Morgunblaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 06.04.2020, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020 Laugavegi 178 | 105 Reykjavík | Sími 551 3366 Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14 Misty MATILDA FRÁ ELOMI Brjóstahaldari 9.990,- Buxur 4.690,- SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND TIL 15. APRÍL Ekkert mál að skipta og skila Gleðilega PÁSKA Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Ríkisstjórn Svíþjóðar vinnur nú að nýrri löggjöf sem gerir henni kleift að taka „óvenjuleg skref“ til að berjast gegn útbreiðslu kórónuveirunnar en þar í landi er dánartíðni ívið hærri en annars staðar á Norðurlöndum. Í gær fækkaði tilkynntum dauðs- föllum á Spáni af völdum kórónuveir- unnar þriðja daginn í röð og á Ítalíu voru tölur látinna lægri en þær hafa verið síðastliðnar tvær vikur. Slík jákvæð þróun er þó ekki upp á teningnum alls staðar en tilkynnt var um flest smit frá upphafi í Bretlandi í gær og viðbúið að aðgerðir verði hertar þar í landi. Áhyggjur hafa verið uppi um að stjórnvöld í Svíþjóð hafi ekki gert nóg til að bregðast við faraldrinum og það hafi leitt til hærri dánartíðni en í hin- um norrænu löndunum. Fá enn að fara í klippingu Danmörk og Noregur eru á meðal þeirra landa sem hafa beitt umfangs- miklum lokunum, lokað landa- mærum, skólum og verslunum sem ekki eru nauðsynlegar og Finnland hefur einangrað meginþéttbýlissvæði sitt í kringum Helsinki. Á sama tíma geta Svíar verslað eins og áður, farið á veitingastaði og í klippingu og sent börn yngri en 16 ára í skóla. Í gær tilkynntu Svíar að alls 401 dauðsfall hefði orðið vegna kórónu- veirunnar þar í landi. Tala dauðsfalla hækkaði þannig um 8% frá deginum áður og er hún hærri en samtals í Danmörku, Noregi og Finnlandi. Á hverja milljón íbúa Svíþjóðar hafa 37 fallið frá vegna veirunnar en 28 í Danmörku, 12 í Noregi og 4,5 í Finnlandi. Sólböð bönnuð í Bretlandi Dánartíðni á Spáni hefur dregist saman síðustu daga en tilkynnt voru 674 ný dauðsföll þarlendis í gær; 135 færri en daginn áður, og hafði tíðnin þá einnig verið lægri en daginn þar á undan. Dánartíðni á Spáni hefur ekki verið svo lág síðan í byrjun mars. Fleiri staðfest smit kórónuveiru voru staðfest í gær í Bretlandi en nokkru sinni áður þar í landi. Er tala smitaðra nú um 50.000 og hafa tæp- lega 5.000 látið lífið vegna veirunnar í Bretlandi. Breska ríkisstjórnin var- aði við því á blaðamannafundi í gær að líkamsrækt utandyra yrði bönnuð ef Bretar færu ekki að hlýða ströng- um leiðbeiningum stjórnvalda sem beinast að því að draga úr útbreiðslu veirunnar. Veður í Bretlandi hefur farið hlýn- andi og veldur það stjórnvöldum áhyggjum þar sem Bretar hafa nýtt góða veðrið til að spóka sig og fara í sólbað í almenningsgörðum. Einum slíkum var lokað í gær vegna fjölda fólks sem sótti hann heim á laugar- dag. Matt Hancock, heilbrigðisráð- herra Bretlands, skýrði frá því í sam- tali við fréttastofu Sky News í gær að sólböð væru óheimil og þeir sem þau stunduðu stefndu lífi fólks í hættu. Látnir á götum úti Staðan í Ekvador er vægast sagt slæm en íbúar landsins hafa margir hverjir þurft að skilja látna ástvini sína eftir á götum úti vegna fordæmalausra anna hjá lík- og sjúkrahúsum. Þar sem færri fá að fara í sýnatöku en vilja er erfitt að segja til um það hverjir hinna látnu þjáðust af COVID-19. Grísk stjórnvöld tóku í gær ákvörðun um að loka aðrar flótta- mannabúðir af vegna þess að þar kom upp smit. Í síðustu viku voru flótta- mannabúðir skammt frá Aþenu girt- ar af en þá höfðu 23 smit komið þar upp. Tugir þúsunda hælisleitenda lifa við bágar aðstæður í grískum flótta- mannabúðum og er hætt við að veiran breiðist hratt út við slíkar aðstæður. Dánartíðni í Svíþjóð hærri en annars staðar á Norðurlöndum  Ríkisstjórnin undirbýr „óvenjuleg skref“  Dánartíðni á Spáni dregst saman  Bretar greina fleiri smit en nokkru sinni áður og sjá fram á harðari aðgerðir AFP Hughreysting Heilbrigðisstarfsmaður hughreystir sjúkling sem dvelur á sjúkrahúsi á Ítalíu vegna COVID-19. Fjölmargir hafa látið lífið » Um ein milljón og 137 þúsund smit kórónuveiru hafa greinst á heimsvísu, sam- kvæmt upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni. » Um 63 þúsund hafa fallið frá vegna veirunnar. » Um 260 þúsund manns hafa náð bata. Boris Johnson, forsætisráð- herra Bretlands, var lagður inn á sjúkrahús í gær- kvöldi vegna kórónuveir- unnar. Tíu dagar eru síðan Johnson greindist með veiruna en hann var lagður inn á sjúkrahús til rannsóknar og er innlögnin varúðarráðstöfun. Í lok mars sagðist Johnson finna fyrir takmörkuðum ein- kennum en var þó með háan hita. Ekkert bendir til þess að John- son þurfi að leggjast inn á gjör- gæslu. Carrie Symonds, unnusta Johnsons, er þunguð og hefur verið veik í um það bil viku. Hún er nú á batavegi. Matt Hancock, heilbrigðis- ráðherra Bretlands, greindist með veiruna fyrir rúmri viku en hann sneri aftur til vinnu á föstu- dag. BRETLAND Boris Johnson lagð- ur inn á sjúkrahús Boris Johnson Tveir létust og fimm særðust þegar súd- anskur hæl- isleitandi réðst á fólk í nokkr- um búðum í suð- austurhluta Frakklands á laugardag. Maðurinn var handtekinn en árásin er rannsökuð sem hryðju- verk. Tveir aðrir súdanskir hæl- isleitendur hafa verið yfirheyrðir vegna árásarinnar. Við húsleit í húsnæði árásar- mannsins fundust handskrifuð gögn þar sem vitnað var í ýmis trúarrit. Í gögnunum kvartaði sá sem þau skrifaði sérstaklega yfir því að búa í landi syndara. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, sagði árásina ógeð- fellda í færslu á Twitter. FRAKKLAND Árásin rannsökuð sem hryðjuverk Emmanuel Macron „Næsta vika verður sorglegasta og erfiðasta stund flestra Bandaríkja- manna,“ sagði Jerome Adams, land- læknir Bandaríkjanna, í gær. Hann sagði að vikan yrði eins konar „Pearl Harbor-stund“, eða „9/11-stund“ og vísaði þannig í eina erfiðustu atburði sem bandaríska þjóðin hefur gengið í gegnum. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi um síðast- liðna helgi að fram undan væru mörg dauðsföll vegna kórónuveirunnar. Hann lofaði því að þau ríki Banda- ríkjanna sem verst hefðu orðið úti myndu fá lyfjabirgðir, stuðning hersins og fleiri heilbrigðisstarfs- menn til vinnu. Slakað á aðgerðum Á sama fundi gaf Trump til kynna að dregið yrði úr tilmælum um félagslega einangrun fyrir páska. „Við þurfum að opna landið okkar á nýjan leik. Við getum ekki gert þetta í ótal mánuði,“ sagði Trump og hélt áfram: „Lækningin má ekki vera verri en sjúkdómurinn sjálfur.“ Um 9.200 hafa nú fallið frá vegna veirunnar í Bandaríkjunum og rúm- lega 321.000 smitast. Um er að ræða flest smit kórónuveiru á heimsvísu. Flest dauðsfallanna hafa átt sér stað innan New York-ríkis en í gær voru tilkynnt 594 ný dauðsföll þar á einum sólarhring. Í ríkinu hafa komið upp svipað mörg tilfelli veirunnar og á Ítalíu í heild sinni en Ítalía er það land innan Evrópu sem hefur farið hvað verst út úr veirunni. Joe Biden, einn forsetaframbjóð- enda í forvali Demókrataflokksins, sagði í samtali við fréttastofu ABC í gær að Bandaríkin gætu gert miklu betur í að hefta útbreiðslu veirunnar en nú væri gert. „Pearl Harbor- stund“ í augsýn  Mörg dauðsföll væntanleg á næstunni AFP Landlæknir Jerome Adams segir erfiða tíma fram undan hjá þjóðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.