Morgunblaðið - 06.04.2020, Side 6

Morgunblaðið - 06.04.2020, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020 Vefverslun rún.is 20% afsláttur Fatnaður sem hentar bæði innan og utandyra AF SPORTFATNAÐI FRÁ SOUTH WEST SENDUMFRÍTTUM LAND ALLT Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Mikilvægi Ríkisútvarpsins hef- ur komið vel í ljós í því óvenju- lega ástandi sem hér er vegna kórónuveirunnar. Dagskrá okk- ar og upplýsingamiðlun hefur þjappað þjóðinni saman, bæði fréttaflutningur og afþreying- arefni sem sannarlega þarf nú,“ segir Stefán Eiríksson, sem í byrjun mars síðastliðnum tók við sem útvarpsstjóri. Þegar hann kom til starfa höfðu þegar í var- úðarskyni verið gerðar ýmsar varúðarráðstafanir í Útvarps- húsinu með það fyrir augum að tryggja órofna starfsemi eins og hefur tekist. Nýr vefur og menntaþættir Hjá RÚV hefur verið brugð- ist við samkomubanni og öðrum takmörkunum í samfélaginu með breytingum á dagskrá og nýjum dagskrárliðnum. Þar má nefna sameiningu morgunþátta út- varpsrásanna tveggja sem einnig er sjónvarpað. Einnig er kominn í loftið vefurinn menntaruv.is með fræðslu- og upplýsingagildi fyrir grunn- og framhaldsnema. Þá eru í sjónvarpi nú tveir þættir ætlaðir eru ungu fólki. Annar er Heimavist milli kl. 9-11 á morgn- ana styður við nám í yngri bekkj- um grunnskóla. Hinn er Núllstill- ing, sem er í loftinu milli kl. 14 og 16 á RÚV2 og netinu á ruv- null.is. Sá þáttur er ætlaður ung- lingum, svo sem framhaldsskóla- nemum. „Takmarkanir á skólahaldi eru miklar og því þurfti að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Stefán. „Það er auð- vitað afrek að setja í gang tvo sjónvarpsþætti, smíða nýjan vef og ljúka því á tveimur vikum. Starfsfólk í Efstaleiti og þau sem við störfum með voru samtaka og gerðu sér grein fyrir mikil- vægi verkefnisins og því tókst að gera þetta á mettíma. Svona þurfa fjölmiðlar líka að vera og vinna; geta brugðist aðstæðum úti samfélaginu sem eru oft fljót- ar að breytast.“ Stefán nefnir einnig aukið framboð á dægurefni ýmiss kon- ar – fróðleik og skemmtun – sem sýnt er í sjónvarpi yfir daginn. Þar má nefna ýmsa gamla þætti sem eru sendir út morgnana og í eftirmiðdaginn. Þá eru hafnar á RÚV2 í sjónvarpinu endursýn- ingar á nokkrum af vinsælustu sýningum Þjóðleikhússins síðari árin. Er þetta gert meðal annars í tilefni af 70 ára afmæli leik- hússins. Hápunktur þessa er á sumardaginn fyrsta, 23. apríl sem er afmælisdagur Halldórs Laxness. Þá verður sýnd í tveim- ur hlutum uppfærsla á Sjálf- stæðu fólki, sem byggð er á skáldsögu Nóbelskáldsins. Nær í tíma eru sýningar á leikritunum Með fulla vasa af grjóti og Græna landið og undir lok apríl- mánaðar verða sýndir Englar al- heimsins og Íslandsklukkan. Treysta almannaþjónustu Síðasta mánuðinn hefur þjóðin sameinast í því að fylgjast með daglegum útsendingum frá blaðamannafundum þríeykis Víðis Reynissonar, Þórólfs Guðnasonar og Ölmu Möller. Boðskapur þeirra er í heiðri hafður og gildir sem lög. „Að- stæðurnar í þjóðfélaginu nú eru merkilegar,“ segir Stefán og hef- ur þar Hrunið haustið 2008 til samanburðar. Á þeim tíma stýrði hann lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu sem þá þurfti að takast á við fordæmalausar aðstæður rétt eins og aðrir þurfa að gera nú, þó með öðru móti sé. „Öfugt við það sem gerðist í Hruninu, þegar traust í sam- félaginu bókstaflega hvarf, eykst það með hverjum deginum. Fleiri en áður treysta almanna- þjónustunni, ríkisstjórninni og eins fjölmiðlum sem eru ábyrgir í öllum fréttaflutningi. Þetta mun hjálpa okkur í þeirri samfélags- legri uppbyggingu sem er fram- undan á næstu mánuðum sem verða sennilega mjög erfiðir. Slíkar aðstæður kalla líka á að við hugsum líka vel hvort um annað, svo veröldin verði mann- eskjulegri.“ Fjölmiðlaheimurinn hefur gjörbreyst Á síðustu árum hefur þrengt að einkareknum fjölmiðlum á Ís- landi og fyrir liggur frumvarp menntamálaráðherra sem gerir ráð fyrir opinberum stuðningi við rekstur þeirra. Frumvarpi þessu segist Stefán fylgjandi, enda sé samfélagi og lýðræðinu mikilvægt að starfandi séu marg- ir öflugir fjölmiðlar sem keppi hver við annan með góðu og áhugaverðu efni. Að sínu mati sé RÚV ekki um of plássfrekt á ís- lenskum fjölmiðlamarkaði, held- ur einfaldlega á þeim stað og í því hlutverki í almannaþjónustu sem lög gera ráð fyrir. „Fjölmiðlaheimurinn hefur gjörbreyst á fáum árum; netið, prentmiðlar og ljósvaki. Í dag eru tiltækar 20-30 leiðir til þess að nálgast útvarps- og sjónvarps- efni Ríkisútvarpsins, streymis- veitur á borð við Spotify og Net- flix eru orðnar stórveldi og hver og einn getur í raun sett upp sinn eigin fjölmiðil á samfélags- miðlum. Þetta er ótrúleg breyt- ing frá því sem var, en gerir hefðbundna og ritstýrða fjöl- miðla líka enn nauðsynlegri þýð- ingarmeiri en áður. Þeim kröfum ætlar RÚV að standa undir.“ Ritstýrðir fjölmiðlar nauðsyn, segir útvarpsstjóri Morgunblaðið/Sigurður Bogi Útvarpsstjóri Dagskrá okkar og miðlun þjappar þjóðinni saman, segir Stefán, sem vinnur heima eins og fleiri gera vegna kórónaveirunnar. Traustið eykst Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Nýliðinn mars reyndist vera fjórði illviðramánuðurinn í röð hér á landi. Veðurstofan telur mánuðina desem- ber til og með mars til vetrar- mánaða og því má segja að illviðri hafi einkennt alla fjóra vetrar- mánuðina að þessu sinni. Almanakssumarið hefst aftur á móti fimmtudaginn 23. apríl nk. Og veðurstofuvorið hefur byrjað með hvelli eins og landsmenn fengu að kynnast um helgina. „Veturinn 2019 til 2020 var ill- viðrasamur. Meðalvindhraði var meiri en vant er og loftþrýstingur lægri. Illviðri voru mjög tíð og mikl- ar samgöngutruflanir voru vegna óveðurs og mikil fannfergis. Vetur- inn var mjög snjóþungur norðan- og austanlands og á Vestfjörðum,“ segir í tíðarfarsyfirliti Veðurstof- unnar. Þar kemur enn fremur fram að mars var fremur kaldur og tíð óhagstæð. Vindhraði var vel yfir meðallagi, illviðri tíð og töluverðar truflanir urðu á samgöngum. Mjög snjóþungt var um landið norðan- og austanvert og á Vestfjörðum. Alhvítir dagar í Reykjavík voru 16, fjórum fleiri en að meðaltali 1971 til 2000. Á Akureyri var alhvítt alla daga nema þann síðasta, þá var flekkótt. Það er 14 dögum meira en að meðaltali 1971 til 2000 og það mesta síðan í mars 2014. Á Akur- eyri var snjódýptin mest 77 senti- metrar dagana 19. til 20. Meðalvindhraði á landsvísu var mikill, eða um 1,2 m/s yfir meðal- lagi. Meðalvindhraði í mars hefur ekki verið eins mikill síðan í mars árið 2000 Mars var kaldur og hiti undir meðallagi síðustu tíu ára á landinu öllu, að því er fram kemur hjá Veð- urstofunni. Að tiltölu var hlýjast við austurströndina en að tiltölu kald- ast inn til landsins suðvestanlands. Meðalhiti í Reykjavík mældist 0,4 stig, -0,1 stigi neðan meðallags ár- anna 1961 til 1990 en -1,5 stigum neðan meðallags síðustu tíu ára. Á Akureyri var meðalhitinn -0,4 stig, 0,9 stigum ofan meðallags áranna 1961 til 1990 en -0,9 stigum neðan meðallags síðustu tíu ár. Í Reykja- vík raðast mánuðurinn í 82. sæti af 150 mælingum og á Akureyri í 55. sæti af 140 mælingum. Úrkoma í Reykjavík mældist 86,7 millimetrar, sem er 6% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Á Akureyri mældist úrkoman 57,9 millimetrar, sem er 33% umfram meðallag áranna 1961 til 1990. Allir vetrarmánuð- urnir illviðrasamir  Nýliðinn marsmánuður var fremur kaldur og snjóþungur  Meðalvindhraði á landinu hefur ekki verið jafn hár í 20 ár Morgunblaðið/Þorgeir Baldursson Í snjóbyl Vonskuveður var um allt land í gær. Vart sást út úr augum á Akureyri þar sem myndin var tekin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.