Morgunblaðið - 21.03.2020, Page 22

Morgunblaðið - 21.03.2020, Page 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 Hafnargata 29, í miðbæ Keflavíkur Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Nýjar fullbúnar íbúðir í vönduðu fjölbýli. Stæði í bílakjallara fylgir öllum íbúðum. Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 kr. 37.900.000Verð frá Sú veira sem nú herjar á heimsbyggðina á sér formælendur fáaog því kann að skjóta skökku við að rifja hér upp titil á greinsem Vilmundur Jónsson landlæknir skrifaði árið 1955 tilvarnar nýyrði sínu um það sem aðrir kölluðu vírus – og beygðu ýmist í karlkyni eins og prímus eða í hvorugkyni til samræmis við kyn orðsins virus á latínu. Í greininni hæðist Vilmundur að þeirri röksemd dr. Sigurðar Péturssonar að vírus fari „vel í málinu og beygist eins og prímus“. Vil- mundi er sérlega uppsigað við að Sigurði hafði orðið á að segja að orðið veira hefði ekkert „fram yfir orðið vírus nema tilgerðina“. Þetta hendir Vilmundur á lofti og nefnir margvísleg orð sem segja mætti hið sama um; til dæms hefðu orðin hugtak, skóhlífar og skil- vinda ekkert fram yfir orðin begrip, galossíur og centri- fúga nema tilgerðina. Og orðið föðurlandsvinur hefði ekkert fram yfir patríót „nema tilgerðina. Orðið pat- ríót fer vel í málinu og beygist eins og idíót“. Hafi Vilmundi verið upp- sigað við málsmekk vírusmanna tekur fyrst steininn úr þegar hann verður þess áskynja „að stjórnskipuð nefnd íslenzkra málfræðinga sit- ur fjarri heimsins glaumi og ys tímanna streitt við að hnoða orðadeig sitt í esperantiskar flatkökur handa starfandi og stríðandi landsins börnum framtíðarinnar“ – og að þessi nefnd hafi ákveðið „að kalla það víru!“ Ekki þykir honum mikil smekkvísi að baki hugmyndinni um þetta orð en ræðst þó af mestri hörku gegn því að orðaforða lands- manna eigi að stýra með valdboði stjórnskipaðrar nefndar – og er íhugunarvert hvort þessi sjónarmið gætu ekki átt við í yfirstandandi umræðu um ný mannanafnalög. Veirugrein Vilmundar var endurprentuð í stórskemmtilegu rit- gerðasafni hans sem Iðunn gaf út í tveimur bindum árið 1985 undir titlinum Með hug og orði. Mér er minnisstæð lítil saga sem hann segir þar af lækni sem var „kerskinn að eðlisfari“ en kunni afar illa að taka því þegar honum var svarað á móti – og tókst á við þennan veikleika sinn með því að ráðast þá „sí og æ á lágan garð“. Af þessu hátterni er sú saga að Þórður bóndi Flóventsson í Svartárkoti í Bárðardal gekkst undir uppskurð á Landakoti þar sem téður læknir hélt á hnífnum og fann fljótt að „henda mátti gaman að Þórði, og gekk óspart á það lag“, spurði Þórð m.a. hvort ekki væru allir menn skáld í Þingeyjarsýslu. „Ekki allir,“ svarar Þórður, „en hagyrðingur á hverjum bæ – hagyrð- ingur á hverjum bæ.“ Aðspurður segist Þórður vera hagyrðingurinn í Svartárkoti og læknirinn biður hann þá að yrkja vísu um sig – sem Þórður segist munu gera. Í næstu vitjun vill læknirinn heyra vísuna og ekki stendur á henni en þá vill læknirinn heyra hana aftur. „Nei – nei,“ segir Þórður. „Það er enginn smalastrákur í Þingeyjarsýslu svo vit- laus, að hann læri ekki ferskeytta vísu, ef hann heyrir hana einu sinni – ef hann heyrir hana einu sinni.“ „Vörn fyrir veiru“ Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Það voru eðlileg viðbrögð hjá ríkisstjórninni ífyrstu viðbrögðum hennar vegna efnahags-áfalla í kjölfar kórónuveirunnar að huga að atvinnulífinu og stöðu þess, ekki sízt til þess að draga eins og hægt væri úr uppsögnum starfsmanna. Lagafrumvarp þar um er nú til meðferðar á Alþingi. Í því samhengi má ekki gleyma einni minnstu rekstrareiningu samfélagsins, sem um leið er ein sú mikilvægasta, en það eru heimilin. Ef ekki væri fyrir þá „eftirspurn“, sem þar verður til, hvort sem er vegna hús- næðis, matvöru, fatnaðar o.s.frv., væri lítill grundvöllur fyrir margvíslegum rekstri, sem snýst um að veita heimilunum þjónustu. Á þetta minntu Hagsmunasamtök heimilanna, í yfir- lýsingu, sem þau sendu frá sér fyrir u.þ.b. tíu dögum. Þar segir m.a.: „Það dylst engum að ef fram heldur sem horfir mun efnahagslíf þjóðarinnar og jafnvel heimsins alls verða fyrir miklu áfalli, þannig að viðspyrnu er þörf og nauðsynlegt að undirbúa hana eins vel og hægt er. Hins vegar þarf að hafa í huga að undirstaða hagkerfisins eru heimilin, því án þeirra væri engin þörf á neinni þjónustu, engin til að hvorki kaupa né selja og engin til að lána. Í stuttu máli væri ekkert hagkerfi til án heimila landsins. Það skýtur því óneitanlega skökku við að í viðspyrnu ríkisstjórnarinnar er ekki minnst einu orði á heimilin, frekar en þau væru ekki til. Þetta er því miður sama hugarfarið og einkenndi að- gerðir stjórnvalda í kjölfar hrunsins, þar sem ekkert var gefið eftir gagnvart heimilunum, sem voru látin taka á sig höggið af fullum þunga og með skelfilegum afleið- ingum.“ Það er því miður of mikið til í þessari gagnrýni Hags- munasamtaka heimilanna á ríkisstjórnina og fyrstu við- brögð hennar, þótt auðvitað sé ljóst að fyrstu aðgerðir ríkisstjórnar koma heimilunum líka til góða. Og síðan segir í fyrrnefndri yfirlýsingu: „Þá eins og nú hafði ríkisstjórn Íslands samráð við Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) um „lausnir“ og nú eins og þá hunsar hún algjörlega fulltrúa heimilanna. Hagsmunasamtök heimilanna þurfa ekki síður að koma að borðinu en SFF og jafnvel enn frekar.“ Þetta er líka rétt en um leið umhugsunarefni hvað valdi. Auðvitað eru heimilin, hvert um sig, örsmá rekstrareining samanborið við banka, en þegar á heildina er litið liggur valdið þar, vald kjósandans. Að tala við einstök hagsmunasamtök atvinnulífsins en ekki Hagsmunasamtök heimilanna er eins og ef stjórn- málaflokkur, sem vildi fjalla um lífskjarasamningana, kallaði einungis til talsmann frá Samtökum atvinnulífsins en ekki frá verkalýðsfélögunum. Öllum getur orðið á en þá er að bæta úr því og eðlilegt að ríkisstjórnin kalli eftir áliti Hagsmunasamtaka heimil- anna ekki síður en annarra, sem hagsmuna eiga að gæta. Hins vegar fer ekki á milli mála, að vegna þeirra ótrú- legu atburða, sem við upplifum um þessar mundir og geta leitt til meiri breytinga á samfélagi okkar en við ger- um okkur nokkra grein fyrir í dag, ríkir vilji til samstarfs og samstöðu en ekki til ágreinings og illinda. Sá vilji kemur líka fram í yfirlýsingu Hagsmuna- samtaka heimilanna en þar segir í lokin: „Hagsmunasamtök heimilanna bjóða ríkisstjórn Ís- lands aðstoð sína og óska hér með formlega eftir aðkomu að þeim leiðum og lausnum fyrir heimilin í landinu sem sannarlega þarf að fara í á þessum sérstöku tímum sem nú ganga yfir, því sameinuð getur íslenzk þjóð sigrast á öllum vanda.“ Að sumu leyti má segja að þessar rétt- mætu athugasemdir Hagsmunasamtaka heimilanna geti líka átt við um lítil og meðalstór fyrirtæki, sem of oft falla í skuggann fyrir nokkrum stórum fyrir- tækjum, þótt litlu fyrirtækin séu í raun samanlagt stærri vinnuveitandi en stórfyrirtækin. Og raunar hefur orðið vart óróa hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum innan hagsmunasamtaka atvinnuveganna, vegna þess að þau upplifa starf þeirra samtaka á þann veg, að það snúist fyrst og fremst um hagsmuni hinna „stóru“, en ekki hinna „litlu“, sem eru þó margfalt fleiri. En vissulega snerust fyrstu viðbrögð stjórnvalda bæði um stór fyrirtæki og smá. Nú er rétt að taka fram, að það sem hér er sagt á ekki bara við um Ísland. Það er ljóst að stór alþjóðleg fyrir- tæki, sem starfa í mörgum löndum, hafa fjárhagslegt bol- magn til að berjast fyrir hagsmunum sínum gagnvart stjórnvöldum og alþjóðlegum samtökum, sem lítil fyrir- tæki í öðrum löndum, hvað þá heimilin í þeim löndum, hafa ekki. En í lýðræðisríkjum er hið endanlega vald hjá þeim „litlu“, þ.e. einstaklingum og fjölskyldum, sem með at- kvæði sínu taka ákvörðun um hverjir stjórna hverju sinni. Það er ekki nema rúmt ár í að stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar þurfi að fara bónarveg að kjósendum og leita eftir stuðningi þeirra. Og þótt fólk sé fljótt að gleyma er rétt fyrir þingmenn og ráðherra að hafa í huga að tímum eins og þeim sem við nú lifum gleymir fólk ekki svo lengi sem það lifir og það á m.a. við um frammistöðu einstakra stjórnmálamanna og flokka við úrlausn þeirra erfiðu verkefna sem að steðja. Nú dugar engin sýndarmennska. Yfirborðslegt tal, sem er of algengt á vettvangi stjórnmálanna, leysir ekki þann alvarlega vanda, sem mannfólkið í heiminum stend- ur alls staðar frammi fyrir. Ríkisstjórnin á að bjóða Hagsmunasamtökum heim- ilanna að borðinu, ekki síður en öðrum. Heimilin – ein mikilvægasta rekstrareiningin Þau skipta máli ekki síður en fyrirtækin Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Einn kunnasti hugsuður frjáls-hyggjunnar er franski rithöf- undurinn og aðalsmaðurinn Alexis de Tocqueville. Spádómsgáfu hans var við brugðið. Tocqueville sat í fulltrúadeild franska þingsins og kvaddi sér hljóðs í janúar 1848. Lýsti hann megnri óánægju al- mennings: „Ég hygg að við séum nú í fastasvefni uppi á eldfjalli.“ Fjórum vikum síðar gerði Parísar- múgurinn byltingu. Í seinna bindi hins mikla rits síns, Lýðræðis í Vesturheimi, sem kom út árið 1840, sagði Tocqueville að eina hættan á byltingu í Bandaríkjunum væri vegna hinna þeldökku þræla þar í landi. Tuttugu og einu ári síðar skall þar á borgarastríð. Tocqueville sá einnig kalda stríð- ið fyrir í fyrra bindinu árið 1835: „Á okkar dögum stefna tvær stórþjóðir að sama marki, þótt þær komi úr ólíkum áttum: Rússar og Banda- ríkjamenn. Báðar uxu úr grasi í kyrrþey. Á meðan menn höfðu um annað að sýsla birtust þær skyndi- lega á fremsta bekk og heimurinn fékk að vita af upphafi þeirra og afli nánast á sama tíma. Aðrar þjóðir virðast hafa náð þeim mörkum sem náttúran setur þeim en þessar tvær þjóðir eru að færa út kvíar.“ Enn sagði Tocqueville: „Banda- ríkjamenn glíma við þær hindranir sem náttúran setur þeim, Rússar við menn. Önnur þjóðin reynir að ná tökum á óbyggðum og villi- mennsku, hin á siðmenningu. Því er það að Bandaríkjamenn vinna land með plógi bóndans en Rússar með sverði hermannsins. Til að ná ár- angri treystir önnur þjóðin á eigin- hagsmuni og nýtir sér atorku og skynsemi einstaklinganna án þess þó að stjórna þeim. Hin safnar öllu valdi saman á hönd eins manns. Önnur hefur frelsi að leiðarljósi, hin ánauð. Þær hefja ferð sína á ólíkum stöðum og feta ólíkar slóðir. Eigi að síður virðist hvor um sig hafa verið kjörin til þess af sjálfri forsjóninni að ráða örlögum síns helmings heimsins.“ Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Spádómsgáfa Tocquevilles

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.