Morgunblaðið - 06.04.2020, Side 20
✝ MagnúsStefánsson
fæddist 20. nóvem-
ber 1927 í Miðbæ,
Ólafsfirði. Hann
lést á dvalarheim-
ilinu Hornbrekku í
Ólafsfirði 28. mars
2020.
Foreldrar Magn-
úsar voru Stefán
Hafliði Steingríms-
son, f. 9. maí 1892,
d. 19. febrúar 1972, og Kristín
Jónína Gísladóttir, f. 24. ágúst
1895, d. 3. desember 1979.
Systkini Magnúsar voru 9 sem
öll eru látin, þau voru Gíslína
Kristín, Kristinn Eiríkur, Ólafur
Steingrímur, Jónmundur, Guð-
laug Kristbjörg, Sigurjón Þór,
Gunnlaugur Jón Magnússon, f.
1952, kvæntur Ástu Sigurðar-
dóttur, Þeirra börn eru Jóna
Kristín, f. 1972, Anna Kristín, f.
1972, og Magnús, f. 1975, og eiga
þau 6 barnabörn. 3.) Jóna Kristín,
f. 1959, d. 1960. 4.) Ásdís Jóna
Magnúsdóttir, f. 1961, gift Örnólfi
Ásmundssyni, þeirra börn eru:
Sólrún Helga, f. 1981, Ólöf
Maggý, f. 1986, Eva María, f.
1989, og Brynjar Már, f. 1995, fyr-
ir átti Örnólfur einn son Kristján,
f. 1976, og eiga þau 6 barnabörn.
Magnús nam rafvirkjun við
Iðnskólann á Ólafsfirði og tók
sveinspróf 1952. Hann starfaði
áður við sjómennsku og almenna
verkamannavinnu. Eftir námið
starfaði hann sem rafverktaki og
stofnaði rafmagnverkstæði 1952
sem hann rak til ársins 2010.
Hann var í stjórn Félags rafverk-
taka á Norðurlandi. Hann útskrif-
aði sjö rafvirkjanema á sínum
ferli, þar af báða syni sína og son-
arson sinn og nafna.
Útförin fer fram í kyrrþey.
Sigurveig Anna,
Þorfinna og Sig-
urhelga.
Hinn 25. desem-
ber 1948 kvæntist
Magnús eftirlifandi
konu sinni Helgu
Eðvaldsdóttur, f. 5.
febrúar 1931 á
Siglufirði, foreldrar
hennar voru Lára
Gunnarsdóttir, f. 14.
september 1909, d.
2. janúar 1996, og Eðvald Eiríks-
son, f. 7. febrúar 1908, d. 26. apríl
1977.
Maggi og Helga eignuðust
fjögur börn: 1.) Eðvald, f. 1948,
kvæntur Maríu Magnússon.
Þeirra dóttir er Elísabet, f. 1977,
og eiga þau 3 barnabörn. 2.)
Elsku afi minn, Maggi, er látinn.
Síðustu dagar hafa verið erfiðir,
þar sem afi fór fljótt og það er erfitt
að fá ekki vegna aðstæðna sem nú
eru í þjóðfélaginu, að fylgja honum
síðasta spölinn. Afi sem var alltaf
sprækur og duglegur enda stund-
aði hann vinnu þar til hann varð 84
ára. Daglegar gönguferðir sem og
sundferðir stundaði hann fram á
síðasta dag, hann þurfti alltaf að
hafa eitthvað fyrir stafni. Afi sem
var alltaf uppáhalds, gerði allt fyrir
alla og ekki síst okkur barnabörnin
og svo langafabörnin sem eru
þrettán talsins.
Ég á svo margar minningar um
afa minn. Heimili ömmu og afa er
bara í næstu götu við æskuheim-
ilið mitt og því ansi oft sem maður
fór uppeftir til ömmu og afa, sem
við fjölskyldan höfum alltaf kallað
það. Afi hafði alltaf tíma fyrir allt
og því ansi margt sem hægt var að
leita til hans með, hvort sem það
var að fara á sjósandinn, fara í
berjamó, brasa með honum í garð-
inum, taka upp kartöflur, ótal
ferðir í bústaðinn, að leysa garn-
flækjur, gera við hjól, það er enda-
laust hægt að telja upp þau verk-
efni sem maður leitaði til afa með.
Mér er ansi minnisstætt þegar ég
var um 9 ára og bekkurinn minn
átti að leika leikrit um eskimóa og
við áttum sjálf að finna til þau tæki
og tól sem á þurfti að halda. Eitt af
þeim var einhvers konar hnífur
sem var hálfhringur sem við vor-
um nú ekki að skilja. Auðvitað fór
ég til afa með þetta verkefni og
hann reddaði því, skar út og ég
man hvað ég var stolt að mæta
með þetta í skólann og sýna öllum.
Ég fór í burtu í skóla á Akur-
eyri og síðar á Laugarvatn en
flutti svo norður 1999. Það var
gott að vera nær fjölskyldunni og
þegar Ólöf elsta barnið mitt fædd-
ist, þá keyrði afi ömmu til mín oft í
viku til Dalvíkur, svo að hún gæti
verið hjá mér og hjálpað mér.
Þegar ég var svo að kenna í
grunnskólanum heima, þá fengum
við leikskólapláss fyrir hádegi og
einn dag í viku, þá sóttu amma og
afi Ólöfu í leikskólann og pössuðu
hana þar til ég lauk kennslu. Það
var ómetanlegt.
Það fyrsta sem börnin mín gera
þegar við komum í fjörðinn, er að
fara upp eftir til ömmu og afa. Það
verður skrýtið að hitta þig ekki
lengur, elsku afi minn. Það er stór
og samheldinn hópur sem stendur
eftir, barnabörnin eru átta og
langafabörnin eru þrettán. Þú
elsku afi, varst alltaf í góðu sam-
bandi við alla og við heyrðumst oft
í síma, milli þess sem við komum í
fjörðinn. Það var alltaf gott hljóð í
þér, og þú vildir fá að heyra hvern-
ig gengi hjá krökkunum í skóla og
íþróttum. Þú fylgdist einmitt mjög
vel með íþróttunum hjá þeim,
Magnús
Stefánsson
hvort það væru búnir að vera leik-
ir eða mót og hvernig hefði farið.
Mikið sem ég er þakklát fyrir
það að hafa náð að eyða síðustu
jólum með þér, það er ómetanlegt
núna. Ég mun hugsa vel um elsku
ömmu fyrir þig.
Ég efast ekki um Miðbæjar-
systkinin taka mjög vel á móti þér,
þið eruð þá sameinuð öll saman
aftur í sumarlandinu, því ég veit
það var þér erfitt að sjá á eftir
systkinum þínum.
Elsku afi, við sjáumst síðar. En
ég mun hugsa til þín á hverjum
degi.
Þín
Anna.
Laugardaginn 28. mars lést á
Dvalarheimilinu Hornbrekku,
Ólafsfirði, afi okkar Magnús
Stefánsson á 93. aldursári.
Maggi í Miðbæ, Maggi Stef. eða
Maggi Raf., hann var þekktur
undir þessum nöfnum en fyrir
okkur var hann afi Maggi. Afi
hafði alltaf tíma fyrir okkur og það
var ekkert sem hann gat ekki,
hvort sem það var að búa til hluti,
lagfæra eða bara að dytta að-
…enda var viðkvæðið oft hjá
okkur, ég fer bara til ömmu og afa,
þau geta gert þetta.
Afi var ótrúlega hraustur, nán-
ast fram á síðasta dag. Þau amma
fóru í sund á hverjum degi og svo
var líka farið í pottinn. Hann fór
daglega í göngutúra um bæinn, oft
líka fram á sjósand. Þegar við
heyrðumst í síma var alltaf gott í
honum hljóðið, við spjölluðum og
svo sagði hann „amma þín er hér,
hún getur kannski sagt þér
meira“. En hann vildi fá að heyra
fréttir af okkur, hvernig krökkun-
um gengi í skólanum og íþróttum.
Í þessum skrýtnu aðstæðum
sem eru í heiminum í dag, var ekki
hægt að fara að kveðja elsku afa
en við munum allar góðar stundir
sem við höfum átt saman og við
munum gera okkar allra besta til
að hugsa um elsku ömmu á þess-
um erfiða tíma.
Góða ferð í sumarlandið, elsku
afi minn, efa það ekki að Miðbæj-
arsystkinin taki vel á móti þér, þið
eruð þá öll sameinuð aftur.
Elsku amma Helga, megi Guð
fylgja þér í sorg þinni.
Fyrir hönd barnabarna,
Jóna Kristín.
Kveðja frá Rótarýklúbbi
Ólafsfjarðar
Í Ólafsfirði fyrir 65 árum voru
nokkrir frekar ungir, en allavega
áræðnir menn sem réðust í að
stofna Rótarýklúbb Ólafsfjarðar.
Það var nánar tiltekið 17. apríl ár-
ið 1955 og voru stofnfélagar 18.
Magnús Stefánsson var einn
þeirra og einn af þeim yngri, 27
ára gamall, og er hann sá síðasti
þeirra félaga til að kveðja þennan
heim.
Klúbburinn varð strax mjög
öflugur og þótti það undrum sæta
í fámenninu sem var og er hér. En
það er nú bara þannig að klúbbar
og félög eru félagarnir og það sem
þeir taka sér fyrir hendur.
Magnús var mikill og góður
rótarýmaður og einnig naut
klúbburinn þess að hann hafði
Helgu konu sína sér til halds og
trausts og störfuðu þau mikið fyr-
ir klúbbinn og samfélagið í Ólafs-
firði.
Það eru t.d. ófáir tímar sem
þeir félagar Magnús og Ármann
Þórðarson hafa, ásamt fleirum,
staðið í snjó og byl til að bæjarbú-
ar gætu notið ljósanna af kross-
unum í kirkjugarðinum um jól.
Hann var ætíð með fyrstu
mönnum til að vinna að verkefn-
um sem klúbburinn tók sér fyrir
hendur og skipti þá ekki máli
hvort þau sneru að gróðri, viðhaldi
húseigna, skíðamótum eða öðrum
verkefnum sem rekið hefur á
fjörur klúbbfélaga. Mætti segja að
Magnús hafi ætíð staðið vörð um
klúbbstarfið og hnippt í menn
þegar honum fannst eitthvað
vanta upp á eða halla undan í
starfi klúbbsins.
Þau hjón Magnús og Helga
voru viðstödd langflesta viðburði
sem klúbburinn stóð fyrir. Þar eru
ferðalög ekki undanskilin og ber
þar e.t.v. hæst ferð til Færeyja
fyrir sex árum.
Eftir hátíðarfund sem haldinn
var í klúbbnum 12. janúar 2017,
fund nr. 3.000 frá stofnun klúbbs-
ins, var skrifað á vefsíðu klúbbsins:
„Einn af stofnfélögunum; Magn-
ús Stefánsson, var viðstaddur
ásamt konu sinni Helgu Eðvalds-
dóttur. Heiðruðu fundarmenn þau
hjón með því að standa upp fyrir
þeim og klappa hraustlega.
Magnús er búinn að vera ein af
burðarstoðum klúbbsins alla tíð
frá 1955, eða í tæp 62 ár, og voru
menn að geta sér þess til að lík-
lega væri hann búinn að sitja
2.700-2.800 rótarýfundi, en það
hlýtur að vera einsdæmi.“ Þá voru
árin 62, en þau urðu 65.
Magnús er áreiðanlega einn af
þeim rótarýmönnum heimsins
sem lengst hafa starfað fyrir
rótarýhreyfinguna og vilja klúbb-
félagar þakka honum ræktarsemi,
samveru og dugnað nú þegar leið-
ir skilur.
Í lok hvers fundar syngja fé-
lagar rótarýsöng Rótarýklúbbs
Ólafsfjarðar, sem Hartmann Páls-
son orti við lag sr. Ingólfs Þor-
valdssonar:
Eldarnir brenna, elfur tímans renna.
Ólgandi lífið hefur margt að bjóða.
Einn lyftir bjargi, annar stýrir penna,
en orðið var fyrsti hreyfimáttur þjóða.
Höfundi lífsins helgum starfið góða.
Klúbbfélagar senda Helgu og
ættingjum öllum sínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Við minnumst góðs félaga.
F.h. Rótarýklúbbs Ólafs-
fjarðar,
K. Haraldur
Gunnlaugsson, forseti.
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 6. APRÍL 2020
✝ Guðrún JónaJúlíusdóttir
fæddist í Reykja-
vík hinn 6. febrúar
1950. Hún lést á
Vikhem, Staffans-
torp í Svíþjóð 20.
mars 2020.
Guðrún var
dóttir hjónanna
Júlíusar Guðjóns-
sonar, f. 28. júní
1905, d. 16. júlí
1988, og Ingibjargar Björns-
dóttur, f. 13. ágúst 1922, d. 12.
febrúar 2011. Systkini Guð-
rúnar voru Markús Þórarinn
Júlíusson, f. 5. júní 1932, d. 12.
Réttarholtsskóla og lauk það-
an gagnfræðaprófi. Guðrún
hafði sérstakan áhuga á fim-
leikum. Eftir nám hóf Guðrún
störf hjá Skýrsluvélum ríkisins
og vann þar uns hún flutti
ásamt fjölskyldu sinni í sept-
ember 1977 til Svíþjóðar. Eftir
að börnin voru komin vel á
legg fór hún aftur í nám i bók-
haldi.
Guðrún giftist Haraldi
Karlssyni sjómanni, f. 10.
október 1950, hinn 26. desem-
ber 1970. Börn þeirra eru: 1)
Ingibjörg Stella, f. 25. júní
1969. 2) Júlíus Reynar, f. 26.
júní 1975. 3) Elísabet Ragna, f.
18. janúar 1979. Barnabörnin
eru sjö talsins á aldrinum 5 til
23 ára.
Guðrún verður jarðsett frá
Fosie kyrka í Malmö í dag, 6.
apríl 2020, klukkan 14 (að
sænskum tíma).
des. 1962, og Unn-
ur Helga Svava
Júlíusdóttir, f. 8.
apríl 1934, d. 1.
maí 2013, sam-
feðra. Guðbjörg
Ragna Guðmunds-
dóttir Colton, f.
12. febrúar 1946,
og Gylfi Magnús
Guðmundsson, f. 1.
mars 1947, sam-
mæðra. Yngstur
var Björn Júlíusson, f. 27. júlí
1952, og voru þau alsystkini.
Guðrún ólst upp í Hólm-
garði 4 í Reykjavík og gekk í
Breiðagerðisskóla og síðar
Elsku mamma, við erum ævin-
lega þakklát þér fyrir hvað við höf-
um verið heppin að njóta um-
hyggju þinnar, öryggi og kærleika.
Í gegnum líf okkar hefur þú
leiðbeint okkur með orðum eins og
ást og umhyggja og þetta hefur
orðið leiðarstjarnan okkar. Ást þín
og umhyggja fyrir okkur og fjöl-
skyldu þinni er öryggi okkar.
Að eiga mömmu eins og þig,
sem á sama tíma er nánasta og
besta vinkona okkar er ekki sjálf-
sagt.
Þú varst mamma sem var alltaf
til staðar fyrir fjölskyldu, vini og
kunningja. Mamma sem við gátum
treyst með öllu án þess að vera yf-
irheyrð eða dæmd. Í staðinn fyrir
leiðbeindir þú okkur og hlustaðir.
Að halda samtalinu gangandi
var aldrei neitt mál fyrir þig og
minningar okkar um þessi samtöl
munum við alltaf eiga með okkur.
Umræðurnar voru ekki takmark-
aðar við fjölskylduna eingöngu,
það var oft „ókunnugur“ í eldhús-
inu sem þurfti að leita í ró þína eða
finna auðvelda leið til að skoða lífið.
Hæfni þína til að sjá alla í um-
hverfi þínu eins og þeir eru hafa
margir upplifað í gegnum tíðina.
Barnabörnin þín hugsuðu aldr-
ei um tæknibúnað nútímans í ná-
vist þinni.
Það var töluvert meira áhuga-
verðara og gefandi að fá að sitja
og teikna Óla prik, fikta í skart-
gripunum eða flokka fingurbjar-
girnar þínar. Sem betur fer eign-
uðust öll sjö barnabörnin þín
margar yndislegar og ástríkar
stundir með þér. Þau munu alltaf
geyma þessar minningar með sér.
Þú settir okkur systkinin alltaf
í fyrsta sæti, síðan umhverfið þitt
og að lokum komst þú. Við sjáum
núna að þessi hugsunarháttur lifir
áfram í okkur og börnunum okkar
og það er sérstaklega það sem fólk
nefnir þegar er talað um Gunnu!
Sönn ást vex ekki á trjám í sam-
félagi nútímans. Mikilvægi þess
að fá raunverulega öryggistilfinn-
ingu með orðum og nálægð hvert
við annað. Ef við myndum gúggla
þessi orð værum við sannfærð um
að mynd af þér myndi koma upp.
Við höfum alltaf elskað færni
þína við að halda fjölskyldunni
saman, við lentum alltaf á sama
stað, saman!
Þú sem varst aðeins 1,50 á hæð,
grönn og falleg kona, en með
styrk þínum, ást, öryggi og um-
hyggju tryggðir þú alltaf vellíðan
okkar og heiminn í kring.
Við finnum mikinn söknuð
núna, það lýsir því hvernig okkur
líður Við elskum þig.
Börnin þín
Ingibjörg, Júlíus
og Elísabet.
Guðrún mágkona mín er látin.
Margs er að minnast. Við vor-
um ekki bara mágkonur, heldur
vorum við líka góðar vinkonur og
áttum okkar saman.
Ég var um 10 ára aldurinn,
þegar Halli bróðir kom með
Gunnu eins og við kölluðum hana
alltaf, inn í fjölskylduna okkar.
Það eru 5 ár á milli okkar,
þannig að þau voru í raun og veru
bara krakkar þegar þau byrjuðu
að vera saman.
Halli og Gunna fluttu til Sví-
þjóðar haustið 1977 og bjuggu
fyrst í Malmö. Síðar fluttu þau í
Staffanstorp og þar var oft mikið
gaman að vera saman. Það voru
ekki fáar ferðirnar sem við fjöl-
skyldan fórum og dvöldum hjá
þeim.
Það efldi tengslin mjög mikið.
En það var á þeim tímum sem fólk
var ekki mikið að hringjast á, þá
fóru fram bréfaskipti.
Við gerðum heilmikið saman
með börnum okkar og það var frá-
bært að upplifa aukin tengsl á
milli þeirra sem hafa varað til
framtíðar.
Alltaf tóku þau frábærlega vel
á móti okkur fjölskyldunni, sama
hvað.
Mikið var talað saman og mörg
trúnaðarsamtöl áttu sér stað milli
okkar, sem við geymum í minn-
ingu okkar.
Seinni árin þegar tölvusam-
skipti jukust, áttum við oft og
miklar samræður í gegnum tölv-
una og voru það alltaf skemmti-
legar stundir. Mikið hlegið og gert
grín.
Halli og Gunna voru dugleg að
ferðast. Eftir að hún veiktist dáð-
umst við Svavar að því, hvað þau
voru dugleg að drífa sig af stað,
hvort sem það var í fallega hjól-
hýsinu sínu um sveitir Svíþjóðar
eða á sólarströnd. Gunna elskaði
að vera í sól.
Ég veit að mágkona mín var
mikið veik síðustu árin, en það var
alveg ótrúlegt hvað hún náði sér
alltaf upp á milli áfallanna, sem
sýndi styrkleika og jákvæðni hjá
henni.
Guðrún mín, ég sakna samtal-
anna okkar, en það er svo gott að
eiga góðar minningar, það hjálpar
heilmikið.
Þakklæti og hlýhugur fyrir frá-
bæran vinskap, allar góðu móttök-
urnar og stundirnar í Svíþjóð og á
Íslandi, ég tala þar fyrir munn
okkar allra, Svavars, Sigurjóns og
Reynis.
Innilegar samúðar- og kær-
leikskveðjur til þín, elsku Halli
bróðir, Ingibjörg, Júlli, Elísabet
og fjölskyldur.
Sofðu rótt, elsku mágkona og
vinkona.
Stella Karlsdóttir.
Guðrún vinkona okkar er látin.
Við Æskurnar, eins og
vinkvennahópurinn kallar sig,
kynntumst er skólaganga hófst og
allar götur síðan, þau 60+ ár sem
liðin eru, hefur ekki skugga borið á
þá vináttu.
Margt var brallað á Hólmgarð-
inum hjá frumbyggjum þessa
barnvæna og skemmtilega hverfis.
Við nutum æskuáranna.
Við vorum eins og hjörð, sem fór
hratt yfir.
Guðrún okkar var dugleg,
ábyrgðarfull og hjálpsöm strax frá
unga aldri.
Unglingsárin voru okkur
óendanlega skemmtileg og góð.
Félagsstarfið í Réttó, þar létum
við okkur ekki vanta.
Göngutúrarnir á hitaveitu-
stokknum, þar sem við sungum há-
stöfum með nýjustu lögunum.
Ingaskýli við Bústaðaveg var al-
veg hægt að kalla okkar félagsmið-
stöð.
Lídó, það var svo fullorðins að
fara þangað og rosalega gaman.
Breiðfirðingabúð við Skóla-
vörðustíg var næsti viðkomu-
staður. Dansinn dunaði. Margar
fórum við inn á sama nafnskírteini.
Já, nafnskírteini fylgdu ekki endi-
lega eigendum sínum.
Halli, Haraldur Karlsson, skóla-
bróðir okkar, var maðurinn sem
kom, sá og sigraði hjarta Guð-
rúnar.
Ingibjörg dóttir þeirra fæddist
1969 og varð hún okkur Æskunum
strax mjög kær.
Næstu árin, eins og gengur, fóru
í hreiðurgerð hjá okkur öllum.
Annað barn þeirra Guðrúnar og
Halla er Júlíus. Þau fluttu til Sví-
þjóðar og þar fæddist þeim þriðja
barnið, Elísabet.
Fjölskyldan hefur búið í Svíþjóð
síðan.
Við Æskurnar höfum heimsótt
þau reglulega í gegnum árin. Nú
hlaðast upp minningar í hugann.
Mikið getum við þakkað fyrir að
hafa ætíð átt góða, sterka vináttu.
Sérstaklega langar okkur að
minnast ársins 2007. Þá fórum
við vinkonurnar til Staffanstorp
og vorum þar í nokkra daga.
Þetta var í síðasta skiptið sem við
vorum allar saman, þar sem
Sigga okkar lést árið 2008. Við
áttum yndislega daga. Þetta varð
allavega síðasta „útilegan“ okkar
vinkvenna, við lögðum undir okk-
ur sólskála hússins þeirra Guð-
rúnar og Halla. Þar var komið
fyrir dýnum og við sváfum allar í
kös. Yndislegt „trúnó“.
Næsta kvöld bauð Halli okkur
á tónleika með Eagles á efri hæð
hússins.
Nágrannarnir hafa örugglega
hugsað þessum Íslendingum
þegjandi þörfina.
Minningar eru til þess að ylja
sér við. Samt er svo erfitt á svona
saknaðarstundu að kalla fram
gleðina sem við upplifðum
saman.
Við eigum eftir að sakna elsku
Guðrúnar, okkur finnst við hafa
verið samferða alla ævi.
Guðrún var mikil fjölskyldu-
manneskja. Hún og Halli nutu
mikils barna- og barnabarnaláns.
Þau uppskáru eins og þau sáðu.
Þess ber þeirra góða og fallega
fjölskylda merki.
Systkinum Guðrúnar, tengda-
fólki og þeirra fjölskyldum send-
um við okkar dýpstu samúð.
Elsku Halli okkar, þinn missir
er mikill. Þið áttuð svo einstakt
samband, elskuríkt og fallegt.
Ingibjörg, Júlli, Elísabet og
fjölskyldur, þið áttuð svo góða
mömmu og hún var svo stolt af
ykkur. Haldið minningu hennar á
lofti við hennar elskuðu barna-
börn.
Elsku vinkona. Við kveðjum
þig með söknuði okkar kæra og
þökkum fyrir allt.
Nú er hjá okkur „Sound of
silence“.
Saknaðarkveðjur frá Æsk-
unum.
Ása, Hugrún og Lóa.
Guðrún Jóna
Júlíusdóttir