
áttunni. „Mörg okkar munu neyðast
til að leita nýrra leiða til að hafa
samskipti og tryggja öryggi ástvina
okkar. Er það eindregin sannfæring
mín að við látum ekki deigan síga,“
sagði drottning, „því megið þið
treysta að ég og mín fjölskylda mun-
um ekki láta okkar eftir liggja.“
„Við neyðumst til þess að aðskilja fólk“
Samkomustöðum í Bretlandi lokað í gær Einhugur um ráðstafanir milli allra bresku ríkjanna 2,6 millj-
ónir gríma og 10.000 flöskur af spritti í dreifingu Elísabet drottning ávarpaði þjóðina frá Windsor-kastala
AFP
Ögurstund Boris Johnson fyrirskipaði lokun flestra samkomustaða í gær.
„Við þurfum að draga enn meira úr öllum samskiptum okkar á milli.“
Viðskipti með hlutabréf norska
flugfélagsins Norwegian voru
stöðvuð í eina klukkustund skömmu
eftir að kauphöllin í Ósló var opnuð
í gærmorgun. Hafði verð bréfanna
þá rokið upp um 23,6 prósent og til-
kynnti kauphöllin um stöðvun við-
skipta á grundvelli óvissu um þýð-
ingu 36 milljarða króna björgunar-
pakka norska ríkisins til félagsins,
sem Morgunblaðið sagði frá í gær.
Greindi kauphöllin frá því í til-
kynningu sinni að himinn og haf
væri á milli greiðsluvilja fjárfesta
og verðhugmynda seljenda Nor-
wegian-bréfa. Þróunin tók síðan
krappa beygju í hádeginu í gær
þegar verð bréfanna hrundi á ný og
var lækkun þeirra yfir daginn alls
10,9 prósent.
NOREGUR
Norwegian upp og
niður í kauphöllinni
Ókyrrð Eru 36 milljarðar nóg? Ekkert þeirra laga sem valin hafa
verið síðustu mánuði til að taka þátt
í Söngvakeppni evrópskra sjón-
varpsstöðva, sem haldin skyldi í
Rotterdam í Hollandi í maí, verður
gjaldgengt í keppnina árið 2021.
Samband evrópskra sjónvarps-
stöðva, EBU, lýsti þessu yfir á
Twitter í gær, en eins og ljóst varð í
vikunni verður ekkert af fyrirhug-
aðri keppni í Rotterdam í vor, þar
sem til stóð að íslenski flytjandinn
Daði Freyr Pétursson og hljómsveit
hans Gagnamagnið stigju á stokk
með lagið Think About Things sem
veðbankar höfðu spáð gæfu og
gengi.
Ekki eldri en frá síðasta hausti
Regluverk EBU leggur svo á og
mælir um að ekkert þeirra laga sem
teflt er fram í Eurovision-söngva-
keppninni skuli hafa verið gefið út
eða lagt fram á annan hátt fyrr en í
septembermánuði árið fyrir hverja
keppni. Ljóst er að ekkert þeirra
laga sem flutt skyldu í Rotterdam í
ár uppfyllir þátttökuskilyrði þar
sem lögin eru þegar komin fram á
sjónarsviðið núna, á vordögum 2020.
Frá sumum þátttökulandanna
hafa þó þegar borist yfirlýsingar um
að þeir listamenn sem vera skyldu
fulltrúar þeirra í Rotterdam muni
bíða og taka þátt vorið 2021. Önnur
lönd, þeirra á meðal Svíþjóð og
Eistland, hafa hins vegar lýst því yf-
ir að þeirra keppendur muni þurfa
að fara með sigur af hólmi í for-
keppni heima fyrir á nýjan leik til
að halda utan.
Ákaflega dapurlegt
„Þetta er ákaflega dapurlegt fyrir
Ulrikke og okkur,“ sagði Christina
Rezk Resar, ritstjóri afþreyingar-
efnis norska ríkisútvarpsins NRK, í
samtali við fréttastofu sama fjöl-
miðils í gærkvöldi og á þar við Ul-
rikke Brandstorp, sigurvegara í for-
keppni Norðmanna í ár, með lagið
Attention. „Hún steig á svið með
magnað lag sem við höfðum mikla
trú á fyrir keppnina í maí. Við mun-
um funda með henni í næstu viku og
fara yfir hvaða þýðingu þessi niður-
staða hefur,“ sagði Resar enn frem-
ur við norska ríkisútvarpið í gær.
Ekkert laganna gjaldgengt 2021
Lögum eldri en frá september árið áður meinuð þátttaka í söngvakeppninni
AFP
Vonbrigði Ulrikke Brandstorp fær ekki að flytja framlag Noregs í Eurovision.