Morgunblaðið - 06.04.2020, Síða 8

Morgunblaðið - 06.04.2020, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020 www.flugger.is*Tilboðið gildir frá 6.-30. apríl 2020 á meðan birgðir endast á öllum stærðum og gljástigum af áðurnefndum vörum í tilboðinu Langar þig að lakka glugga, húsgögn eða innréttingar? Flügger Interior Fix Primer og Interior High Finish leysir það verkefni með þér. 30% afsláttur út apríl* Alþýðusamband Íslands hefur áundanförnum dögum sýnt að það er alls ófært um að takast á við óvenjulegt og erfitt ástand. Í stað þess að sýna frumkvæði og leitast við að verja störf félagsmanna og halda jafnvel eins og unnt er í þá for- dæmalausu kaup- máttaraukningu sem íslenskir launamenn hafa notið á liðnum árum hafnar sam- bandið öllum hugmyndum sem geta orðið til þess að auka líkur á að fyrirtækin komi standandi út úr þessu ástandi.    Þessi forherðing forystunnarkemur á óvart þegar horft er til þess að ýmsir sem þó hafa ekki dreg- ið af sér í baráttunni fyrir bættum kjörum launamanna hafa áttað sig á að nú er tími til að sýna yfirvegun og skynsemi og slá af ýtrustu óskum í því skyni að verja störfin.    Forseti ASÍ skrifar í pistli fyrirhelgi að nú þurfum við „að anda rólega og vera þess fullviss að þau úrræði sem þegar hefur verið gripið til nýtist fyrirtækjum og launafólki með sanngjörnum hætti“.    En þó að þetta kunni að hljómavel þá er það staðreynd að fjöldi fólks missir nú vinnuna á með- an forsetinn andar rólega.    Tíminn vinnur ekki með fyrir-tækjum landsins þessar vik- urnar og þar með ekki heldur með launþegum á hinum almenna mark- aði.    Hefðbundin úrræði eiga ekki við ívægast sagt óhefðbundnum aðstæðum og leiðtogar verða að sýna lífsmark þó að þeir standi ekki á öndinni. Drífa Snædal Það er hægt að anda of rólega STAKSTEINAR Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Kjaraviðræðum hjúkrunarfræð- inga miðar vel að sögn Aðalsteins Leifssonar, nýskipaðs ríkissátta- semjara, og hefur því verið blásið til sáttafundar í dag klukkan hálf- ellefu. „Það hafa verið óformlegir fund- ir undanfarna daga sem hafa geng- ið ágætlega svo við ákváðum að blása til fundar á morgun [í dag],“ sagði Aðalsteinn. Bætir hann við að náðst hafi samkomulag um vinnufyrirkomu- lag fólks í vaktavinnu, eftir margra ára viðræður. „Þetta eru þungar og erfiðar samningaviðræður sem hafa staðið yfir lengi en það sem hjálpar okk- ur er að samningsaðilar finna mjög þétt til ábyrgðar og eru að vinna þetta af mjög mikili einurð,“ sagði Aðalsteinn. Vaktaálagsaukinn úrræði til að manna kvöld og nætur Sóley Halldórsdóttir hjúkrunar- fræðingur segir að engin orð lýsi álaginu á gjörgæsludeild Landspít- alans, þar sem hún vinnur, en þar eru nú rúmlega tvöfalt fleiri sjúk- lingar en vant er. Þrátt fyrir að vaktaálagsauki hjúkrunarfræðinga hafi verið framlengdur sé vandinn ekki þar með leystur: „Vaktaálagsaukinn var tíma- bundið úrræði til að manna kvöld og nætur, sem hefur verið erfitt vegna manneklu á spítalanum. Síðan er manneklan vegna þess að launin eru ekki í samræmi við nám og ábyrgð,“ segir Sóley. Kjaraviðræðum hjúkrunarfræð- inga var vísað til ríkissáttasemjara í febrúar síðastliðnum. Sóley segir að óánægja ríki meðal hjúkrunar- fræðinga um samningsleysið: „Fólk er mjög óánægt með að við skulum ekki vera með gilda sam- inga. Það er erfitt að ná endum saman á grunnlaunum hjúkrunar- fræðinga. Síðan háir það okkur að þetta er kvennastétt,“ segir Sóley. Í ljósi faraldursins ákváðu stjórn- völd að hætta við afnám vaktaálags- auka og hann yrði framlengdur til næstu mánaða að því er kom fram í bréfi stjórnvalda til Landspítalans á föstudag. Vaktaálagsauki nær þó einungis til starfsmanna Landspít- alans. „Ég er ánægð með það en það fá ekki allir hjúkrunarfræð- ingar vaktaálagsauka. Þess vegna er aðalmálið að það verði samið,“ segir hún. Kjaraviðræðum hefur miðað vel  Hjúkrunarfræðingar enn samningslausir Tryggingafélagið Sjóvá mun lækka iðgjöld bifreiðatrygginga einstak- linga vegna minnkandi bílaumferðar í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Af því leiðir að tjónatilkynningum vegna ökutækja til Sjóvá mun fækka enda dróst umferð saman um 21% í samanburði við sama tímabil fyrir ári, samkvæmt tölum Vegagerðar- innar. Gjalddagar iðgjalda um 43 þúsund viðskiptavina verða felldir niður í maí og tekur niðurfellingin bæði til lögboðinna ökutækjatrygginga og kaskótrygginga. „Okkar verkefni er að verðleggja áhættu með réttum hætti. Nú merkjum við það að umferð hefur dregist saman og það er alveg aug- ljóst að samhangandi við aukna eða minnkandi umferð er aukin eða minnkandi slysahætta,“ segir Her- mann Björnsson, forstjóri Sjóvá. Lækkunin snýr að heimilisbílum en nær ekki til fyrirtækja og segir Hermann að ástæðan fyrir því sé sú að ólík sjónarmið búi að baki verð- lagningu trygginga einkabíla og bif- reiða fyrirtækja. „Við erum í miklum samskiptum við fyrirtækin hjá okk- ur og mörg þeirra, eins og til dæmis rútufyrirtæki, eru að taka nánast allan flotann sinn af númerum núna og þá detta tryggingarnar af þeim bílum tímabundið niður, “ sagði Her- mann. Lækka iðgjöld vegna faraldursins  Sjóvá lækkar iðgjöld bifreiðatrygginga  Bílaumferð hefur minnkað Morgunblaðið/Ómar Umferð Tjón eru fátíðari nú en áður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.