Morgunblaðið - 21.03.2020, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.03.2020, Qupperneq 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 ✝ GuðmundurSigurhansson fæddist 23. júlí 1953 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut 9. mars 2020. Foreldrar Guð- mundar: Sigurhans Víglundur Hjart- arson, f. 7. apríl 1929, d. 21. sept- ember 1980, og Helga Guðmundsdóttir, f. 10. jan- úar 1931. Guðmundur var elstur fimm systkina en þau eru: Sævar Sigurhansson, f. 6. nóvember 1954, Helga Sigurhansdóttir, f. 11. janúar 1956, Sigurrós Sigur- hansdóttir, f. 15. mars 1958, og Hrund Sigurhansdóttir, f. 17. apríl 1962. Eiginkona Guðmundar er Margrét Runólfsdóttir, f. 6. júní 1962. Börn þeirra eru Bjarki Freyr, f. 3. febrúar 1993, og Gunnhildur, f. 29. desember 1996. Fyrir átti Guðmundur dóttur, Jóhönnu Björgu, f. 1. október 1979, og Margrét dóttur, Júl- íu Dögg, f. 8. janúar 1986. Barnabörn þeirra eru sjö. Guðmundur var lærður fram- reiðslumeistari og starfaði við það alla tíð. Lengst af við eigin rekstur ásamt Margréti, en þau keyptu Hótel Flúðir árið 2003 og ráku saman fram á síðasta dag. Útför Guðmundar fer fram frá Skálholtskirkju í dag, 21. mars 2020, og hefst athöfnin klukkan 14. Þú áttir skilið svo miklu lengri tíma og við áttum skilið svo miklu lengri tíma með þér, við vorum rétt að byrja. En ég vel að horfa á það sem ég get verið þakklát fyrir. Það er svo margt. Síðasti mánuðurinn með þér var svo dýrmætur. Fjölskylduferðin okkar til Tenerife þar sem börnin fengu að kynnast þér betur var ómetanleg. Engan óraði fyrir því hversu stutt var eftir, sem var gott því ferðin var eintóm hamingja og ekki lituð af sorg. Síðustu dagana á sjúkrahúsinu náðum við að bæta upp fyrir árin sem við misstum af. Það voru forréttindi að fá þann tíma með þér og ná að segja allt sem áður var ósagt, ná að faðmast og ná að kveðja. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Höf. óþekktur) Sjáumst síðar, elsku pabbi Jóhanna Björg. Elsku pabbi, ég á erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okk- ur. Þrautseigjan og baráttuviljinn sem fylgdi þér var ótrúlegur. Eftir þriggja ára baráttu heyrði maður þig ekki einu sinni kvarta. Er þakklát fyrir allan tímann sem við áttum saman og minningarnar okkar sem ég mun aldrei gleyma. Allar stundirnar sem við áttum á morgunvöktunum á hótelinu þar sem við vorum yfirleitt fullkomið team þó svo að inni á milli gætum við gert hvort annað geðveikt. Þú náðir alltaf að plata mig með þér í bíltúr og ekki skemmdi fyrir þegar við fórum í bakaríið í leiðinni. Ég á eftir sakna þess að fá ekki lengur öll símtölin frá þér þar sem þú ert annaðhvort að athuga hvenær ég komi aftur á Flúðir, jafnvel þó að ég hafi verið þar fyrir korteri eða spyrja mig hvað þú eigir að hafa í matinn. Þótti alltaf svo vænt um það þegar þú hringdir í mig í skól- anum til þess að láta mig vita að þú værir í bænum og hvort þú mættir ekki bjóða mér í eina pylsu í há- deginu. Húmorinn hefur alltaf ver- ið til staðar hjá okkur, skiptir ekki máli hversu alvarlegar aðstæðurn- ar voru þá gátum við alltaf gert grín að þeim, alveg fram á seinasta dag. Gleymi því ekki þegar þú greindist fyrst með krabbamein og það fyrsta sem við töluðum um var hversu hræðilegt það væri ef þú myndir missa hárið, s.s. búinn að vera nánast sköllóttur síðan ég fæddist. Það var aldrei hægt að vera reið út í þig lengi þar sem þú fékkst mann alltaf til hlæja sem gat samt verið svo ógeðslega pirr- andi stundum. Elsku pabbi, ég á eftir að sakna þín svo mikið, hver á t.d. að vera með mér í liði núna þegar mamma byrjar að tuða. Ég er svo þakklát fyrir allt sem þú hef- ur gert fyrir mig og þykir svo vænt um að þú hafir sagt rétt áður en þú kvaddir að þú ætlaðir að vaka yfir okkur systkinunum og sjá til þess að við gerðum ekkert heimskulegt. Ég mun minnast þín alla ævi og trúi því að við munum hittast aftur. Þín dóttir, Gunnhildur. Pabbi var rólegur og góður maður. Hann var skemmtilegur og það var erfitt að vera í vondu skapi í kringum hann. Hann var einstak- lega orðheppinn maður. Hann gat stundum verið rosalega fyndinn. Hann var lítið að æsa sig yfir hlut- unum. Þegar við vorum í sveitinni leiddist krökkunum ekki að fara með afa sínum og ömmu í bíltúr, oftast var farið að skoða traktora og jafnvel keyptur ís. Hann var mikill stuðningsmaður Arsenal í fótbolta og bílaáhugamaður. Hann hafði líka mjög gaman af því að elda enda yfirleitt veislumatur þegar við komum í heimsókn. Ég er mjög þakklát fyrir að við fjöl- skyldan náðum að fara öll saman til Tenerife í febrúar. Ég á eftir að geyma þær minningar til æviloka. Núna er komið að kveðjustund. Við eigum eftir að sakna þess að hafa þig í sveitinni. Ég trúi því að þú sért kominn á betri stað. Ég kveð þig með þessari setningu: Ég lifi og þér munuð lifa. Hlýjar kveðjur: Til þín ég hugsa, staldra við. Sendi ljós og kveðju hlýja. Bjartar minningarnar lifa ævina á enda. Júlía Dögg. Elsku bróðir, það er margs að minnast. Margar minningar höfum við átt saman í gegnum lífið, bæði frá því að við vorum börn og jafnvel enn fleiri eftir að við urðum full- orðin. Hversu frábær mér þótti þú vera elsku bróðir, enda leit ég mik- ið upp til þín. Þið Magga komuð með Júlíu Dögg unga til Eyja og bjugguð hér í stuttan tíma. Þú hjálpaðir okkur þegar við hófum reksturinn á veit- ingastaðnum Muninn. Þvílík unun að horfa á þig vinna enda varstu flottasti þjónn sem ég þekkti til. Þú sagðir alltaf að þeir sem starfa sem þjónar ættu að vera „elegant“ og það varst þú svo sannarlega. Þegar þú varðst sextugur kom- uð þið Magga með Bjarka og Gunnhildi og við héldum saman upp á afmælið. Það var dásamleg stund, allt svo látlaust en flott og alveg í þínum anda. Þú vildir ekk- ert óþarfa vesen. Auðvitað hefur ýmislegt gengið á stöku sinnum en ég hef aldrei verið þér reið nema örstutta stund í einu. Þú varst einfaldlega svo vænn og góður. Eitt skiptið þótti mér stuðið fulllangt og strangt hjá þér og sagð: „Gummi, þetta geng- ur ekki lengur, nú er ég búin að fá nóg.“ Þá leist þú á Neró, ferfæt- linginn okkar, og sagðir hinn ró- legasti: „Þú opnar bara fyrir mér, því við erum vinir.“ Gumma bróður minn kveð ég með söknuði og virðingu. Ég mun horfa lengi á eftir honum. Þér kæra sendi kveðju með kvöldstjörnunni blá það hjarta, sem þú átt, en sem er svo langt þér frá. Þar mætast okkar augu, þótt ei oftar sjáumst hér. Ó, Guð minn ávallt gæti þín, ég gleymi aldrei þér. (Bjarni Þorsteinsson.) Möggu, Júlíu Dögg, Jóhönnu Björk, Bjarka Frey, Gunnhildi og mömmu sendum við Mummi inni- legar samúðarkveðjur. Þín systir Sigurrós (Rósa). Guðmundur Sigurhansson HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Útför elskulegrar mömmu okkar, SVANHILDAR TRAUSTADÓTTUR frá Patreksfirði, sem lést þann 10. mars á líknardeild LSH, hefur farið fram í kyrrþey að hennar ósk. Sérstakar þakkir til hjúkrunarþjónustunnar Heru sem gerði henni kleift að vera heima sem lengst og líknardeildarinnar fyrir alla umönnun. Þeim sem vildu minnast mömmu er bent á að láta Heru og líknardeildina njóta þess. Trausti og Sif Maggý og Steini Árni og Ásta Silja og Valli ömmubörn og fjölskyldur þeirra Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma og langamma, HRAFNHILDUR LILLA GUÐMUNDSDÓTTIR Gröf 3, Grundarfirði, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 6. mars. Í ljósi aðstæðna í samfélaginu mun útför hennar fara fram í kyrrþey. Sérstakar þakkir fá vinirnir í Vinahúsinu og allt það heilbrigðisstarfsfólk sem um hana hugsaði í veikindum hennar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fellaskjól. Kristbjörn Rafnsson Oddný Gréta Eyjólfsdóttir Bárður Rafnsson Dóra Aðalsteinsdóttir Unnur María Rafnsdóttir Eiríkur Helgason Héðinn Rafn Rafnsson Jóhanna Beck Ingibjargard. barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, DORIS AUDREY THORDARSON lést aðfaranótt 14. mars á Hrafnistu í Hafnarfirði. Útförin fer fram í kyrrþey. Björn Þórðarson Janis Carol Walker Paul Morcom Linda Christine Björnsdóttir Susan Ann Björnsdóttir Guðlaugur G. Færseth Jón Yngvi Björnsson María Richter Helena Björnsdóttir Redding Friðrik Jakobsson og fjölskyldur þeirra Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ERLA GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Fróðengi 11, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 15. mars. Vegna aðstæðna í samfélaginu fer jarðarförin fram í kyrrþey. Guðrún Þóra Magnúsdóttir Örn Ísleifsson Þórður Axel Magnússon Sigríður Grímsdóttir Guðni Karl Magnússon Guðbjörg Auður Benediktsd. Ingibjörg Kr. Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg dóttir okkar, systir og mágkona, ANNA BJÖRK ÞORVARÐARDÓTTIR, Laugarbraut 8, Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness 16. mars í faðmi fjölskyldunnar. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hollvinasamtök HVE, reikningsnúmer 326-26-005100, kennitala 510214-0560. Þorvarður B. Magnússon Linda Örlaugsdóttir Íris Björg Þorvarðardóttir Þórður Þórðarson Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, HRAFNHILDUR HALLDÓRSDÓTTIR heimilisfræðikennari, Sóltúni 2, áður Lindarflöt 8, Garðabæ, sem lést laugardaginn 14. mars, verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 24. mars kl. 13. Nánasta fjölskylda verður við útförina en öðrum sem vilja fylgja henni er bent á að fá upplýsingar um netstreymi hjá aðstandendum. Blóm og kransar vinsamlega afþakkað en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Drafnarhús, dagþjálfun fyrir fólk með heilabilun. k.t: 490605-0450 banki: 0515-26-44906. Hildur Jóhannesdóttir Jóakim Hlynur Reynisson Þorleikur Jóhannesson Helga Melsteð Halla Margrét Jóhannesd. Sólmundur Már Jónsson Ólafía Ása Jóhannesdóttir Sigurður Garðar Kristinsson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JARÞRÚÐUR LILJA DANÍELSDÓTTIR, Norðurvangi 9, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 18. mars. Útför fer fram frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 31. mars klukkan 13. Þar sem takmarka þarf fjölda kirkjugesta verður útförinni streymt á netinu. Minningarathöfn verður haldin 29. september og verður auglýst síðar. Daníel Þór Ólason Guðlaug Þóra Tómasdóttir Björn Viðar Ólason Hlynur Geir Ólason Hilda Björk Daníelsdóttir Diego Yacaman Mendez Sólveig Anna Daníelsdóttir Birkir Freyr Baldursson Ásta Valgerður Björnsdóttir Erna Diljá Daníelsdóttir Aníta Björt Birkisdóttir Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði. Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á minningargreinum. Minningagreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug. Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í kyrrþey. Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar- greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins. Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Birting minningagreina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.