Morgunblaðið - 06.04.2020, Qupperneq 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR4
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020
Lækjargata 34a / 220 Hafnarfjörður
Við erum hér til að aðstoða þig! --
• Sérsmíðaðir skór
• Skóbreytingar
• Göngugreiningar
• Innleggjasmíði
• Skóviðgerðir
Erum með samning við
sjúkratryggingar Íslands
Tímapantanir í síma 533 1314
FÓTBOLTASPIL BUFFALO GLORY
Verð: 43.400 kr.
6015.005 Fellanlegt (á lager)
123 x 57.2 x 78.8 cm (LxWxH)
Síðumúli 35 (gengið inn að aftanverðu) - 108 Reykjavík - S: 5683920
Opið 12:30-18:00
ÞÚFINNUR
ALLT
FYRIR
ÁHUGAM
ÁLIN
HJÁ
O
KKUR
pingpong.is pingpong.is pingpong.is pingpong.is
Snorri Másson
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
Þór Steinarsson
Alls hafa þrír einstaklingar náð að
komast úr öndunarvél á Landspít-
alanum eftir að hafa veikst alvar-
lega vegna kórónuveirusýkingar.
Þótt það sé mikið inngrip að setja
einstakling í öndunarvél er það eitt
og sér ekki hættulegt heldur er það
undirliggjandi ástæðan sem veldur
því að þörf er á öndunarvél sem er
hættuleg. Ellefu einstaklingar liggja
nú á gjörgæsludeild og eru átta af
þeim í öndunarvél. Þetta kom fram í
máli Páls Matthíassonar, forstjóra
Landspítalans, á upplýsingafundi
vegna veirunnar í gær.
Auk Páls tóku Víðir Reynisson yf-
irlögregluþjónn, Þórólfur Guðnason
sóttvarnalæknir og Óskar Reyk-
dalsson, forstjóri Heilsugæslu höf-
uðborgarsvæðisins, þátt í fundinum.
Alma D. Möller landlæknir var ekki
á fundinum í gær.
Þórólfur greindi frá því að stað-
festum smitum hefði fjölgað um 69
frá deginum áður og að uppsafnaður
fjöldi greindra smita félli vel að
bestu spám sem gerðar hafa verið
um þróun faraldursins hér á landi.
Hann sagði að óvenjumörg sýni
hefðu verið tekin sólarhringinn fyrir
fundinn og að hlutfall jákvæðra
sýna væri svipað og undanfarið.
Hlutfall þeirra sem greindust og
voru í sóttkví var þó töluvert lægra
en áður og mældist 32%. Skýringin
á því er sögð vera hópsýkingar á
Ísafirði, í Bolungarvík og í Vest-
mannaeyjum.
Tölurnar sýna að aðgerðirnar
sem gripið hefur verið til hér á landi
til að sporna við kórónuveirufar-
aldrinum hafa borið árangur sagði
Þórólfur og bætti því við að það
hefði tekist að vernda sjúkrahúsin.
Að sögn Þórólfs var fjöldi sjúklinga
á gjörgæslu áhyggjuefni framan af
þar sem að hann fór fram úr spám
en tekist hefði að útskrifa marga af
gjörgæslu og tölurnar hefðu því
færst nær bjartsýnni spám.
Þá ítrekaði Þórólfur það sem kom
fram á upplýsingafundinum á
laugardaginn að verið væri að
teikna upp hvað tekur við þegar
samkomubanninu verður aflétt, að
minnsta kosti að hluta til, hinn 4.
maí.
„Það er enginn sem veit nákvæm-
lega hvernig hann á að aflétta að-
gerðum og hversu hratt hann á að
gera það. Ég held að það viti þetta
enginn nákvæmlega, þar sem engin
tvö þjóðfélög eru eins og hver gerir
þetta með sínum hætti. Ég veit að
þetta er mjög óþægilegt fyrir alla að
vita ekki hvað gerist eftir 4. maí. Við
vitum það ekki heldur en við erum
að ráða ráðum okkar,“ sagði hann.
Óskar Reykdalsson lýsti yfir
áhyggjum af því að fólk með aðra
sjúkdóma en kórónuveirusýkingu
veigraði sér við að leita sér lækn-
isþjónustu til þess að valda ekki
auknu álagi á heilsugæsluna. Hann
ítrekaði að hefðbundin starfsemi og
starfsemi vegna kórónuveirunnar
séu aðskildar og hvatti fólk til að
hafa samband vegna veikinda, sama
af hvaða toga. Þá sagði hann að sím-
tölum vegna andlegrar vanlíðunar
hefði fjölgað nokkuð vegna kórónu-
veirufaraldursins.
Fjöldi eftir landshlutum
Óstaðsett 44 1.035
Útlönd 0 0
Austurland 6 83
Höfuðborgarsvæði 1.082 3.004
Suðurnes 67 270
Norðurland vestra 33 63
Norðurland eystra 39 196
Suðurland 152 373
Vestfirðir 36 343
Vesturland 27 144
Smit
Sóttkví
Uppruni smits
Innanlands Erlendis
Óþekktur
25.394 sýni hafa verið tekin
428 einstaklingar hafa náð bata
11.657 hafa lokið sóttkví
38 eru á sjúkrahúsi
5 einstaklingar eru látnir
12 á gjör-gæslu
1.054 eru í einangrun
Fjöldi staðfestra smita frá 28. febrúar
Upplýsingar eru fengnar af covid.is og landspitali.is
1.486 smit voru staðfest
í gær kl. 13.00
5.511 manns eru í sóttkví
1.486
28. 29. 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 19. 20. 21. 22. 23. 24. 25. 26. 27. 28. 29. 30. 31. 1. 2. 3. 4.
71%
7%
22%
1.500
1.250
1.000
750
500
250
Þrír komnir úr öndunarvél
Hlutfall greindra í sóttkví lækkar töluvert Vel hefur tekist að vernda sjúkrahúsin Áhyggjuefni
að fólk veigri sér við því að leita sér læknisaðstoðar Tölurnar sýna að aðgerðirnar hafa virkað
Morgunblaðið/Sigurður Ragnarsson
Upplýsingafundurinn Á honum kom fram að rúmlega 1.000 manns væru í
eftirliti á Covid-göngudeild og líklega þyrfti að leggja þó nokkra af þeim inn.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Heimilismaður á hjúkrunarheim-
ilinu Bergi í Bolungarvík sem sýndi
einkenni kórónuveirusmits var
settur í einangrun í gær. Þrjú
kórónuveirusmit hafa greinst á
Bergi. Sjö íbúar voru í sóttkví í gær
og án einkenna. Heimsóknabann
hefur gilt á heimilinu um hríð og því
eru þessi smit mikið áfall, að sögn
Gylfa Ólafssonar, forstjóra
Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða
(HVEST).
Sýni hafa verið tekin úr öllum
sem sýna einkenni og verða þau
væntanlega send til greiningar í
Reykjavík í dag með þyrlu Land-
helgisgæslunnar. Fimm ný smit
komu í ljós í gær á norðanverðum
Vestfjörðum. Beðið var niður-
staðna um nokkurn fjölda sýna.
Mikil þörf á starfsfólki
Alls voru 23 starfsmenn hjúkr-
unarheimilisins Bergs komnir í
sóttkví í gær og hafði þeim fjölgað
um sex frá því á föstudaginn var.
Mikil þörf er á starfsfólki vegna
þeirra starfsmanna sem eru í
sóttkví og geta því ekki unnið.
Starfsfólk vantar á hjúkrunarheim-
ilin og bráðadeild á norðanverðum
Vestfjörðum. HVEST biðlar til
hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða
sem geta komið með skömmum
fyrirvara að skrá sig í bakvarða-
sveit stofnunarinnar á netfanginu
hvest@hvest.is.
Gylfi á von á fimm hjúkrunar-
fræðingum og sjúkraliðum vestur í
dag og tveimur til viðbótar síðar.
Flytja átti fólkið vestur með þyrlu
Landhelgisgæslunnar fyrir há-
degið. Óvíst var með áætlunarflug
vegna veðurs og mikil ófærð á
vegum.
greindust nú voru fjórir í sóttkví og
nokkrir einkennalausir. Heildar-
fjöldi smita í Vestmannaeyjum er
orðinn 95 og hafa 14 hafa náð bata. Í
sóttkví eru nú skráðir 157.
Þrjár vikur voru liðnar í gær frá
því að fyrsta kórónuveirusmitið var
staðfest í Vestmannaeyjum. Íris
Róbertsdóttir bæjarstjóri, sem á
sæti í aðgerðastjórn almannavarna,
sagði að skimað hefði verið hlutfalls-
lega mest fyrir kórónuveirunni í
Vestmannaeyjum af öllum bæjar-
félögum landsins.
„Á þessu tímabili er búið að skima
hátt í tvö þúsund einstaklinga eða
um 45 prósent af íbúum. Sama hlut-
fall á öllu Íslandi væri um 170 þús-
und skimanir en það er búið að
skima rúmlega 25 þúsund manns á
öllu landinu. Eðlilega finnum við því
fleiri smit en aðrir,“ sagði Íris. Yfir
600 Vestmannaeyingar hafa farið í
sóttkví og flestir þeirra eru nú lausir
úr henni.
Hertar aðgerðir fyrir vestan
Aðgerðastjórn almannavarna á
Vestfjörðum ákvað í gær að herða
enn aðgerðir á Suðureyri, Flateyri,
Þingeyri og Súðavík vegna kórónu-
veirunnar. Leik- og grunnskólum á
þessum stöðum verður lokað frá og
með deginum í dag. Börn á for-
gangslistum fá vistun á leikskólum.
Páskafrí hófst í grunnskólum um
helgina. Samkomubann verður mið-
að við fimm mannns. Það á þó ekki
við um fjölskyldur sem búa á sama
heimili. Viðskiptavinir í verslunum
stærri en 150 m2 mega ekki vera
fleiri en 20 á hverjum tíma.
Nær helmingur íbúa skimaður
Um helgina bættust við 12 ný smit
í Vestmannaeyjum. Greindust allir
nema einn í skimun Íslenskrar
erfðagreiningar (ÍE). Búið var að
rannsaka 1.200 af 1.500 sýnum sem
voru tekin í skimun ÍE. Af þeim sem
Þrjú smit á hjúkrunar-
heimili í Bolungarvík
Hertar aðgerðir vestra Búið að skima 45% Eyjamanna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Bolungarvík Kórónuveirusmit kom upp á hjúkrunarheimilinu Bergi. Í gær
voru fjórir íbúar í einangrun og sjö íbúar og 23 starfsmenn í sóttkví.