Morgunblaðið - 21.03.2020, Síða 20

Morgunblaðið - 21.03.2020, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Kórónu-veirankom aft- an að Ítölum og hefur verið átak- anlegt að fylgj- ast með baráttu þeirra við þenn- an vágest. Ítalir brugðust seint við og átt- uðu sig ekki strax á alvöru málsins þrátt fyrir fréttir frá Kína. Í viðtali á vefsíðu Der Spiegel, sem sagt var frá á mbl.is, ráðlagði Grigo- rio Gori, borgarstjóri í Ber- gamo á Norður-Ítalíu, yf- irvöldum annars staðar að nýta tímann vel til að lenda ekki í sömu sporum. Í Bergamo hafa um 400 manns látið lífið og þar er skortur á grímum, öndunarvélum og læknum. Gori notar orð á borð við víglínu og skotgrafir þegar hann lýsir stöðunni, sem er eins og stríðsástand. Nú er kórónuveiran kom- in um alla Ítalíu. Greint var frá því á fimmtudag að 3.405 væru látnir og hefðu 427 andlát af sökum veir- unnar verið tilkynnt á mið- vikudag. Hafa nú fleiri lát- ist vegna hennar á Ítalíu en í Kína þar sem hún átti upptök sín. Rúmlega 41 þúsund eru smitaðir á Ítal- íu. Taka verður fram að sú tala nær aðeins til þeirra sem eru greindir. Á Ítalíu er fólk sem aðeins er með væg einkenni beðið að halda sig heima til að bæta ekki á álagið á heilbrigðis- kerfinu. Sennilega mun fjöldi slíkra tilfella aldrei koma í ljós. Í Morgunblaðinu í gær sagði frá greiningu ítölsku lýðheilsustofnunarinnar Instituto di Superio di Sa- nitá á því hverjir væru við- kvæmastir fyrir kórónu- veirunni. Sagði í fréttinni að greint hefði verið líkamsástand 2.003 fórnar- lamba veirunnar á Ítalíu og niðurstaðan verið sú að 99% hinna látnu hefðu annaðhvort tilheyrt elstu borgurum samfélagsins eða þjáðst af öðrum sjúkdóm- um sem gerðu þau veikari fyrir. Stofnunin greindi frá því að meðalaldur fórnarlamba kórónuveirunnar á Ítalíu hefði verið 79,5 ár. Af 2.003 hinna látnu höfðu 1.757 verið eldri en 70 ára þegar þeir létust. Að- eins 17 hinna látnu voru innan við fimmtugt. Þessar tölur frá Ítalíu bera því vitni hvað það er mikilvægt að koma í veg fyrir að þeir sem eldri eru og viðkvæmir fyrir komist í snertingu við kórónuveir- una. Hér á landi hefur verið gagnrýnt að fólk sem dvel- ur á hjúkrunarheimilum skuli ekki mega fá heim- sóknir frá aðstandendum. Í Morgunblaðinu í gær segir Gísli Páll Pálsson, forstjóri Grundar, dvalar- og hjúkr- unarheimila, að ákveðið hafi verið að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Vissulega geti einangrun verið erfið, en verja þurfi þennan hóp og ekki sé hlaupið að því að finna út- færslur heimsókna þar sem aðstandendur geti með góðu móti haldið góðri fjar- lægð frá þeim sem þeir eru að heimsækja. Reynslan frá Ítalíu sýnir svo ekki verður um villst hvað kórónuveiran er hættuleg þeim sem eldri eru. Ef smit kemst inn á hjúkrunarheimili getur það haft hrikalegar afleiðingar. Í hjúkrunarheimili í Kirkland í Washington-ríki í Bandaríkjunum varð vart við öndunarfærasýkingar 10. febrúar. Þar reyndist kórónuveiran vera á ferð, en heimilinu var ekki lokað gagnvart umheiminum fyrr en mánuði síðar. 120 manns dvelja á heimilinu. 35 eru látnir og 35 til viðbótar eru veikir. Nú ganga ásakanir á víxl. Yfirvöld segja að stjórn- endur hjúkrunarheimilisins hafi ekki staðið sig og hjúkrunarheimilið segir ráðamenn hafa dregið lapp- irnar og brugðist. Enn hafa hjúkrunar- heimilin sloppið hér á landi. Það er auðvelt að gagnrýna á meðan svo er, en reynslan að utan hefur sýnt að skjótt skipast veður í lofti. Þess vegna vill enginn vera í þeirri stöðu að hafa gert of lítið til að koma í veg fyrir að smit bærist inn á stofn- anir þar sem býr fólk, sem öllu gildir að smitist ekki af kórónuveirunni. Enginn vill vera í þeirri stöðu að hafa gert of lítið til að af- stýra að smit bærist inn á hjúkrunar- heimili } Rökrétt bann L ítt stoðar að halda áfram að berj- ast gegn innflutningi kórónuveir- unnar. Með öllum greiddum at- kvæðum hefur ríkisstjórnin ákveðið að halda áfram að flytja veiruna til landsins. Einungis Íslendingar eiga að fara í tveggja vikna sóttkví við heim- komu til landsins. Erlendir ferðamenn ganga frá borði athugasemdalaust. Fyrsta skráða dauðsfallið vegna sóttarinnar var tæplega fer- tugur ferðamaður sem lést á sjúkrahúsinu á Húsavík. Hann hafði ásamt konu sinni verið að ferðast um landið í eina viku. Nú er ekkj- an hans í einangrun í ókunnu landi, buguð af sorg og sýkt af þessari skelfilegu veiru sem varð manni hennar að bana. Sendum öll kær- leika og samúð til hennar í sorginni. Hér varð hrun fyrir ellefu árum. Hátt í 15.000 fjöl- skyldur misstu heimili sín. Enn eru fjölskyldur í sárum. Neyðast til að leigja á okurleigumarkaði. Ég velti oft fyrir mér þessu „greiðslumati“ sem öllum er gert að undirgangast. Það lítur óneitanlega undarlega út að fólk sem stendur í skilum með leigu mánuðum og jafnvel ár- um saman skuli ekki vera metið til að greiða eitthvað sambærilegt til að eignast sitt eigið þak yfir höfuðið. Þessu verður að breyta. Við stöndum nú andspænis fordæmalausum hremm- ingum. Lönd loka landamærum sínum, koma á ströngu útgöngubanni. Stjórnmálamenn sem bera ábyrgð verða að skilja að við erum enn brennd eftir efnahagshrunið 2008. Almenningur óttast ekki einungis CO- VID 19-sjúkdóminn. Fólk er einnig skelfingu lostið um að missa heimili sín. Þó stöndum við mun sterkar í dag til að takast á við þess- ar krefjandi aðstæður nú en 2007. Ríkissjóður er sterkur. Gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans hefur aldrei verið jafn mikill og nú. Ríflega 930 milljarðar króna. Stýrivextir hafa verið færðir niður í sögulegt lágmark. Bankarnir koma í kjölfarið og ætla að lækka útlánsvexti sína. Við eigum mörg verkfæri í kistunni okk- ar nú sem við áttum ekki þá. Fjármálaráðherra hefur kynnt aðgerða- áætlun ríkisstjórnarinnar til að koma til móts við atvinnulífið. Í dag mun ríkisstjórnin svo kynna stóran aðgerðapakka. Ég vona innilega að hann sé sérstaklega til að vernda og tryggja afkomu heimilanna í landinu. Engan má skilja útundan sem missir vinnuna. Fátækt fólk má aldrei lenda í því að geta ekki tryggt sér næg matföng ef kemur til harðari að- gerða stjórnvalda til að hefta útbreiðslu COVID-19. Það er skrítið að vera alþingismaður í stjórnarand- stöðu og skrifa grein um væntanlegar aðgerðir ríkis- stjórnarinnar á hættutímum en hafa í raun ekki hug- mynd um hvað þær snúast um. Þrátt fyrir einlægan vilja allra stjórnarandstöðuflokka til að koma að málum og aðstoða við allar aðgerðaráætlanir höfum við algerlega verið hundsuð. Mér finnst það dapurt. Inga Sæland Pistill Stjórnarandstaða hunsuð á hættutímum Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Atvinnulausum einstak-lingum hefur farið örtfjölgandi á undanförnumdögum og vikum. Þetta má sjá af mikilli fjölgun umsókna um atvinnuleysisbætur sem berast Vinnumálastofnun (VMST). Í gær- morgun höfðu stofnuninni borist um 2.350 umsóknir það sem af er mars- mánuði og eru þær þegar orðnar hátt í eitt þúsund fleiri á tæpum þremur vikum en berast að jafnaði í hverjum mánuði. Yfir allan mars- mánuð á seinasta ári voru umsókn- irnar 1.921 en mars í fyrra var óvenjulegur vegna gjaldþrots Wow air. Að meðaltali komu tæplega 1.400 umsóknir um atvinnuleysisbætur til VMST í hverjum mánuði á seinasta ári. Mikið álag hefur verið á Vinnu- málastofnun á undanförnum dögum. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri VMST, segir í samtali við Morgun- blaðið að umsóknum um atvinnu- leysisbætur hafi fjölgað mjög mikið í mars og gríðarlega mikið sé um fyrirspurnir um það úrræði að laun- þegar minnki starfshlutfall og fái skertar atvinnuleysisbætur á móti. „Það er mikið hringt og spurt um þetta en það er lítið sem við getum svarað fyrr en þetta er orðið að lögum,“ sagði hún en frumvarpið var þá enn til meðferðar á Alþingi og endanleg útfærsla lá þá ekki fyrir. Mikill fjöldi starfsmanna af er- lendum uppruna er á vinnumark- aðinum og má ætla að um 40% um- sókna um atvinnuleysisbætur að undanförnu komi frá þeim. Fyrir- tæki í ferðaþjónustu róa mörg hver lífróður þessa dagana en að sögn Unnar koma þeir sem leitað hafa til Vinnumálastofnuanr úr öllum kim- um atvinnulífsins, þ. á m. eru skrif- stofumenn, sérfræðingar og iðn- aðarmenn svo dæmi séu nefnd. Mjög stór hópur sjálfstætt starfandi ein- staklinga með lítinn eða meðalstóran rekstur er í gríðarlegri óvissu þessa dagana að sögn hennar. Stjórnvöld hafa hvatt Íslendinga erlendis til að snúa heim en þeir ganga ekki að störfum vísum hér og hafa jafnvel ekki réttindi í atvinnuleysisbótakerf- inu ef þeir hafa dvalið lengi erlendis. Óvíst er hvernig ráðið verður fram úr málum þeirra. Atvinnulíf í hjartahnoði Mikið mæðir einnig á verkalýðs- félögum þessa dagana og fyrirspurnir berast í hrönnum. ,,Núna erum við bara í hjartahnoði varðandi fyrir- tækin og atvinnuna. Það er stanslaus straumur hingað af fólki sem hefur áhyggjur af því að það sé að missa vinnuna,“ segir Aðalsteinn Á. Bald- ursson, formaður Framsýnar. For- svarsmenn fyrirtækja hafa mikið leit- að til félagsins eftir ráðgjöf um hvað þau geti gert, m.a. vegna vænt- anlegra laga um minnkað starfshlut- fall. Myndaður hefur verið viðbragðs- hópur stéttarfélaga og atvinnurekenda o.fl. í Þingeyj- arsýslum þar sem farið er yfir og miðlað upplýsingum um hvað félögin og atvinnurekendur, sveitarfélög og bankar geta gert við þessar að- stæður. Hann segir að uppsagnir séu farnar að berast og er ekki sáttur við að einstök fyrirtæki og stórar hót- elkeðjur séu of bráðar á sér að boða breytingar og jafnvel senda fólk heim áður en lögin liggja fyrir sem gera fyrirtækjum og starfsmönnum kleift að ganga frá samkomulagi um skert starfshlutfall. Kolbeinn Gunnarsson, formaður Hlífar í Hafnarfirði, segir félagið fá margar fyrirspurnir og dæmi séu um að fyrirtæki hafi þegar gripið til aðgerða á borð við að fella niður vaktavinnu og halda starfsem- inni eingöngu úti í dagvinnu. Á þriðja þúsund umsóknir um bætur Morgunblaðið/Eggert Framkvæmdir Fyrirspurnir streyma til Vinnumálastofnunar og stéttar- félaga um minnkað starfshlutfall vegna aðstæðna á vinnumarkaði. Starfsemi í sumum atvinnu- greinum er að dragast mikið saman eða hreinlega lamast þessa dagana. ,,Nú hefur sam- drátturinn í samfélaginu náð því stigi að tekjur leigubifreiða ná ekki fyrir rekstrarkostnaði það sem af er marzmánuði 2020. Því er starf leigubifreiðastjóra launalaust eins og staðan er um þessar mundir,“ segir í umsögn Bandalags íslenskra leigu- bifreiðastjóra og Bifreiðastjóra- félagsins Frama til velferðar- nefndar. Í umsögn Leiðsagnar – stéttarfélags leiðsögumannaer bent á að fæstir leiðsögumenn eru með fast ráðningar- samband, ferðaráðningar eru meginreglan og atvinnuöryggið ekkert. Margir leiðsögumenn hafi nú eðli málsins samkvæmt skráð sig atvinnulausa og beðið ferðaskipuleggjendur að skila gögnum um starfshlutfall til Vinnumálastofnunar. Leigubílstjór- ar án launa MIKILL SAMDRÁTTUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.