Morgunblaðið - 06.04.2020, Page 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Áhrif kórónu-veiru-faraldursins
á efnahag heimsins
eru gríðarleg en um
leið mjög óviss.
Verður ástandið
langvarandi eða
verður veröldin og viðskiptalíf
hennar komin í gegnum það í
sumar, jafnvel strax í júní? Um
þetta hefur enginn skýr og örugg
svör þó að allir voni það besta.
Hitt er öruggt að höggið á efna-
haginn er mikið, það finnst
þegar, og að hagtölur þessa árs
verða mjög litaðar af kórónuveir-
unni.
Engu að síður finna ólíkir geir-
ar atvinnulífsins misjafnlega
mikið fyrir skellinum. Mikið hef-
ur verið horft til ferðaþjónust-
unnar, einkum hér á landi þar
sem vöxtur greinarinnar hefur
verið ævintýralegur og tekjurnar
sem hún skilar eru orðnar mjög
mikilvægar. En erlendis er einn-
ig horft til þessarar greinar, þar
sem flug hefur fallið niður, ferða-
bann verið sett á, hótelum hefur
verið lokað og veitingastaðir
standa tómir.
Á sama tíma aukast viðskiptin
í einstaka greinum, einkum þeim
sem snúa að heimsendingum og
viðskiptum á netinu, enda hefur
netnotkun aukist mjög og fólk er
minna á ferðinni og eyðir meiri
tíma fyrir framan tölvu og sjón-
varp.
Einn geiri atvinnulífsins sem
hefur fundið mjög fyrir þessu
ástandi er fjölmiðlar. Þeir falla
að vissu leyti í hóp þeirra fyrir-
tækja sem séð hafa aukna eftir-
spurn, enda hefur þörfin fyrir
þjónustu þeirra sjaldan verið
meiri. Fólk þyrstir í reglulegar
fréttir af veirunni og afleiðingar
útbreiðslu hennar og fólk sækir
líka í vandaða fjölmiðla sem leit-
ast við að segja rétt frá þessum
ógnarstóra atburði sem við lifum
nú. Fjölmiðlar hafa þess vegna
enn meiri þýðingu nú um stundir
en alla jafna og er þó almennt tal-
ið að þýðing þeirra sé umtalsverð
og þeir séu jafnvel ein af grunn-
stoðum samfélagsins, ekki síst í
lýðræðisríkjum.
Vandi fjölmiðla, ólíkt öðrum
fyrirtækjum sem finna fyrir auk-
inni eftirspurn nú, er að þessari
eftirspurn fylgja ekki auknar
tekjur. Þvert á móti hafa tekjur
fjölmiðla fallið verulega samhliða
auknum áhuga á efni þeirra, enda
hafa auglýsendur kippt að sér
höndum. Hrunið á auglýsinga-
markaði er meira og skyndilegra
en áður eru dæmi um, í það
minnsta á undanförnum ára-
tugum.
Þetta fall í tekjum kemur í
kjölfarið á áralöngum og vaxandi
vanda sem fjölmiðlar í heiminum
hafa staðið frammi fyrir og stafar
að verulegu leyti af sókn netrisa
á borð við Facebook og Google
inn á auglýsingamarkaðinn.
Þetta hefur þegar orðið til þess
að fjölmiðlar hafa átt erfitt með
að fjármagna starfsemi sína með
auglýsingum á netinu þrátt fyrir
aukna notkun netmiðla. Og ris-
arnir komast upp með að einoka
nánast auglýs-
ingamarkaðinn á
netinu án þess að
þurfa að sæta sömu
meðhöndlun og fjöl-
miðlarnir af hálfu
hins opinbera, meðal
annars hvað varðar
skattheimtu.
Þessir erfiðu tímar hafa orðið
til þess að fjöldi blaða um allan
heim hefur lagt upp laupana á
síðustu dögum og vikum, einkum
minni og staðbundin blöð, sem
gjarnan eru áþekk íslensku blöð-
unum að stærð.
Þessi alvarlega þróun og sú
hætta sem fjölmiðlun í heiminum
stendur frammi fyrir hefur orðið
til þess að víða hefur átt sér stað
mikil umræða um það hvað ríkis-
valdið geti gert til að koma í veg
fyrir að fréttaþjónusta dragist
verulega saman. Umræða um
þetta á sér stað í svo að segja öll-
um heimshornum og víða er þeg-
ar búið að grípa til aðgerða, sem
gjarnan bætast við þann stuðning
sem fjölmiðlar erlendis njóta
fyrir, ólíkt þeim íslensku. Er-
lendis greiða fjölmiðlar iðulega
lægri skatta, oft en ekki ein-
göngu lægri virðisaukaskatt, og
njóta beins fjárframlags ríkisins.
Ein ástæða þess að talin er
þörf á að grípa til þessara sér-
stöku aðgerða í þágu fjölmiðla er
að þeir geta ekki nýtt sér aðrar
aðgerðir ríkisvaldsins með sama
hætti og mörg fyrirtæki geta
gert. Í því sambandi hefur verið
bent á erlendis, sem á vitaskuld
einnig við hér, að fjölmiðlar geta
ekki nýtt sér þá leið að segja fólki
upp að hluta til, enda þurfa þeir
ekki síður á starfsfólkinu að
halda nú þegar þörf fyrir vand-
aðar fréttir er með mesta móti.
Danmörk er dæmi um ríki sem
þegar hefur ákveðið að auka
stuðning sinn við einkarekna fjöl-
miðla, en hann var umtalsverður
fyrir. Þar greiða prentmiðlar til
að mynda engan virðisaukaskatt
og fjölmiðlar fá að auki beinan
stuðning. Sjá má í dönskum miðl-
um að menntamálaráðherrann
þar í landi, Joy Mogensen, hefur
á síðustu dögum fengið mikið
hrós fjölmiðlanna fyrir hröð og
ákveðin viðbrögð við þessum
bráðavanda. Hún rökstyður að-
gerðirnar með því að danskir
fjölmiðlar séu hornsteinn lýð-
ræðisins. „Sér í lagi á þessum
tímum er mikilvægt að við höfum
gagnrýna fjölmiðla sem geta fært
okkur trúverðugar upplýsingar
og tekist á við þá miklu erfiðleika
sem við stöndum frammi fyrir.
En fjölmiðlarnir hafa tapað aug-
lýsingatekjum vegna kórónu-
faraldursins, sem hefur lokað
stórum hluta Danmerkur,“ sagði
menntamálaráðherrann danski.
Hér á landi er vandi fjölmiðla
ekki minni en annars staðar.
Raunar er hann enn meiri því að
hér búa fjölmiðlar ofan á sam-
keppnina við erlendu netrisana
við samkeppni við Ríkisútvarp og
starfa á litlu málsvæði.
Allt mætti þetta verða íslensk-
um stjórnvöldum verulegt um-
hugsunar efni – og auðvitað til-
efni aðgerða.
Fjölmiðlar lenda
með óvenjulegum
hætti afar illa í
kórónuveirunni}
Áhrif veirunnar
M
argt bendir til þess að aðgerðir
almannavarna gegn heimsfar-
aldrinum, COVID-19, séu að
bera árangur hér á landi.
Þjóðin er samhent í við-
brögðum sínum og langflestir hlýða fyrirmælum
sóttvarnalæknis um breytt hegðunarmynstur.
Þríeykið Víðir, Alma og Þórólfur stendur í stafni
og miðlar upplýsingum og fræðslu á daglegum
blaðamannafundum. Allt er þetta uppörvandi og
til fyrirmyndar. Þau, sem og aðrir framlínu-
starfsmenn og almenningur, eiga hrós skilið
fyrir árangurinn fram að þessu.
Við megum þó ekki missa sjónar á markmið-
inu, sem er að komast sem fyrst út úr þessari vá.
Ekki verður framhjá því horft að á annað þús-
und manns hafa smitast, meira en þúsund eru í
einangrun og fjöldi fólks hefur veikst mjög alvar-
lega og liggur þungt haldinn á sjúkrahúsum.
Fjórir hafa látið lífið hér á landi af völdum faraldursins. Því
er mjög mikilvægt að fara að ráðum sóttvarnalæknis um
handþvott, að halda sig í minnst tveggja metra fjarlægð frá
öðrum og virða takmarkað samkomuhald.
Við höfum verið hvött til þess að halda okkur sem
mest heima og forðast ferðalög um páskana. Þetta eru
mikilvægar ábendingar og ástæða til að fara eftir þeim.
Ef það er eitthvað sem við Íslendingar kunnum vel þá er
það að taka hlutunum af þraustseigju og gera það besta
úr aðstæðum hverju sinni. Það er ekki auðvelt að hitta
ekki sína nánustu, til dæmis ömmur og afa, það er ekki
auðvelt að hafa ofan af fyrir börnum sem eru vön sinni
rútínu og þannig mætti áfram telja. Lífið er í
öðrum farvegi en við eigum að venjast.
Við þurfum aftur á móti að fara í gegnum
þennan skafl saman og af okkar íslenska
æðruleysi. Við höfum þegar séð fjölmarga
brydda upp á ýmiss konar afþreyingu. Fjöl-
skyldur spila meira en áður, horfa saman á
skemmtilegt sjónvarpsefni, fara saman út í
göngutúra og svo framvegis. Við höfum sett
okkur það skemmtilega markmið að slá
heimsmet í lestri og möguleikarnir á annarri
afþreyingu eru margir þótt aðrir séu tak-
markaðir.
Við eigum líklega aldrei eftir að gleyma
þessu ári, árinu sem fermingunum var frest-
að, íþróttirnar fóru í langa pásu og við gátum
ekki farið neitt um páskana. Fyrir suma
verða minningarnar erfiðari, til dæmis vegna
heilsufarsbrests og atvinnumissis. En við
getum vonandi öll munað eftir því hvernig við fórum í
gegnum þetta. Því með okkar mikla baráttuanda munum
við fara í gegnum þetta. Hagkerfið mun taka við sér á
ný, við getum hugað að ferðalögum, við munum meta
hlutina öðruvísi, við munum meta okkar nánustu enn
betur og við munum kunna að meta lífið með öðrum
hætti.
Í bili skulum við hlýða Víði og vera heima um páskana.
Það er eitt af fyrstu skrefunum í átt að markinu.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Áfram að markinu
Höfundur er dómsmálaráðherra.
aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
FRÉTTASKÝRING
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Stjórnvöld í Kína hafa þurft aðsæta verulegri gagnrýni aðundanförnu, ekki síst vegnaspurninga sem hafa vaknað
í kringum það hver raunveruleg út-
breiðsla kórónuveirunnar hefur verið
þar í landi og hver áhrif þess hafa
verið.
Í síðustu viku sagði Bloomberg
frá því að heimildarmenn innan
bandaríska stjórnkerfisins hermdu
að í trúnaðarskýrslu frá bandarísk-
um leyniþjónustum segði að kínversk
stjórnvöld hefðu með markvissum
hætti reynt að fela umfang kórónu-
veirufaraldursins í landinu og bæði
gefið upp færri tilvik en raunveru-
lega hafa verið greind og fjölda
dauðsfalla vegna sjúkdómsins sem
veiran veldur. Tveir heimildarmann-
anna fullyrða að niðurstaða skýrsl-
unnar sé að tölur frá Kína séu fals-
aðar.
Þrátt fyrir að yfirvöld í Kína hafi
loks gripið til harðra aðgerða til þess
að stöðva útbreiðsluna hefur gagn-
rýni í garð kínverskra stjórnvalda
verið áberandi bæði innan og utan
landsins. Þá hefur meðal annars ver-
ið vandamál að kínversk stjórnvöld
hafa ítrekað endurskoðað með hvaða
hætti smittilfelli skuli skráð. Vikum
saman voru einstaklingar með smit
en án einkenna einfaldlega ekki taldir
með, en í síðustu viku var ákveðið að
bæta um 1.500 einkennalausum til-
vikum við heildartölu stjórnvalda.
Skekkti stöðuna
Trúlega hafa þessar tilraunir
kínverskra stjórnvalda til þess að
breiða yfir umfang faraldursins verið
ætlaðar fyrst og fremst til heima-
brúks. Vandinn við þessa nálgun hef-
ur hins vegar verið að heilbrigðis-
yfirvöld annarra ríkja og alþjóða-
samfélagsins hafa reitt sig á kín-
verskar upplýsingar til þess að
kortleggja hegðun veirunnar og gera
viðeigandi ráðstafanir. Þá var út-
breiðsla kórónuveirunnar strax talin
alvarleg en að umfangið yrði minna
en raunin varð hefur Bloomberg eftir
Deborah Birx, faraldsfræðingi
bandaríska utanríkisráðuneytisins og
ráðgjafa Hvíta hússins. Segir hún að
hættan sem stafað hefur af veirunni
hafi líklega verið vanmetin vegna
þess að skort hafi veruleg gögn, en
gögn frá Evrópu, nánar tiltekið Spáni
og Ítalíu, hafi fyllt í eyðurnar.
Þessum athugasemdum hefur
meðal annars Hu Xijin, ritstjóri kín-
verska ríkisfjölmiðilsins Global
Times, vísað á bug og fullyrt að ásak-
anir um markvissa yfirhylmingu sé
tilraun til þess að beina athygli al-
mennings á Vesturlöndum frá þeim
fjölda dauðsfalla sem eiga sér stað
þar.
En það eru ekki bara erlend
stjórnvöld sem hafa efasemdir um
umfang faraldursins í Kína. Kín-
verska fréttastofan Caixin hefur
meðal annars sagt frá því að öskuílát
fyrir leifar þeirra sem deyja hafi ver-
ið flutt til Wuhan í stórum stíl. Haft
er eftir vörubílstjóra að hann hafi af-
hent 2.500 slíkar krukkur á einni út-
fararstofu í borginni 26. mars og
sama magn daginn áður.
Það skal þó tekið fram að það
eru ekki bara kínversk stjórnvöld
sem sökuð eru um að gera tilraunir
til þess að fela umfang faraldursins
og hafa stjórnvöld í Íran, Rússlandi,
Indónesíu, Egyptalandi og Sádi-
Arabíu einnig verið sögð vantelja
smit.
Veikleikar
Kórónuveirufaldurinn hefur
skapað skort á ýmsum hlífðarbúnaði
fyrir viðbragðsaðila, svo sem göllum,
hönskum og grímum. Hefur þetta
varpað ljósi á þann veikleika sem
felst í því að mörg ríki hafa orðið háð
kínverskri framleiðslu og má gera
ráð fyrir því að þegar ástandið líður
hjá verði gripið til einhverra ráðstaf-
anna til þess að mæta þeim áhættu-
þætti. Ýtir enn frekar undir þennan
þátt að yfirvöld í Hollandi, á Spáni og
í Tyrklandi hafa öll gert verulegar at-
hugasemdir við gæði búnaðar sem
ríkin hafa fengið frá Kína, að því er
fram hefur komið í umfjöllun Fin-
ancial Times.
Flækjustigið vex einnig við það
að kínversk stjórnvöld sæta gagnrýni
fyrir að notfæra sér ástandið til þess
að bæta eigin ásýnd og að þau séu að
reyna að breyta því hvernig sé fjallað
um faraldurinn sér í hag og í óhag
Bandaríkjanna. Kom þetta meðal
annars fram í pistli Joseps Borrells,
utanríkismálastjóra framkvæmda-
stjórnar Evrópusambandsins, þar
sem hann segir að Evrópa hafi sent
verulegt magn af heilbrigðisbúnaði
til Kína í þeim tilgangi að aðstoða
þarlend stjórnvöld við að takast á við
faraldurinn. Þá sé Kína, ásamt öðr-
um, nú að senda búnað og lækna til
Evrópu. „Kína er með ágengum
hætti að koma þeim skilaboðum á
framfæri að ríkið sé, öfugt við Banda-
ríkin, áreiðanlegur samstarfsaðili.
[…] Við höfum líka séð tilraunir til
þess að draga úr trúverðugleika
ESB.“
Það virðist því vera komin upp
sú staða, séu fyrri frásagnir réttar, að
með því að reyna að auka traust í
garð kínverskra stjórnvalda innan-
lands hafi þarlendum yfirvöldum tek-
ist að auka vantraust í sinn garð til
muna erlendis.
Tölur til heimabrúks
rýra trúverðugleika
AFP
Þögn Kínverska þjóðin minntist á laugardag þeirra sem látið hafa lífið í
veirufaraldrinum, en vafi er um hversu margir urðu veirunni að bráð.