Morgunblaðið - 21.03.2020, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 21.03.2020, Qupperneq 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARS 2020 Á morgun, 22. mars 2020, hefði Kirsten Henriksen dýralæknir orðið tí- ræð. Vil ég af því til- efni minnast þeirrar merkiskonu, sem mér hlotnaðist að eiga fyrir ömmu. Hún lést hinn 26. febrúar 2009, tæp- lega 88 ára gömul, eftir skammvinn veikindi. Amma var fædd og uppalin í Kaupmannahöfn, dóttir hjónanna Sofie Elisabetar L. Henriksen (f. Andersen) og Ludvigs Lauritz Henriksen. Átti hún eina eldri systur, Else, sem lést árið 1986. Sem ung kona var amma liðtæk í íþróttum, stundaði m.a. dýfingar og hugði á íþróttakennaranám. Áhugi á náttúrufræði, einkum dýrum, var einnig mikill, og til greina kom að verða dýrafræðing- ur (zoolog). Pláss í slíkt nám voru Kirsten Henriksen hins vegar örfá, og valið féll að lokum á dýralækningar. Segja má, að þar hafi örlög hennar verið ráðin, því við upphaf námsáranna í Kaup- mannahöfn í byrjun seinni heimsstyrjald- ar kynntist hún afa, Páli Agnari Pálssyni, síðar yfirdýralækni. Gengu þau saman æviveginn upp frá því. Af samtöl- um við ömmu var ljóst að náms- árin í Kaupmannahöfn voru í senn óvenjuleg og einstök. Það voru umbrotatímar sem báru með sér ógn sem birst gat handan næsta götuhorns, en um leið tímaskeið þar sem þau afi bundust sínum sterku og fallegu tryggðaböndum. Amma fylgdi loks afa yfir hafið til Íslands árið 1948, tveimur árum eftir að þau gengu í hjónaband, og eignuðust þau fljótlega dæturnar Hlín og Vigdísi. Ljóst er að á blómaskeiði lífsins hljóta dagar ömmu oft að hafa ver- ið æði annasamir. Hún rak í ára- tugi dýralækningastofu fyrir smá- dýr að heimili þeirra afa að Sóleyjargötu 7. Samhliða starfaði hún lengi utan heimilis við heil- brigðiseftirlit með sláturafurðum í Reykjavík og á Suðurnesjum. Alla tíð var hún að auki óformlegur rit- ari embættis yfirdýralæknis, sem oft var ærinn starfi. Þá er ótalið húsmóðurhlutverkið, sem hún sinnti af annáluðum myndarskap. Muna margir sérstaklega hæfi- leika hennar á sviði matseldar. Hvort sem um var að ræða danska eða íslenska „heimilisrétti“ eða veisluföng við sérstök tækifæri komust fáir með tærnar þar sem hún hafði hælana. Jafnt hversdags sem þegar gesti bar að garði kunni hún þá list að skapa einstak- lega hlýlegt og notalegt andrúms- loft þar sem nostrað var við háa sem lága. Þar voru hún og afi raunar samstíga, enda gestrisni annáluð á heimilinu. Við barna- börnin fjögur nutum þeirra for- réttinda að alast upp undir sama þaki og afi og amma. Sýndu þau okkur einstaka ræktarsemi. Þrátt fyrir að gjarnan væri í mörg horn væri að líta virtist ávallt tími og rými fyrir smáfólk. Í sérhverju verki var maður velkominn þátt- takandi og leiðbeint lipurlega og af þolinmæði. Lifandi áhuga á menningu og listum var miðlað til ungviðisins, hvort sem var heima í stofu eða við heimsóknir á bóka- safnið, á listsýningar og í tónleika- sali. Þessi samvera öll varð okkur ríkulegt veganesti. Mest um verð er að sjálfsögðu sú umhyggja og kærleikur í garð okkar barnabarnanna sem auð- sýnd var sérhverja stund. Sér- stakt öryggi og vellíðan hlaust af því að eiga hjá ömmu og afa at- hvarf. Vart líður sá dagur sem ég finn ekki til þess hvernig atlæti þeirra mótaði mig. Amma var kát og síung í anda („svona um nítján ára“ sagði hún mér einhverju sinni), bjartsýn og jákvæð að eðlisfari, þolinmóð og þrautseig kona sem „kallaði ekki alla menn ömmu sína“ eins og þekkt máltæki hljómaði í hennar munni. Hún átti auðvelt með að kenna öðrum og var sjálf fljót að til- einka sér nýja hluti. Þannig dreif hún sig t.d. á námskeið i tölvunotk- un fljótlega eftir að slík apparöt urðu almenn eign. Þá sótti hún leið- sögn í vatnslitamálum, og var drátt- hög eins og margir í móðurættinni. Liðtækur ljósmyndari var hún og sá m.a. til þess að fjölmörg hesta- ferðalög hennar og afa um óbyggðir Íslands í góðra vina hópi væru fest á filmu. Birtust ósjaldan eftir hana myndir úr þessum ferðum í tímarit- um um íslenska hestinn, Tölti og Eiðfaxa. Af myndunum sést glöggt hve víðerni íslenskrar náttúru áttu sérstakan stað í hjarta hennar. Eitt kemur þó upp í hugann öðru fremur þegar ég hugsa um ömmu. Hún var einstaklega örlát, í víðustu merkingu þess orðs: Yrði hún þess áskynja að skórinn kreppti hjá einhverjum lá hún ekki á liði sínu með aðstoð og úr- bætur. Enn hærra ber þó hvað amma gaf jafnan ríkulega af tíma sínum, hjartahlýju og visku ár- anna. Hjá henni fékkst ávallt hvatning, jafnt þegar róður hafði þyngst sem þegar brautin var bein og greið. Amma telst óhikað til þeirra menntakvenna sem ruddu braut- ina fyrir kynsystur sínar. Hún var þriðja konan sem lauk dýralækna- prófi í Danmörku, og sú fyrsta sem starfaði við dýralækningar á Íslandi. Þá var hún lengi virk í fé- lagsmálum og var meðal stofn- enda „Dansk Kvindeklub í Island“ og formaður þess félagsskapar ár- in 1956-59. Einnig var hún um ára- bil virk í starfi Zontaklúbbs Reykjavíkur og sat í stjórn hans um skeið. Heiðursfélagi var hún í Dýralæknafélagi Íslands. Amma var dönsk að uppruna, en um leið mikill Íslendingur. Hún naut þess að koma á æskuslóðirn- ar og talaði jafnan um bernsku sína í Danmörku með hlýju og kímni, en ég skynjaði fullkomna sátt og gleði yfir að leið hennar skyldi hafa legið til Íslands. Hafði hún stundum orð á því að hvergi annars staðar hefði hún viljað verja ævinni, og taldi sig í sam- tölum gæfusama manneskju. Víst er að ég var gæfusöm að eiga hana fyrir ömmu. Hún var einstök kona, sem ég minnist með dýpsta þakklæti hjartans. Kristín Helga Þórarinsdóttir. ✝ HrafnhildurLilla Guð- mundsdóttir fædd- ist í Reykjavík 24. ágúst 1942. Hún lést á gjörgæslu- deild LSH 6. mars 2020. Foreldrar henn- ar voru Guðmund- ur Hannes Agn- arsson, f. 13. júní 1915, d. 20. okt. 1944 og Unnur Bárðardóttir, f. 16. ágúst 1914, d. 21. jan. 1944. Hrafnhildur Lilla ólst upp hjá móðurafa sínum Bárði Þor- steinssyni, f. 6. júní 1882, d. 16. mars 1962 og seinni konu hans Kristbjörgu Rögnvaldsdóttur, f. 3. nóv. 1894, d. 3. feb. 1986. alsteinsdóttur. Þau eiga Kára, Hrafnhildi og Svein og sjö barnabörn. Unnur María, f. 1964, gift Eiríki Helgasyni. Þau eiga Helga og Borghildi og þrjú barnabörn. Héðinn Rafn, f. 1975, giftur Jóhönnu Beck Ingi- bjargardóttir. Þau eiga tvo syni, Þórólf Rafn og Atla Rafn. Hrafnhildur Lilla ólst upp í Gröf við Grundarfjörð og bjó alla tíð á æskuslóðum sínum. Hrafnhildur Lilla starfaði alla tíð við fiskvinnslu eða þar til heilsan brast. Þau hjónin tóku að sér að skera af og fella net fyrir vertíðarbáta. Hrafnhildur Lilla var mikil prjónakona. Síðari ár starfaði hún mikið með Vinahúsinu í Grundarfirði þar sem meðal annars var unnið mikið af hand- verki og gefið til þeirra sem vantaði. Í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu mun útförin fara fram laug- ardaginn 21. mars í kyrrþey. Systkini hennar eru Jóhanna Bára, f. 1936, látin, og Arn- ar Sævar, f. 1938, látinn, uppeldis- bróðir hennar er Svavar Símonar- son, f. 1937. Hrafnhildur Lilla giftist hinn 30. nóvember 1963 Rafni Ólafssyni, f. 7. maí 1937, d. 25. jan. 2019. Börn þeirra eru: Kristbjörn, f. 1959, giftur Guð- rúnu Pálsdóttur sem lést 2015, þau eiga Agnesi Ýri, Örnu Rún og Helga Rafn og sex barna- börn. Sambýliskona Kristbjörns er Oddný Gréta Eyjólfsdóttir. Bárður, f. 1960, giftur Dóru Að- Elsku yndislega mamma og ein besta vinkona mín. Þá er þessum kafla sameinaða lífs okk- ar lokið, ég hélt að þeir væru nokkrir eftir. Það er ólýsanlega sárt að kveðja, en þetta er leiðin okkar allra. Maður er aldrei tilbúinn er dauðinn bankar upp á en ég er sannfærð um að þér líði betur í sumarlandinu með pabba sem hefur ekki þurft að bíða þín lengi. Stórt skarð hefur verið höggv- ið í fjölskyldu okkar, pabbi deyr fyrir rúmu ári og svo þú. En við getum yljað okkur við góðu minningarnar, sem lifa áfram. Þú varst hörkudugleg, sterk, hrein og bein, fylgin þér, stríðin, mikil handverkskona, dýravinur, blómakona. Elsku mamma mín, þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og kenndir mér. Ég veit að þú munt líta til með okkur í anda og fylgja okkur. Þú munt ávallt vera í hjarta mér. Ekkert líf er öðru æðra. Allra bíða sömu lok. Það er mikilvægt að þiggja gjafir bæði og dáð, góðra manna vönduð ráð. Þakka þér fyrir að fylgja mér. Um lífsins ljósabraut ég hafði förunaut. Og fleiri en einn, það var mitt lán. Þeirra gat ég ekki lifað án. Bráðum dofnar ljós. Blöðin fellir senn mín rós. Ég þakka fyrir þitt tryggðaband. Um lífsins ljósabraut ég hafði förunaut. Og fleiri en einn, það var mitt lán. Ykkar gat ég ekki lifað án. Góða nótt. Góða nótt. Tunglið brosir, allt er kyrrt og hljótt. (Stefán Hilmarsson) Þín dóttir, Unnur María. Í dag kveð ég tengdamömmu mína, Hrafnhildi Lillu Guð- mundsdóttur (Lillu í Gröf). Ekki gat mig órað fyrir því að þetta yrði endirinn, er þú varst lögð inn á sjúkrahús fyrir þremur mánuðum, og síðasta mánuðinn að berjast fyrir lífi þínu af því- líkri hörku og dugnaði sem þér var í blóð borið, eins og hann afi þinn og uppeldisfaðir gerði á Siglufirði forðum daga er hann barðist einn við 30 Norðmenn. En nú var við ofurefli að etja og í rauninni aldrei von um sigur. Ég man hvað mér fannst þú ótrúlega handfljót, búin að vinna í 10 tíma í akkorði við handsnyrt- ingu á fiski, komst svo heim und- ir kvöld og prjónaðir þorskanet á pípur á meðan þú horfðir á sjón- varpið. Og svo ef það róaðist eitt- hvað vinnan þá runnu heilu lopa- peysurnar fram af prjónunum eins og ekkert væri. Einu sinni sagði ég við þig að lopapeysur væru svo stuttar að það blési upp undir þær, þá hlóstu að mér og gerðir svo fyrir mig eina sem náði mér niður að hnjám, dugði hún mér í mörg ár og endaði svo sem leikmunur hjá leikfélaginu Grímni (kannski Fjalla-Eyvindur hafi klæðst henni). Ég verð að viðurkenna fyrir þér að ég bað Unni að hringja í þig til að athuga hvort þú værir heima þegar við vorum að koma í heimsókn. Það var eingöngu gert til þess að þú vissir að við værum að koma, þá gat ég verið viss um að pönnukökurnar væru klárar þegar við komum. Ekki fóru börnin í Rússlandi varhluta af góðmennsku þinni þegar þú varst hætt að vinna sök- um aldurs, þá varst þú í góðum hópi fólks í vinahúsinu í Grund- arfirði, sem saumaði og prjónaði föt og sendi til Rússlands. Jæja Lilla mín, þakka þér fyr- ir allar stundirnar sem við áttum saman hvort sem var í eldhúsinu í Gröf eða annars staðar. En mest þakka ég þér fyrir þessa yndislegu konu sem þú gafst mér. Ég kveð þig með orðum sem mér finnst eiga mjög vel við þig og eru erindi úr ljóði eftir Ómar Ragnarsson, Íslenska konan: Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði og fyrirgaf þér. Hún ávallt er vörn þín, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan sem ól þig og helgar sitt líf. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkrað́ og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan sem gefur þér allt sem hún á. Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla á fold. Þú veist hver var skjól þitt þinn skjöld- ur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. (Ómar Ragnarsson) Þinn tengdasonur, Eiríkur. Hrafnhildur Lilla Guðmundsdóttir Aldarminning ✝ Jón Ingi Sig-urjónsson, Jonni, fæddist í Norðurkoti á Eyr- arbakka 23. febr- úar 1936. Hann andaðist á Land- spítalanum í Foss- vogi 7. mars 2020. Foreldrar hans voru Guðbjörg Lilja Böðvarsdóttir frá Skálmholts- hrauni í Flóa, f. 9.4. 1914, d. 9.9. 2006, og Sigurjón Valdimarsson frá Norðurkoti, f. 22.10. 1910, d. 25.8. 1952. Systkini Jóns Inga eru Guðný Erna, f. 14.1. 1937, búsett í Kópavogi, Böðvar, f. 6.12. 1938, d. 30.9. 2018, Valdi- mar, f. 18.10. 1951, búsettur á Selfossi. Uppeldisbróðir Jóns Inga er Erlendur Ómar, f. 14.1. 1950, búsettur í Þorlákshöfn. Þann 26. nóvember 1966 gift- ist Jón Ingi Margréti Ólafs- dóttur f. 4.2.1943, d. 10.5. 1995, frá Götuhúsum á Eyrarbakka. For- eldrar Margrétar voru Guðbjörg Magnea Þórarins- dóttir, f. 25.8. 1917, d. 8.2. 1951, og Ólafur Ólafsson húsasmiður, frá Þorvaldseyri á Eyr- arbakka, f. 26.2. 1922, d. 16.4. 2001. Þau skildu. Jón Ingi var búsettur á Tún- götu 63 á Eyrarbakka alla tíð. Hann fór snemma til sjós, vann hjá Rafmagnsveitum ríkisins og síðar við fiskvinnslu og í pönnu- verksmiðjunni Alpan á Eyrar- bakka. Jonni söng í kirkjukór Eyrarbakkakirkju í 54 ár og með Karlakór Selfoss. Útför Jóns Inga fer fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, 21. mars 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna í samfélaginu fer at- höfnin fram í kyrrþey. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Það varð brátt um hann Jonna, hann veiktist alvarlega og var dá- inn eftir nokkra daga. Það er mér ljúft og skylt að minnast hans með nokkrum orðum. Ég man eftir honum frá æsku- árum mínum á Eyrarbakka, það voru sjö ár á milli okkar, hann var eldri. Þegar hann og Magga frænka mín urðu par þá kynntist ég manninum Jonna frá Norðurkoti. Hann var mikið prúðmenni og reglumaður að öllu leyti. Hann var vel að sér í ættfræði og grúskaði mikið í þeim fræðum og ekki kom maður að tómum kofunum þegar maður spurði um menn og málefni sem tengdust Eyrarbakka. Jonni átti mikið bókasafn, hann var vel lesinn og gaman var að ræða við hann um það áhugamál okkar beggja. Konan hans Jonna var Margrét Ólafsdóttir frænka mín og jafn- aldra. Hún ólst upp hjá ömmu sinni og afa á Þorvaldseyri en ég hjá ömmu okkar og móðurbróður í Götuhúsum. Magga og Jonni bjuggu alltaf á Eyrarbakka í húsinu sem þeir bræður Böðvar og hann byggðu saman. Í mörg ár komu þau alltaf til okkar hjóna á Strandir þar sem við vorum á hverju sumri í gamla húsinu á Eyri í Ingólfsfirði. Það var mikið gleðiefni að fá þau þang- að í fásinnið. Þar var margt brall- að, bátsferðir á Norður-Strandir, rekaviðarferðir, berjaferðir voru vinsælar og eftirminnilegar. Ekki má gleyma að minnast á veiðiferð- irnar á bátnum okkar „Þyt St-14“. Jonni vakti þá almenna athygli á bryggjunni í Norðurfirði þegar hann dró á sig klofstígvélin sín, en sá útbúnaður hafði þá ekki sést á Ströndum í mörg ár. Við rifjuðum upp ánægjustund- ir við eldhúsborðið á Eyri. Mat- arveislurnar og söngstundirnar, þar var Jonni liðtækur, hann var góður söngmaður og söng lengi í kirkjukór Eyrarbakkakirkju og um tíma með Karlakór Selfoss. Jonni missti konuna sína hana Möggu fyrir 25 árum, hún var hon- um allt í öllu og söknuður hans mikill og okkar allra. Nú eru þau vonandi sameinuð í Sumarlandinu. Það eru erfiðir tímar í heims- byggðinni, ekki sér fyrir endann á þessum hræðilega faraldri. Maður vonar og biður að brátt sjái til sól- ar, að sumarið komi og sólin skíni á okkur á ný. Með þessum orðum þakka ég Jonna vini mínum sam- fylgdina og sendi öllum ástvinum hans innilegar samúðarkveðjur. Svanhildur Guðmundsdóttir. Það er í meira lagi einkennilegt þegar einhver sem hefur fylgt manni alla tíð hverfur burt svo skyndilega eins og nú hefur gerst. Jón Ingi, eða Jonni eins og hann var alltaf kallaður, var föðurbróðir minn og bjó ásamt konu sinni Mar- gréti Ólafsdóttur eða Möggu á efri hæðinni á æskuheimili mínu, Tún- götu 63 á Eyrarbakka. Alla mína æsku fór ég reglulega upp á efri hæðina þar sem ég tefldi við Jonna eða horfði á sjónvarpið með þeim Möggu. Svo var drukkið kaffi og spjallað. Þegar ég fluttust svo aft- ur á bakkann árið 2003 tók við nýr kafli í lífinu hjá okkur Jonna. Hann hafði þá verið ekkill í átta ár og ár- ið áður hafði móðir mín látist og bræðurnir, pabbi og Jonni orðnir einir á Túngötunni. Ein þeir voru aldeilis ekki einir. Í á annan áratug voru þeir heimagangar á heimili mínu og fylgdu okkur í ferðalög, á ýmsa viðburði og samkomur. Jonni var mjög hæglátur og reglu- fastur maður. Hann hafði yndi af því að hittast og ekki var verra ef góður matur og gott rauðvín var í boði. Hann var söngelskur og söng lengi með Karlakór Selfoss og yfir 50 ár með kór Eyrarbakkakirkju. Bókhneigður var hann með ein- dæmum og byrjaði barnungur að liggja með nefið í bókum og las þá allt sem hann komst yfir. Í seinni tíð má segja að nánasta fjölskylda hafi verið honum allt. Hann fylgd- ist einstaklega vel með ættingjum sínum, hann var svo stoltur þegar þeim gekk vel og fylgdist vel með börnum mínum og fór á tónleika, leikrit og flesta viðburði sem tengdust þeim. Í tuttugu ár hefur þú haldið jól með okkur og við ver- ið saman flest áramót. En nú er bleik brugðið, kallið kom óvænt því þrátt fyrir háan aldur varstu ein- staklega hress og hugsaðir um þig sjálfur á allan hátt. Þú varst eini maðurinn sem opnaðir dyrnar hjá mér án þess að banka. Það þykir mér vænt um og lýsir hversu vel kom á með okkur. Í síðustu Vest- manneyjaferð okkar í sumar sem var einstaklega vel heppnuð í frá- bæru veðri varstu svo glaður þeg- ar þú kvaddir okkur að kvöldi að þú sagðir „mikið er gott að eiga góða vini og þekkja gott fólk“. Þrátt fyrir að mér finnist að þú hljótir að vera á leiðinni og dyrnar opnist þá er það ekki svo. Nú hafa aðrar dyr opnast. Þú varst mjög trúaður maður og ég óska þess að dyrnar hafi opnast til Möggu þinn- ar sem þú misstir allt of snemma. Ég mun setja Ilmskúfinn á leiði ykkar og í beðið fyrir framan eld- húsgluggann og kartöflurnar munu fara niður. Elsku kæri frændi minn, blessuð sé minning þín góði drengur. Sástu suð́r í Flóa sumarskrúðið glóa, þegar grænust gróa grös um Ísafold? Sástu vítt um vengi vagga stör á engi? Sástu djarfa drengi dökka rækta mold? (Freysteinn Gunnarsson) Þín frænka og vinur, Íris. Jón Ingi Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.